Morgunblaðið - 07.05.1970, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970
Marta, Marta,
eitt er
nauðsynlegt
Mörgum góðum búmanni og
sjósóknara hér úti á íslandi, þar
sem lífsbaráttan hefur löngum
verið hörð og annasöm hefur
þótt Kristur undarlega mistæk
ur í dómi sínum á þeim systrum
Mörtu og Maríu, þegar hann
ávítaði Mörtu fyrir umstang sitt
og búsorgir en blessaði Maríu
fyrir að sitja aðgerðarlausa við
fætur hans og gapa upp í hann.
Fjölmiðlar nútímans hafa þó
dregið nokkurn lærdóm af þess
ari sögu, að minnsta kosti að því
leyti, að þeir telja það vænlegra
að höfða fremur til hins ljúfa
lífs en strits í sveitá síns and-
lits. Útvarp, sjónvarp og hvert
einasta blað ver margföldu
rúmi undir svonefndan skemmti-
iðnað og listir og fleira það, sem
gleðiur hjartað, en á við hagnýt-
ar upplýsingar og frásagnir um
atvinnuvegi og brauðstrit.
Tímarnir hafa breytzt, rétt er
það, og við þurfum nú lítinn
tíma til að afla okkur matar, en
ekki er það alveg víst að bú-
sorgirnar hafi minnkað fyrir
það, og þó að fjölmiðlarnir þyk
ist hafa reiknað, dæmið, og vita
nákvæmlega, hvað vænlegast sé
til að ná hylli fólksins, þá er
heldur ekki alveg öruggt, að
þeir hafi reiknað rétt. Þeim
skýzt þótt skýrir séu, og við
skulum minnast þess, að tölvan
þeirra reiknar skakkt, ef hún
er skakkt mötuð.
Ég efast sem sagt stórlega um
að fjölmiðlunartækin eigi að
taka þessa biblíusögu eins bók-
staflega eins og þau gera, og
leyfi mér að minna á ummæli
Krists á öðrum stað, sem sé: —
í sveita þíns andlits skalt þú
brauðs þíns neyta.
Það eru ekki bara nokkrir
gamlir skarfar hér uppi á ís-
landi, sem eru að nöldra yfir
því, að hér sé um öfugþróun
að ræða. Englendingur nokkur,
John Burgess, skrifar reglulega
an eins fjölda hollráða til að fyr
irbyggja afleiðingar þeirra.
John Burgess ræðir siðan í
grein sinni um þróunina og fram-
tíðarhorfur í minni gerð skipa
undir 80 fetum. Hann segir þró-
unina, þó að hún sé mjög hæg,
vera þá, að skipin séu byggð
fyrir skuttog og jafnframt séu
þessir bátar byggðir til síld-
veiða. Þeir eru frambyggðir og
með heilan skut. Enn er mest
byggt af trébátum, þó að stálið
sé orðið mikið notað og lítið er
um það enn þá að fiskibátar séu
leggja enn meiri áherzlu á önn-
ur gæði bátanna en þau, að þeir
nái sem mestum hraða. Yfirleitt
virðist ekki mikið hafa verið um
breytingar í gerðum fiskibáta
undanfarin ár annað en þetta
með frambyggingu þeirra og
skutlagið.
í tækjabúnaði hafa aftur á
móti orðið örari breytingar.
Fyrir nokkrum árum voru
véldrifin spil í flestum fiskibát-
um, nú eru þau vökvadrifin.
Kraftblökkin var almennt tekin
í notkun á þessum liðna áratug
og ekki aðeins við síldveiðar,
heldur einnig snurvoð og neta-
drátt. Netatrommur af ýmsum
gerðum ryðja sér einnig til rúms,
Gamla lagið gildir enn.
'■ **'£**•
Enskur frambyggður bátur.
en þó er enn óvíst í hve ríkum
mæli það verður, en samt mjög
líklegt að þær verði sífellt meir
og meir notaðar á smærri bát-
um.
Enn er að mestu um eina aðal-
vél í fiskiskipi að ræða og einn
skrúfuöxul (Þó að Jón Tómas-
son skipstjóri, teiknaði 1936, að
mig minnir, togara með tveimur
aðalvélum, sem hægt var að
nota á vixl) — en ekki er ólík-
legt að á næsta áratug verði
teknar upp tvær vélar í fiski-
( bált og beltadrifmr s!krúfúöxlar.
Skiptiskrúfan ryður sér einnig
til rúms, þó að föst skrúfa sé
enn í miklum meirihluta í fiski-
bátum undir 80 fetum. Það er ný
leg uppfinning, sem getur átt
framtíð fyrir sér að vökvadrifa
skrúfur, þar sem með því móti
losna menn við gírana.
Síðar á Sjómannasíðu verður
sagt frá hugleiðingum John
Burgess um fiskileitartækin og
veiðarfærin.
byggðir úr áli, hertu plasti eða
steypublöndu. Burgess telur þó
líklegt að það fari vaxandi að
fiskibátar verði byggðir úr síð-
ast töldu efnunum, þegar reynsl
an hafi sýnt, að þessi efni
standist það álag sem er á fiski-
bátunum, því að þessi efni end-
ast vel í skipum og viðhaldið
litið. Vafasamt telur Burgess að
tvískrokka (Katamaran) fiski-
bátar eigi mikla framtíð fyrir
sér, að minnsta kosti sé enn eft-
Glaður KE-67 — frambyggður íslendingur.
