Morgunblaðið - 28.01.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1070
19
Dr. Bragi Jósepsson;
Viðlokáratugar
1.
Á ÞEIM ÁRATUG, aem nú er
liðinm, tókist homo sapiens að
stíga fæti á tunglið. Samkvæmt
myndum og frásögnum mun
landslag vera fremur eyðilegt
og ekki sérlega tilkomumikið.
Og enda þótt ferðalangar hafi
sótt langt út í himingeim bendir
fátt til þess að þeir hafi kom-
izt nær himnaríki en þeir sem
klífa fslands fjöll. Þó munu
þeir hafa fengið allgott svigrúm
til þess að líta þá plánetu, sem
vdð höfum byggt nú um alllamigt
skeið. Tunglmenn voru yfirleitt
sammála um að jörðin væri ein-
stakliega eirumanialog, í það
minnsta frá tunglinu séð.
2.
Þessi áratugur sem nú er lið-
inn er vissulega athyglisverður
frá sögulegu og menningarlegu
sjónarmiði. Hin fornu stórveldi
Evrópu virðast nú algerlega
hafa horfið inn í skugga ris-
anna tveggja, sem leiddust inn
í atburðarás síðari heimsstyrj-
aldarinnar sem óálitlegir hjálp-
armenn. Þessir aðilar, Banda-
ríkin og Ráðstjórnarríkin, hafa
nú um skeið háð harðvítuga bar
áttu um forystuhlutverk á svið'
vísinda, tækni, efnahagsupp-
byggingar og menningarþróun-
ar. Staða hinna Evrópuþjóðanna
á þessum síðasta áratug hefur
mótazt af þreytu og vonleysi, og
ef til vill umidrun yfir þeirri þiró-
un, sem orðið hefur á svo stutrtiu
tímabili. Menningaráhrif og
þjóðfélagsstraumar frá þessum
tveim stórveldum eru greinileg,
ekki einungis í Evrópu heldur
í öllum álfum heims.
3-
En tilveran er í eðli sínu
margbrotin og rás atburðanna
illskiljanleg ef ekki er gripið til
aðferða, sem bezt þekkjast frá
kennslubókum sagnfræðilegs eðl
is. Flokkun atburða, í sjálfu sér,
eykur ekki sannleiksgildi frá-
sagnarinnar. Á hinn bóginn
stuðlar flokkun atburða að
gleggri skilningi á orsakatengsl-
um og atburðarás. Ef ég væri
spurður þeirrar spurningar
hverja ég teldi áhrifamestu ein-
staiklimga þessa síðasta áratuigar,
mundi ég sennilega nefna Mao
Tse-tung og Martin Luther
King. Á hinn bóginn geri ég
mér ljósa grein fyrir fjölmörg-
um þjóðfélagslegum þáttum sem
á einn eða annan hátt stuðluða
að áhrifamætti þessara manna.
En þó að ég velji gula mann-
intn Mao og svarta manninn
Martin, sem mienin áraitugarinis
ætti slíkt val fyrst og fremst að
beina huganum að hinni heim-
spekilegu skýringu þjóðfélags
ins eða öllu heldur þeirra
tveggja þjóðfélagsmynda, sem
skýrast má greina í bandarísku
þjóðfélagi annars vegar og sov-
ézku þjóðfélagi hins vegar.
4.
Vaxandi styrkur Kína og
menningarleg áhrif hins kín-
verska lærimeistara munu flest-
um ljós. Vöxtur Kínaveldis á
þessum áratug hefur verið slík
ur að hliðstæð dæmi munu ekki
vera fyrir hendi í nútíð eða for-
tíð. Hugsjónagrundvöllur kín
verskra kommúnista er í megin-
atriðum hinn sami og hjá sov-
ézkum félögum. Mismunurinn er
menningarlegs eðlis og á rætur
sínar að rekja til slafneskrar
mienminigair aninars vegair og monig
ólskrar eða öllu heldur forrt
kínverskrar menningar hins veg
ar. Heimspekistefna er eitt en
framkvæmd heimspekistefnu er
annað. Frá sögulegu sjónarmiði
má ef til vill segja að þýzki
nasisminn hafi fallið í góð-
ain jairðveg, enda vair þessi heim-
speki knúin áfram af slíkri
hörku og þjóðareiningu að fá
dæmi koma til jafnaðar. Sjálfur
er ég þeinrar skoðunar að styrk
ur sovézks kommúnisma, í menn
ingarlegu tilliti, sé fólginn i
hinni slafnesku persónugerð. Á
hinn bóginn er ekki líklegt að
þróuin mionigólsks koanimúnismia
verði með þeim hætti, sem orð-
ið hefur í Ráðstjórnarríkjunum.
