Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1870 Mývatns- sveit FJÓRÐA GREIN — eftir Kristján Þórhallsson Enn er sótt að Mývatni með fyrirhugaðri Gljúfurversvirkj- un. Sú virkjun er talin hin hag- kvæmasta á pappírnum. Froð legt væri að fá upplýst, hvort í þeirri hagkvæmu áætlun er reiknað með hundruð milljámim krán.a í skaðabætur. í>á væn einnig rétt að fá svar við þeirri spurningu, hvort það sé þjóð- hagslega hagstætt að stofna í stórhættu hinu sérkennilega fugla- og fiskilífi Mývatne, sem líklega hvergi annars staðar verður fundið. Nú þegar er búið að vega alvarlega að þessum ein stæðu sérkennum. Vegna of háu-rar vatnshæðar um nokkutrt árabil hefuir tekizt að eyða varpstöðvum fuglsins, einnig getur silungnum verið hætta búin. Rétt er og að benda á að minkaplágan við Mývatn er af mannavöldum, svo sem annars staðar á landinu. Vita- skuld voru það mannaverk á sín um tíma, að minkurinn var flutt u.r hingað til lands. I>ó að reynt sé að halda minknuan í skefjum hér í Mývatnssveit með ærtnium kostnaði, hefur hann þegar vaid ið óbætanlegu tjóni í varplönd- um. Sennilega þýðir ekki að sak ast um orðinn hlut, úr því sem komið er, heldur hefja baráttu við minkinn. Ekkert má til spara að fullnaðarsigur vinnist. Naumast yrði þá um annað að ræða en ráða sérstakan mann, sem hefði þá ekki öðrum störf- um að gegna til að annast þetta verk. Sá maður þyrfti að sjálf- sögðu að hafa úrvals hynda og annan útbúnað Auðvitað á svo ríkið að greiða allan kostnað við eyðingu minka. Margir tala um sérstæða nátt úrufegurð í Mývatnssveit, sem vissulega er sannmæli, enda dregur hún ár hvert marg- an ferðamanninn til sín. Enginn vafi er á því að þessi sérkenni eru nú í stóxhættu vegma utan- aðkomandi áhrifa. Það vita allir sem til Mývatns hafa komið að vatnið sjálft og umhverfi þess, setur mestan svip á sveitina og raunverulega gefur henni meg- in fegurð sína. Eigendur vatns- ins verða því að standa saman sem einn maður, og hrinda sér- hverri árás frá utanaðkomandi aðilum, sem kann að vera gerð á vatnið, til að spilla umhverfi þess, náttúrulegum og lífrænum gróðri, svo og fugla- og fiski- lífí. Lífsafkoma jarðeigemda við Mývatn byggist að verulegu leyti á silungsveiði. Bókun finnst fyrir því, að þeir hafa óáreittir um meira en hálfa öld varið orku og fé til að rækta silunginn í vatninu. Bændur að- liggjandi jarða meta að verð- leikum vatnið, gróður þess og dýralíf og hafa sýnt í verki að bezta náttúruvemdin hefur ver- ið í þeirra höndum. í skýrslu um fiskirannsókn- ir til landshöfðingja frá árinu 1900, eftir Bjarna Sæmundsson segir m.a.: „Dýpið í vatninu ér alls staðar lítið, einkum að norð- vestan og norðaustan, að jafn- aði ekki meira en 2 fet, en að sunnan og austan er það nokkru dýpra, ég fann mest 114 faðm. Mývetningar vita heldur ekki um meira dýpi en 4—6 metra. Jurtagróður er nokkur á víð og dreif í vatninu. í botni er leðja eins og gerist, mynduð af rotn- andi efnum. Smá dýralif er mjög ríkulegt í leðjunni, smá skeljar, mýlirfur og kuðungar, en upp í vatninu mikil mergð af smákröbbum svo og hornsíli. Yf