Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 19
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNl 1970 19 H1 j ómleikar Led Zeppelin FYRSTI tónninn stökk út af svið inu út í salinn á slaginu hálf ellefu. Síðasti tónninn kom sömu leið á slaginu hálf eitt. Á milli þessara tveggja tóna liðu tveir tímar, tveir aeðisgengnir klukku tímar, úttroðnir af Led Zeppelin, hljómsveitinni, tónlistinni, átrún aði æskunnar. Þetta voru staerstu og merki- legustu bítlatónleikar, sem haldn ir hafa veri'ð hér á landi, frá því að bítlaMjómleikasögur hófust Tæplega fiimtm þúsund ungmenni voru í Höllinni. Gólfið niðri í salnurn var þétt setið og það sama gilti um áhorfendapallana. Fyrstu gestirnir byrjuiðu að bíða framan við dyr Hadarinnar um átta leytið uim kvöldið, en ekki var byrjað að hleypa inn í húsið fyrr en klukkan hálf tíu. Umgl- ingarnir, sem beðið höfðu við dyrnar í hálfa aðra klukkustund, bið'u því sitjandi á gólfinu í saln um uppi við sviðið í eina klukku sturid til viðbótar. Allt þetta lögðu þeir á sig, til að geta setið sem næst sviðinu, meðan á hljóm leikunuim stæði. Hávaði Led Zeppelin gekk frarn á svið ið á slaginu hálf ellefu og hóf strax leik sinn. Hávaðinn var ekki eins mikill og menn höfðu óttazt. Fremst í salnum, uppi við sviðið, var að vísu nolkkur háv- aði, en alls ekki óþolandi. En eft ir því sem aftar dró í salnum læikkaði hljóðstyrkurinn, og var hann bara tiltölulega þægilegur aftast í salnum. Magnara- kerfi Led Zeppelin var um 1700 wött að styrkleika, þar af var söngkerfið 900 wött, en þrátt fyrir allan þenn- an styrkleika, fór hávaðinn aldrei upp í óþægilegan styrk. Hljómsveitin Led Zeppelin hefur nefnilega hljóðlstyrkinn aldrei meiri en nauðsynlegt reynist. — Einn af aðstoðarmönnuim hljóm- sveitarinnar er sérhæfður í hljóð stjórninni, situr við tvö hljóð- stilliborð og stjórnar styrklei'ka hvers einstaks hljóðfæriis. Lögin, sem Led Zeppelin flutti, voru flest vel þekkt af hljómplöt um hljömsveitarinnar, Led Zeppe lin 1 og 2, en einnig flutti hljóm sveitin nokfkur ný lög, sem vænt anlega eiga að vera á þriðju stóru plötunni. í>ó að áheyrendur hefðu áhuiga á allri tónlistinni, sem hljómsveitin flutti, þá var hrifningin þó langmest, þegar hljóimisveitin flutti sín þekktustu lög: ,.Heartbreaker“, „How Many More Times", ,,Whole Lotta Love“ o. fl. Fiðlubogi Allir liðismenn hljómsveitarinn ar sýndu sínar beztu hliðar. — Jimrny Page töfraði furðulegustu tóna úr gítarnum með aðstoð fiðluboiga. Á stundum virtist sem hann væri að leika á fiðlu, en á næsta augnabliki var eins og tveir gítarleikarar væru að keppa um hylli áheyrenda. Þarna kynntust álheyrendur alveg nýrri hlið á leik snillinigsins Jimmy Page, ef til vill þeirri allra merkilegustu og skemmtilegustu og. er þá mikið sagt. Það var í laginu „Dazed And Confused", sem Jimmy lék þessar ótrúlegu listir, en allt lagið var raunar byggt upp af alls kyns furðu- hljóðuim úr gítarnum hans Jimmys. Æsandi Söngvarinn, Robert Plant, lék á munnhörpu í laginu „Bring It On Home“ og féklk áheyrendur til að klappa í takt við leik sinn. Robert hefur mjög skemmtilega sviðsframkomu, hleypur fram og aftur urn sviðið, sveiflar hljóð- nemanuim í kringum sig og skek ur sig allan á æsandi hátt. Enda var hann fljótur að vinna hylli unglinganna, sem fyrir hljótnleik ana höfðu flestir mestan áhuga á Jiimimy Page. En Roberter ekki bara æsingasöngvari, hahn getur líika sungið róleg lög af innlifun, sem er jú reyndar æsandi líka, þegar allt kemur til alls. Hann hefur mikið raddsvið, sterka rödd og getur kreist hin ótrúleg ustu öskur úr barka sér. Rólegur Bassaleikarinn, Jahn Paul Jon es, var minnst áberandi af þeim félögum. Hann er eins og svo margir aðrir bassaleikarar, ró- legur og. leggur ekki mikið upp úr látum. Honum nægir alveg að leika á bassann sinn, sem hann gerir mjög vel, betur en nokkur annar érlendur bassaleikari, sem ég man eftir að hafi heimsótt ís land. Það sama má raunar segja um hina liðsmennina í Led Zeppelin líka, þeir eru allir í hópi þeirra beztu á sínu sviði, og örugglega þeir beztu, sem hafa heimsótt landi'ð. John Paul lék einleik á Hammond orgel, for lei’k að laginiu „Tharek you“, og sýndi athyglisverða kunnáttu og hæfileika. Harin hefur áreiðan- lega meiri áhrif á tónlistarflutn ig hljómsveitarinnar en menn al "menn halda. Berhentur