Kína er vaxandi stórveldi, það
ætti flestum að vera ljóst. Á
hinn bóginn er ekki víst að
menn geiri sér almennt grein fyr
ir eðli og möguleikum þessa vax
andi stórveldis, né heldur þeim
aðferðum er kann að verða beitt
eftir að Kína hefur hlotið sam-
bærilega valdaaðstöðu og Banda
ríkin og Ráðstjórnarríkin hafa
nú. Hér á ég að sjálfsögðu ekki
við aðild Kína að Sameinuðu
þjóðunum, enda er erfitt að sjá
hvernig það má veikja friðsam-
legain samvinnugrundvöll.
5.
Það er talað um að ófriðvæn-
lega horfi fyrir botni Miðjarð-
arhafs og uppþot eru tíð í Suð-
ur Ameríku. Óeirðir og kyn-
þáttiastríð hafa einmiig hrjáð
Afríku og ekki eru líkur til þess
að þeim átökum linni næsta ára
tuginn. Það virðast þó ekki
miklar líkur til þess að meiri-
háttar styrjöld hefjist á þessum
svæðum með þátttöku stórveld-
anna. Hættusvæðið næsta ára-
tuginn er tvímælalaust á landa-
mærum Kína, en þar mun Kórea
sennilega vera viðkvæmasti
punkturinn.
6.
Styrjöldin í Víetnam er þegar
að fjara út. Þar hafa Banda-
ríkin sennilega gert sína
stærstu skyssu í utanríkismál-
um. En svo ég víki aftur að
þeim þjóðfélagsmyndum, sem áð
ur er getið er vert að greina á-
kveðin skil í þróunarsögu
kommúnismans annars vegar og
vestræns lýðræðis hins vegar.
Hér á ég við hina stjórnfræði-
legu þróun ríkisins annars veg-
ar og menningarþróun þjóðfé-
lagsþegnanna hins vegar.
Þessi skil er nauðsynlegt að
greina til þess að skilja eðli
þeinrar þróunar, sem orðið hef-
ur síðasta áratuginn. Það er ein
mitt á sviði stjórnfræðinnar sem
lcommúnismánin hefur risið ’hæst
og þar birtist Mao Tse-tung sem
hinn áhrifamikli leiðtogi. Á
þessu sviði kemst ekkert hinna
vestrænu lýðræðisríkja til sam-
anbuirðar. Hin myndin birtist
í sterkri þjóðfélagshreyfingu,
sem átti upptök sín í Banda-
ríkjunum. Það er einmitt á
þessu sviði menningarþróunar
þjóðfélagsþegnanna, sem vest-
ræn lýðræðishugsjón hefur náð
hæsit, og þair gnæfir Martin
Luther King sem hið mikla ein-
ingartákn. Vegna grundvallar
mismunar á menningarþró-
un þegnanna í hinu kommún-
istíska þjóðfólagi og hiniu vestr-
ænia lýðræðisþjóðfélagi væri
frekari samanburður óréttlætan
legur.
7.
Bandaríska þjóðin er vel
menntuð þjóð og unga kynslóð-
in þar hefur aukið trú margra
Evrópumanna á gildi lýðræðis,
menntunar og almennra mann-
réttinda. Á þessum áratug var
það, eins og áður ©r sagt, banda-
ríkjamaðurinn Martin Luther
King sem hófst til forystu í
þeiriri þjóðfélagshreyfingu fyrir
almennum mannréttindum, sem
nú flæðiir yfir öll Vesturlönd. í
kjölfar þessarar hreyfingar hef
ur hin unga kynslóð Bandarikj
anna risið upp og mótmælt
stríði. Ég held að þetta sé atriði
sem ýmsir skilja ekki gerla. Al-
gengasta skýringin á andstöðu
Bandarí'kjamanna á stríðinu í
Víetnam eir sú, að þeir telji þetta
stríð ekki hafa neitt gildi fyrir
Bandaríkin. Þess'i skýring er
ekki nægileg, enda ristir þessi
stefna gegn Víetnam mun dýpra
í hugum ungu kynslóðarinnar.
