Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNB’LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1970 Súezskurðurinn, fyrrum lífæð samgangna milli Evrópu ann- ars vegar og Austurlanda og Ástralíu hins vegar, hefur nú verið lokaður í þrjú ár. Siðan skurðurinn lokaðist í júní 1967 af völdum sex daga stríðs- ins, hefur orðið að beina allri skipaumferð milli þessara heims hluta suður fyrir Afríku. Til dæmis má nefna að leiðin frá Englandi til Indlands er um 4.000 mílum lengri suður fyrir Afríku en væri farið um Súez- skurð. Súezskurðurinn átti 100 ára afmæli 17. nóvember síðastlið- inn og væri ekki úr vegi að rekja lítillega ástæðurnar fyr- ir því að hann var byggður, og stöðu hans í dag. Forsaga og aðdragandi Strax á tímúm Faraóanna sáu menn þann hag er fælist í því að unnt væri að tengja vatna- svæði Nílar við Rauðahafið. Á þann hátt fengist siglingaleið milli Miðjarðarhafs og Rauða- hafs. Á árunum milli 1800 og 1200 fyrir Krist var grafirun skurður frá Níl við Kairó til Timsah vatns, sem þá var norð- urendi Rauðahafsins. Eftir því sem hafið hörfaði umdan auðw á við af völdum stöðugs sand- burðar, þá var þessi skurður lengdur. Oft valt á ýmsu um rekstur skurðarins, var þar ým- jst uim að kemna valdatog- streitu innan Egyptalands og áhugaleysis stjórnvalda eða skemmdum á styrjaldartímum. Var skurðurinn í notkun meira og minna fram á áttundu öld eftir Krist. Lítið gerist í siglingamálum fyrr en leiðin suður fyrir Afríku finnst 1498. Upphófst þá fljótlega mikil verzlun við Ind- land og Austurlönd almennt. Baráttan var hörð og urðu Bretar ofaná í fyrstu og náðu almennri fótfestu víða í Aust- urlöndum. Frakkar, sem höfðu barizt um verzlunina við Breta, hugsuðu þeim þegjandi þörfina en sneru sinni verzliun því meira til landanna við austan- vert Miðjarðarhaf. Ek'ki höfðu þeir mikið verið í Egyptalandi er þeir komu auga á þann mögu leika að unnt væri að gera skip gengan skurð í gegn um Súez- eiðið. Vair mikið um það rætt og ritað í Frakkl'andi á sautj- ándu og átjándu ö'ld. Árið 1798 var Napole'on sendur af frömstou stjórninni til að hertaka Egyptaland, og í för með hon- um var mikilsmetinn verkfræð- ingur Charles le Pére, sem átti meðal annars að athuga mögu- led'ka á gerð ákipaskutrðair í gegn um Súezeiðið. Sökum þess að hann studdist við þær upplýs- ingar að Rauðahafið væri 10 metrum hærra en Miðjarðarhaf ið, þá mælti hann eindregið gegn framkvæmdinni, en mælti hins vegar með opnun sikurðiar ins frá tímum Faraóanna. Það var svo ekki fyrr en árið 1853 að öðrum frönskum verkfræð- ingi de Bellefonds tókst að sanna að mismunur hafanna væri það lítilfjörlegur að grundvöllur væri vel fyrir hendi um gerð skurðar í gegn um eiðið. Næsti atburður í sögu skurð- arins, og ekki sá sízti er að ár- ið 1832 er Ferdinand de Less- eps gerður að vararæðismanni í Aliexaindríu. De Lesseps var þá aðeins 27 ára og er hann hafði verið þar í 3 ár þá var hann gerður að aðalræðismanni. Hann dvaldist í Egyptalandi að þessu sinni í fimm ár, og hefur trúlega hornsteinninn að þeirri fyrirætlan hans að gera Súez- skurðinn verið lagður þá. Hann kynnti sér vel skýrslu le Pére frá 1798 og einnig hafði hann samband við de Belle- fonds. Eftir dvölina í Egypta- landi dvaldi de Lesseps víða um Evrópu í frönsku utanrík- isþjónustunni. Við dvölina í Egyptalandi hafði hann kynnzt allnáið þjóðarleiðtoganum Mo- hammed Ali og yngri syni hans Mohammed Said. Hins vegar var það honum allmikið í óhag að er Mohammed Ali lézt, þá komst Abbas til valda, en hann var eindreginn andstæðingur vestrænna áhrifa og sér í lagi franskra. En heppnin var með de Lesseps, því Abbas Var ráð- inn af dögum 1854, og tók Mo- hamraed Said þá við völdum. Við valdatöku Saids voru allir vegir færir fyrir de Lesseps og hélt hann þegar til Egypta- lands. 