Morgunblaðið - 28.06.1970, Page 10

Morgunblaðið - 28.06.1970, Page 10
f 10 ^IORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG-UR 28. JÚNÍ 11970 BÓKMENNTIR - - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR ' Marionetteatern, Stokkhólmi; Ný gerð „Þorpsins“ flutt í Iðnó ÞORPIÐ eftir Jón úr Vör, sem fyrst kom út 1946, er án efa vin sælasta ljóðabók þeirra skálda, sem sleppa ljóðstöfum og rími og yrkja á frjálsan og óbundinn Jón úr Vör hátt. Þorpið er raunsœisverk, sfcáldið sjálft úr alþýðustétt og talar mál fólfcsins, enda þótt það leyfi sér hliðarstöfck í anda bókmenntalegra nýjunga, eins og til dæmis óvenjulega myndsköp un. í raun og veru hefur al'ltaf vantað herslumuninn til að Þorp inu yrði skipað í hóp þeirra Ijóðabóka aldarinnar, sem öðl- ast hafa varanlegt líf. Af ýmsum ástæðum má ætla að sú stund sé nú runnin upp, því fordómar fólks gagnvart óbundinni ljóða gerð eru að mestu horfnir og unga kynslóðin saknar e&ki hefð bundinna bragarhátta. Árið 1956 sendi Jón úr Vör frá sér aðra útgáfu Þorpsins, sem hann kallaði „endanlega gerð“. Þá hafði hann bætt við ljóðum úr Með örvalausum boga, sem kom út 1952, þannig að Þorpið var mun fyllra og öflugra verk en áður. í tilefni Listahátíðar var Þorpið flutt í Iðnó á föstu- Framhald á hls. 21 Bubbi kóngur Eftir Alfred Jarry eldri leikhúsgesti að sitja heiina. Annars má segja, að sýningin hafi fyrst og fremst verið lær- dómsrík leikhúsfólki, einkum því unga áhugafólki, sem nú er að byrja að setja svip sinn á lenska leiklist og mun gera það í enn rílkara mæli þegar frá líð- ur. Bubbi kóngur birtist á sviði Þjóðleikhússins ímynd valda- græðgi og heimsiku, knúinn áfram af fconiu sinni, tákni alls þess versta í manninum. En hinn risa vaxni Bubbi, skopfígúra og ógn- valdur í senn, reynist að lokum venjulegur maður, blekíktur og blauður. Þannig er hann víti til varnaðar, áminning stríðandi heimi. Því miður er hann alltaf tímabær. Midhael Mesdhke og féliögum hans ber að þakka komuna til íslands. Það var óvenjuleg reynsla að fcynnast listrænni framsetningu þeirra. Jóhann Hjálmarsson. Well-es sem Falstaff og Walter Shiari í hlutverki Silence. MARIONETTEATERN í Stokk- hólrni er með merkari tilrauna leikhúsum á Vesturlöndum. — Sýningar þess á Bubba kóngi, eftir Alfred Jarry hafa aukið gildi Listahátíðarinnar í Reykja vík, enda er uppsetning leik- flofcfcsins á Bubba einstök. Ekki er l'angt sdðan mennta- skólanemar færðu Bubba upp í Þjóðleikhúsinu og birtist þá grein hér í blaðinu úm leikritið og höfund þess, einnig hefur verið ritað um leikinn nýlega, svo varla er ástæða til að bæta miklu við. Eins og flestir vita, sem fylgjast með leikbókmennt um, er Bubbi kóngur brautryðj- andaverfc í nútímaleikritun, fyr irmynd leikritahöfunda, sem nefndir hafa verið absúrdistar. Bubbi býður upp á marga túlfc unarmöguleika, en erfitt er að hugsa sér að hægt sé að gera verkið áhrifaríkara en leikend- um Marionetleifchússins hefur tekist. Marionetleifchúsið er ekki brúðuleifchús eingöngu, heldur tilraunaleikhús, sem sameinar ýmsar leikaðferðir í marfcvissri sköpun sinni. Leiðtogi flokks- ins er Miohael Mesohke, sem leikur Bubba. Aðrir leikendur eru Ing-Mari Tiren, sem leikur Bubbu, Ame Högsander, Zanza Lidums, Lillian Dahlgren, Inger Jalimert-Moritz og Carine Rosén. Tónlistin er samin af Krzysztof Pendericki. Sýningin í Þjóðleikhúsinu tókst með ágætum, en ég er hræddur um að margir hafi ekfci áttað sig á hve mikill leifclistar- viðburður koma Marionetleifc- hússins. er. — Á frumsýningu bar mest á ungu fólki og er það vel, en engin ástæða var fyrir Michael Meschke í hlutverki B ubba kóngs og Ing-Mari Tiren í hlutverk i Bubbu Konungur og prinsinn á vígvellinum, — John Gielgud og Keith Bax ter KUNNUOIR segja, að Falstaff sé Skoplegasta persónan, sem fyrir