Morgunblaðið - 08.04.1970, Qupperneq 7
!MORjG-U<NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 3OT0
7
d
Fagurt syngur svanurinn um
suonarlanga tíð, og stundum
syngur danskurinn með kartöfl
una uppi i sér þetta sígilda:
„Nn skinner solen igen paa vor
lille jord," og allt þetta vakti
hjá mér gleðilegar minningar
og sælar vonir um vor og sum-
ar með sólskini, sunnanblæ og
sumarhita, þegar maður gettir
spókað sig úti á brókinni einni
faía og þarf ekki einu sinni að
lerðast til Mallorca til að fá
brúnku á skrokkinn og hlusta á
Sunnuútvarp á stuttbylgju. Allt
er i heiminum hverfult, og nú
geta þeir íslendingar, sem ekki
heyra til islenzka útvarpsins
þolanlega hér heima, einfald-
lega lagt lönd undir fót, skeið-
andi með Gullíaxa til Palma á
MaJlorka, og hlustað þar með
andakt á íslenzka útvarpið hans
Guðna Þórðarsonar. Það held
ég hann Villi, vinur allra ís-
iendinga þar, verði hrrfinn. Já,
það er nú karl í krapinu, hann
Villi.
Ég hitti mann í fyrradag, suð-
ur í Kópavogi, gamlan þul,
fræðaþul, sem tekur eftir ýmsu,
og ég ýtti að honum þessari
spurningu:
Storkurinn: Er vorsins ennþá
langt að bíða, vinur Krans?
Maðurinn í Kópavogi: Nei
alls ekki, því miðar hægt og
hægt, en nú held ég það sér ör-
ugglega komið langt á leið,
mætti segja mér, það væri þegar
komið. Ég sat hér í sólinni á
sunnudag. Hafði ekkert annað
mér til dundurs þá stundina,
nema að horfa á veðurblíðuna.
Og viti menn, við fætur mér sé
ég koma alls kyns bjöllur upp
úr jörðlnni. Það stóð reykjar-
strókur uppúr jörðinni, rakinn
var að hverfa, hitinn var allt
um krinig, vorið var að koma,
halda innreið sína, og hinar
smáfættu lífverur i moldinni
notuðu tækifærið til að bjóða
góðan dag og teygja úr álkunni
út í sólskinið og sunnamáttina
Ég er ekki sérdeilis fróður
um skordýr, en ég held þetta
hljóti að hafa verið gullsmiðir
mestanpart, a.m.k. skinu þeir i
ails kyns ljóma.
Suimir voru fjólubláir, aðrir
guijnir, en upp vildu þeir til
okkár islenzka vors. Það gegn
ir allt öðru máli um blessaðar
flugurnar. Þær fara á stjá, þeg
ar hver vill, þegar loftihitinn er
kcmninn upp yfir núllgráðuna,
en dýrin, sem allan veturinn
hafa lifað heðan moldar, koma
ekki upp, fyrr en vorið er kom-
ið, og guð gefi við fáum ekkert
hret eftir þetta.
Og ég tek undir bæn þina, vin
ur minn Frans, og ég, eins og
þú, finn það á mér, að vorið er
komið, og ég hlakka til, ætli við
hittumst ekki sdðar til að gleðja
okkur saman yíir vorblíðunni,
og með það var storkur flog-
inn frá daprasta minnismerki
landsins suður i Kópavogi, rétt
við lækinn, um Kópavogsfund,
þar sem þeir grétu Brynjólfur
og Árni fyrir Henrik Bjálka, —
og beint upp í heiðið hátt og
söng við raust í „falsettiu":
„Vorið er komið, og grnndirnar
gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni, og senn kemur
lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í
tún.
Nú tekur hýma um hóima og
sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin
fer,
hæðimar hrosa og hliðarnar
dala,
hóar þar smaii og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða
hala,
börnin sér ieika að skeljum á
hól.“
VÍSUKORN
Nálægt árinu 1880 bjó Jakob
nokkur Aþanasíusson í Tungumúla
á Barðaströnd, og mun þá hafa
verið hreppstjóri þar í sveit. Þá
hittust þeir, Símon Dalaskáld og
hann og kváðu hver um annan.
Símon kvað þetta:
Jakob hcfur glaðvært geð,
gáfna og mennta hraður,
Ijóðasmiður, læknir með,
Uka kvennamaður.
Jakob svaraði með eftirfaraindi
vísu:
Símon skáld af brögnum ber,
bragi smíðar hrönnum.
