Morgunblaðið - 10.03.1970, Page 17

Morgunblaðið - 10.03.1970, Page 17
MORiGUíNiBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1070 17 Svavar Sigmundsson: Kosningarnar í Finnlandi OHelsingfors 7. marz. Dagana 15. og 16. þessa mán- aðar fara fram þingkosningar í Finnlandi, en kosið er á fjög- urra ára fresti til finnska ríkis dagsins. Kosningaundirbúningur er nú að komast á hástig, þó að þing sitji enn að störfum, en seta þess var framlengd vegna ýmissa óafgreiddra mála, m.a. nýrrar háskólalöggj afar og laga um húsaleigu. Hin langa seta þingsins hefur valdið ýms- um þingrtiönnum strjálbýlisins áhyggjum, þar sem þeim gefst tæpast tími til að heimsækja kjósendur sína fyrir kosningarn ar. En það leynir sér ekki, að kosningar eru í nánd. Má greina það á umræðum á þingi og af greiðslu mála þar, ennfremur á fallegum myndum af frambjóð- endum í sjónvarpi og á torg- um úti. Nordek-málið er eitt þeirra mála, sem kosningarnar hafa haft áhrif >á, en ríkis- stjórnin ákvað að undirrita ekki samninginn fyrr en embættis- menn hefðu lokið endurskoðun hans, og það verður „ný“ ríkis stjórn, sem kemur til með að leggja samninginn fyrir þingið. sögðu tengd kosningunum, en kommúnistar í stjórninni, sem eru hikandi í afstöðu sinni til Nordek, vilja sjá, hver úrslit kosninganna verða, áður en lengra er haldið. ÚRSLITIN 1966 í kosningunum 1966 fengu átta flokkar menn kosna á þing, en þingmenn eru 290 talsins. Þing- sæti skiptast nú þannig á flokk- ana: Sósíaldemókratar 55 Miðflokkurinn 50 Fólkdemókratar (kommúnistar) 41 Sameiningarflokkurinn (ílhaldsmenn) 26 Sænski þjóðarflokkurinn 12 Frjálslyndi flokkurinn 8 Bandalag sósíaldemókrata (símonítar)* 7 Landsbyggðarflokkurinn 1 * Nefndir svo eftir formanni flokksins, Aarre Símone. Síðan um þær kosningar hafa setið tvær ríkisstjórnir, stjórn Rafaels Paasios (sósíaldemó- krata), sem sat í tæp tvö ár og hafði að baki sér stuðning fjög- urra flokka, sósíaldemókrata, Miðflokksins, símoníta* og fólk- demókrata. í sambandi við for- setakosningarnar 1968 var mynd uð ný stjórn undir forsæti Maun os Koivistos (einnig sósíaldemó krata) með stuðningi sömu flokka, en auk þess Sænskaþjóð arflokksins. Sú stjórnarmyndun tók langan tíma, aðallega vegna erfiðleika sósíaldemókrata að finna forsætisráðherraefni, en en Koivisto hafði þá nýlega ver ið skipaður seðlabankastjóri. í stjórnarandstöðu undanfarin tvö ár hafa því verið íhaldsmenn, frjálslyndir og Vennamo, for- maður Landsbyggðarflokksins. STAÐA FLOKKANNA Það sem einkennt hefur stjórn málalífið í Finnlandi allt síðan landið varð sjálfstætt, er tiltölu lega mikið jafnvægi í fylgi flokkanna, og breytingar hafa yfirleitt orðið litlar við kosning ar. Þetta margra flokka kerfi virðist furðu stöðugt, og ekki er nú heldur búizt við miklum breytingum á því. Þó hefur nýr þáttur komið til sögunnar síðan í síðustu kosningum, sem er fylgisaukning Landsbyggðar- flokksins í síðustu borgar- og sveitarstjórnarkosningum og fylgi Vennamos í forsetakosning unum 1968. Fylgisaukning þessa flokks gæti leitt til þess, að vinstri stjórnin riðaði til falls og að hægri flokkarnir mynduðu stjórn með fulltingi Miðflokks- ins. En allt eru það óvissir spá- dómar. Staða kommúnista er nú lík- lega nokkru betri en hún var á síðasta ári, þegar lá við algjör- um klofningi flokksins vegna afstöðu til rússneskra kommún- istaflokksins, en á flokksþingi þeirra í febrúar var samþykkt, að flokkurinn kæmi fram ein- huga við kosningarnar. Eftir er Koivisto. að sjá, hvort sú samþykkt næg- ir til að halda fylkingunni sam- an. Sósíaldemókratar eru ekki taldir standa verulega vel að vígi, og má e.t.v. skýra það með því að fiokkurinn ber mesta ábyrgð á