Morgunblaðið - 08.04.1970, Page 11

Morgunblaðið - 08.04.1970, Page 11
MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1970 11 Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli ■ • . . ’; : •' • * viðskiptavina okkar á eftirfarandi staðreyndum: Síðan fyrirtækið var stofnað fyrir 57 árum — 1913 — hefir það verið okkar fyrsta boðorð, að sjá neytendum fyrir eins vandaðri vöru og nokkur tök eru á; framleiddri úr beztu fáanlegum hráefnum, sem á heims- markaði hafa boðist á hverjum tíma. Ölgerð hefir þróast um aldir og við hana skapast hefðir, annarri drykkjarframleiðslu framar. Hér ei um viðkvæma framleiðslu að ræða — og því höfuðnauðsyn, að þekking og reynsla sé fyrir hendi, til að ná því bezta út úr þeim hráefnutn sem notuð eru. Þetta höfum við frá upphafi gert okkur ljóst. Því hefir fyrirtækið um áratugi haft í sinni þjónustu háskóla- menntaða sérfræðinga í ölgerð, flesta menntaða í Þýzkalandi, höfuðstöðvum evrópskar ölmenningar. — Frá árinu 1953, eða síðastliðin 17 ár, höfum við haft í okkar þjónustu og neytenda: HERMANN RUDOLF RASPE Diplom Braumeister VLB og hefir hann haft yfirumsjón með allri framleiðslu okkar þann tíma. Braumeister Raspe er menntaður við öl- gerðarháskólann í Berlín, Versuchs- und Lehranstalt fiir Brauerei, sem er annar tveggja þekktustu háskóla heims í þessari grein. (Hinn háskólinn er í Weihnstephan í Þýzkalandi). Áður er hann kom til íslands hafði Raspe hlotið áratuga reynslu við ýmsar þekktar ölgerðir í Þýzkalandi, meðal annarra KINDL BRAU- EREI AG í Berlín, þar sem hann um tíma var tæknilegur framkvæmdastjóri. Auk ofangreinds, hefir ölgerðarháskólinn í Berlín, Versuchs- und Lehranstalt fiir Brauerei, verið fyrirtæk- inu ráðgjafi um áratugi og reglulega fylgst með framleiðslu þess. Neytendur hafa í 57 ár sýnt, að þeir meta framleiðslu okkar að verðleikum, enda sanna ofangreindar stað- reyndir, að við byggjum framleiðslu okkar á því vandaðasta sem völ er á. Við þurfum ekki að afsaka okkur. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.