Morgunblaðið - 08.07.1970, Side 24

Morgunblaðið - 08.07.1970, Side 24
24 MORGUNBLAtHÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 11970 John Bell ínætur HITANUM stæði hún ein uppi í heiminum — nema náttúrlega ef hún ætti eiginmann. Líklega ætti hún það hugsaði hann, því að ítalskar konur giftust snemma hlóðu nið ur krökkum og urðu feitar. Vegurinn varð nú auðveldari þegar upp á hæðina kom, og end aði í stæði fyrir 6—8 bíla. Hann lagði bílnum vandlega og lagði bílhurðina aftur hljóðlega, er hann steig út. Sólin virtist enn bjartari hérna uppi, en loftið ekki alveg eins heitt, fannst honum. Honum fannst þetta ynd islegur staður, þrátt fyrir þetta sorglega erindi, sem hann átti. Sam gekk áfram og að dyrun- um, sem opnuðust fyrir honum, áður, en hann fengi svigrúm til að hringja, Kona kom til dyra, sem beið þess, vingjarnleg en hlédræg, að hann bæri upp erindi sitt. Sam kunni strax vel við hana. Hún var yfir fimmtugt, en árin, sem hún var búin að lifa, höfðu farið vel með hana. Hún var í smekklegum léreftskjól, og var falleg í vexti, eins og þannig hafði þótt fyrir þrjátíu árum. Andlitið var hrukkulaust og hór ið var vel greitt og fallegt. Hún Verzlunin CLITBRÁ Laugaveg 48 — Sími 10660 Nýkomið, stuttbuxur á dömur og böm, reim- aðar blússur, stuttar og síðar, náttföt á 1—3 ára, sundbolir á kvenfólk, stretchbuxur og terylenebuxur á 1—14 ára, ýmsar smávörur úr tré. Póstsendum. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það er allt dálítið óvenjulegt i dag. Þetta skaltu notfæra þér. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Heimilislífið er alveg dásamlegt þessa dagana. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Nánir venzlamenn fræða þig heilmikið. Þú kynnist ágætu fólki. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Reyndu að sleppa einliverju af opiuberum störfum í þágu heimil- isins. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú getur haft þína hentisemi. Þú kemur ágætri hugmynd á fram- færi. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að Ieita hófanna þar sem þú getur átt visst athvarf. Vogin, 23. september — 22. október. Þú ert að flýja eitthvað, svo að þú skalt gjarnan nota imyndunar- aflið. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Fyrir utan einhverjar smáuppgötvanir, skaltu ekki láta þér bregða við neitt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Þig langar til að vera í skemmtilegu félagi við vini þína. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú verður að beina vandræðunum í aðra átt. Þú verður að ganga frá fjármálunum. Þú skalt skipuleggja allt i kvöld. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú verður að ganga hreint til verks í öllu i dag. Þú verður skemmtilega hrærður yfir árangrinum. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Þú verður miklu ánægðari, ef þú reynir að kynna þér ástæðurnar fyrir gerðum vina þinna. beið Tneðan Saim tók siðustu skrefin að dyratröppumum. — Frú Endicott? spurði hann og fann aillt í einu til þeas, að hann var órakaður. — Já, hvað get ég gert fyrir yður, lögregliuþjónn? Sam var fljótur að ákveða sig. — Mætti ég tala við hir. Endi- cott? Grace Endicott hörfaði um eitt skref og hélt upp hurðinni. — Gerið svo vel að koma inn. Ég skal ná í hann fyrir yður. Sam gekk inn og honum leið eins og fiski á þurru landi. Hann elti húsmóðurina inn í bjarta setustofu, þar sem einn veggurinn var næstum eintómt gler. Veggurinn á móti var al- þakinn hilj.um og í honum var stærsta bókasafn, sem og plötu safn, sem hann hafði nokkru sinni á ævinni séð. — Gerið svo vel að fá yður sæti, sagði frú Endicott og flýtti sér síðan út. Sam leit kring um sig á alla þæigilegu stólana, og ákvað síð.an að standa. Hann fullvissiaði sjálfan sig um, að þetta mundi ekki taka nema tíu mínútur og kannski ekki það, og þá gæti hann kom- izt út í bíilinn sinn og ekið aftur til borgarinnar. Sam leit við, er húsbóndinn kom inn í stofuna. Endioott bar ekki aldurinn eins vel og kona hans, en vel þó. Hamn var heima hjá sér í þessu húsi, og húsið va-r