Þessi andstaða er, hreint út
sagt, andstaða gegn stríði. Unga
kynslóðin er hreinlega að mót-
mæla löggiltum morðingjaleik,
sem siðmenntaðar þjóðir hafa
gert að virðulegri menningarat-
höfn á umliðnum öldum.
8.
Kynslóðin sem er að vaxaupp
í dag er víðsýnni en áður hef-
ur þekkzt. Ástæðunnar til þess
ættu að vera flestum ljósar.
Þessi kynslóð er betur mennt-
uð en áður, veit meira og hef-
ur víðari sjónhring. Ef til vill
má segja að unga kynslóðin hafi
aldrei fyrr verið jafn ung og
einmitt nú. Ég er þeirrar skoð-
unar að kraftur hugrekki og
æskuþrek hinnar ungu kynslóð-
ar megi rekja til þeinrar upp-
eldis- og skólastefnu, sem nú
ryður sér til rúms um allan heim.
Mannhelgi og virðing fyrir ein-
staklingnum hefur mótað þessa
nýju þjóðfélagsstefnu. Frelsis-
þrá ungu kynslóðarinnar er af
þessum sökum sterk, og kemur
fram í baráttu gegn þröngsýni
og þvingun. Unga kynslóðin
krefst nýs andrúmslofts þar sem
vaxtarskilyrði eru líkleg til
þess að skapa heilbrigða lífs-
gleði og starfshvöt.
9.
Sbraumar hins stóra heims
hafa löngum borizt að íslands
ströndum og svo er enn. Á sviði
vísinda höfum við löngum ver-
ið þiggjendur enda hefur að-
staða þjóðarinnar ekki verið
hagkvæm og samanburður því i
alla staði óréttlætanlegur. En
við trúum því að á íslandi búi
þróttmikil þjóð, sem þekkir
sinn vitjunartíma, og hefur
manndóm og' þrek til þess að
ráða málum sínum til heilla
ókomnum kynslóðum. Á þessum
árabug fengu íslendingar sjón-
varp, eða öllu heldur aðstöðu
til að sjónvarpa. Sjónvarps-
mehning okkar er auðvitað á
frumstigi, en sama má ef til vill
segja um blaðamennsku og
fréttaflutning á íslandi almennt.
Þáttur þessarar vaxandi stéttar
í íslenzfcu þjóðifélagii ©r það mik-
ilvægur að nauðsynlegt er að
skapa þeim viðunandi menntun-
arskilyrði í- landinu. Að öðru
leyti finnst mér afstaða margra
gagnvart hlutverki sjónvarpsins
nokkuð furðuleg. Sennilega
stafar það af því hve mikla virð
ingu við íslendingar berum al-
mennt fyrir hinu ritaða og talaða
orði. Þar við bætist sjónvarpið,
sem ríkisstofnun, og þess vegna
kriefjast menn algers hlutleysis.
En hlutverk góðs sjónvarps sr
alls ekki að vera fyrst og fremst
Wiuitlaiuist. Hlutveafk góðs frétta-
flutnings er til dæmis það, að
birta það sem er fréttnæmt
hveirju sinni. Hitt er svo annað
mál að vel má greina góða frétta
menn frá miður góðum frétta-
mönnum. Algert jafnvægi í
fréttaflutningi milli stjórnar og
stjórnarandstöðu er í fyllsta
máta hlálegt. Á hinn bóginn sr
yfinhylming á fréttnæmu efni
ósæmandi góðum fréttamanni.
Mat á því sem fréttnæmt er
byggist á hæfileikum og mennt-
un fréttamannsins, en það hvort
tveggja er undirstaða góðs sjón
varps.
10.
Ég trúi því að sá áratugur
sem nú er að hefjast eigi eftir
að marka stærstu tímamót i
menningarsögu okkar fslendinga.