stjórninni sem flokkur forsætisráðherra og óánægja lendir þess vegna meir á honum en öðrum flokkum, sem að stjóminni standa. Þess er líka að gæta, að kosningarnar 1966 voru metkosningar fyrir flokk- inn, en aftur á móti benda skoð- anakannanir til, að hann hafi lít ið aðdráttarafl á unga kjósend- ur, þá sem nú koma að kjörborði í fyrsta sinn. Miðflokkurinn er í mestri tap- hættu vegna framgangs Lands- byggðarflokksins, en Miðflokk- urinn var áður hreinn bænda- flokkur og á enn mest fylgi meðal smærri bænda og miðstétt arfólks. Landsbyggðarflokkur- inn er fyrst og fremst sprott- inn upp af óánægju sjálfstæðra smábænda, einkum í afskekkt- ari hlutum iandsins, sem þykir Miðflokkurinn hafa svikið sig, eftir að hann tók upp almenn- ari stefnu miðflokks, jafnt í þétt býli sem dreifbýli. Miðflokkur- inn hefur orðið mun vinstri- sinnaðri með árunum, og hann hefur einkum barizt við demó- krata og kommúnista um at- kvæði smábænda og skógar- höggsmanna í dreifbýlinu. Flokkur Vennamos er ungur flokkur, og hann náði þar einn kosningu 1966 með 1.1% fylgis, en fylgið komst upp í 7.4% í borgar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum 1968. Vennamo er lit- ríkur stjórnmálamaður, sem á auðvelt með að tala til fólks- ins, og «ndstæðingar hans eiga ekki auðvelt með að reka hann á stampinn. Flokkurinn telur siig aimdisósía lí gk a;n og fonmiaður telur hægri og vinstri úrelt hug tök í stjórnmálabaráttunni. Flokkurinn er einkennileg blanda hægri og vinstri stefnu, en megineinkenni á fylgi hans er kannski óánægjufylgi. Skoð- anakannanir hafa sýnt tilhneig ingu ungra kjósenda til að styðja Landsbyggðarflokkinn, sem má skýra með óánægju með eldri flokkana og það flokka- veldi, sem þeir hafa komið á í þjóðfélaginu öllu. Vennamo tel- ur samvinnu við íhaldsmenn úti- lokaða, og sama hafa íhalds- menn gefið í skyn. Fái flokknr- inn verulegt fylgi, en skoðana- könnunum ber mjög á milli um það (Vennamo telur sjálfur, að hann eigi möguleika á 30 þing- mönnum!), gætu orðið kosning- ar fljótlega aftur vegna erfið- leika á stjórnarmyndun. SAMVINNA FLOKKA í finnskum stjórnmálum hefur skiptiragin sósíalismi — ekki and sósíalismi verið mjög skýr. í kosningunum 1966 fengu sósíal- istar alls 51.4% (3 flokkar) og 103 þingsæti af 200. Þá kom til mála, að mynduð yrði allra flokka stjórn, en kommúnistar höfnuðu því og kusu heldur að standa að stjórn með hinum nauma sósíalíska meirihluta og Miðflokknum. Afstaða sósíal- demókrata til samstarfs við kommúnista hefur breytzt veru- lega síðasta áratuginn, og hefur sú stefna nú orðið alveg ofan á í flokknum. Paasio, sem er for- maður flokksins og var forsæt- isráðherra fyrra helming þessa stjórnartímabils, má kallast full trúi fyrir þessa stefnubreyt- ingu í flokknum. Þessi afstaða finnskra sósíaldemókrata hefur skilið þá frá bræðraflokkunum í V-Evrópu, og urðu finnsku full- trúarnir t.d. að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu á krataþingi í Bretlandi í fyrra, þar sem sam- vinna til vinstri við sósíaldemó- kratisku flokkana var fordæmd. Ungir kratar eru mjög róttækir í Finnlandi, og gætir róttækni þeirra t.d. verulega í dagskrám í sjónvarpi og útvarpi, þar sem ungt fólk, sérstaklega úr vinstri flokkunum er áberandi. (Er þar ekki síður um að tala ungt sænskumælandi fólk, sem hefur yfirgefið sænska þjóðarflokk- inn, sem er frjálslyndur borg- aralegur flokkur, en flokkurinn hefur æ minna hlutverki að gegna sem flokkur þeirra sem hafa sænsku að móðurmáli.) Sýnilegur árangur af sam- vinnu kommúnista og sósíal- demókrata er sameining verka- lýðshreyfingarinnar, sem varð í vetur, en áður var hún klofin BÚNAÐARÞING lýsir ánægju sinni yfir því, að unnið er