líka eins og sniðið á hann. Þau áttu vel saman, rétt eins og sum skip og skipstjórar þeirra mynda eins og eina heild. Með- an Sam beið þess, að maðurinni segði eitthvað, óskaði hann þess alit í einu, að hanm gæti átt þetta fólk að vinum. En þá mundi hamn eftir ecrindi sinu. — Mér skilst þér viljið tala við mig, sagði Endicott. Þetta var heldur uppörvandi. — Já, herra. Ég trúi þér þekk ið hr. Mantoli. Sam fannst sjálf- um þetta vera slæm byrjun, en nú var hamn byrjaður, svo að ekki varð aftur snúið. — Já, við þekkjum hr. Man- to»li mjög vel. Ég vona, að hmnn hafi ekki komizt í nein vand- ræði? Sam seildist til og tók af sér einkennishúfuma og skammaðist sín fyrir að hafa ekki geirt það strax. — Það má svara því með bæði já og nei, herra Endicott Sam roðnaði. Nú var ekki amn að hægt að gera en skýra ber- um orðum frá, því sem gerzt hafði. — Mér þykir fyrir því að segja yður, að hr. Mantoli er dá inm. Endicott studdi höndunuim sem smöggvast á bakið á stólnuim, sn lét síðan fallast niður í hann með fjarrænu augnaráði. — En- rico dauður. Ég get ekki trúað því. Sam stóð vandræðalegur og beið þess, að Endioott jafnaði sig. — Þetta er hræðille'gt, sagði Endicott loksins. — Hanm var náinn vinur okkar og dóttir hams er gestkomandi hjá okkur. Ég. . Sam bölvaði þeim degi, er hann hafði hætt á bílaverkstæðinu og gerðist lögregluþjónn. En þá sneni Endicott sér að homum. — Hvernig gerðist þetta slys? spurði hann lágt. Nú gat Sam betur komið orð- um a'ð því, sem hann vildi segja. — Því miður herra, þá var þetta ekki slys. Það vair ráðizt á hr. Mantoli síðla nætur, niðri í miðbænum. Enn vitum við ekki hvermig þetta gerðist eða af hvers völdum. Ég fann líkiðum klukkan fjögur í morgun. Sam ætlaði að segja eitthvað meiira. — Mér þykri afskaplega fyrir því að þurfa að færa yður þess ar fréttir, bætti hanm við, í þeirri von, að orðin gætu eitt- hvað dregið úr áfallinu, sem við mælandi hams hafði orðið fyrir. — Þér eigið við, að hann hafi verið myrtur? sagði Endicott hóglega. Sam kinkaði kolli, feginn að þurfa ekki að segja það sjálfur. Endicott stóð upp. — Það er víst betra, að ég segi konunni minni þetta, sagði hann. Sam fannst maðurinn allt í einu vera orðinm svo þreyttur, og það var ekki stundarþreyta, heldur þessi sem hleypur í öll bein og verður þar kyrr eins og hver annar sjúkdómur. — Gerið svo vel að fá yður sæti. Endicott gekk hægt út úr skrautlegu stofunni. Sam fannst eitthvert tóm þar inni, þegar hann var farinn. Sam kom sér fyrir þannig, að hann sát á fremstu brúninni á stólmum, en svoma fór vel um hann. Hann reyndi að hugsa ekki um það, sem var að gerast annars staðar í húsinu. Endicott kom aftur inm í stof- una. — Er nokkuð sérstakt, sem ég get gert til að hjálpa? spurði hann. Sam reis á fætur. — Já, herra, ég . . . það er að segja, okkur skildist, að dóttir hr Mantolis væri hér. Okkur fannst þurfa að tilkynna henni þetta. Seinna þegar hún treystir sér til þess, vildum við, að hún kæmi og bæri formlega kennsl á líkið. Endicott hikaði ofurlítið. — Ungfrú Mantoli er hér, en hún er enn ekki komirn á fætur. Við vöktum nokkuð lengi fram- eftir í gærkvöldi við lokaáætl- anirnar fyrir hátíðina. Hann strauk hendi um ennið. — Þegar ungfrú Mantoli vaknar, segir könan mín henni fréttirnar. En dugar það ekki amnars ekki, að ég þekki manninn? Ég vildi losa hana við það, ef hægt væri. Byggingartélag verkamanna Rvík Til sölu þriggja herbergja íbúð í 13 byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúð þessari sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 13. júli n k. FÉLAGSSTJÓRNIN. Hofnarijöröur - Norðurbær í smíðum. Til sölu í hinum skemmtilega Norðurbæ í Hafnarfirði raðhús 150 ferm. auk bílskúrs og geymslu. Sérhæðir í tvíbýlishúsi 150 ferm. auk bílskúrs. Nokkrar 4ra og 6 herb. íbúðir í fjölbýlishúsi. Sérþvottahús fylgir hverri ibúð. Teikningar á ofangreindum eignum á skrifstofunni. i;i I! FASTEIGNASALA - SKIP OG VERDBRÉF Strandgötu 1 Hafnarfirði. sími 52680, heimasimi 52844. Sölustjóri Jón Rafnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.