Morgunblaðið - 20.03.1970, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. MARZ 1970
23
— Skarphéðinn
Framhald af bls. 11
prófi í þessari iðngrein sigldi
hann til Kaupmannahafnar og
innritaðist í Listiðnaðarskólann
þar, prófi lauk hann þar árið
1937. Þegar þessu marki var náð
leið nokkur tími og fór hann þá
í Listaháskólann í Khöfn og út-
skrifaðist þaðan í húsagerðar-
list árið 1949. Seinna fór Skarp-
héðinn um ýms Evrópulönd með
al annars til ítalíu til að kynn-
ast frekar öllu því sem að starfs
grein hans laut.
Fljótt eftir að Skarphéðinn
kom heim frá námi hóf hann
störf á eigin teiknistofu og hlóð-
ust brátt á hann mörg og mikil
verkefni. Skarphéðinn var vel
menntaður og fær í sínu starfi og
sýndi það sig bezt í því hvað
hann var eftirsóttur til að leysa
margs konar vandasöm verkefni
af hendi. Hann valdist einnig til
að sjá sig um og setja upp list-
og iðnsýningar bæði hér heima
og erlendis. Fyrir verk sín og
þátttöku í margs konar sam-
keppnum hlaut hann oft viður-
kenningu. Ungur að árum gerð-
ist Skarphéðinn félagi í Glímu-
félaginu Ármanni og starfaði þar
um mörg ár sérstaklega í Skíða-
deild félagsins. Hann átti marg-
ar ferðir með félögum sínum í
Jósepsdal þar sem skíðaskáli Ár-
manns var reistur, og það voru
ekki margar helgarnar sem hann
var heima á þessum árum. Skarp
héðinn var mikill náttúru-
unnandi og átti margar ferðir
um fjöll og firnindi, og hafði
hann þá jafnan með sér teikni-
blokk og penna og dró upp
myndir af því sem fyrir augu
bar og átti hann mikið af skiss-
um úr þessum ferðum sínum bæði
hérlendis og erlendis. Honum
auðnaðist ekki að vinna úr
þessu frekar sem ætlun hans
mun þó hafa verið. Árið 1953
giftist Skarphéðinn eftirlifandi
konu sinni Kristínu Guðmunds-
dóttur hýbýlafræðingi, foreldr-
ar hennar eru Guðmundur Kr.
Guðmundsson fyrrverandi full-
trúi og Ragnhildur Jónsdóttir.
Þau Kristín og Skarphéðinn
áttu þrjú börn, Ragnhildi, Krist-
in Hauk og ögmund. Kristín
er mikilhæf móðir og húsmóðir
og studdi mann sinn í starfi og
má segja að hún lifði sig inn í
störf manns síns og gladdist með
honum í hvert sinn er hann lauk
hverju verkefni. Kristín var
manni sínum góður förunautur og
kom það bezt fram í veikinda-
baráttu hans síðustu vikurnar
sem hann lifði. Það mátti segja
að hún viki ekki frá sjúkrabeði
hans dag eða nótt. Slík fórn er
stórkostleg.
Nú að leiðarlokum þegar við
stöndum frammi fyrir ráðgátu
lífsins kæri mágur og bróðir,
þökkum við samveruna og ósk-
um þér góðrar heimkomu á landi
lifenda.
Við hjónin sendum eiginkonu
og börnunum ungu hugheilar
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að styrkja þau í hinni miklu
reynslu þeirra.
Kristján Guðmundsson.
Það er erfitt að sætta sig við
svo stutt kynni, af svo mi'klum
listaimanmi og góðum dreng, sem
Slkarphéðinn Jðhannsson var.
Fundum oCfckar bar fyrst sam-
an fyrir aðeins fjórum árum og
á þeim stutta tíma bergir mað-
ur ei nema örlítið brot, af þeim
djúpa brunni vizku og mannkær
leika er hann hafði að geyma.
Skarphéðinn skilur eftir sig
djúp spor í sögu byggingarlistar-
innar og það skeið hefur hann ei
til enda runnið, því verið er að
byggja eftir teikningum hans og
mestu. listaverkin, verðlauna-
teikningarnar, liggja enn í
handraðanum.
