Morgunblaðið - 07.02.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUTNTBLAÐIÐ, LAUOARDAOUK 7. FEBRÚAR 1070 Merkjasala Kven- fél. Laugarnessóknar Á MORGUN er hinin árlegi merkjasöludagur Kvenfélags Ivaugamessóknar, og hafa kven félagskonumar ákveðið, að all- ur ágóðinn skuli að þessu sinni renna í „Safnaðarheimilissjóð". í Laugameskirkjunni er kjall arasalur, sem hefur verið at- hva/rf safnaðarstarfsins: Sóknar nefndarinnar, Kirkjukórins, Kvenfélagsins, Bræðnafélagsins og Æskulýðsfélagsins. Þessi sal ur hefur verið okkur alveg ómet anlegur. En hann er lítill, lágt undir loft og er því ekki full- nægjandi lengur — gefur hvorki Kvenfélaginu né Æskulýðsfélag inu vaxtarmöguleika. Nú er fé- lagsstairfið orðið mjög ríkur og þýðingarmikill þáttur í safnað- arlífinu yfirleitt, einnig trúar- lega, því þar, á félagsfundun- um er Guðs orð lesið, til leið- beiningar og hjálpar og trúnni til eflingar. — Þá hefur kjall- arasaluirinn hýst líknarstarf fyr iir aldraða og þar hafa verið reif- uð og rædd á fundum. og sam- komium ýmis þau mál, er maetitu verða söfnuðinum til gagns og heilla. Nú er Reykjavík, svo sem kunnugt er, að ýmsu að fá á sig stórborgarbrag, með kostum og göll'um, Það má því búast við, að æ verði meiri þörf fyrir líkn- arstörf og félagslega aðstoð og hjálp einstaklingum til handa, eftir því sem tannhjól stór'bong- arlífsins verða fleiri og stærri. Þarna er vettvangur kirkju- sóknanna og safnaðairtfélaganna að verða borginni að liði með hollium og uppörvandi áhrifum ungum og eldri til handa. í þessu skyni eru safnaðarheim ilin ómissandi, með kynnum sín- um og hollri samstillingu, til þess að verða að liði og koma góðum málum fram. Þar eð núverandi safnaðar- heimili í kjallara kirkjunnar er of lítið, hlýtur Það að vera hið brýnasta mauðsynjamál safn- aðarins, að koma upp nýju safn aðarfheimili, er geti komið til móts við þær þarfir, er auðsjáanlega eru að skapast nýjar með nýj- um tíma. Að þessu verkefni vilja safn aðarkonumar vinna, allir er að kirkjunni standa og safnaðar- menn og konur yfirleitt. Heiti ég því á alla að styðja kven- félagskonurnar í dag með því að kaupa merki þeirra. Garðar Svavarsson. Togarar landi heima Á FUNDI borgarstjómar Reykja víkur sl. fimmtudag var hvatt tU þess að reynt yrði að auka landanir togara innanlands. í samþykkt borgarstjómar er bent á, að á f járlögum yfirstand- andi árs er gert ráð fyrir að 30 milljónum króna verði varið til Atvinnujöfnunarsjóðs. Leggur borgarstjóm til að þessu fé verði varið til að auka landanir tog- ara innanlands. Samþyklkt borgarstjórnar er svdhljóðandi: Borgarstjóm leggur áherzlu á, að kannaðir verði möguleikar á ráðstöfunum, er hvetja myndu tiil aufcinna landana togara inn- anlands. Á fjárlögum yfirstand- andi árs er gert ráð fyrir að 30 FASTEICNA- OC CUÐMUNDAR •ergþórugötu 3 SKIPASAIA SÍMI 25333 Síaukin sala sannar öryggi þjónustunnar. Höfum kaupendur að ölium stærðum og gerðum íbúða. Skipti oft möguleg. Hafið samband við okkur sem fyrst. Knútur Bruun hdl. Sölum. Sigurður Guðmundsson KVÖLDSÍMI 82683 m.kr. verði varið til Atvinnujöfn unarsjóðs, en á sl. ári var af sams konar fjárveitingu varið 20 m.kr. til styrktar togaraút- gerð. Borgarstjórn hvetur til þesis, að settar verði reglur um úthlutun þessa fjár, er hvetji til aukinna landana innan/lands. — Herskip Framhald af bls. 1 sem er 1.600 tonn og sérstaiklega gert til ifllutninga á sfkriðdrekum, og á flutningaskipinu „Bat Yem no. 81“. Fylgdust froskmennim- ir með því þegar sprengjurnar sprungu og skipin sukku, en komust eíðan allir undan. Fréttaritari Reuters í Eilat er efcki á saana máli og herstjórnin í Kaíró. Segir hann að eitt 500 tonna flutningaskip hafi sokkið, og að landgönigupraimimi hafi laskazt. Þá segir hann að engan af áhöfn skipanna hafi sakað. Loftárásir ísraela á stöðvar Egypta við