iirleitt mikið æti fyriir fiisk. Veitt er í vatninu frá öllum þeim bæjum, 13 að tölu, sem eiga land að því, en mestir veiði- bæir enu Reykjaihlíð, Vogaff, Geiteyjarströnd, Kálfaströnd og Garður." Áður fyrr höfðu þær jarðir, sem eiga hrygningastöðvar með löndum sínum, mikinn afla göngusilungs, er hann gekk til að hrygna. Fullvíst er talið að þettt/a voru eim meginlhlunmiindi þessara jarða, og gerðu sumar þeirra raunverulega byggilegar á þeim tíma. Segja má, að þess- ar jarðir hafi lagt mest af mörk- um til viðhalds silungsstofninum í Mývatni. Eftir að upp var tek- in fiskirækt í vötnum, alger frið un hrygningastöðva með fleiru, roá segja að vötnin séu ræktuð, og silungurinn tekinn úr rækt- uðum reit. Áður voru öll vötn óræktuð, líkt og mýrarflóar á landi, og gáfu að vonum léleg- ari afrakstur. Munu fáir vel una íblutun frá óboðnum gestum á uppskeru jarðar sinnar, heldur ekki í sitt ræktaða vatn. Árið 1905 var stofnað Veiði- félag Mývatns, til að vernda og auka fiskistofn vatnsins, m.a. með byggingu klakstöðva og friðunar á vissum svæðum. Um nokkurt árabil var sleppt í Mý- vatn 3—4 hundruð þúsund seið um á ári. Eftir að klakstarfsem- in var lögð niður, kom frið un vatnsins samkvæmt lög- um fjóna máruuði átr hvert tál verndar siíungnum. Segja má að eigendur Mývatns hafi með fé- lagsstarfsemi sinni í rúm 60 ár stuðlað að ræktun og aukinni f'skigengd vatnsins. Þeir hafa ÖU þau ár síðan lagt fram mikla fjármuni samfara hlunnindum sínum. Þar hafa að sjálfsögðu enj*ir aðrir kómið nærri. I meir en þúsund ár, eða frá öndverðu, hafa þeir er lönd eiga að stöðuvatni, átt veiðiréttinn allan og óskertan í vötnum sín- um. Veiðirétturinn er því forn- helgur réttur. Með tilkomu Jónsbókar 1281, er þessi réttur upptekinn og stað festur. Hinn 29. ágúst 1911, er gefin út og staðfest í stjórnar- ráði íslands samþykkt um sil- ungsveiði í Þingvallavatni. Þar er þessi sami réttur endurnýjað- ur og viðurkenndur. „Landeig- endur eiga einir allan veiðirétt- inn hver fyrir sínu landi út í miðju vatnsins. Miður áll ræður, er markalína, enginn almenningur kemur til greina.“ Um þessa samþykkt skrifaði einn þekktasti lögfræðingur landsins, þáverandi prófessor í lögum, Einar Arnórsson, 2. febrúar 1919: „Sérstaklega skýr um veiðiréttinn eru ákvæðin í samþykkt um silungsveiði í Þingvallavatni frá 29. ágúst 1911 1. gr. og í samræmi við gildandi lög um það efni.“ Árið 1917, óskuðu veiðieigend ur við Mývatn, staðfestingar á sams konar samþykkt og gerð var fyrir Þingvallavatn 1911, og áður greinir. Þessari ósk var synjað af yfirvaldi Þing eyjarsýslu, sem sagt veiðieigend um við Mývatn var neitað um sams konar rétt og bændur við Þingvallavatn höfðu áður feng- ið. Slíku óréttlæti voru veiði- bændur við Mývatn beittir. Árið 1923, er fyrst tekið upp í lög almennings ákvæði í stöðu- vötnum og samtímis dorgarveiði fyrir alla, sem hana „hafa tíðk- að að undanförnu í almenningi vatns.