Morgunblaðið - 08.07.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐTÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚOLÍ 11970 19 Getsakir og svigurmæli * Svar til Olafs Jónssonar í Vísi 9. júní s.l. birtist furðu- legt skrif eftir bókmenntagagn- rýnanda blaðsins, Ólaf Jónsson. Nefnist hún Bókmenntir og gagnrýni og er svo full af blekk ingum, mótsögnum og misskiln- ingi, að engin leið er að elta ól- ar við allar þær fjarstæður. En sannleikans og réttlætisins vegna verður ekki hjá því kom- izt að gera athugasemdir við nokkrar mestu firrur Ólafs Jóns sonar. Tilefni greinar hans virðast einkum vera ritgerðir okkar Jóns Björnssonar um bókmennt- ir síðustu mánuðina í Morgun- blaðinu og ritgerð séra Gunnars Benediktssonar um bækur og höfunda í síðasta hefti Tímarits máls og menningar. ólafur nefn- ir séra Gunnar og okkur Jón á einum, stað í grein sinni „svara- bræður“, og hef ég síður en svo neitt við þá sameiginlegu nafn- gift að athuga, enda tel ég mig þar í góðum félagsskap. Hins vegar er, að dómi ólafs, sá munur á séra Gunnari og okk ur Jóni, að „séra Gunnar fjallar allýtarlega um þær bækur og höfunda, sem hann telur afvega- leidda af vondri bókmennta- tízku og gefur a.m.k. nokkra vís- bendingu um, hvað hann telur góðar bókmenntir," enda þótt umsögn hans um einstakar bæk- ur og höfunda sé „harla mjög áfátt,“ svo sem Ólafur kemst að orði. En þetta segir hann, að við Jón höfum vanrækt, og þess vegna séu skoðanir séra Gunn- ars að sönnu miklu markverð- ari en okkar Jóns. Ég get vel unnt séra Gunnari Benediktssyni þess að fá betri einkunn hjá Ólafi Jónssyni en við Jón Björnsson fáum, enda er séra Gunnar mun eldri maður og lífsreyndari. En ólafur Jónsson gætir ekki að því, að ritgerðir okkar Jóns Björnssonar eru dá- lítið annars eðlis en ritgerð séra Gunnars. Hvað mína snertir a.m.k., þá var hún víst orðin ær- ið umfangsmikil í sínu endan- lega formi, þó að sleppt væri að flétta inn i hana ritdómum um einstakar bækur. Sú viðbót hefði án efa fælt margan mann, sem ég ógjarnan vildi fæla, frá lestri hennar. Ólafur Jónsson kvartar und- an því, að undanfarnar umræður hafi ekki komið gagnrýnendum né höfundum að notum vegna skorts á „skynsamlegu viti“ þeirra, sem tekið hafa þátt í þeim, eins og hann ótvírætt gef- ur í skyn, og á þar eflaust ekki sízt við Jón Björnsson og mig. Nú er vit manna ekki meira en Guð gaf það, og er ekkert við því að segja. En það er misskiln ingur, að ég hafi fyrst og fremst skrifað grein mína fyrir gagn- rýnendur og rithöfunda, og kem ég nánar að þvi bráðum. Hitt er þó enn þá fjær sanni, að ég fyr- ir mitt leyti hafi búizt við, að menn eins og sá hálærði gáfu- maður, Ólafur Jónsson, tæki mín orð um gagnrýni til greina, sízt frekar en hann áður hefur metið skáldskap minn að nokkru, sbr. Stóradóm hans um ljóðaþýðingar mínar fyrir fjór- um árum í Alþýðublaðinu. Hitt hafði ég miklu fremur í huga, að ritgerð min kæmi þriðja flokki fólks og þeim fjölmenn- asta, almennum lesendum, að ein hverjum notum, meðal annars með því að vara þá við að taka mark á vissum gagnrýnendum og bókmenntafræðingum, svo sem Ólafi Jónssyni. Annars má vera, að sú viðvörun sé nú orð- in óþörf. Fyrir fjórum árum sagði mér mikilsvirtur bókaútgef andi, að Ólafur Jónsson hefði þá þegar eyðilagt fyrir sér sölu á ágætum bókum með ofstækisfull