í honum Breiðljörð annar er
endurfæddur mönnum.
(Úr Skuggsjá Arnar á Steðja)
FRETTIR
Kvennadeild Skagfirðingafélagsins
Skemmtifundur í Lindarbæ uppi
fimmtudaginn 7. april kl. 8.30. Spil
að bingó.
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda,
Kópavogi
heldur bingó i Sjálfstæðisihúsinu
við Borgarholtsbraut kl. 8.30 í
kvöld. Ailir velkomnir.
Félag austfirzkra kvenna
heldur skemmtifund fimmtudag-
inn 9. april að Hverfisgötu 21 kl.
8J0. SpiJað verður bin.gó.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
kvennádeild
Munið fundinn 9. april kl. 8.30.
Systrafélag Ytri-Njarðvlkur
heldur fund í Stapa í kvöld kl. 9.
Kvenfélagið Keðjan
Munið síðasta fund vetrarins
fimmtudaginn 9. april kl. 8.30 að
Bárugötu 11. Hafliði Jónsson garð
yrkjustjóri sýnir litskuggamyndir
og talar um garðyrkju.
Spakmæli dagsins
Það er litilsvert að svelta. Hitt
skiptir miklu máli, ef maður yfir-
gefur veg dyggðanna. — Kang Hsi
fslenzk ull hefur mjög látið til
sín taka í verzlunum á Vesterhro
I Kaupmannahöfn að undanförnu.
Það er Hulda Ragnar, sem hefur
kynnt reykvíska tízku I Kaup-
mannahöfn. Hún er forstöðukona
isienzku verzlunarmiðstöðvarinn-
ar þar, og segir, að mikið hafi
selzt af hinnm sérstæðu ullarvörum,
bæði „mini" og „maxi ', og herða-
skjólum.
Stúlkur i Skandinaviu nola hinar
loðnn og hlýjn flíkur, sem Hulda
hefur á boðstólum, til heimanotk-
unar og vetrarferða.
Lise Gry, sem sést hér á mynd-
inni, reyndi þessar flíkur fyrir
Berlingske Tidende, en þaðan feng
um við myndina. — sagði á eftir,
„að flikin væri létt sem fjöður og
hlý sem pels."
„Fengunt kjól-
ono að lóni
hjú mömmu"
— Fyrstu'isl. karlmenn-
irnir 6 dansleik í kjól-
5C- 5 -7
5/^Da/ 77 —
Maroma var ekki heima, bara amma!!
KAUPUM AlUMINtUM KÚLUR
hæsta verði.
Málmsteypa Amumda Sig-
urössonar, Skiphotu 23.
Sími 16812.
BROTAMALMUR
Kaupi ailan brotamálm lang-
hæsta veröi, staðgreiðsla.
Nóatúni 27, sími 2-58-91.
Landgrœðslu- og nátfúruverndar-
samtök Islands
auglýsa
Þau félög eða félagasamtök, sem hafa i hyggju að vinna
að landgræðslu- og gróðurvernd með fræ og áburðardreyfingu
eða á annan hátt á komandi sumri eru beðin að hafa sam-
band við ritara samtakanna Ingva Þorsteinsson landgræðslu-
fulltrúa hið fyrsta.
LANDVERND,
LANDGRÆÐSLU- OG
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Islands
Klapparstíg 16, Reykjavik.
Aóalfundur
Stýrimannafélags Islands verður haldinn fimmtudaginn 9. april
n.k. að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst kl. 20 30.
DAGSKRA FUNDARINS:
1. Venjitleg Eðalfimdarstörf.
2. Talning atkvæða úr yfirstandandi kosningum.
3. Uppsögn kjarasamntnga.
4. Önnur mál.
Þeir félagar, sem ekki hafa skilað atkvæðum, eru áminntir
um að gera það sem fyrst.
STJÓRNIN.
Bólstrarar
LEÐURLlKIÐ VINSÆLA.
og
nýkomið í miklu litaúrvali.
Heildsölubirgðir:
Davíð S. Jónsson & Co. hf.
Sími 24-333
Höfuð- og heyrnarhlífar
VIÐURKENNDAR AF ÖRYGGISEFTIRLITI RlKISINS.
HEYRNARHLÍFAR
HLiFÐARHJÁLMUR
Verð mjög hagstœtt
HEILDSALA — SMASALA.
DYNJANDI sf.
SKEIFUNNI 3 — SlMI 82670.