Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 19
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR I. SBPTBMBER 1970 19 Eru f eður aðeins tæki til tekjuöflunar ? Smáréttir Eftirfarandi grein er úr 1. tbl. Foreldrablaðsins 1970. Er hún birt hér nieð leyfi höfundar, Bjarna Ólafssonar, stud. niag. Þessari spurningu hlýt ég að svara neitandi. . 1 fyrsta lagi vegna þess, að það er lífsskoð- un mín að líta beri á heimilis- föður sem eitthvað annað og meira en útsendara fjölskyld- unnar eftir peningum, til þess að öðrum aðilum hennar megi líða vel. 1 öðru lagi væri sið- ferðilega ómögulegt fyrir mig að svara spurningunni með jái, því að hingað til hef ég sjálfur ekki verið neitt fjáröflunartæki, held ur miklu fremur ómagi á fram- færi heimilisins. Annað mál er, að það er ekki nýtt af nálinni að ætlazt sé til þess, að feður útvegi heimilinu rekstrarfé, við það hafa skyld. ur þeirra meira að segja oftast takmarkazt. Við, sem erum á þri. tugsaldri, sjáum fyrir okkur skýra mynd af þeim heimilisföð. ur, sem við höfum kynnzt. Hann hefur yfirleitt nóga vinnu, en lágt kaup. Til þess að græða nóga peninga verður hann að vinna bæði eftirvinnu og nætur- vinnu, er síþreyttur og þvi fengnastur, ef krakkarnir eru sofnaðir, þegar hann kemur heim. Hann er að byggja og vinn ur í nýja húsinu, hvenær sem færi gefst. Hann á bíl. Þetta er hinn dæmigerði dugnaðarmaður. En hvernig er umhorfs heima hjá honum? Konan hugsar um allt sem snýr að heimilishaldinu, þar með talið uppeldi barnanna. Fað irinn hefur ekki tíma til þess að leika sér við þau, hvað þá að hann geti rétt hjálparhönd við hina daglegu umönnun barna, einkum smábarna. Þar við bæt- ist, að hefðin gengur að því vísu að karlmenn geti ekki annazt ungbörn, eðli sinu samkvæmt LEIKFÖNGIN í GRINDINNI Ýmislegt þarf að hafa við hend- ina í leikgrindinni til þess að stytta sér stundir við. Þegar á að safna þvi saman eftir dag- inn, er ágætt að hafa poka hang andi á grindinni til að setja það L séu þeir harðhentir, klaufskir og skorti þá hjartahlýju, sem smá- fólkið verður að finna. Þegar börnin stækka, meta þau föður sinn eftir því, hve örlátur hann er á vasapeninga, og hann reyn- ir að láta þau ekki skorta neitt, enda fæst mörg hvíldarstundin fyrir peninga, sem krakkarnir fá til að kaupa bíómiða. Líklega væri of djúpt tekið í árinni að segja að sama hliðin snúi að konunni, en oft er það ekki fjarri lagi. Algengast er að „fjár öflunartækið" hafi fjárráðin á heimilinu og úthluti konunni með semingi — en þó ánægju yfir örlæti sínu —- peningum til mat- arkaupa og heimilishalds. Svo, þegar hún á afmæli, „gefur“ hann henni peninga, til þess að hún geti keypt sér eitthvað fal- legt. Þessi ófagra mynd, sem ég hef dregið upp af hinum venjulega heimilisföður, geta víst flest- ir verið sammála um, að ætti að vera víti til varnaðar og þá eink um ungu fólki, sem að öðru jöfnu á auðveldara með að til- einka sér ný viðhorf, nýja lifn- aðarhætti. En þess er full þörf, ef framþróunin í uppeldis- og fjölskyldumálum á að geta orð- ið eðlileg. JÖFN STARFSSKIPTING MILLI HJÓNA ER NAUÐSYNLEG Og til að svara því strax, hvað mér finnst vera eðlileg þróun, held ég fram, að nokkurn veg- inn jöfn starfsskipting milli hjóna sé nauðsynleg, þ. e. kon- an vinni úti, eins og karlmaður- inn, bæði hafi jafnlanga fritíma til að sinna heimilinu (auðvitað verður vinnutími að vera styttri en nú tíðkast). Með þessu vinnst margt. í fyrsta lagi tryggir þetta konunni efnahagslegt sjálfstæði og víkkar sjóndeildarhring hennar, hún fylgist betur með og áhugamál hennar