Betri gjafir gefur þjóðfélagið
varla þegnuim sínum en góð lista-
verk og minningin um Skarph éð-
inn Jóhaunsson lifir í vebkum
hans.
Nú er Skarphéðinn Jóhanns-
son, arkitekt látinn. Ég er einn
af mörgum, sem varð þeirrar
hamingju aðnjótandi að
hafa mátt vinna með honum.
Samvinnustundirnar verða mér
ógleymanlegar og ég harma, að
þær skyldu ekki geta orðið
fleiri. Það verður vafalaust fleir
um en mér lítt skiljanlegt hvers
vegna svona skær logi um-
hyggjusemi, lífs og snilldar skuli
svo snemma slökktur. En minn-
ingin um hann verður ekki
slökkt því að hún lifir í því,
sem hann gerði.
Við kveðjum hann með virð-
ingu og vonum að hans nánustu
megi finna huggun í því, sem
hann hefur skilið eftir sig
af ófallvöltum verðmætum.
Stefán Ólafsson.
Brynjólfur Beck
— Minningarorð
Fæddur 3. desember 1915.
Dáinn 9. marz 1970.
Þegar hugann beygir harmur sár,
hvarflar minning uim gengin ár.
Bræður tveir um vesturbæinn
vítt,
voru á ferð, og allt var bjart
og hlýtt.
Þegar leiðir skiljast látum sjá,
lítil tár á hvörmum gjarnan tjá:
þungan ekka, þreyjum við um
sinn,
það er harmur mikill drengur
minn.
Drottinn geymir Didda, víst er
það,
dagur rennur nýr á betri stað.
Þú munt ganga inn um gullið
hlið,
göfug sál þar sérhver hefur frið.
Gestur Hallgr.
— Björn
Framhald af bls. 22
erfitt með að trúa því, og streitt
umst gegn því í lengstu lög, að
hann, sá sterki hrókur alls fagn
aðar, ætti að kallast svo skyndi-
lega frá hálfunnu starfi, á bezta
aldri. En hvað skal segja, það
er nú skeð, og guði sé lof fyrir
blítt og strítt.
Fjölskylda mín hefur alltaf lit
ið á það sem einn lið sinnar
gæfu að njóta tengsla við Björn.
Hann var sannur drengur og
góður félagi, sem allir sóttust
eftir að vera með, hann var orð-
var og rólyndur maður, sem
vildi bæta allra böl. Hann nam
á sínum tíma rafvélavirkjun, og
var ágætur fagmaður.
Björn var náttúrunnar barn,
fór gjarnan í sínum fjallabíl til
óbyggða og var þar flestum
kunnugri. Nú er hann mættur
með vorfuglunum á nýjum og
enn fegurri stöðum en við þekkj
um og mun una þar vel hag sín-
um. í þeirri trú er hann kvadcl-
ur af konu og bömum, aldraðri
móður ásamt öðrum minnar fjöl
skyldu, með dýpstu þökk fyrir
ógleymanlegar samverustundir.
Eiríkur Ormsson.
Vegir guðs eru órannsakanleg
ir. Þessi orð komu upp í hug-
ann þegar sú frétt barst mér til
eyrna að Björn Kolbeinsson einn
af okkar hraustu og góðu félög-
um væri látinn, og eðlilega set-
ur þá hljóða með söknuð í hjarta
sem verða að sjá á bak góðum
vini á bezta aldri.
Fyrir um það bil 18 árum lágu
leiðir okkar Björns saman og síð
an hefur traust og vinátta hald-
izt, þar til leiðir skilja nú.
Björn Kolbeinsson var öll
þessi ár okkar góði félagi í
stangveiðifélaginu Fossar, með
brennandi áhuga og starfsþrek
ætíð reiðubúinn til lausnar á
þeim viðsjálu og oft erfiðu við-
fangsefnum sem við höfum tekið
að okkur til þess að njóta nokk-
urra ánægjuríkra daga á hverju
sumri við eina laxá landsins.
Og nú kveðjum við þig allir
kæri félagi með söknuði og inni-
legri þökk fyrir allar þær á-
nægjustundir sem við höfum átt
saman, þar sem aldrei bar á
neinn skugga og ætíð var unnið
og glaðzt í sama anda með bróð-
urlegu hugarþeli.
