Morgunblaðið - 07.02.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1970 5 r'MiJlSMiwilP?: ALÞINGI hefur nú gert hlé á störfum sínum, er mun standa um mánaðartíma, eða til 2. marz n.k. Er fundarhléið fyrst og fremst vegna Norðurlandaráðs fundarins, sem hefst í Reykja- vík á laugardaginn, en hluti af störfum ráðsins mun fara fram í Alþingishúsinu. Samkomulag varð svo milli þingflokkanna að hléið yrði nokkuð lengra, þann- ig að ríkisstjóminni gæfist tími til að vinna að einstökum mál- um, . sem þurfa að koma fyrir þetta þing, en hafa enn ekki ver ið lögð fram. Mikilvægust þeirra mála em húsnæðismálin, en boð aiðar haifla verið aðgeirðiir til að afla Byggingasjóði aukið fjár- nua.gn, og ennifremiuir miun svo ríkisstjórnin sennilega taka af- Matthías Á. Mathiesen — verður hann aðalforseti neðri deildar? stöðu til togaramálanna og leggja fram tillögur um þátt eða hlutdeild ríkissjóðs í togara- kaupum. Störf Alþingis frá lokum jóla- leyfis til þingfrestunar nú, mót- uðust mest af afgreiðslu mála, sem tengd hafa verið EFTA að- ild fslands. Má þar nefna frum- varp um breytingu á tollskránni, tollheimtu og tolleftirliti, sölu- skatti, verzlunaratvinnu og iðju og iðnaði. Mjög margar breyt- ingartlilögur komu fram við tollafrumvarpið, eða um 200 tals ins og stóð fjárhagsnefnd sam- eiginlega að flestum þeirra. Breytingar þessar voru flestar minni háttar, en munu þó hafa í för með sér um 30 millj. kr. tollalækkun, þegar á heildina er litið. Umræður urðu allnokkrar um öll þessi mál, en þær voru málefnalegar og að mestu lausar við hið endalausia stagl uim efna- hagsmálin almennt, sem jafnan hefur verið þegar þingmönnum hefur þótt tækifæri til. Sigurður Bjarnason kveður Á síðasta fundi neðri deildar fyrif þinghléið kvaddi Sigurður Bjamason deildarforseti þing- menn, en hann hverfur senn af Alþinigi og tekur við embætti ambassadors íslands í Dain- mörku. Sigurður er meðal reynd ari þingmanna okkar. Hann var ungur kjörinn á þing sem full- trúi Norður-ísfirðinga, og svo síðar sem þingmaður Vestfjarða kjördæmis. Hefur Sigurður ,set- ið á 31. þingi og þar af verið deildarforseti á 14 þingum. Ég hygg að það hafi ekki verið of- mælt hjá Lúðvík Jósefssyni, sem þakkaði forseta fyrir hönd þing manna, að Sigurður hafi staðið mjög vel í stöðu sinni sem þing- forseti. Það fer ekki hjá því, að slíkt starf er vandasamt og oft reynir á lipurð og réttsýni við- komanda. Auk þess að vera röggisiamiur foriseti er Sigurð- ur einnig með áheyrilegri ræðu- mönnum á Alþingi. Ræður hans eru venjulega fremur stuttar, málefnalegar og vel fram sett- ar. Sæti Sigurðar á Alþingi mun taka 1. varaþingmaður Sjálfstæð isflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi, Ásberg Sigurðsson borg- ardómari. Hefur Ásbérg nokkr- um sinnum komið inn á þing sem varamaður og vakið athygli á séir fyriir Skeleggam mállflultniinig. Hins vegar mun ekki enn af- ráðið hver tekur við foa-setaemib- ættinu. — Fyrsibi varaiforseti neðri deildar er nú Benedikt Gröndal og Matthías Á. Mathie- sen er annar varaforseti. Sjálf- stæðisflokknum ber að hafa aðal forseta og er líklegt að Matthías taki við þeirri stöðu. Hver svo verður annar varaforseti er erf- iðara að spá um á þessu stigi málsins. Kvennaskóla- málið Það heyrir örugglega til eins- dæma í sögu Alþingis, að há- reysti unglinga á þingpöllum verði til þess að þingforseti sjái sig tilneyddan til þess að slíta fundi. Þetta gerðist á Alþingi fyrir nokkru, er Sigurður Bjamason sleit fundi neðri deildar, eftir að ung stúlka hafði hafið ræðuhöld á þingpöllum. Enginn vafi er á því, að þessi ákvörðun forseta var rétt og skynsamleg. Hann hefði vitan- lega getað látið ryðja þingpall- ana með valdi, en þá hefði ein- mitt verið valin sú leið, sem hóp ur innan þessa hóps hefði ör- ugglega talið eftirsóknarverða. Atburður þessi hefur síðan ver- ið til umræðu manna á meðal og ýmsir telja að brotalöm hljóti að vera á aga í þeim skólum, sem þessir unglingra voru úr, þ.e. Menntaskólunum og Kvennaskólanum. Er vitanlega fásinna að kveða upp slíkan dóm eftir slífct tilvik. Hér gild- ir hið fornkveðna, að ekki er hægt að dæma skóginn eftir fölnuðu laufblöðunum. Þess er líka skylt að geta, að lang flest þessara ungmenna hegðuðu sér vel, en sami mótmælendahópur og oftast áður hefur látið mest á sér bera, var atkvæðamestur, hvort sem það er nú af minni- máttarkennd eða öðrum hvötum. Kvennaskólamálið hefur nú endanlega slegið Brúðkaup Fígarós út í umtali, og þurfti þó nokkuð til. f fyrra var þetta sama mál einnig fyrir Alþingi, en þá heyrðist ekki hósti né stuna til andmæla. Nú er hins vegar allt í einu