30. nóvember 1854 voru fyrstu samningarnir undirritað- ir og þeir heimiluðu de Less- eps að stofna félagið „Com- pagnie Universelle du Canal Maritime de Suez“ eims og það hét á frönsku. Markmið félags- ins var að gera skipgengan skurð gegnum Súezeiðið og hafnir á báðum endum. Samn- ingurinn gilti til 99 ára, að þeim loknum átti skurðurinn að falla til Egyptalands. Gerð skurðarins Vinnan við skurðgröftinn hófst 25. apríl 1859, hálfu ári eftir að de Lesseps hafði form- lega gengið frá stofnun félags- ins, en honum tókst eftir nokkra erfiðleika að ná inn öllu hlutafénu en það var 20'0.000.000 frankar skipt í 400.000 hluti, 500 franika hver. Fyrstu áætlanirnar um skurð- gröftinn voru að grafa skurð frá Súez um Bitruvötn til Pelu- siumborgar við Miðjarðarhaf. Fljótlega var þó norðurendi skurðarins fluttur til núver- andi Port Said, en þar fékkst mun meira dýpi við innsigling- una í skurðinn. Fyrsta skóflu- stungan er svo tekin af Ferdin- and de Lesseps, 25. apríl 1859, á þeim stað er byggð skyldi borgin Port Said, svo nefnd til heiðurs Mohammed Said. Fyrstu tvö árin fóru mestmegn is í að reisa mannvirki í Port Said, nákvæmar mælingar af skurðsvæðinu og að útvega vinnukraft en gífurlegan fjölda verkamanna þurfti til verksins. Til þess að fá ferskt vatn var grafinn skurður frá Níl til Ismailia, þaðan voru síðan grafnir skurðir til Port Said og Súez. Fyrir utan að skurðirnir flytja drykkjarvatn til borg- anna við skurðinn, þá er unnt að nota þá til flutninga með litlum skipum og bátum. Skurð gröfturinn gekk framanaf mjög hægt, grjót í hafnargarð- ana varð að flytja sjóveg frá Alexandríu með ærinni fyrir- höfn og kostnaði. í fyrstu var mikið af verkinu unnið með handafli, þúsundir verka- manna, Egyptar, svertingjar og Arabar frá nálægum löndum, báru sandinn í körfuim úr skurðstæðinu. Er talið að í byrj un hafi um 25.000 verkamenn starfað við skuirð'gröftkm en eftiir að gripið var til þess ráðs að hlieypa sjó inn á eiðið og nota dýpkunar- pramma við gröftinn, þá fækk- aði verkamönnunum niður í um 10.000. Um 8.000 evrópskir iðn- aðarmenn og sérfræðingar unnu við skurðgröftinn. Mo- hammed Said lézt 1863, og skap aði það í fyrstu ýmis vandamál, því eftirmaður Saids, Ismail, varð kröfuharðari við félagið og þótti hlutur Egypta ekki nógu mikill. Urðu deilurnar allaniklair og snerust aðalíiega um eignarrétt á skurðsvæðinu og um hvé mikinn þátt Egypt- ar ættu að taka í skurðgreftr- inum. Með aðstoð Napoleons III. tókust þó samningar snemma árs 1866. En áfram þok aðist skurðgröfturinn, og er lengra leið á verkið voru tek- in í notkun æ fleiri sérsmíðuð verkfæri við gröftinn og flýtti það verkinu mjög. í febrúar 1862 var Miðjarðarhafinu hleypt í Bitruvötn er fylltust og stækkuðu mjög á örfáum vik um. Fékkst þar með skipafær leið þar sem vötnin höfðu ver- ið og tengdist skurðinum frá Súez. Snemma hausts var skurð greftrinum að mestu lokið, að- eins frágangsvinna eftir. Kostn aðurinn við gerð skurðarins var gífurlegur, upphæðin varð tvö- falt hærri en áætlað var í byrj- un og nam heildarkostnaðurinn að verkinu loknu um 9.000.000.000 íslenzkra króna. Skurðurinn opnaður Súezskurðurinn var formlega opniaðuir 17. nóvembeir 1869, að viðstöddum nokkrum þúsund- um gesta, þar á meðal flest stór menni þeirra tíma. Skipalest með frönis'kiu keisaæasoekkjuina í fararbroddi, með Eugeniu keisaradrottningu um borð, sigldi í -gegnom skurðinn. Þar með var opnuð leið til Indlands hafs og lengra austur á bóg- inn, margfalt styttri en sú er áður var farin frá Evrópu suð- ur fyrir Afríku. Draumur Ferdinands de Lesseps var orð- inn að veruleika. Árið 1892 verða svo þáttaskil í sögu ákurðairins, ný teigumd skipa kemur til sögunnar, því þá fer fyrsta olíuskipið um skurðinn. Er þá hafinn sá flutningur um skurðinn, sem allt fram að því er honum var lokað, var mest- ur að tonnatöiu. Á árinu 1900 var tala olíuskipa komin í 88. Síðasta heila árið sem skurður- inn var starfræktur fóru um skurðinn 166.800.000 tonn af olíu. Nokkrar upplýsingar um skurðinn Súezskurðurinn er 162.5 km. langur. Sá hluti hans sem er grafinn er um 148 km, leiðina í SKURÐURINN Kortið sýnir vel legu Súezskurðarins, en það er gert eftir ljósmynd sem tekin var úr Gemini geimfari 1965. Er myndin tekin á ská inn yfir Nílarósa í átt til suðausturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.