þó nokkrum, að sínum dómi, um níðskrifum um þær. En nú skilst mér, að þeim fækki óðum, sem taka nokkurt mark á rit- og leiklistardómum Ólafs Jóns- sonar. Meðal þeirra leiðréttinga sem nauðsynlegast er að gera við þessa síðustu grein Ólafs í Vísi, er sá misskilningur (nema vís- vitandi blekking sé), að ég og Jón Bjömsson teljum gagnrýn- ina of harða. Það var ekki hark- an hjá vissum gagnrýnendum, sem ég áfelltist í grein minni, heldur hlutdrægnin, sú hlut- drægni sem dæmir þær bækur einar „áhugaverðar", eins og Ól- afur Jónsson kemst að orði, sem skrifaðar eru í anda sérstakrar stefnu, en hinar óalandi og óferjandi öllum bjargráðum. Frelsi bókmenntanna er að mín- um dómi líftaug þeirra. Hvort sem höfundar eru „hefðbundnir“ eða „framúrstefnumenn", þjóð- íegir eða heimsborgarar, þá eiga þeir jafnt að njóta sannmælis. Mestu máli skiptir, að verkin séu vel unnin, listrænt skoðað, andrík og innblásin. Þetta er al- veg augljóst, hverjum þeim sem les ritgerð mína með athygli. Samkvæmt þeirri skoðun er klíkuskapurinn því erkióvinur bókmenntanna. Vík ég því betur að honum. En til sönnunar verð- ur ekki komizt hjá að taka dæmi, erlend og innlend, enda þótt segja megi, að persónuleg séu. Þau eru valin, af því að ég þekki þar bezt til. Þegar kvæðakver mitt Sólmán uður kom út 1962 á vegum Menningarsjóðs, sendi ég það m.a. nokkrum sænskum skáld- bræðrum. Einn þeirra stakk upp á því við sænskan ljóðaþýðanda, sem kann íslenzku, að hann túlk aði sýnishorn kvæðanna á sænska tungu. Þetta gerði vinur minn án þess, að ég ætti þar nokkurn hlut að máli, en fékk um hæl kuldalegt svar þess efn- is, að mín ljóð væru „hefðbund in,“ og því kæmi slíkt ekki til greina. Önnur rök voru ekki fyr ir synjun hans færð. Árið 1965 gaf ísafold út Þýdd ljóð frá 12 löndum eftir mig. ólafur Jónsson átti varla nógu stór orð til að tæta þess- ar þýðingar sundur. í þeim var ekkert nýtilegt, að hans dómi, mestallt misskilið og misþyrmt af minni hendi. Erlendur Jónsson tók í Morgunblaðinu undir þenn an Stóradóm Ólafs, er Halldór Kristjánsson nefndi svo, að flestu leyti og níddi þýðingarn- ar niður á allan hátt að kalla. Ritdómarar allra hinna dagblað- anna samþykktu umsagnir Ólafs og Erlends með þögninni. Varla þai'f að taka fram, að last beggja var með öllu órökstutt, enda hrakti Halldór á Kirkju- bóli margt og mikið af níði Ól- afs í Tímanum og hefði eflaust getað hrakið það allt. Hvað eiga nú skáld og rithöf- undar, sem alizt hafa upp í þeirri frómu trú, að þau og þeir væru að vinna Guði og lista- gyðjunum þægt verk með iðju sinni í aldingörðum hans og þeirra, hvort sem um er að ræða frumrækt eða gróðursetningu er lendra ilmjurta, í akur- og ávaxtareiti bókmenntanna — ég segi: hvað eiga þau og þeir að hugsa, þegar dómendur eru svona trúir sínu hlutverki, eins og Ólafur Jónsson og fleiri hafa hvað eftir annað sýnt og sann- að? Ólafur Jónsson segir í Vísis- grein sinni, að við Jón Björns- son virðumst ætlast til, „að öll- um höfundum sé af ritdómurum tryggð sama umgeting, jafn orðs tír.