Ég er þeirrar skoðunar að efna-
hagslega séð standi þjóðin þeg-
ar á stórmerkum tímamótum. Hér
á ég ekki einungis við aðild fs-
lands að EFTA, sem út af fyrir
sig er merkur áfangi, heldur
virðist mér sem stjórn efnahags
málanna beri vott um ábyrga og
framsýna stjómarstefnu. En
þjóðfélag sem stefnir fram á við
þarf einnig á að halda þróttmik
illi alþýðu með óbrenglaða hugs
un og siðferðislegt þrek til þess
að veita forystumönnum þjóðar
innar hæfilegt aðhald. Á sama
hátt þurfa forystumenn þjóðar-
innar að vekja almenning til
dáða og skapa lífvænleg vaxtar
skilyrði fyrir þegna þjóðfélags-
ins. Hér á ég að sjálfsögðu við
stjórnarandstöðu ekki síður en
stjórnarlið.
Ég trúi því einnig að á þess-
uim áratug miuni mienntakenfi
þjóðarinnar verða umskapað í
anda hinnar nýju fræðslu-
stefnu, enda er það frumskil-
yrði þess að þjóðinni takist að
framkvæma þá efnahagsupp-
byggingu, sem stefnt er að. Éf
þjóðinni tekst að samstilla krafta
sína að jákvæðu takmarki en
leggja *til hliðar hreppapólitík
og pólitískan oftrúnað þá ættu
forystumenn okkar að fá við-
hlítandi svigrúm til að stjórna
Tnálum þjóðarinnar í samræmi við
óskir og þarfir hinnar nýju
kynslóðar.
Veitingnstofa til sölu
í fullum gangi á góðum stað.
Til leigu húsnæði fyrir félagsstarfsemi.. teiknistofur, skrifstofur.
Allt í fyrsta flokks standi.
Tilboð sendist blaðinu fyrir föstudag merkt: „8652".
Aöalfundur Austfirðingafélagsins
verður haldinn í Sigtúni miðvikudaginn 4. febrúar kl. 21.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Harðar Einarssonar hdl., Sveins H. Valdimarssonar
hrl., og Birgis tsl. Gunnarssonar hrl., fer fram opinbert upp-
boð að Óðinsgötu 30, mánudagnn 2. febrúar n.k. kl. 11.00 og
verður þar selt, gufufatapressa, blettahreinsunarborð, axla-
pressa og gufuketill, talið eipn Alfreðs ólafssonar.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Verzlunarbanka Tslands h.f., fer fram opinbert
uppboð að Hverfisgötu 4, mánudaginn 2. febrúar n k. kl. 13.30
og verður þar seld Ijósmyndavél fyrir prentmyndir, talin eign
Jóns Stefánssonar.
Greiðsla við hamarsnögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., fer fram opinbert uppboð
að Vitabar, Vitastig 20, mánudaginn 2. febrúar n.k. kl. 14.00
og verður þar seld ískista, talið eign Sigríðar Magnúsdóttur,
Greiðsla við hamarshögg
Borgarfógetaombættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, fer fram opinbert
uppboð að Mávahlíð 30, mánudaginn 2. febrúar n.k. kl. 10.20
f.h. og verða þar seldar 6 hárþurrkur, taldar eign Hárgreiðslu-
stofunnar Hörn s.f.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
N auðungaruppboð
á ýmsum lausafjármunum gjaldþrotabús Borgar s/f., verður
haldið i vezlunarhúsi Samvinnufélagsins í Borgarnesi miðviku-
daginn 4. febrúar n.k. kl. 2 e.h. þá verður boðið upp m.a.:
áleggshnifar, (Berkel’s), pappirsbakkar.
kaffikvarnir (rafmagns). (foodtainer trays).
krafttalíur. stálbakkar.
kranar í frystivélar, umbúðapappir (hvitur
búðarvog (Avery), og brúnn).
peningakassar. kjötpokar (mikið magn).
skrifborð. bréfpokar.
skjalaskápar. eldhúskollar,
skrifstofustólar og lampar. gormreizla (100 kg ).
plastpokar i rúllum. saumur, margvisl. (2" o. fl.).
desimalavogir. matarsalt (milligróft).
verðmerkingarvél, vélatvistur.
plastlokunarvél. fatnaður.
kassabindivélar, handlaugar.
aluminiumkassar og bakkar. reimskífa (Deutz),
Uppboðsskilmalar liggja frammi til athugunar á skrifstofu upp-
boðshaldara. Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Þorvaldur G. Einarsson ftr.