1 Fishing News, vikublaðið, um
fiskveiðitækni. Bretar telja sig
hafa lokið sjöunda áratugn-
um, kannski ranglega, það er önn
ur saga, en í sambandi við þessi
tímamót gerðu fjölmiðlarnir
nokkra úttekt á því, sem gerzt
hefur undanfarin tíu ár og það
sem líkiegt sé að gerist næstu
tíu ár. í þessari úttekt, er helzt
að heyra á John Burgess, að at-
vinnuvegirnir hafi gleymzt, að
minnsta kosti fiskveiðamar al-
veg, að því er hann segir; það
nefndi enginn á nafn, hvað þar
hefði gerzt né myndi gerast,
heldur snerist málið um þvílíka
hluti, sem hugsanlega flugvéla-
grýtu, sem bæri fólk miilli staða
innanlands og stórþotur, sem
flyttu fólk milli heimsálfa og síð
an gagnsæ baðföt og milljón ráð
til að örva kynhvatirnar, og ann-
ir að leysa mörg vandamál í sam
bandi við það byggingarlag.
Sama er að segja um mjög hrað
skreiða fiskibáta.
Þó að vélaraflið hafi aukizt
mikið í fiskibátum, þá eru enn
ekki byggðir mjög hraðskreiðir
fiskibátar og atvinnufiskimenn
Yfirlit um tækniþróun
í tækjum fiskibáta
Mesta framförin á sviði tækja
búnaðar fiskibáta hefur orðið á
sviði raftækninnar.
Miklar endurbætur hafa verið
gerðar á dýptarmælum, astikk-
inu, ratsjánni, talstöðvuim og
margvíslegar nýjungar komið
fram síðustu árin. Dýptarmæl-
arnir eru nú allir sjálfritandi og
miklu nákvæmari en þeir voru
og velta skipsins truflar þá
minna en áður var, sama er að
segja um fisksjána (fishscope),
sem er nýtt tæki, sem sýnir ein
staka fiska jafnvel alveg niður
við botn. Astitekið er einniig orð
ið nákvæmara en það var og í
sambandi við það er netaugað
(netzonde).
Nú er hægt að finna fisk nið-
ur á 500 faðma dýpi og jafn
vel einstaka fiska niður á 100
faðma dýpi eða meira, og í full-
komnustu tækjunum er hægt að
greina hvers konar fisk er um
að ræða, hvort hann sé af réttri
stærð og gerð til veiðanna.
Radartækninni hefur einnig
fleygt fram og nú er verið að
glíima við að smíða nógu litlar og
ódýrar ratsjár fyrir minnstu bát
ana. Þess er að vænta að það
mál verði leyst til fulls innan
tíðar.
Talstöðvum og fjarskiptatækj
um hefur fjölgað geysilega á
undanförnum árum og fjarskipta
viðskipti stór aukizt. Þessi
aukna notkun radíotækja hefur
vitaskuld leitt til margs konar
nýrra og endurbættra gerða,
„Mælir, mælir, herm þú mér,
hvar i sjónum fiskur er.“
bæði til fjarskipta á langleið-
um og við strendurnar. Tækin
verða sífeilt orkumeiri og með
hærri tiðni og þægilegri og auð-
veidari í notkun.
í raun og veru ríkir orðið all
mikið öngþveiti í öllum þessum
síauknu radíoviðskiptum, og
vandamálið ekki ósvipað síauk-
inni umferð í landi. Það er erf-
itt að segja fyrir um þróunina í
fjarskiptaviðskiptunum, en ekki
er ólíklegt að unnið verði að því
að koma skipan á þau mál, og
jafnvel fundin upp ný tæki i
því sambandi.
Siglingatækninni hefur fleygt
fram samfara radíotækninni og
er Dekkakerfið þar fullkomnast.
Með Dekkamiðunum og staðar-
S j ómannasíðan
í umsjá Asgeirs Jakobssonar
ákvörðunum og hinum sjálf-
virku stefnutækjum er hægt að
finna hvaða fiskislóð sem er í
svarta þoku. Stýringin á skip-
inu er þegar orðin mjög al-
mennt sjálfvirk í fiskiskipum,
en ekki er óliklegt að hún eigi
enn eftir að aukast og til dæm-
is tengjast dýptarmælinum
þannig að hægt sé að stýra skip
inu hárrétt eftir gefinni dýpt-
arlínu.
Hér með greininni er birt
mynd af „Sonne“. Þessi tæki eru
svo fullkomin að af þeim má
ráða um hvers konar fisk sé að
ræða og hvort það borgi sig að
veiða hann.
Sjálfritandi fiskileitartækið
greinir einstakan fisk á allt að
150 föðmum og stórar torfur nið
ur á 500 faðma en botn niður á
2000 faðma. Og tengt því er önn
ur fiskisjá (fishscoped) sem sýn-
ir fiskitorfuna sem ljósblossa.
Við hliðina á fiskiritanum og
fisksjánni er annað tæki, sem
sjálfritar bæði lóðréttar og lá-
réttar lóðningar og við það er
einnig tengt netaugað á höfuð-
línunni.
Með samlestri af þessum tækj
um er hægt að gera sér full-
komna grein fyrir veiðinni á
miklu dýpi — gáfnafar „manns-
ins, sem úr hinu skrifaða les, er
auðvitað dálítill þáttur í svona
kerfi,“ og þess vegna má lesa
það á öðrum stað, að brezkir vís
indamenn (sem auðvitað ráku sig
á, að þeir höfðu ekki heilabú á
við skipstjórana — þó að okkar
vísindamenn trúi því ekki enn)
— glíma nú við að tengja þess-
ar aflesningar tölvum sinum.
Það er nefnilega enginn barna
leikur við þær aðstæður, sem
geta verið út í sjó, að eiga að
stjórna skipi og öllu, sem þar
er að gerast og ákvarða jafn-
framt á augabragði með aflestri
af þessum tækjum, hvemig veið
inni skuii hagað.
Tölvan verður að létta starf
skipstjórans í framtíðinni.