“. Þetta er auðvitað regin- fjarstæða. Jón getur svarað fyr- ir sig. En eitt meginatriði í minni ritgerð var áherzlan, sem ég lagði á, að persónuleiki höfunda fengi að njóta sín, þjóðleg arf- leifð og aðalsmerki bókmennt- anna væru í heiðri höfð, jákvæð viðhorf til lífs og listar tekin fram yfir hið eilífa vol og vesal- dóm, sem fólk er að verða dauð- leitt á, en um fram allt að hver og eiftn höfundur fái notið verð- leika sinna, þess sem vel er gert, í lofstír og launum. Þá munu skáldin gleðjast yfir því að vera rétt metin af dómbærum lesend- um, og lesendurnir af skáldun- um, en öli þjóðin af hvoru tveggja. Kem ég þá að þeim kafla í grein Ólafs, þar sem hann ræð- ir um svo kallað „kunningja- lof“, og er á honum að skilja, að það hafi verið eitur í beinum höfunda og bókmennta, en sú meinsemd sé nú óðum að lækn- ast við tilkomu fastráðinna gagn rýnanda að blöðunum. Orðrétt segir hann svo m.a.: „Vel má vera, að það uppþot, sem í vet- ur hefur orðið út af bókmennta- gagnrýni í blöðum og útvarpi stafi að mestu af því að þessi starfsaðferð er víkjandi, eða að hverfa úr velflestum blöðum og af vettvangi slíkra umræðna." Hvað á maðurinn við með orð- inu ,,uppþot“? Er það svo að skilja, að Ólafur Jónsson telji eins konar goðgá, að aðrir en fastráðnir gagnrýnendur láti í ljós skoðun sína á skáldskap? í upphafi máls síns ræðir hann um „fáránlegar getsakir og svig- Tilkynning frá Snlunefnd varnarliðseigna Skrifstofa vor og afgreiðslur að Grensásvegi 9 verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 13. júlí — 11. ágúst. S krifs tofuhús nœði (fyrir ofan T. Hannesson). 2—3 herb skrifstofuhúsnæði til leigu strax að Ármúla 7. Upplýsingar þriðjudag og miðvikudag kl. 3—6. Efnalaug - þvottahús Til sölu er húsnæði sem er i byggingu fyrir efnalaug og þvottahús i einu stærsta borgarhverfi Reykjavíkur. Efnalaug og þvottahús eru ekki fyrir í hverfinu Tilboö óskast sent á afgr. Morgunblaðsins merkt „Framtiðar- staður no. 5486" fyrir n.k. föstudagskvöld. urmæli" í greinum okkar Jóns,1 og gott ef ekki séra Gunnars líka. Um „svigurmælin" skal ekki fjölyrt, enda er það teygj- anlegt hugtak, sem í því orði get ur falizt. En séu skrif séra Gunnars, Jóns og mín óprýdd með getsökum, sem ég kannast ekki við, því að ég fyrir mitt leyti tel mig geta sannað öll mín ummæli um klíkuskap ritdómara, þótt aðeins örfá dæmi hafi ver- ið nefnd, þá er grein Ólafs ekki síður með því marki brennd, svo full sem hún er af svívirðileg- um getsökum í okkar garð. Um ,,kunningjalofið“ er það að segja, að. ég efast um það hafi minnkað við ráðningu fastra ritdómara við dagblöðin, nema síður sé. Það hefur bara færzt yfir á annan vettvang, svið klíkuháttarins. En ef Ólaf- ur Jónsson er að væna okkur Jón Björnsson um það, að við höfum verið veitendur eða þiggj endur þessa lofs, þá get ég hugg að Ólaf með því, að hvorugu er til að dreifa með mig (og án efa ekki Jón heldur), þó að ég hafi gerzt sekur um hvort tveggja, að skrifa bækur og rit- dæma þær sem leikmaður. Bækur mínar hafa, hver á sin- um tíma, fengið ýmist lof eða last, ellegar hvort tveggja, en aldrei eftir pöntun. Hins vegar báru umsagnirnar um þær (og aðrar bækur) ólíkt menningar- legri blæ áður en eftir að nú- verandi bókmenntaklíka kom til sögunnar. Sá sem þetta ritar, er hvorki bókmenntafræðingur að mennt- un né gagnrýnandi að atvinnu. En mér hefur alltaf þótt vænt um skáldskap og aðrar listir. Ósjaldan hefur gripið mig sú léttúð að skrifa um skáldskap og jafnvel myndlist stöku sinn- um. Ég hef meir að segja komizt svo langt að vera fastráðinn ljóðlistargagnrýnandi, og það heilan áratug (1953—62), við