Morgunblaðið - 08.07.1970, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. JÚLÍ 1970
STENBERCS
sambyggð trésmíðavél, notuð, til sölu.
JÓNSSON & JÚLÍUSSON
Hamarshúsi — vesturenda — Sími 25430.
Skrifstofustúlka —- vélabókhald
Stúlka óskast til starfa við vélabókhald og fleiri skrifstofustörf nú
þegar eða síðar eftir samkomulagi. Verzlunarskóla- eða hliðstæð
menntun æskileg. Er hér um að ræða framtíðarstarf, sem getur
boðið upp á nokkra fjölbreytni og sjálfstæði í starfi.
Umsóknir. er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu
blaðsins fyrir 11. júlí, merkt: „Iðnfyrirtæki — 8768“.
—
NORRÆNT SAMSTARF í FRAMKVÆMD
NAF sýningin „Norrænt samstarf í framkvæmd" er opin daglega í Norræna húsinu frá klukkan
14.00—22.00
Á sýningunni er norrænt samstarf kynnt í máli og myndum, m.a. í 5 sýningarskálum, sem reist-
ir voru af þessu tilefni.
Norrænar kvöldskemmtanir eru 8. — 10. — 11. og 12. júlí, þar sem allir eru velkomnir á meðan
húsrúm leyfir.
Þar verða ýmis skemmtiatriði, m.a. Tríó Carls Billich, einsöngur og tvísöngur Kristins Hallsson-
ar og Magnúsar Jónsonar, stutt ávörp og kvikmyndir.
Alla dagana er kaffikynning landanna og dregið er í gestahappdrætti daglega kl. 15 —■ 17 —
19. og 21 um eigulega vinninga, sem afhentir eru á staðnum.
Allir velkomnir. Sjón er sögu rikari.
NAF sýningin 1970.
Ullarvörur
Kaupum lopapeysur og aðrar handunnar ullarvörur, þriðju-
daga kl. 9—12, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og
föstudaga kl. 9—11.
RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 17.
HÓTEL AKRANES
Sími 93-2020.
Ferðafólk
bjóðum yður:
Gistingu
Cafetríu
Grill
kertasal
fundar- og samkomu-
sali.
Verið velkomin til Akraness.
IIÓTEL AKRANES
Sími: 93-2020.
Auglýsing
um afturköllun leyfis til síldveiða fyrir Suður- og Vesturlandi til
niðursuðu og beitu samkvæmt auglýsingu nr. 57 20. marz 1970.
Ráðuneytið afturkallar frá og með 7. júlí 1970 leyfi til síld-
veiða fyrir Suður- og Vesturlandi til niðursuðu og beitu, sem
veitt var með auglýsingu nr. 57 20. marz 1970, sbr. reglugerð
nr. 13, 9. janúar 1970 um breyting á reglugerð nr. 7 22. febrúar
1966, um bann við veiði smásíldar.
Sjávarútvegsráðuneytið, 6. júlí 1970.
Eggert G. Þorsteinsson.
Jón L. Arnalds.
Auglýsing
um bann við veiðum með botnvörpu, flotvörpu, dragnót og
herpinót á hrygningarsvæðum sildar í fiskveiðilandhelgi Islands.
1. gr.
Á tímabilinu frá og með 7. júlr til 7. ágúst 1970 er bannað
að veiða með botnvörpu, flotvörpu, dragnót og herpinót á eftir-
greindum svæðum innan fiskveiðilandhelgi íslands:
1. í Faxaflóa á svæði, sem afmarkast af línum, er hugsast
dregnar milli eftirtalinna punkta:
1) 64°12' n.br., 23°18- v.lgd.
2) 64°30' n.br., 23°28' v.lgd.
3) 64°30' n.br., 22°48' v.lgd.
4) 64°12' n.br., 22°38' v.lgd.
2. Fyrir suðurströnd landsins á svæði, sem takmarkast að
vestan af 22°32' v.lgd. og austan af 21°57' v.lgd. og nær
frá fjöruborði út að línu, sem hugsast dregin í beina stefnu
milli punkta á ofangreindum lengdarbaugum 3 sjómílur frá
landi.
2. gr.
Brot gegn ákvæðum auglýsingar þessarar varða viðurlögum
samkvæmt lögum nr. 44, 5. apríl 1948, sbr. lög nr. 81, 8. des-
ember 1952.
Með mál út af brotum á auglýsingu þessari skal farið að
hætti opinberra mála.
Auglýsing þessi er sett samkvæmt 1. gr. laga nr. 44 5.
apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins,
til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim,
sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegsráðuneytið, 6. júlí 1970.
Eggert G. Þorsteinsson.
Jón L. Arnalds.
AthugiS:
Akranes er aðeins klukku-
tíma sigling frá Reykjavík
og um 12 km frá Norður-
og Vesturleiðinni. Á Akra-
nesi er ýmislegt að skoða
m. a. sérkennilegt byggða-
safn o. fl. o. fl.
HAPPDRÆTTI HASHOLA ISLANDS
Á föstudag verður dregið í 7. flokki.
4.400 vinningar að fjárhæð 15.200.000 krónur.
Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn.
Happdrætti Háskóia Isiands
7. flokkur
4 á 500.000 kr. 2.000.000 kr.
4 - 100.000 — 400.000 —
260 - 10.000 — . . 2.600.000 —
624 - 5.000 — .. 3.120.000 —
3.500 - 2.000 — . . 7.000.000 —
Aukavinningar:
8 á 10.000 kr. . . 80.000 —
4.400 15.200.000 —