Morgunblaðið - 07.02.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1070 Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Reyndu að ljúka skyldustörfum vikunnar við fyrsta tækifæri. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að vera vingjarnlegur. Atburðarásin er hröð, og kannske færðu óvænt tækifæri. Xviburamir, 21. maí — 20. júní. Fátt fer fram hjá öðrum i dag, og á það ekki sizt við ókunnuga. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þaðan herst hjálpin, sem hennar er sízt að vænta. Þiggðu hana. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Farðu þér hægt og rólcga til að ná sem beztum árangri. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það borgar sig að vera dálítið ýtinn. Skipulagshæfni þin ættl að njóta sín vel núna. Vogin, 23. september — 22. október. AUt, sem þú gerir í dag jafngildir beztu skcmmtun. Gleymdu samt ekki skyldustörfunum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Nýtt tungl veldur alls kyns frumhlaupum. Vertu íheldinn. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að hlusta í stað þess að stökkva upp á ncf þér. Stcingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þeglðu, því annars hcfurðu verra af um iangan aldur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. íebrúar. í dag brýturðu blað í starfi þínu, ef að er gáð. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Þú ergist fyrri partinn, en það lagast ef þú færð frið til að hugsa málln. tók hann að skjálfa, rétt eins og hann væri að fá kast. Tár rann niður skítuga kinnina og glitraði innan um skeggbroddana á hök- tinni. — Sjáðu, hverndg ég er orð inn, María litla! Getuxðu trúað því, að þetta sé hann Francis frændi þinn? Hún sneri sér undan, kipptist við og beit á vörina. — Betlari! Getuirðu trúað þvi, María? Guð minn góður! Og ég sem þráði þig svo! í>ú vissir það aldrei, en mig dreymdi um að eiga þig. En hvernig varð ég svona. Jú, það var þessi djöfuls tík, hún Elvira. Það var hún sem byrjaði, en vitanlega var það enginn afsökun. Og pabbi og Rósa frænka! Hvílíkt par! Að eðla sig um hábjartan daginn í laufskálanum. Ég hef aldrei gleymt þeim degi. Rósa frænka allsnakin en ég lét þau ekki sjá mig. Ég beið í forskálanum þangað til þau voru búin. Karl- mannsleyndarmál! En ef ég nú léti eitthvað úr mér verða, þrátt fyrir allt, María, gætirðu þá hugs að þér að eiga mig? Hún kafroðnaði, og hún tafs- aði, eins og hálfringluð: — Ég var búin að segja þér, Frands, að ég hefði mikið að gera. Farðu nú str.ax! Hann stóð þarna og starði á hana, rétt eins og hann hefði orð ið var við eitthvað hjá henni, sem hann hefði aldrei vitað áður. Harnn brosti og sagði: — Kannski einhverntfcna. Það er aldrei að vita. Hún hélt, að hann væri að fara, en allt í einu brosti hann og sagði: — Jú, ég hef annars fréttir handa þér, eftix allt sam- an. Það er um Dirk frænda. Vissirðu, að hann á sér hjákonu í Georgetown? — Hvað? Hvað áttu við? — Já, ég vissi, að þú mundir hafa gaman af að frétta það. Hann skríkti og aftur kom þetta lostafulia augnatillit hans. — Já, ég hef verið að njósna dálítið og ég v>eit, hvar hann sefur hjá henni. Það er í litlum kofa í Kingston. Hann er hjá honum Harvey Hartfield á dag- inn, en á kvöldin fer hann og hjákonan hans í kofann og eru þar alla nóttina. — Þetta er meiri lygaþvælan, sem þú hefur soðið saman, Fran cis. — Það er_ bara ekki lygi. Það er dagsatt. Ég hef staðið á verði oig séð þau með eigin auguim. Ég veit nú ekki, hvað hún heitir, en hún er dama, eftir útliti að dæma. Dink frændi er alltaf smekkmaður. María hasfði fölnað. Hún vætti varirnar og sagði: — Þú segir, að þessi kofi sé skammit frá hús inu hans Harveys í Kingston? — Já, rétt hinumegin á ská yfir götuna. Hún stóð kyrr og kreppti hnef ana og augun óróleg af æsingi. Hún opnaði varirnar til að segja eitthvað, en kom ekki upp neinu orði. Francis horfði á hana með letilegum ánægjusvip, og hélt að sér höndum. — Ég sé, að sög- urnar um þig eru að einhverju leyti sannar, María. Hann hatfði þig fyrir uppáhaldið sitt, frá því þú varst svolítil ögn. Nú hlýt- ur hann að sjá eftir því, þegar 132 hann sér, hvernig það hefur far ið með þig. Hann