“ Erfitt er að sjá, hvern- ig hægt var að stunda dorgar- veiði, „að undanförnu í almenn ingi vatns“ áður en löggjaf- inn var búinn að stofna slíka almenninga í stöðuvötnum á ís- landi. Augljóst er að þá hefur verið dorgað í séreign Péturs og Páls. Hvernig áttu veiðieigend- ur allt í einu að hafa glatað sínum forna rétti. Er trúlegt að orðið „almenningur" sem sett var í veiðilöggjöfina 1923, full- nægi þeirri réttarskerðingu? Það virðist hafa verið löggjaf anum nokkur freisting að seil- ast til áhrifa á veiðirétt í stöðu vötnum og dreifa honum sem víð ast. Þrátt fyrir þennan sérstaka áhuga löggjafans á þessum ár- um, að koma veiðiréttinum sem viðast t.d. í Mývatni, þá hafa engiir enm öðlazit þar veiðirétt aðrir en eigendur strandjarða. Á miklum harðindaárum, þegar hungur svarf að fólki, var ýms- um leyft að fara út á Mývata með dorg og ná sér þar í máls- verð. Til að forða mannfelli leyfðu eigendur vatnsins þessar veiðar, enda oft þeirra nánustu er í hlut áttu. Stundum konu líka óboðnir gestir þangað án þess að vera vísað frá. Dettur nokkrum manni í hug, að með þessum veiðum hafi einhverjir öðlazt rétt eðia foinnia vemiju til veiði um aldur og ævi í Mý- valtinli. Vitað er að einisitöku menn, sem ekki búa á jörðum, er Hggja að Mývatni, vilja halda því fram, að þeir eigi þar veiði- rétt. Ekki hefur þessum mömmum þó enm tiekizt aS leggja fram neinar sannanir fyrir að svo væri. Svipar þessu mjög til ásælni í eigur annarra, sem því miður er ekki með öllu óþekkt fyrirbæri. Verður að krefjast þess, að löggjafinn og allir rétt- sýnir menn fordæmi, og jafn- framt komi í veg fyrir slíka við- leitn i. Um margra áratuga skeið fengu bændur er bjuggu á engja litlum jörðum við norðain- og austanvert vatnið, leyfi til að heyja í svokölluðum Framengj- um. Bniginin hefur hingað tJil lát- ið sér til hugar koma, að þessir bændur öðluðust eignarétt á þvi landsvæði þótt þeir nytjuðu það til slægna um tugi ára ti'l að bjarga bústofni sínum. Hér er vitanlega um algjörar hliðstæð- ur að ræða í báðum tilvikum, hvorugur aðilinn öðlaðist þamna nokkumn eáigtraair- né hefð- ainrértlt. í Jarðarbók Arrua Magn- ússoniar og Páls Vídalíns, frá 1712, telur engin jörð sér hlunn indi af veiði í Mývatni utan strandj'airðiir. Árið 1965 stofnuðu jarðeig- endur við Mývatn veiðifélag í samræmi við éikvæði laga um lax- og silungsveiði frá árinu 1957. í 73. gr. þeirra laga stend- ur m.a.: „Nú hefur veiðifélag verið stofníað samikvæmf 65.—68. gir. og getuir þá sá, sem telur fé- lagið ólöglega stofnað véfengt félagsstofnunina fyrir ráðherra, áður en sex mánuðir eru liðnir frá stofnfundi féla-gsins. Véfeng- ing, sem síðar berst um stofnun félags skal eigi tekin til greina.“ Nú barst engin véfenging inn an tilskilins tíma um ólöglega stofnun Veiðifélaga Mývatns Var félagið því algjörlega lög- lega stofnað, enda fékkst það staðfest af viðkomandi ráðu- neyti. „Þá er veiðifélag hefur verið stofnuð með löglegum hætti, skal hverjum manni öheimilt að veiða í vatni á félagssvæðinu. nema hann hafi samþyfckt fé- lagssrtjómniair." Sem sagt, eniginin hefur í dag rétt til að veiða í Mýva-tni, nema með leyfi stjórn- ar félagsins. Vonandi eru þessi ákvæði öllum augljós, svo ekki þarf frekar vitna við. BOTN