að forrannsóknum á nýtanlegri vatnsorku landsins, í framhaldi af hugmyndum, sem settar hafa verið fram um tæknilega mögu- leika á því sviði. Þingið bendir jafnframt á, að útfærsla þessara hugmynda get- ur, í mörgum tilfellum haft mjög víðtækar og jafnvel ófyrirsjáan- legar afleiðingar á búrekstrar- skilyrðum og lífsafkomu fólks í einstökum byggðarlögum. Því leggur Búniaiðarþiinlg þúinga álheirzliu á að settiar verði ítairieg- air raglliuir um aliia fpairrubvæmd þessara máia er tryiglgja tm,. a.: 1. Að virtuir sé eigmairrétbur við- komandi aðila á fallllivötnum og laindi. 2. Að aillir þeir aði'lar, sem vatns flutningar, vatnsmiðlluin og byggirtg oirku'vetrs sttnertir, eiigi þess kwst að fylgjiaist með fraimiganigi þeirra m'á'la á öli- uim uinidirbúninigissíigum verks- iins. Sem aðila í þessu tilfelli má nieitaa: j í tvær fylkingar, sem lútu stjórn hvors flokksins um sig. Þetta gerir m.a. flokkunum erfiðara að slíta samstarfi, og er það alls ekki æskileg pólitík fyrir sósíal demókrata, hvað sem fólkdemó- kratar álíta. Annars er torvelt að spá um þá ríkisstjórn, sem að kosning- um loknum verður mynduð. Hægrimenn eiga ekki auðvelt með að koma saman ríkisstjórn, þó að þeir yrðu sigurvegarar kosninganna, sem ýmislegt bend ir til, og þá á kostnað allra sósíalísku flokkanna. Fyr- ir Miðflokkinn, sem að líkind- um tapar fylgi, má segja, að séu þrír kostir. Einn er sá að halda áfram vinstra samstarfi eins og undanfarið. Annar er sá að mynda minnihlutastjórn án íhaldsflokksins, og þriðji að verða í stjórnarandstöðu. Síð- asti möguleikinn er ólíklegur, af því að flokkurinn er vanur að vera í stjórn og á að mörgu að hyggja í stjórnarkerfinu, en einnig er utanríkispólitíkin þannig sett, að flokkurinn á ekki auðvelt með að sleppa henni í annarra hendur. Hún hefur verið einskonar einkamál Miðflokksins eftir daga Paasi- kivis. Ólíklegt er að sósíalískir flokkar verði minnihluti íhægri stjórn, og gildir þar sama um kommúnista og sósíaldemókrata. Samvinna stóru flokkanna þriggja er eðlilegust fyrir þá. Borgaraflokkarnir eiga því erf- itt val. Minnihlutastjórn án Mið flokksins og vinstri flokkanna yrði ekki langlíf, heldur ekki stjórn íhaldsflokksins eins. Hægri flokkarnir geta heldur ekki myndað stjórn með Venna- mo, því að þeir eru ekki einu sinni tilbúnir að samþykkj a hann sem hægri mann. Þetta gef ur hugmynd um þá erfiðleika, sem upp kunna að koma við stjórnarmyndun, en það hefur raunar einkennt alla pólitíska sögu Finnlands, hve stjórnar- myndanir hafa verið torveldar og stjórnir skammlífar. Árangur af samstarfi núver- andi stjórnarflokka hefur um margt verið góður. Áður er drepið á sameiningu verkalýðs- hreyfingarinnar. Stjórnin hefur gert efnahagslífið traustara en áður, einkum með stöðvunarlög- unum, þó að einstakir flokkar stjórnarinnar hafi verið misjafn lega ánægðir með árangurinn. Þannig hafa kommúnistar gagn- rýnt lögin og telja þau þjóna Búniaiðainféfetig fslamidis, n/áttúru- vienmdarráð, héraðsstjórmiir og búniaðansaimtök einstakiria hér- aða, Búnaðarþimg felur stjórin Bún- aðarlfóliaigs íslandis að hliutast ítil uim framiganig þessa míáls og fylgja því fa>st eftir. í greiniangerð segir: Failllvötnin hafa jaifnan verið talin ein af mestu auðlindum liandsinis. Til skamms tiirna hafa möguileikar á nýtimgu þeirra til onkuifraimilieiðsliu í stónum sttil lítt verið nainimsákað'ir. Á síðari árum heifuir hinis vegar sfkapazt breytt viðhonf á þesisu sviði og fyrir- hugaðair enu víðtækar forranm- sóknir á vaitnsorlku íslands á ár- uinuim 1970—1974. Áníðaimdi er að þessuim för- rainnisóiknium sé hraðað svo sem umimt eir, þ. e. þær enu algjöir for- senda þess að heil'daryfipliit fáist um