Einnig sendum við þinni ást-
kæru eiginkonu og börnum okk-
ar innilegustu kveðjur og hlut-
tekningu í sorgum þeirra.
Guð styrki þau og styðji.
Fyrir hönd félaganna í stang-
veiðifélaginu „Fossar“.
Haraldur Jónsson.
— Hölderlin
Framhald af bls. 14
eru lítt skilj aireleg. Sýnin virðist
ekki vera tjáanleg á skiljamilegu
máli, en þrátt fyrir það, býr í
þeim slíkuir seiður og kyninigi, að
þaiu verka. Suimir höfunidar hatfa
látið l'iggja að því, að amdleg
vainheilisa Hölderlins hafi verið
rökrétt fraimhald ljóðlistair hams,
þögn hanis í 36 ár væri þögn þess
mainins, sem hetfði þamið máMð og
fullnýtt aJ!la únkosti þess og síð-
asta ljóð hainis hafi verið djúp
þögnin.
Auk frutmsaminn'a verfea, þýddi
hanin Ödipus og Antigonu Sófó-
klesar, þær þýðingar eru taildar
sniildairverk. Nýjaista útgótfa
Hölderlims er gefin út af Insel-
Verlag nú í ár í minningu tvö-
hundruð ára afmælisms: Hölder-
lin Werke und Brietfe. Henaiuis-
gegeben von Friedrich Beissmer
uimd Jochen Sehmddt. I—III,
— Að uppgötva
Framhald af bls. 15
iinis. Láta svairt eimuingis miminia
sig á 'Song, blátt á himám eðia
haf, igrænt á grais í stað þeas >a®
Mta á svart sem myirtoam tóin, og
aið jiafinivett mynkrið gabuir lífca
verið faílliegt. Svart er llitur hellg-
liruniar í Japam e;n hvítt sorgair-
ininar. Þetta er aifgtæðd. Bláltt er
í sjáifu sér l'iitruir, og eniginm vailt,
hvað blótt ar fynr en hann hafur
gert sér ignain fyrir því sagjia
listmólianairnir. Og þegar við
huigsum uim grænit, væri ek'ki' úir
vegi, að það mlinmiti oklkur á þalð,
að þatta ar bl'æbríigðairílkagtli llituir
l'itakarfisinis. Og etf við horifum
ó ryðgaðam járnlbút og í sbað
þesis að stana á ryð hams, sfeynij-
uim biin mlikllu aulðævi, aem í
hemuim búa atf Mtbnigðium, — og
ef við í stað þess að fyllast váð-
bjóði yfir myglumini í braiuíðiiniu
og aif miait, sem ’kiomiinm er að
rotniuin, og virðuim í stað þess
fymir okkuir litaifeguirð þó, sam
miábtúrain framikalllar við þesisair
breytinlgar, þó erum við orðnir
larudniemar í mílki þess að uipp-
götrva. Og svo gebuirn við haildið
áfram anidálauiSt að nanmisalka
fyrlirbæri uimlhvarfiisiinis og þrenigt
okkuir til skillnliirugs ó himu rétba
eðli alheimisims, an bnotabnot
hanis og lögmiál ar allls staðar að
fiinima uimihvertfiis oss. Manm haifa
'tlillh'nieiiginigiu bill hinis fjairlæga, an
yfiirsést uim leiið það sem ar
fyriir fó'tium þaiirra.
Hár ar miikið venkeiflnii fyrir
Myndiista- og 'hamdí'ðaskólanm
og fræðsliuiyfiinvöitd að setj.a upp
svÝpaða sýninigu, sem fæni uim
land aillt, Skóttafóllki og lafllmianin-
inigli til skilmlimgis og fróðflidilks.
Hið miiiki'lvægasta í afl!M kemnsttiu
er amdrúmslaftð, að kuimma að
skapa sbemmimiimgu í krdmiglm við-
fianigsetfirvim, sem iosair um sköp-
uimair- og abhiaflmaþörf m'emiamd-
ams og það ar í iraum og variu
meSba og 'ef til villl efiima leymidair-
mól góðs uppalamida. Og víst er
það að emiginm getur tötfrað fram
slíka stemrnnimgu í kriimgum sig,
merrna hann eigi til skapaimdi
fcemmdir.