MÝVATNS Allt frá því er byggð hófst í Mývatnssveit, hafa landeigend- ur við Mývatn átt og nytjað vatnið frá yfirborði þess til botns, og botninn með. Þeim eignarrétti hefur aldrei verið mótmælt. Fyrr á árum var oft til umræðu meðal þeirra manna um- hverfiis Mývatin, sem litlar enigj- air áttu, að þuinrka uipp viss svæði í Ytri-Flóanum þar sem hann er grynnstur og botngróð- ur svo mikill á sumrin að yfir- borð vatnsins var næstum eins að líta sem gróið land. Með þurrkun þessa svæðis hefði feng izt mikið og gott slægjuland. Tæknilega hefði sennilega eng- um vandkvæðum verið bundið að framkvæma þessa hugmynd á sínum tíma. Nú vill svo til að einrmitít á þessu gvæðd hefur að umdaniföffmu veffið dælt leir til Ki silgúrverfcsm.i ðj uinuair, og áformað að svo verði næstu ára- tugina, enda þarna ein auðug- asta kísilnáma Mývatns. Ef bú- ið hefði verið að þurrka Ytri- Flóann nú, hver væri þá eig- andi þess svæðis í dag, og í hvers eign mundi þá kísilleir- inn vera tekinn? Veiðieigendur við Mývatn hafa um aldaraðir haft net sín á botni vatnsins. Enginn hefur í öll þau ár vé- fengt rétt þeirra til að hafa net- in þar, hér er því um margfald- an hefðarétt að ræða. Nú ætlar Kísiliðjan að dæla hráefni úr vatnsbotninum þar sem netin eru fyrir á botni vatns ins. Hefur hún þá heimild til að fjarlægja netin? Aldrei hafði það komið fram, að nokkur efað ist um að botn vatnsins fylgdi þeim jörðum, sem að því liggja, og væri í raun og veru óaðskilj- anlegur hluti þeirra, fyrr en hið dæmalausa álit prófessors Ólafs Jóhannessonar var gert kunn- ugt. Samkvæmt því áliti telur ríkið sig eiga botn Mývatns, en hvar er að finna eignarheim- ild ríkisins til botnsins og hve- nær átti þá sá eignarréttur sér stað? Eftir að þetta álit lá fyr setti Alþingi lög um Kísilgúr- verksmiðju við Mývatn. f þeim lögum er ríkisstjórninni heimil- að beita sér fyrir srtofimum hlutafélags, er reisi og reki verk smiðju, til að vinna markaðs- hæfan kísilgúr úr botnleðju Mý vatns. Einnig var ríkisstjórn- mni heimilað að selja' verksmiðj unni hráefni eða hlutafélaginu úr botni Mývatns. í þessu felst að ríkið telur sig eiga botn vatns ins. Þetta kom eigendum jarða, er liggja að Mývatni, mjög á óvart. Þeir töldu vissu fyrir því að eignarrétturinn að vatn- inu sjálfu ásamt leðjunni á botni þess svo og botninn tilheyrði jörðum þeirra, og hefði svo ver- ið frá upphafi. Leðjan í Mý- vatni er að langmestu leyti sam- sett af skeljum kísilþörunga, sem lifað hafa í vaitmiimu. Sbelj- arnar sjálfar nema yfirleitt meiru en helmingi af þunga þurr efnisins, og þær eiga einnig lang mestan þátt í rúmtaki þessarar leðju. Eins og áður segir stofn- uðu veiðieigendur við Mývatn veiðifélag 1905. Á stofnfundin- um var samþykkt svohljóðandi ályktun: „1. Fundurinn lýsir því yfir, að hann er etndregið á þeirri skoðun að þær jarðir ein- ar, sem lönd eiga að Mývatni, eigi það. 2. Og í samræmi við það hafi þeir einir, sem eiga lönd að Mývatni og búa við það, rétt til að gera samþykktir eða ákvarðanir til veiði i því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.