hefur gleymt því, að ættitn hefur djöflablóð í sér. Við erurn engin aJvanaleg ætt, Maria sæl, eða hvað? En það var nú samt gaman að sjá þig aftur. Ég kom af ásettu ráði til þess að fá rétt að líta á þig, meðan hanii væri í Georgetown — og til að fá fá eina aura. Já, _ég ætla ekkert að plata þig. Ég haíði vonað, að þú mundir borga það, sem ég hatfði að segja þér af honum. María hristi sig og hrollur fór um hana, er hún leit á Fran cis og sagði: — Viltu fá meiri peninga? — Ha. Peninga? Já, alltaf get ur maður haft brúk fyrir þá. Hvað viltu fá hann frænda þinn veslinginn, til að gera? — Farðu aftur til George- town og komstu að þvi, hver það er, sem hann hittir í litla kofanum. Fáðu eins mikið að vita og þú getur og komdu svo aiftur og hafðu samband við mig — en í laurai. Það var hræðsla í röddiinmi. Láttu þau patíba eða Jafeob frændia vita. Komdu einhvern veginn boðum til mín og settu mér stefnumót einhvers staðar, þar sem við get um talað saman í næði. Farðú nú! Strax. Hún hringdi bjöil- unni. 50. Dirk var svo áhyggjufullur yfir afkomu plantekrubænd- anna almennt, að þegar hamn kom aftur til Nýmenkur fór framkoma Maríu við hann fram- hjá honum, enda var sú breyt- ing á framfeomu hennar ef til vill ekki m.jög áberandi, held- ur ógreinanleg og duJarfull. María var duttlungafull og það var haegt að búast við hverju sem var af henrni. Fyrir nokkrum mánuðum höfðu verið vinnudeilur og upp nám í Demerara, verkmenn höfðu farið í venkfall, vikum saman, og loks hafði orðið að reka marga þeirra út úr kofun- um þeirra. En jafnframt höfðu búin orðið fyrir m.iklu tjóni, og enn einu sinni gáfust margir bændur upp og urðu gjaldþrota, og jairðdrnar fóru á uppboð. Nú skrifaði Willem Dirk og sagði, að negrarnir væru fSrnir að slá sér saman og kaupa þessar yfirgefnu lendur. — Það er nú það nýjasta, skrifaði Willem — Hérna í nágrennin.u var Vict- oria seld negrunum fyrir 25.000 gyllini — geturðu trúað öðru eins, Dirk? Þetta var einhver blómlegasta jörðin á ströndinni. Og Buxton var farin sömu leið- ina, fyrir 125.000 gyllini. Já, svona er nú komið fyrir Dem- erara. Þessir svörtu villimenn leggja undir sig jarðirnar okk- ar, og munu vafalaust breyta þefcn í illa þefjandi þorp, ó- þuimkiuð og óhirt . . . Hefðir þú ékfei verið, feæri frændi, væri Flagstaff kpmin í klærnar á þeim líka. Ég skal vera þér ei- líflega þakklátur fyrir þínar að gerðir, Dirk ... — Jæja, þarna hefurðu það, pabbi, sagði Dirk við matborð- ið, þennan dag,_ þegar bréf Will ems var lesið. Ég beyri, a@ stóri, búgörðunium á vesburbaikfea Berb ice sé bráðum fallinn í hend- urnar á negrumum, liíka. Storm kurraði eitthvað. — Ekkert verður eilíft, drengur minn. Við megum vera þakklát- ir fyrir að vera sjálfir uppi- standandi og reyna að halda í horfinu. Háðislegu en feimnislegu bliki sást bregða fyrir í kerlingar- augum Elísabetar. Hún tautaðá: — Og hverju eigum við að þafeka það? Kassa með bréfum í og homum Dirk syni okkar, eða bara velviljaðri forsjón? María hló. — Það ætti nú J ASKUR HEIjGAHMATINN ÍIEIM M st„ii»« “ BVÐUR YÐUR G LÓÐARST. GRÍSAKÓTELEITUR GRILLAÐA KJIJKI JNGA ROASTBEEF GI/3ÐARSTEIKT LAMB LIAM BORGARA DJÚPSTEIKTAN FISK suðurlandsbraut sírni 38550 Kenwood HEIMILISHJÁLP HAGSÝNNAR HÚSMÓÐUR ☆ Sölustaðir: Hekla, Laugavegi 170—172, Luktin, Snorrabraut, Heimilistæki, Hafnarstræti, Verzll Vesturljós. Patreksfirði, Ljósgjafinn, Akueyri, Askja, Húsavík, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, Verzlunin Mosfell, Hellu, Kaupfélagið Höfn, Selfossi, Haraldur Eiríksson, Vestmannaeyjum, Verzlunin Stapafell, Keflavík, Polfinn h.f., Isafirði. ffenwood HEIMILISTÆKI fyrirliggjandi Gerið hagstœð kaup, áður en söluskattur hœkkar CHEFETTE Verðkr: 4.368 — CHEF Verð kr: 11.200.— MAJOR Verð kr: 14.480.— Ennfremur fyrirliggjandi margvísleg hjálpartæki. STRAUVEL Verð kr: 9.811.— Greiðsluskilmálar — Viðgerða- og varahlutaþjónusta UPPÞVOTTA- VÉL Verð kr: 24.780.— Ennfremur: Rafhitaðar hárrúllur Verð kr: 3.476.— Rafknúðir skmðarhnífar Verð kr: 3.629.— Rafmagnsbrýni fyrir hnífa og skæri. Verð kr: 1455.— Gerið svo vel að líta inn í raf- tækjadeild vora. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.