Morgunblaðið - 07.05.1970, Page 14

Morgunblaðið - 07.05.1970, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970 Hve trúaðir eru íslendingar? Á síðastliðnu hausti (16. okt.), birtist í dagblaðinu Vísi grein með ofangremdri spumingu að yfirskrift. Það vakti athygli mína og sér staka gleði að þessi mikilvægi þáttur þjóðlifsins var til meðferð ar tekinn og fljótt á litið á all- rækilegan nátt með könnun og tölulegum samanburðartöflum. Því miður reyndist nánari lest ur ekki eins áhugavekjandi, því svar greinarhöfundar virtist lít- ið sannfærandi og á ýmsan hátt, beinlínis villandi. Óljós skilning ur, og jafnvel fullkomið skiln- ingsleysi er mjög útbreytt á okkar landi, að því er þessi efni varðar, enda næsta eðlilegt þeg- ar trúaruppeldi þjóðarinnar er hugleitt. Eg hefi þessvegna beðið eftir því að einhver af okkur lærðu trúarleiðitogum gerðu nefndri grein nokkur skil, en árangurs- laust. Strax í upphafi greinarinn ar er því slegið föstu, að „íslend ingar eru ekki trúrækin þjóð,“ þó að um hitt séu skiptar skoð- anir, „hvort þeir eru trúlausir að sama skapi.“ Síðar í grein- inni stendur, að hópur Islend- inga „trúi á guð í einhverri mynd.“ Af þessu er augljóst að orðin „trú og trúaður“ hafa fengið allt aðra merkingu en þau áður höfðu. Meðan Meistari Jón og Hallgrimur Pétursson og allir þeirra samstarfsmenn mótuðu trú arskoðanir þjóðarinnar, var það engum vafa bundið að trúaður maður þýddi kristinn maður. Allt annað flokkaðist undir van trú og hjáguðadýrkun, hversu einlæglega, sem menn trúðu „á guð í einhverri mjmd.“ Þannig var það einnig um Grikkina, sem Páll postuli talaði við á Aresar- hæð. Hann viðurkenndi þá sem trúaða menn, en kristnir voru þeir ekki. Þessi skilningur var ríkjandi hér á landi fram á þessa öld. Það var fyrst, þegar hin rót tæka og óvægilega gagnrýni á Biblíunni fór að hafa hér veru- leg áhrif að hugtakið trú fékk áður óþekkta merkingu, enda fór kristilegri uppfræðslu þá mjög hrakandi, bæði á heimilum, í skól um og í kirxju. Nú ríkir hér full komirm glundroði í skilningi á þessum efnum, þannig að „trú á framhaldslíf," guð í einhverri mynd og Kristindómur, er af mörgurn talið eitt og hið sama. Sá varnagli er sleginn í um- ræddri grein, að „vísindalegt gildi“ kannana þeirra, sem greint er frá, sé mjög takmarkað, og er það sízt ofmælt, en að það sé einkum „af tölfræðilegum ástæð um,“ dreg ég mjög í efa. Mér virðist „könnunin" /era algjör- lega á sandi byggð. í greininni segir að „grundvallar trúarhug- Nauöungaruppboð Uppboð það, sem auiglýst var í 17., 19. og 23. eintaiki Liögbirtingablaðsins 1970 á faisteignum þrotabús Sam- vinoutfélaígsine Borgar s.f., hefst í Skrifstofu embættisins 1 Borgarniesi föstudaginm 8. maí kl. 13.00 og verður síðan fram haldið á eignumium sjálfum. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Keflavík Við Hafnargötu í Keflavík er til leigu íbúð, tvær samliggj- andi stofur, með gólfteppum og gluggatjöldum, tveimur svefnherbergjum og eldhúsi með tilheyrandi ísskáp. Á sama stað er til leigu kjallarahúsnæði hentugt fyrir léttan iðnað og fieira. Upplýsingar í símum 2316 eða 1490. Allt á sama stað EGILL VILHJÁLMSSGM HF. Laugavegi 118 — Reykjavík Vegna sérstakra samninga við Rootes-verksmiðjurnar getum við boðið þennan glæsilega bíl SUNBEAM ARROW fyrir kr. 271.500,00. Innifalið í verðinu er: Sjálfskipting Tvöfalt bremsukerfi Há sætabök Læst stýri. Til sýnis á bílasýningunni í Skautahöllinni Öryggisbelti Bakkljós Öryggisljós f/handbremsu myndir manna séu um það, hvort þeir trúi á guð og framhaldslíf." Þar segir einnig: „Eins og vænta mátti er íslenzki hópurinn all- miklu vantrúaðri en sá banda- rísiki." Ég sé ekki annað en að hér sé um algjört hugmynda- brengl að ræða, en þannig hlýt- ur ævinlega að fara, þegar krist indómurinn er sviptur