Morgunblaðið - 09.05.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1970 17 Hvaða lífsviðhorf er það að sjá skrattann í öllum hornum? Rætt við Magnús Gunnarsson formann Stúdentafélags H.Í. Undanfarið hefur verið mikið umrót í hreyfingu íslenzkra stúdenta. Ljóst er, að tvö öfl togast á í þeirra hópi. Stúdent- ar við Háskóla íslands hafa unn- ið mikið starf til kynningar á mál- efnum skólans. Þeir hafa með málefnalegum aðferðum fengið miklu áorkað. Aðrir ís- lenzkir stúdentar hafa beitt ófrið samlegri aðgerðum. Magnús Gunnarsson, stud. oecon, er nú- verandi formaður Stúdentafé- lagsins. — Hefur eitthvað unnizt með málefnalegum umræðum Magnús? — Ég vil benda á Félagsstofn un stúdenta, Stúdentaheimil- ið, sem nú er í byggingu, inn- ritunarmál læknadeildar, sem nú eru loksins að komast í heila höfn, aðild stúdenta að rektors- kjöri. Við getum gjarnan litið á, að fjárveiting til lánasjóðsins hefur á fjórum árum hækkað úr 14 millj. í 60. Þetta hefur unn- izt með mjög málefnalegum að- ferðum og málefnalegri umræðu. Svo það er hlægilegt að halda því fram, að það eina, sem dugi, séu göngur og valdbeiting. Á liðnum árum hefur þjóðin orðið að herða sultarólina; það er rétt. En stúdentar erlendis hafa hert hana betur en aðrir. Flestir stunda þeir nám, sem ekki er hægt að stunda hér heima. Þjóð- inni er það lífsnauðsyn að njóta þessara starfskrafta. Auk þess á hver og einn að geta stundað það nám, er hann helzt kýs. Það er ekki jafnrétti, ef háskólanám verður forréttindi þeirra, sem betur mega sín í efnalegu tilliti. Ég veit að alþjóð er þessu sam- mála. — En hvað þá um stúdenta- hatrið? — Við gerðum okkur einmitt grein fyrir þessu atriði, er við gerðum úr garði stefnuskrá Vöku fyrir seinustu kosningar. Einmitt þessu, hvað almenning- ur hefur lítið samband og engin tengsl við stúdenta og Háskól- ann. Þannig ástand býður heim misskilningi, j afnvel fordómum. Við litum á þá staðreynd, að allt það fjármagn, sem fer til efling- ar Háskólans, kemur að sjálf sögðu frá almenningi eins og allt annað. Við vissum, ef vel ætti að takast til með eflingu Há- skólans, þá yrði að vera ríkj- andi skilningur á gildi og hlut- verki Háskólans. Þess vegna var sú stefna tekin að kynna skólann út á við. Þetta hefur verið okkar megin verk í vetur. Við ætluðum að efla skilning á hlutverki Háskólans. Síðan, þeg- ar fólk færi að tala um, að það þyrfti að leggja svo og svo mikla upphæð til Háskólans og í lánasjóðinn, þá segði það ekki undir eins: „Til hvers að vera að eyða þessum peningum í Há- skólann og stúdenta.“ Að koma í veg fyrir þennan hugsunar- hátt hefur verið annað aðal mark mið okkar með háskólakynning- unni. Það hefur einkennt Háskól- ann hann hefur alla tíð ver- ið embættismannaskóli. Það hef- ur ekki verið fyrir hendi skiln- ingur á gildi nútímamenntunar fyrir atvinnuvegina og þjóðina í heild. Það hefur verið landlægt vantraust á háskólamenntaða manninum, jafnvel bókvitinu. — Er verið að stefna að há- iðnskóla? — Það hefur jú heyrzt, að stefna okkar sé sú, að Háskól- inn verði eins konar „super- gaggó“ eða háiðnskóli. Þetta er mikill misskilningur, þótt við höf um lagt ríka áherzlu á hagnýtt gildi menntunar. Þjóðin hefur átt við efnahagsörðugleika að etja. Ungt fólk, sem hugsar um þau vandamál, veit að unnt er að draga úr slíkum áföllum með því að sjá atvinnuvegunum fyrir vel menntuðu starfsfólki. — Það er stundum minnzt á hinn krítiska háskóla. Er um þetta deilt? — Ég