Súez-skurð hófust um klukkan níu í morgun, og stóðu linnulítið í rúmar sex klukkuistundir. Hersfcipið, sem sökk, var af gerðinni T-43, sondð að í Sovétrífcjunum. Eru skip þessi búin fjórum fallbyssum, mörgum vélbyssum, tækjum til tundurduflalagna, og auk þess sérlega gerð til að leita að kaf- bátum og granda þeiim. Var skip ið statt sunnan við Shadwan- eyju, sem ísraelar herpámu og héldu í hálfan annan sólarhring fyrir helgina. BLADBURÐARFOIK A OSKAST í eitirtalin hverfi: Skólavörðustígur — Freyjugata frá 28-49 Skeggjagötu — Hverfisgötu, frá 4-62 Laufásvegur frá 2-57 — Túngötu TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 Nýtt dagheimili og leikskóli — taka til starfa í Sólheimum — Um 1400 börn á barna- heimilum Sumargjafar I GÆR var blaðamönnum boðið að skoða tvær nýjar stofnanir, sem Reykjavík- urborg hefur byggt og af- hent Barnavinafélaginu Sumargjöf til rekstrar. Er það leikskóli og dagheim- ili í Sólheimum. Leikskól- inn, sem hlotið hefur nafn- ið Holtaborg, var tekinn í notkun í haust, en dag- heimilið er verið að taka í notkun þessa dagana og nefnist það Sunnuborg. Nú eru starfræktir í Reykjavík 11 leikskólar, sem rúma um 550 börn. Auk þess að byggja þessi barnaheimili greiðir borg- arsjóður hluta af rekstrar- kostnaði þeirra. Er greidd- ur um helmingur af rekstr arkostnaði dagheimila og nemur það 1800—2000 krón um á mánuði miðað við hvert barn, en 25% af rekstrarkostnaði leikskóla eða um 330 krónur á mán- uði miðað við hvert barn. Hin nýju barnaheimili við Sólheima eru hin fyristu, sem byggð eru eftir verð- iaiUinateikninigu arkitektanna Skarphéðins Jóharanssonair og Guðmundar Kr. Guð- mundssonar. í Sunnuborg eru 4 deildir fyrir börn á aldrinum 3 mánaða — 6 ára og þar geta verið 74 böm. Er stærð Sunnuborgar rúm- lega 2600 rúmmetrar. í Hoita borg eru þrjár deildir fyrir böm á aldrinum 2—6 ára og þar geta dvalizt 58 börn Stærð leikskólans er 864 rúm metrar. Við opnun Sunnuborgar flutti Geir Hallgrímsson, borgiarstjóri, stutta ræðu og minnti á, að árið 1968 hefði verið tekinn í notkun leik- skóli í Háaleitishverfi, Álfta- borg og á árinu 1969 hefðu tveir nýir leikskólar tekið til starfa, annar í Áarbæjar- hverfi, Árhorg og hinn við Sólheima, Holtaborg. Á ár- inu 1970 verður væntanlega hafin bygginig 3ja nýrra leik skóla í Breiðholti, Fossvogi og , Laugameshverfi. Er stefnt að því að fullgera leikskóla í BreiðholtshverfL Á árárau 1968 var tekið í notkun dagheimili fyrir böm stúdenta, sem rekið er af Sumargjöf með styrk frá borgirani og árið 1969 var hafiran rekstur dagfhieimilis fyrir böm starfsfólks Borg- arspítalans. Geir Hallgrímsson sagði, að árið 1963 hefði verið gerð áætlun um þörf fyrir dag- heimili og leikskóla og hefði þá verið talið, að 10 böm miðað við hverja 1000 íbúa þyrftu að eiga aðgang að dag heimilum og 24 börn miðað við 1000 íbúa aðgang að leik skólum fyrir eða eftir hádegi. Samkvæmt því ættu að vera í Reykj avík dagheimili fyrir 810 böm en vænu nú fyrir 547 og leikskóla þyrfti fyrir 1944 börn en væm nú til fyr ir 1130 böm. Miðað við þessa áætlun væri nú búið að full- nægja u.þ.b. 2/3 af áætlaðri þörf fyrir dagheimili og um 3/5 að því er varðar leik- skóla. Ásgeir Guðmundsson, skóla stjóri, formaður Sumargjafar, veitti þessum nýju stofnun- um móittöku af hálfu félags- ins og sagði m.a. að fyrsta ár ið, seim Sumargjöf rak barna heimili í Kenn araskólanum hefðu dvalardagar verið um 2000 en væru nú 383 þúsund. Samtals væru nú á dagheim- ilum og leikskólum Sumar- gjafar rúmlega 1400 böm. Á sl. ári vom liðin 45 ár frá því að Suimiarigjöf hóf skipiu- lagðan rekstur dagvistar- stofnana í Reykjavík. Guð- mundur Kr. Guðmundsson, arkitekt, skýrði teikningar á húsuraum fyrir geistium en þau enu hin glæsilegustu að öllum búnaði og nýstárleg að gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.