algjörri sérstöðu sinni meðal trúarbragða heimsins. Þá blandast saman trú rækni (trúhneigð), sem öllum mönnum er í blóð borin, og trú, sem veitir trúrækninni útrás og einhverja svölun, þó að oft ein- kennist hún fyrst og fremst af ótta við guðina. Ég held að það sé rangt að saka Islendinga um skort á trúrækni. Það afsannar trúin á allskonar hindurvitni, bæði að fornu og 'nýju. (Hlustið þið bara á samtalsþættina hans Stefáns Jónssonar fréttamanns). Mik þess efast ég um að hingað til lands berist nokkur trúar- bragðahrejrfing, sem engan á- hanganda fær meðal íslendinga. í viðbót við þennan veika grundvöll „könnunarinnar" er hún byggð á spurningu, sem ég tel að ekkert erindi eigi hingað vegna þess hve gjörólíkt trúar- uppeldi þessara tveggja þjóða er. Þar eru fríkirkjur, sem annast uppfræðsluna, ekki aðeins með einni guðsþjónustu á viku, held ur með reglubundnu frseðslu- starfi, sem sainaðarmeðlimir geta notið og eiga að notfæra sér alla ævi. Hér er kristin ríkiskirkja, sem, að því er flesta varðar hætt ir skipulagsbundinni kristnidóms fræð-slu, á þeim aldri, sem fæstir hafa getað gert sér sjálfstæða grein fyrir því hvað í kristni- dóminum felst, samanborið við önnur trúarbrögð, eða hvers virði kristna trúin er. Með þetta í huga virðist mér allar spurningar ósanngjarnar og ólíklegar til að gefa nokkra vís- bendingu um mótaða trú íslend inga, allra sizt þeirra jmgri. Það er reyndar furðulegt hve margir fullorðnir tjá sig óljóst, þegar vikið er að því, sem snert ir trúna, í ræðu eða riti. Það er eins og þeir forðist þau hugtök, sem Biblían notar, en grípi til annarra, sem e.t.v. eiga að þýða það sama. Menn tala gjarnan um forsjónina, almættið, veðurguð- ina og ótal margt annað, þó að vafalaust kunni þeir allir fyrsta boðorðið utanbókar. Ef það heíur verið hugmynd greinarhöfundar, að kanna af- stöðu fslendinga til kristinnar trúar, hefði 9. spurningin ein ver ið líkleg til að gefa einhverja bendingu, því að þekking á boð skap Biblíuinnar um hjálpræðið í Jesú Kristi er nauðsjmleg for- senda trúarinnar á hann. Þó er auðvitað hægt að lesa þetta rita safn, án þess að eiga trúarsam- félag við Krist, og sumir hafa jafnvel náð langt í því að nota það gegn honum. Hafi það hinsvegar fyrir höf- undi vakað að kanna trúrækni þjóðarinnar, er eðlilega allt í sömu þokunni eftir sem áður. Ég hefi gagnrýnt nefnda grein, vegna þess að ég álít málsmeð- ferðina villandi, en ég þakka greinarhöfundi fyrir að hreyfa máli, sem ég er sannfærður um að þörf væri að ræða miklu meira, ef réttum rökum er beitt, því ekkert er okkur nauðsyn- legra en að vita á hvem við trú- um. Af því mótast innra jafn- vægi og samskiptahættir okkar við aðra menn. Steingrímur Benediktsson. n mmn t™*1**™™ GRENSÁSVEG 11 - SÍMI 83500 LEIFTURLAKK ER LITLAUST, HÁLFGLANSANDI OG FLJÓTÞORNANDI PLASTLAKK. ÞAÐ ER NOTAÐ ÞAR SEM MIKIÐ MÆÐIR Á T. D. VIÐARGÓLF, HURÐIR, ELDHÚSINNRÉTTINGAR O. FL. 1» miíffliNN * BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 22866 SAUMAVÉL. Þetta nýja model hefur nú verið á markaðinum í 3 ár og líkað mjög vel. Miklar endurbætur urðu, t. d. fleiri útsaumsmöguleika, rennilásafóður, ein mynzturskífa í stað 20 áður. Sjálfvirk Zig Zag, sjálfvirk hnappagatastilling, ný og falleg taska. Ýmsar nýjungar. — Eins árs ábyrgð — íslenzkur leiðarvísir — kennsla innifalin í verði. Viðgerðar- og vara- hlutaþjónusta. Verð aðeins ...................................... kr. 9985,00 rrtHHIMOj •MMMHHMlf JMMMMMMM] MIIIIMMMMIM IHMIMIMMIMI .VMMMIIMMMMMMIMMMIIMIMMMMMMMIMIMMMtMt.., “ .......... IIIMMMlMM. IIIIMMMIMIM. IIIIIIIIIMMMM IMMIIMMMIMII MIIMIMMIMMH IIIIIIMIIIIIMM IIIMMMMMIIM ■i111mi• mMIIiiinijjViVuB ^mmmmVmm* ÍlMIIIIMMIIIMMIIIMMIlliiJMirMIIMMMH II. mmmmmimmmiimimmmmimmmmmii.m.mm.1'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.