held, að það gagni ekki að afmarka deiluna við það, hvort háskóli eigi að vera gagn- rýninn á þjóðfélagið. Háskóli sem vísindastofnun er í eðli sínu gagnrýninn. Spurningin er aftur á móti sú, hvort háskóli, allir þeir, er þar starfa, eigi að vera jákvæðir eða neikvæðir gagn- vart þjóðskipulaginu. Eiga þeir með gagnrýni sinni að stefna að því að bæta þjóðskipulagið, sem við búum við, eða stefna að öðru þjóðskipulagi? Við höfum heyrt talað um sósíalíska bylt- ingu. Mín skoðun er sú að há- skóli eigi að vera jákvæður og stuðla þannig með rökréttri gagnrýni að endurbótum á þjóð- félaginu. — f hverju fólst háskólakynn ingin? — Við byrjuðum á 1. des. Þá flutti Jónas Kristjánsson, rit- stjóri, ræðu undir kjörorði dags ins: „Bókvitið verður í askana Magnús Gunnarsson látið.“ Við gáfum út hátíðar- blað 1. des. með sama kjörorði. f kjölfarið héldum við þrjá borg arafundi um tengsl Háskólans og atvinnulífsins. Síðan efndum við til háskóladags og buðum al- menningi að koma upp í skóla. Fólkið kom líka þúsundum sam an, aldnir sem ungir, fólk úr öll- um stéttum. — Hver voru viðbrögðin? — ^Viðtökurnar voru mjög góð ar. Ég held að fólki hafi ekki fundizt Háskólinn jafn fjarri og áður. Markmiðið hjá okkur var að fá fólkið upp í skóla, til þess að kynnast skólanum og ræða við stúdenta. Ég held að við höf- um náð tilgangi okkar. Við höfum einnig sýnt einn sjónvarpsþátt um hugvísinda- deildir skólans, og tveir aðrir eru í undirbúningi um raunvís- indadeildirnar. Þessir þættir eiga ekki að vera glansmynd af skólanum, heldur sýna hann eins og hann er í raun. Þá höf- um við gengizt fyrir listkynning arstarfsemi, sem ekki hefur ver- ið miðuð við stúdenta eina, held ur höfum við fengið almenning til þátttöku. — En hvað um stjórnmálahlið- ina á starfinu? — Stjórnmálahliðin hefur ein kennzt af úrslitum kosninganna. Það var ákveðið, þegar atkvæð- in féllu jöfn að helga starfsem- ina háskólamálunum. Ef við hefðum hins vegar unnið kosn- ingarnar með atkvæðamun, hefðum við ugglaust unnið meira að þjóðmálum, t.a.m. breytingu á kjördæmaskipaninni. Við höfum engu að síður tekið upp mál, sem ofarlega hafa verið á baugi, og efnt til funda um þau. Þann- ig höfum við nýverið haldið al- mennan borgarafund um borgar málefni. Þetta var umdeilt, hvort Stúdentafélagið ætti að gangast fyrir fundi, þar sem engir stúd- entar töluðu. En eitt af því, sem ungt fólk hefur barizt fyrir og stúdentar þar í fararbroddi, er að opna umræður um stjómmál. Til þessa hefur ekki verið unnt að fá frambjóðendur allra flokka saman á einn fund, hlýða á þeirra skoðanir og bera sam- an. Þessi tilraun okkar var gerð í þeim tilgangi að opna umræð- ur og auka skoðanaskipti, og það tókst. Stúdentar hafa á liðnum tveim ur árum verið í fylkingarbrjósti fyrir opnun stjórnmálaflokk- anna, það hefur verið eitt af höfuð stefnumálum Vöku. Sum- ir halda því fram, að ekkert hafi unnizt í því tilviki. En ef við gerum samanburð á stjórn- málunum nú og fyrir tveimur til þremur árum, má glöggt sjá, að breyting hefur orðið á hugsun- arhætti og stjómmálaumræðum. — Hvernig? — Mér sýnist, að fjölmiðlar, útvarp og blöð, hafi aukið um- Framhald á bls. 25 Vettvanginn í dag skrifar Ragnar Jónsson í Smára: - Efla verður almenningssöfn og aðra skylda þjónustu og samhjálp Hvað er átt við með orðinu „almenningssafn"? Hvað tökuimst við á hendur, er við hyggjumst koma á fót slíkri stofnun? Og hverjir eru þeir aðilar, er fyrst ber að leita til, að koma