Skírni, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. Ég gerði það eftir ósk þáverandi ritstjóra Skírnis, Einars Ól. Sveinssonar og Halldórs Halldórssonar. Fór alltaf hið bezta á með okkur. Fundu þeir aldrei mínum rit- dómum, sem í voru bæði hrós og aðfinnslur, það til foráttu, að þeir væru kunningjalof. Að- eins einu sinni fannst dr. Hall- dóri ég of strangur, þó að hann gerði enga tilraun til að fá strik aðan út einn stafkrók úr umsögn minni. I stað þess að ásaka okkur Jón Björnsson fyrir vanrækslu þá, að hafa ógert látið að skrifa um þá höfunda, sem við teljum, að hafi afvegaleiðzt af vondri bókmenntatízku eða hlotið rang látan dóm, gæti Ólafur Jónsson sér til fróðleiks litið í skrif okk ar Jóns um bækur og hc*'unda frá fyrri tíð, hans í Morgunblað inu, mín aðallega í Skírni, og fengið þar að vita skoðanir okk ar og skilning á bókmenntum. En þau störf tilheyra liðnum kapítula lífs okkar. Nauðugur gekk ég til þess leiks að ráðast á „þríhöfðaðan þursa“ bókmenntagagnrýninnar, eins og gáfaður góðkunningi minn komst að orði við mig í sím- anum, er hann hringdi til mín að loknum lestri greinar minnar, Is lenzkar bókmenntir og túlkun þeirra, og þakkaði mér hana. En mér fannst það vond nauðsyn, eins og þar er tekið skýrt fram. Þögn hefði verið sama og svik. En sem sagt, grein mín var gerð fyrir almenna lesendur fyrst og fremst, en síður handa ritdómur- um og rithöfundum. En víst er það hart, að bæði lesendur og höfundar, þorri þeirra og ef til vill allir, skuli eiga mesta óvini, þar sem vissir ritdómarar eru, menn sem ættu að vera báðum haukar í horni: lesendum leiðbeinendur um val og lestur bóka, höfundum hollir ráðgjafar við samningu þeirra. Hvað veldur þessum ósköp- um? Ég veit það varla. En eitt er víst: Sá sem ráðinn hefur ver- ið ritstjóri Skírnis og gagnrýn- andi Vísis er einn mesti óþurft- armaður á þeim vettvangi. Um það eru nú svo margir sammála, þeir sem við mig hafa talað um þetta mál, að það getur ekki leik ið á tveim tungum, enda segir máltækið, að sjaldan ljúgi al- mannarómur. Hafnarfirði, 11. júní 1970. Þóroddur GuSmundsson. TH kaups óskast Húseign eða hluti úr stærri eign Stærð 150—400 ferm. alls. Þarf að vera vel staðsett í borginni. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir næstu helgi merkt: „Milli- liðalaust — 5395”. WFTLEIDIR’ Atvinna LOFTLEIÐIR H.F. óska eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Nokkra karlmenn eða konur til starfa við innheimtu og endurskoðun á erlendum reikningum félagsins Þurfa að hafa verzlunarmenntun. Enskukunnátta áskilin. Umsækj- endur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. 2. Þrjár stúlkur eða unga menn í endurskoðunardeild félags- ins. Verzlunar- eða Samvinnuskóíapróf æskilegt. Umsækj- endur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. 3. Eina stúlku til starfa við IBM götunarvélar. Reynsla ! hlið- stæðum störfum æskileg eða vélritunarkunnátta Starfið er laust strax. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofum félagsins á Reykjavíkur- og Keflavíkurf.ugvelli, afgreiðslunni Vesturgötu 2, svo og hjá umboðsmönnum félagsins úti um land, og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins, Reykjavikurflugvelli, fyrir 13. þ.m. Upplýsingar verða ekki veittar i síma. LOFTLEIÐIR H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.