Morgunblaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 12
r. , 12 MORiQUOSHBLAÐIÐ, MIIÐJUDAGUR 10. MARZ 1870 ' ", $&. \ Rhodesía varð lýðveldi þegar klukkan var eina mínútu yfir tólf, aðfararnótt síðastliðins mánudags. A myndinni «ru þeir Ian Smith, forsætisráðherra og Clifford Dupont, handhafi forsetavalds, sem undirritaði yfirlýsingu um að þingið væri þar með leyst upp. — Dupont varð fyrsti forseti Rhodesíu (settur) og mun gegna því embætti a.m.k. þar til liggja fyrir úrslit úr almennmu kosningum sem haldnar verða 10. apríi n.k. Með þessu hefur Rhodesiía rofið síðustu böndin sem bundu hana við brezku krúnuna og samveldið. Frétta- myndir Forvitnir iögreglumenn fylgdust með þessum ungu blómarósum, sem burðuðust með hel armikið pappírsblóm inn á skrifstofu Har- olds Wilsons, forsætisráðherra. Þær voru að mótmæla seinkun skýrslu um listkennslu 'ím byrjað var að sem.ia fyrir tveim árum. Þessi aðferð við að mótmæla var grundvölluð á auglýsingunni frægu: „Segðu það með blómum.“ Forsætisráðherrann mun hafa tekið vel á móti þeim. og :agði að ef allir mótmæltu á svona indælan hátt vrði til muna friðsamlegra í heiminum. y' Dionne-systumar kanadiisku, fyrstu fimmburamir sem náðu fullorðinsaldri, eru nú aðeins prjar eitir. Hinn 28. febrúar sl. voru þær viðstaddar jarðarför Marie Dionne, sem lézt fyrir skömmu, eðlilegum dauðdaga að því er læknar sögðu. Systumar þrjár eru frá vinsitri: Yvo nne, Anette og Cecile. April Ashley veifar glaðlega til gesta sdnna og býð ur þeim að ganga inn í veitingahús, sem hún er að opna með félaga sínum, Desmond Morgan. April Ashley er að því leyti fréttnæm að fyrir skömmu kvað brezkur dómari upp úrskurð þess efnis, að h ún væri karlmaður. April var upphaflega karlmað- ur, en lét breyta sér með skurðaðgerð. Hún var eiginlega nálægt því að vera tvikynja, og þar sem henni fannst konueðlið ríkara í sér, lét hún gera aðgerðina. Edward Kennedy fór til írlands á dögunum til að skoða nokkra þá staði er bróðir hans John heimsótti meðan hann var forseti. Ekki er hægt að segja að Edward hafi verið eins vel tekið, ofstækisfullir unglingar gerðu aðsúg að honum og lögreglan varð að brjóta honum leið í gegnum þröngina. Á myndinni stendur bann fyrir framan málverk á Shannon-flugvelli, málverkið sýnir bróður hans ganga tU móts við mannfjöldann þegar hann kom í heimsókn. De Gaulle, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur lítið sézt úti við leftir að hann féll í síðusitu kosn- ingum. Heppinn ljósmyndari náði þessari mynd er gamli hershöfðinginn gekk úr lítilli sveitakirkju þar sem hann var viðstaddur útför vinar síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.