kemur í leikritum Shake- spearea Eiga þeir þá venjulega við þann Falstaff, sem birtist okkur í leikritunum tveimur um Hinriik 4. en ekki Falstaff Wind- sorkvennanna kátu, enda ku síð ara leifcritið hafa verið samið í flýti fyrir EQIteabetu drottningu sem vjldi fá meira að sjá og heyra um Falstaff Hinrifcis 4,-leifc ritanna. Shafcespeare hefur auð sjáanlega ekki vandað sérlega til Windsorkvennanna fcátu, og Fal staff verður þar afkáralegur og nánast aumkvunarverður. í leik ritunum um Hinrik 4. er persón an rnun margslungnari. Óforbetr anlegur fylliraftur og gortari, sem neytir allra færa til að mikla sjálfan sig í augum ann- arra, en aldrei orðvana, þegar annað á hann sannast. í gegn- um breysfca háttu skín ævinlega í góða sál og léttan hug. Því á hann vfaa samúð áhorfenda, þó að atferli hans sé efclki ætíð fag urt. Það taldist til tíðinda í kvifc- myndaheiminium fyrir réttum 5 árum, þegar út barst, að oln- bogabarn bandarísfcrar kvik- myndagerðar, útlaginn Orson Welles, væri tekinn til við að kvikmynda Falstaff á Spáni. — Efniviðinn sótti hann í leikritin um Falstaff, sem eru talin upp hér að framan, aufc leifcrita Shakespeares um Hinrifc 5. og Rlkharð II. Myndin spannar yfir tímabilið frá valdatöfcu Hinri’ks 4. til dauða hans og krýningar Hinriks 5. Lýsir hún vináttu svall bræðranna Falstaffs og Hinriks 5. (þá prinsinn af Wales) og endalofcum hennar. Laugarásbíó sýndi þessa mynd Wel'lies nú í upphafi Listahátíð arinnar, en hvílir hana stundar korn meðan Pasolini lætur ljós sitt skína á breiðtjaldi hússins. Að því búnu verður Falstaff tekinn aftur til sýninga að nýju. Falstaff hefur hlotið mikið lóf hjá gagnrýnendum víða um lönd og suimir þeirra fullyrða, að þetta sé bezta mynd Welles frá því að hann lét Citizen Kane frá sér fara. Ef ég man rétt, þá segir einn þefcktasti og umdeildasti betri en flestar þær myndir, sem við höfum átt að venjast. En ég átti bara von á meiru — von á rmeistaraverfci. Ég tel Falstaff alls efcki samíbærilega við „Citi- zen Kane“ og raunar lakari en Réttarhaldið (The Trial). Ég ræ sennilega einn á báti varðandi síðari skoðunina — a. m. k. hef ur Welles fengið orð í eyra fyrir þá mynd hjá gagnrýnendum hins anglósaxneska hekns. Þótti þeim sennilega nóg um, hversu frjáls lega Welles fór með efni þessar- ar miögnuðu sögu Kafka, „en gleymdu því jafnframt, að Björn Vignir Sigurpálsson: Kvikmyndir kvikmyndagagnrýniandi Banda- ríkjanna, Pauline Kael í bók sinni „Ktes, kiss, bang bang“, að með Falstaff hafi Welles tekizt í annað sinn að ®kapa „næstum þvi meistaraverk“, eins og hún orðar það. Er það mikið lof frá Pauline Kael. Einnig nægir að minna á umimæli danskra gagn- rýnenda, sem fylgdu bíóauglýs ingu Laugarásbíós. Uppfullur af miklum vonum fer maður því að sjá Falstaff, en ég verð að játa að hún olli mér nokkrum vonbrigðum. Efcfci svo að skilja, að mér finnist Falstaff ekki góð mynd. Hún er mun Kaffca geikk ekki sjálfur frá hinu útgefna handriti, heldur Max Brod og kaflaniðurröðunin er hans“, svo að vitnað sé í orð eins Welles-sérfræðingsinis, Tony Palmers. Welles breytti hins veg ar kaflaröðinni að eigin mati og með tilliti til kvikmyndarinnar. Á sama hátt og Réttar'haldið er magnþrungin saga, tólkst Welles að skapa magnþrungna kvik mynd(, og sfcilaði stemmningu hennar fylliílega, þrátt fyrir frjételega meðferð efnte, og breytt myndarlok frá sögunni. Þarna er að leita skýringanna á vcinbrigðum mínum með Fal- staff. Mér finnst Welles ekki tak ast að koma Falstaff fyllilega til Skila milðað við þau fyrirheit sem Falstaff Shakeispeare-lei'krit anna gefur. Welles er sjaldn.íst verulega fyndinn sem Falstaff Framhald á bls. 18 Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR » Iistahátíð Falstaff og Welles

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.