T rom m u 1 e ik a í’inn, John Bon- ham ihefur verið talinn berja fast ast á trommurnar af öllum trcmmuleikurum í stéttinni, og það er víst engum ofsögum sagt. Hann tók langt trommusóló í lag inu „Moby Dick“, lélk til að byrja með með kjuðunum sínum, en kastaði þeim síðan frá sér og barði trommurnar með höndun- um. Þetta vaki geysilega hrifn- ingu álheyrenda, enda var trommu sólóið ekki neitt hálfkák. Hrað- inn og tæknin voru mikil, svo mikil, að menn trúðu varla sín um eigin eýrum og auguim. John Boniham notar mjög stóra bassa- trommu, ’situr hálffalinn bak við hana, svo að áheyrendum reynist oft erfitt að sjá hann leika. Hann notar eina fimm „symbala" eða „diska“, þar af einn gífurlega stóran af kínverskum ættum. — Enda er eins og tíu menn séu að, þegar hann leikur á þetta a’llt saman. Frábær Eitt hefur gleymzt, hinn „venjulegi“ gítar’leiikur Jimmy Page. Gítarleikurinn er alveg eins og menn bjuigguist vilð: Frá bær. Meira er étoki hægt að segja því Jimmy hefur fyrir löngu sýnt og sannað, að hann er í hópi beztu gítarleikara heimis. Þó var eitt atriði, sem mér fannst ekk- ert sérlega tilkoimumikið. Það var einleikur hans á kassagítar. Þetta var jú ágætur flutningur hjá Jimrny, en ég 'held að hér á landi séu fjölmargir gítarleikar- Svipmyndir frá hljómleikunum. Sérstök athygli skal vakin á tánum, sem eru í eigu Roberts Plant, söngvara. Myndir Mbl. Krietinn Benediktsson. ar, sem geta lei'kið þetta atriði eftir Jimmy Page. En ég vil alls ekki draga úr hæfileiikum hans eða snilli á neinn annan hátt. Það var bara þetta atriði, sem mér fannst ekki eins frábært og ég bjóst við. Læti Þegar hljómsveitin hafði leik í kluikkutíma og kortér, sagði söngvarinn, Robert Plant: „Þetta er síðasta lag'ið okkar, „How Many More Times“. Sennilega ætlaði hljómisveitin bara að taka sér hlé á eftir þessu lagi, en halda síðan hljómleikunum á- fram. Hins vegar sikildu ungl- ingarnir þessa setningu sem svo, að hljómleikunum væri að ljúka, og því ruku allir upp til handa og fóta: Nú var síðasta tæikifærið til að gera einhver læti, til að æsa sig svoilíti'ð. Minna mátti nú ekki vera en að menn æstu 6ig svolítið á hljómleikum ein'nar frægustu hljóimsveitar í heimi, eklki sízt þar sem aðigöngumiðinn toostaði 450 krónur. Allir, sem sátu á gólfinu, stóðu upp og tróð uist fram að sviðinu. Þeir, sem fremstir vonu í hópnum, klemmd ust á mdlli sviðsins og hópsins fyrir aftan, og urðu hjálpar- menn Zeppelin að draga nokkrar un'glingsstúlkur upp úr þvögunni og bera þær út á ganginn aftan við sviðið. Þar jöfnuðú þær sig fljótlega og varð þeim ekkert frekar meint af. Lögreglumenn þyrptust fram á sviðið og reyndu að fá unglingana til a'ð færa sig aftar, en það gekk ekki vel, fyrr en hljómsvetin hafði lokið leik sínum og yfirgefið sviðið. Sveinn R. Haukisson, miðasöluistjóri Lista hátíðar, reyndi að róa ungling ana o>g tókst það á endanum, fóklk þá til að setjast aftur á gólf ið. Hljcmsveitin kom þá aftur fram á sviðið og flutti þrjú lög til viðbótar á einni syrpu „W’hole Lotta Lo've“, „Communications Breakdown" og eitt nýtt lag. — Voru unglinigarnir hinir róleg- ustu á meðan. Að hljómleikunum laknuim hvíldu stjörnurnar sig um stund í búninigsherbergi, en héidu síðan út á Hótel Sögu í lög reglubifreið. Höfðu þeir Zeppe- linninenn hið m-esta garnan af þessu öllu saman. 1973? Þegar litið er á hljómleika'na í heild, er ekki hægit að segja annað en að þeir hafi verið hinir ánægjulegustu. Led Zeppelin er óumdeilanlega í hópi beztu hljóm sveita heims, liösm'enn hennar allir með þeim þeztu á sínu sviði og tónliistin í sama dúr. Því verð um við að vona, að einhver skrið ur komi-st nú á þesisar hljóm- sveitaheimisó-knir til Islands. — Síðast 'komu Hollies til la-ndsins í ánsbyrjun 1967, nú komu Led Zeppelin á miðju ári 1970, en hvenær skyldí næsta hljómsveit kcma í heim'SÓkn? Á þessu ári — eða í ársloik 1973? Stefán Halldórsson. K.S.I. I.S.I. Kncattspyrnuleiku ísl. unglingaliðið Frakkland (undir 21 árs) leika á knattspvrnuvellinum í Ke flavík í kvöld miðvikudaginn 24. júní kl. 20.00. — Dómari: Einar H. Hjartarson. Verð aðgöngumiða: Stæði kr. 100,00. Barnamiðar kr. 50,00. Tekst unglingaliðinu betur en íslenzka landsliðinu? Komið og sjáið frönsku knattspyrnusnillingana. Knattspyrnusambandið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.