þvílíkri Stofnun á fót? Varla er nauðsyn að eyða að því mörgum orðum, að „Almenn ingssafn" verður ekki til, hversu margar milljónir sem í boði kunna að verða, af reiðufé, á- samt góðum vilja í ríkum mæli, nema áður séu menn, er skapa verðmæti handa söfnunum að kynna fólki og hjálpa því til að njóta: Listaverk. Bókmenntir, myndlist, tónlist. „Almennings- söfn“ eiga að því leyti sammerkt með fjölmiðlunartækjum, að þau dreyfa efni, sem þeim er fengið, en aðrir leggja fram að mestu, og þetta á jafnvel alveg sérstak- lega við um söfnin, sem að jafn- aði hafa ekkert fram að bera á sínum vegum, er kalla mætti eig in sköpun, en allt fengið að. Söfn in eru því á fyrsta stiginu aðal- lega umbúðirnar, og æði miklar að fyrirferð og dýrleika oft og tíðum. Lengi vel yirtist nokkuð á skorta að forráðamenn safnanna og stjórnarvöld, og raunar frum- kvöðlar þessa göfuga málefnis, gerðu sér þetta fyllilega ljóst, og ;sú t^egða tafið noktouð fyrir e'ðli legri þróun safnmálanna yfir- leitt. Hefur óneitanlega verið veg ið allharkalega að listamönnum við uppbyggingu þessara þörfu stofnana. Hlutur listamannanna lengi gleymdur, og alla tíð mjög vanmetinn, og er svo jafnvel enn í dag. En ekki verður frá því horfið að byggja hér á landi, eins og í nágrannalöndunum, myndarleg söfn, þar sem almenningur á þess kost að fylgjast með því sem þjóð in er sjálf að skapa. Aðbúnaður listar verður að haldast í hend- ur við almenn fræðslumál ef vel á að fara. List er einn höfuðund irstöðuþáttur allrar menningar, ef ekki sjálfur lífsneistinn. Fyrsta kveikjan að lestrarfé- lagi og síðan opinberri bókaút- lánastofnun er án nokkurs efa bókin sjálf, þó hún komist raun ar aldrei til þess fjölda, sem hún jafnvel á brýnast erindi við, nema fyrir samstarf og þjónustu skilningsríks fólks. Og öllum er nú að verða ljóst að að þessu verður að stefna, og hér í höf- uðborginni raunar markvisst að þessu unnið undir forustu núver andi borgarstjóra. Alvarleg deyfð hvílir hinsvegar yfir þess um málum víða út um landið og ber nauðsyn til að fólkið í dreif býlinu notfæri sér reynslu höfuð borgarbúa. En til þess að söfnin verði ann að en umbúðir utan um fagrar hugsjónir, sem eftir er að tengja veruleikanum, verður að komast á mjög náið samstarf milli safn- anna og listamanna og útgef- enda. Á því stigi listmiðlúnar, er miemn skiptu með sér verkum, einn samdi bókina, annar afrit- aði og prentaði, sá þriðji lagði til skinn og pappír. Og loks léðu enn aðrir húsaskjól og önnuðust dreifinigu. Enginn tók beina greiðslu fyrir sitt framlag. Þá var kannski skiljanlegt að „hið opinbera“ gæfi út einfalda til- skipun þess efnis, að gerður skyldi upptækur hluti upplags- ins að hygla vinum erlendis og heima, án þess að neitt gjald kæmi fyrir til þeirra sem frum- kvæðið áttu um sköpun og fram leiðslu, líkt og meðan dagblöðin gáfu „ríkinu“ blöðin sín að lesa þau. En þessir dagar eru liðnir og koma tæplega aftur, og í sam- ræmi við þessa eðlilegu þróun hlýtur sú staðreynd að blasa við, að höfundarnir láta sér ekki lynda að vera beittir harkalegri tökum en fólk almennt, er hefur önnur einkaverðmæti undir hönd um. Allir eiga rétt á að verja sig fyrir þeim sem hyggjast gera eignir þeirra upptækar undir einiu eða öðru yfirskini, og gild- ir þetta jafnvel um aðgerðir í al- menningsþágu. Núverandi sfjórnarvöld hafa raunar öðrum fremur sýnt lit á að viðurkenna rétt höfundanna, þó þær fjárfúlgur, sem greiddar eru til þeirra séu reyndar