iþá möguleika, sem fyrir 'heindi eru til fraim'ietðslu á raf- ortou með vatnsaifli. Þeissa-r fornicininsóknir eru einn- iig uinidirstaða þass aó haegt sé að ifíá friám þá valtkosti, sem til sbað- ar eru og gena samanburð á þeim. kapitalismanum fyrst og fremst, og það sem m.a. bendir til að svo sé, er að íhaldsflokkurinn hefur varið réttmæti laganna, þó í stjórnarandstöðu sé. Áður er getið um ósamkomulag innan stjórnarinnar um Nordek. Eitt af því sem stjórninni hefur tek- izt að gera er að minnka at- vinnuleysið, þannig að síðasta ár lækkaði tala atvinnulausra úr nær 80 þús. manns niður í 53 þús., skv. atvinnuleysis- skráningu. UNGIR KJÓSENDUR — ÓVISS ÚRSLIT Það sem veldur einna mestri óvissu um úrslit kosninganna, er tilkoma mikils fjölda ungra kjós enda, sem ekki hafa neytt at- kvæðis áður við þingkosningar vegna lækkunar kosningaald- urs, eða um 200 þús. talsins, mið að við aðeins 68 þús. kjósenda aukningu við kosningamar 1966. Um skiptingu þessara nýju atkvæða er ógjörningur að spá, nema það sem skoðanakann anir segja um áhugann á Venna- mo. Eða kannski má segja, að það séu fremur litlu flokkarnir, sem fái atkvæði hinna ungu. Síðasta skoðanakönnun, sem Helsingin Sanomat birti (22. febr.) sýndi mesta fylgisaukn- ingu hjá íhaldsflokki og Lands- byggðarflokknum, en tapið mest hjá Miðflokknum, og byggðist sú spá bæði á niðurstöðum kosn inganna 1966 og eins kosning- anna til sveitarstjórna 1968. I samanburði við kosningarnar 1966 er sósíalisku flokkunum þar spáð 50.3%, öðrum flokkum 49.7%. Sé miðað við koisn'iirnarin- ar 1968, sýnir spáin aftur á móti, að and-sósíalískir flokkar muni hljóta 56.3%, vinstri flokkarnir 43.7%. Óvíst er, að nokkuð það ger- ist 3Íðustu dagana fyrir kosn- ingar, sem nokkru verulegu breyti fyrir flokkana. Sumir álíta að sigur sósíalista í Aust- urríki á dögunum kunni að hafa sín áhrif hér. Sú ákvörðun Mið- flokksins að leggja fram mála- miðlunarlausn á þingi í háskóla- lagamálinu, sem gengur í átt til hægri afstöðu, kynni að tryggja flokknum þá hægrisinnaða kjós endur hans, sem hafa verið ugg- andi vegna róttækni forystunn- ar að undanförnu. En allar slík ar vangaveltur sannast eða af- sannast, þegar talið verður upp úr kjörkössunum. ForraininBÓknirniair eru eininig flor- senda fyrir fuOlniaiðarraninisó'kin- uim, staðsetninigiu, tilhöguin og gletrð virikjainia í e'i'nigíökuim tilfeli- uim. Þegar komið er að þassuim síð- adtimafndu þáttuim, þ. e. fuilinað- arhön'nium einstaikira virkjiaima er dklki eiinlhMtt né raunlhæ'ft að grumdv'£i1i]ia áfevairðainir urn virkj- uminia á hagik'væminii heniniair biil rafO'Pk'Uifraimleiðslu einini samian, án ti'li'il's til þeirra aiflieiðiniga, sem slilk framikvæmd gebuT haflt á mörgum öðrnm sviðum. Vatnið er verðmæti til fleiri hluta en orfeuifraimlieiðsiliuniniar einmiair. Því er íráteitt að áfcvairðam'ir urn eina alkar virkjamiir séu tekn- air, án þess að fraim hafi farið víðlæfc athuigun á öllum þeim þátbuim, sem slífc misininivirkja- gerð 'heifur áfhrif á, og til séu fcvaddiir ali’ir þeir aðilair er mál- ið varðar. Til peas að þetta sé tryggt þurfa að vera til staðar sikýr lisigaiákvæði uim al'La með- ferð þassara miá''a. Búmaðsiþir.ig heifur ával'lt laigt á það áherziu, og laggu.r enn, að hraðað sé vabnsviiíkju'niairfriam- fevæimduim til öf'Uinoir raiforku, og hætt verði cirfcuivi'nirisiu í stórum siíl með oUu, s m afligj'afa til .oifci iv 'ii i'.'isúuimniair. En þingið kueiíst þesis jafin- fir'amt, að finíirnlkvaeimd þessara miáia sé lýðræðislag og raunhæf. Frá Búnaðarþingi: á f allvötn- Aðilar fái að fylgjast með undirbúningsrannsóknum Eignaréttur um sé virtur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.