orðin mjög hörð andstaða gegn því, einkum með- al ungs fólks og menntamanna og margvísleg rök fundin gegn framgangi þess, allt niður í „kynferðislegan fasisma“. Það er sannarlega góðra gjalda vert, ef frumvarp þetta og sá hávaði, sem orðið hefur í kringum það, verður til þess að alþingismenn fara að huga meira að skólamálum en þeir hafa gert hingað til, og þá sérstaklega hinu mjög svo hefðbundna ís- lenzka skólakerfi. Það skiptir að sjálfsögðu engu höfuðmáli, hvort Kvennaskólinn í Reykja- vík fær að útskrifa stúdenta eða ekki, heldur er meira um vert að rjúfa skörð í þá múra, sem reistir voru fyrir áratugum og hafa hingað til lítið látið á sjá. Með því að veita skóla þessum stúdentsréttindi mun skapasit fordæmi, sem sjálfsagt er fyrfc aðra skóla að fara að, og mun nú þegar vera að skapast hreyf- ing í þá átt. Miklar umræður uirðu um frumvarpið, er það kom til 3. umræðu á Alþingi, gagnstætt við það sem var í fyrra, svo að auð- séð er, að umtalið og blaðaskrif- in hafa komið nokkru róti á hug alþingismanna. Komu frarn í um- ræðunum margvísleg rök bæði með og móti, og að mínum dómi kom einn þingmanna Hannibal Valdimarsson fram með ákaf lega óheppilegan samanbuirð í þessum umræðum, er hann taldi Kvennaskólann sambærilegan við Kennaraskólann og Verzlun arskólann. Virtist þingmaðurinn Ásberg Sigurðsson — tekur sæti Sigurðar á Alþingi. ekki vita um það að báðir þess- ir skólair veittu nemendum sín- um miklu mefci menntun áður en þeim var veitt stúdentsrétt- indin heldur en Kvennaskólinn gerir. Þannig eru lágmarksskil- yrði til inngöngu í Kennaraskól ann hin sömu og Kvennaskól- inn nú bezt veitir og þeir sem fá inngöngu í Verzlunarskólann hafa þegar lokið skyldimámi eða hliðstæðu námi. f báðum þessum skólum þurfa nemendur að vera a.m.k. einu ári lengur til þess að öðlast Stúdentsréttindi en í hin- um almennu menntaskólum. Það er líka mikill misskilningur hjá hinum sama þingmanni að halda að þeir sem eru andvígir frum- varpinu séu blindaðir af nei- kvæðu ofstæki. Það kann að gilda um suma og ætti þingmað- urinn að eiga hæg heimatökin að kanna það. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að láta í ljós persónulega skoðun á þessu máli, af þeirri ástæðu einni, að ég hef orðið var við að sumir telja mig mjög á móti þessu máli, og að ég hafi gert Magnúsi Kjartanssyni óeðb lega hátt undir höfði í frétta- frásögnum af umræðum á Al- þingi. — Hins vegar minnist ég þess ekki að Magnús hafi haft svo mikinn áhuga á skólamálum fyrr, þótt þau hafi oftsinnis komið til umræðu á Alþingi sl. 3 ár. Frá ritstjórum Morgunblaðs- ins hef ég aðeins ein fyrirmæli í sambandi við fréttir frá Al- þingi — að skýra rétt og hlut- laust frá bæði umræðum og mál- um, svo og að meta frétta- og frásagnargildi þefcra. Af þessari ástæðu var vitanlega jafn greinilega skýrt frá ræðum Magnúsar um málið og annarra þingmanna. Það er svo rétt, að ég tel ekki Sigurður Bjamason — tekur við ambassadorsstörf- um í Danmörku. timabært á þessu stigi að Kvennaskólinn fái umrædd rétt indi, og eru rök mín fyrir því nákvæmlega þau sömu og fram kom í þingræðu Braga Sigur- jónssonar um málið, að hér sé byrjað á öfugum enda, og að meiri og brýnni þörf sé að fá fyrst menntaskóla annars staðar, en að bæta þeim þriðja við í Laefcj airgötiunmi í Reykj aví'k. Það eru til skólar víða um land sem eiga sér jafnmerka sögu og Kvennaskólinn, ef út í það er farið, en þörfin skiptir vitanlega mestu máli. Enn eiga Vestlend- ingar, Vestfirðingar, Austfirð- ingar og Reyknesinigar engan menntaskóla. Væri ekki skyn- legra að greiða úr þeim málum fyrst, og verja þeim fjármunum sem fara í nýja Kvennaskóla- Framhald á hls. 11 iiTiIIIP wii i HANGIKJOT REYKTUR LAX REYKT SÍLD KAVIAR RÆKJUR Saltet og röget lammeköd. En nationalspise gennem aarhundreder. I popularitet til- svarende den danske flæskesteg. Serveres som hovedret eller som paalæg. Röget sild. Fast í ködet. Skæres í skiver som röget end „fersk röget laks“ — mere smag. Röget sild. Fast í ködet. Skæres í skiver som paalæg. Specialbehandlede stenbiderrogn, en lækker- bidsken for de kræsne. Konserverede Nordhavsrejer. Smaa, lækre, dejlige. Stort udvalg i vor dypfrostdisk (taaler vel et par timers flugvning). Lammeköd með krydret smag af islandsk hede. Jomfruhummer, Kammusling og en række andre dejlige sager. — ÆGTE ISLANDSK — Vi pakker og sender, saafremt De önsker. Har De lyst til at se en islands slagter- og selvbetjeningsbutik, saa vær velkommen, ingen köbetvang. § MATARDEILDIN (Reykjavik Food Center) Hafnarstræti 5. Austurver, Háaleitisbraut 68.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.