Nú mvætti sipyrja, alf hverju ég
skrifi ekki rraeira um sjálfa sýn-
Siniguma og sýmintgargnipi og því
ar til 'að svarai, ;að mér flirumslt
sýminigim fynsit og fremst fæða atf
sér og kálla á hiugleiiðinigasr mm
þassa hliuiti, en etokii beiima gagn-
rými á sýniimgargripu'mum. Sjóm
er sögu míkani sem þeir skiiljia,
sam sýmiiniguinia sjá og þedir flá
góða leiðsögm og útsikýriragar á
því, ar fyrir auigu ber. Þó væri
helat til gagmrýni', aið sýndmigim
mætiti vara viðamiairi lílkt og húrn
mium hafla vanið í uipphatfi. Að
lokuim viil ég vitma í Goethe um
himn merkiiiaga hl«t, augað, að
vísu er tiilvitniuiraiira á sæniSku, en
svo auðveflidri og blæfagumri, að
ég 'bdl ólþartfit að smúa hienmii á
íslemztou:
„Ögat er Ijusets sisba högsta
resultat i den organistoa kroppen.
Ögat som stoapeilse aiv Ij.useit ult-
rattar allt isom Iijusat sjalrvt toain
udrátta. Ljuset överllármmar dat
synibatra tfflfl. ögafb, ögat övar-
ilármmair det ti'll hela mámniiskam.
Örat ar stiuimlt, miumraan döv, mem
ögait förmiiimmar och tálar. Dári
speglar siig várldan utifrán, mámn
istoam inifrán. Dets imres helhet
fullámdias gemom ögait“.
Þeim sé þökk, er gerðiu þesisari
sýnlinigu kleyflt að korraa hiihigað.
Bragi Asgeirsson.
UTBOÐ
Tilboð óskast í grunngröft og sprengingar vegna nýbygg-
ingar Þingholtsskóla, Kópavogi.
Útboðsgagna má vitja á Teiknistofunni Óðinstorgi Sf., Óðins-
götu 7, Reykjavík.
Tilboðum skal skilað þriðjudaginn 24. marz kl. 11 f.h.
fimensknr blússur
ermustuttar — ermolungar
TÍZKUSKEMMAN
//
Gullfoss
44
„GULLFOSS“ fer frá Reykjavík miðviku-
daginn 25. þ.m. til ÍSAFJARÐAR.
Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag
í A-SKÁLA.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
Ný 2ja herb. íbúð við Hraunbæ. Harðviðarinnrétting-
ar, teppalagt. Útb. 400 þ. kr. — Hagstæð lán
áhvílandi.
2ja herb. íbúð á 1. hæð við Leifsgötu. Sérhiti. —
Góð íbúð.
Ný 2j aherb. íbúð á 3. hæð við Dvergabakka. Harð-
viðarinnréttingar. Teppalagt. Hagstæð lán áhvil-
andi.
3ja herb. íbúð á 2. hæð við Álftamýri. íbúðin er 1
stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Suðursvalir.
Falleg íbúð.
3ja herb. íbúð í 1. hæð við Rauðarárstíg. Ibúðin er
1 stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Verð 900
þ. kr., útb. 500 þ. kr. Ibúðin er laus.
ÍBÚÐA-
SALAN
Cegnt Gantla Bíóí sími nm
HEIMASfMAR
GÍSLI ÓLAFSSON 83974.
ARNAR SIGURÐSSON 36349.
4ra herb. íbúð á 2. hæð við Álfheima. íbúðin er 1
stofa, 3 svefnherb., eldhús og bað. Suðursvalir.
Falleg íbúð.
4ra herb. jarðhæð í Kópavogi. Ibúðin er 1 stofa, 3
svefnherb., eldhús og bað. Sérinngangur. Falleg
íbúð.
5 herb. íbúð í austurbænum. Ibúðin er 2 stofur, 3
svefnherb., eldhús og bað.
Hálf húseign við Bárugötu. — íbúðin er 7 herbergi.
í góðu standi. Útb. 600 þ. kr.
Fogheldar 2ja og 3ja herb. íbúðir i fjórbýlishúsi i
Kópavogi Sérþvottahús. Bílskúrsréttur. Útb. 230
þ. kr„ sem má skipta.
Rafn Hafnfjörff.