slumpa reikningur, og því formi beitt að því er virðist til þess að komast hjá að viðurkenna beint eignar- rétt höfundanna, og er þar að sjálfsögðu að nokkru leyti um að kenna samtakaleysi þeirra gagn- vart menningarlegum nýjungum, sem þeir flestir vilja styðja af heilum hug. Almenningssöfn eru nú mjög á dagskrá hér, og eitt af því sem stefnt er markvisst að hjá fram farasinnuðu fólki, enda hafa þau víðtæku hlutverki að gegna í nú tíma þjóðfélagi. Nú er til dæmis afráðið að reisa hér í höfuðstaðn um að minnsta kosti tvö vegleg safnhús. í höfuðborginni og næsta nágrenni, þar sem meira en helmingur þjóðarinnar býr, er að sjálfsögðu þörf fyrir rúm- betri bókasöfn. En þörfin er jafn vel enn meiri í hinum dreifðu byggSum. í svipinn munu bóka- söfn vera um 270, en mörg þeirra aðeins nafnið. í öllum skólum þarf að vera vísir að íslenzku bókasafni. Væri mikill ávinningur ef t.d. tvö ein- tök af hverri menningarlegri bók væri þar til afnota og útlána, annað eintakið t.d. alltaf við hendina á safninu en hitt til að lána út. Sérstök stofnun ætti að annast dreifingu þessara bóka og væru þær framlag hins opin- bera til safnsins eða skólanna. Mun láta nærri að um 50 titlar kooni út árilega af ábyrgum bók um. Þessar bækur eru mjög til umræðu í fjölmiðlunartækjunum og blöðlunum og raunaleg lýsing á menningarástandi þeirra safna þar sem slíka bók er ekki að finna. Þessar bækur túlka að jafnaði kviku þjóðlífs og athafna og lýsa hörmulegu áhugaleysi ef þær eru ekki til í menningar- og uppeldisstofnunum þjóðifélags ins. Borgaryfirvöld höfuð'Staðar- ins tryggja borgaræskunni auð- veildan aðgang að ölhim slíkum verkum á bóka.saifni sínu og set- ur það þegar svip sinn á söfn borgarinnar. Ég held að ekki sé ofmælt að bylting hafi átt sér stað síðustu árin undir forystu Borgarbóika- safnsins, í notkun bókasafnanna, einkum í höfuðstaðnum. Fyrir tveimur áratugum er frumútgáfa kom út af „Tímanum og vatninu" eftir Stein Steinarr, var hún prentuð í 150 eintökum og ent- ust þau í tíu ár. Síðustu 10 árin hafa hins vegár verið seld á þriðja þúsund eintök. Gaman væri að geta flutt höfundinum þessi ótrúlegu tíðindi, sem sanna betur en flest annað hve áhugi á list samtíðarinnar hefur auk- izt. En þessi saga má ekki end- urtaka sig, og það eru almenn- ingsbókasöfnin sem geta komið í veg fyrir það. Vegna fámennis hér þurfa söfn íslendimga að taka tillit til ýrnissa annarra listaverka en bókmennta Safnið þarf bæði að geta lánað ungu fólki málverk og plötur og spólur með tali og tónlist. Og nauðsynlegt er í framtíðarsafn- húsi að gera smákompur þar sem hægt er að hlusta á tónverk af böndum og spólum. Það er beinlínis að verða hættulegt menningu okkar að ungt fólk, sem áhuga hefur fyr- ir islenzkum tónskáldskap, getur hvergi heyrt nýja tónlist nemaá hinum tiltölulega fáu opinberu hljómleikum. Hvergi átt þess kost að stúdera verkin, það er hlýða á þau aftur og aftur, að nálgast innsta kjarna þeirra, sem ekki liggja ævinlega á yfirborð inu. Nýja tónlist er erfitt að fá á plötum og böndum, ekki ótítt að bíða þurfi hálfan mannsaldur eftir því að ný tónlist komi í slík um útgáfum fyrir almenning En úr því má bæta á fullkomnum almenningssöfnum. Verkin má taka upp á opinberum tónleik- um eða útvarps og sjónvarpsupp færslum á bönd eða plötur. í fá- mennum skólum eða sveitum væri mikil hjálp í því að eiga aðgang að tveimur eintökum, eins og bókunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.