verða fjöl- breyttari. Hún stendur líka bet- ur að vígi til að bjarga sér ein, t. d. við fráfall maka. Þessar breytingar ættu líka að verða karlmanninum til góðs. Hann gæti verið meira með börnum sín um og tekið þátt í öllum störfum á heimilinu, enda væri hann ekki þreyttari en konan, þegar hann kæmi heim úr vinnunni. En hann myndi hætta að hafa óskorað fjárveitingavald yfir allri fjölskyldunni — þar á mótj kæmi, að ekki yrði litið á hann sem fjáröflunartæki. Loks ætti höfuðkostur þessarar „eðlilegu" þróunar að vera sá, að börnin hefðu föður sinn meira hjá sér en nú tíðkast, og það er áreið- anlegt, að þau hafa ekkert minni þörf fyrir föður en móður. Enginn skyldi halda, að hér sé eitthvert smámál á ferðinni. Öll gerð þjóðfélagsins hlýtur að breytast. Félagsleg aðstoð verð- ur veitt i stórauknum mæli. At- vinnulífið verður að taka við fleira fólki. Skólakerfið tekur stakkaskiptum. Engu minni áherzla verður lögð á að mennta konur en karlmenn, og engin ástæða verður til að kenna öðru kyninu meira í grautargerð og ungbarnameðferð en hinu. Eng- inn kvennaskóli verður starf- ræktur. Konur staðna ekki leng ur á vissum áhugasviðum, eins og nú er algengt. Öll þekkjum við konur, sem sitja heima í leið- indum allan daginn, gleypa í sig hundómerkilegt lesefni, svo sem útlendu kvennablöðin, og verða svo andlausar og leiðinlegar. En mörg Ijón eru á veginum til nýrrar hlutverkaskipunar kynjanna. í Sovétrikjunum ger- ir skipulagið ráð fyrir full- komnu jafnrétti, hvort tveggja hjónanna hlýtur menntun, og bæði vinna utan heimilis. En mér er tjáð, að á heimilinu skjóti karlmaðurinn sér oft á bak við aldagamla siðvenju, hefð, og láti konuna einfaldlega bæta heimil isstörfunum ofan á aðra vinnu, en sitji sjálfur allt kvöldið i inni skóm og lesi Prövdu. Þetta sýn- ir, að flokkssamþykkt og al- menn stefnuskrá leysir ekki all- an vanda á svipstundu — hug- arfarsbreytingu þarf til. Og loks eitt dæmi frá eigin reynslu: Ég sagði vinkonu minni sem á börn, að ég hefði farið með nokkurra mánaða gamla dóttur mína í bólusetn- ingu. „Nei, þetta finnst mér nú of langt gengið," svaraði hún. Ég spurði af hverju. „Svona lag- að vil ég nú gera sjálf.“ Bjarni Ólafsson. Fiskpottur Hér er mynd af potti, sem ætlað- ur er til að sjóða fiskinn heil- an í. Vatnið er látið ná upp að grindinni, sem fiskurinn er lát- inn liggja í. Fiskurinn verður eiginlega gufusoðinn á þennan hátt og því enn ijúffengari. Grindin, sem fiskurinn er í á myndinni, er til að nota við glóð arsteikingu, og virðist mjög hand hægt að snúa fiskinum i þessu. Ef til vill býr einhver íslenzk- ur hugvitsmaður til eitthvað í líkingu við þennan pott, sem hef ur verið fáanlegur í Danmörku um tíma. Rll ÍNN OSTUR A BORÐIÐ Alltaf erum við að vona, að rif- inn ostur komi hér á markað- inn til mikilla þæginda fyrir þá f jölmörgu, sem vilja ost með ýms um mat. En hér sjáum við skemmtilegar ostabyssur, sem gaman væri að setja á borðið. OSTABRAUÐ (borið fram á eftir góðum súpudiski t.d.) 8 sneiðar franskbrauð, smurt 250 gr. skinka 3 stórir tómatar ostur á brauðið Skinkan sett fyrst á brauðið, þá tómatarnir og síðan ostur. Bakað í vel heitum ofni í 15 mín. Steinselja eða paprika sett yfir. PARÍSAR-selIeri % stórt selleri 400 gr nautahakk - smjör salt og pipar 200 gr sveppir 2—3 tómatar 150 gr. mildur ostur, skorinn í teninga Selleriið afhýtt, skorið i 8 sneiðar og soðið næstum meyrt í söltuðu vatni. Kjötinu smurt á kaldar sellerisneiðarnar og steikt á pönnu, kjötmegin fyrst, salti og pipar stráð á. Sveppirn- ir brúnaðir á pönnu, tómatsneið- arnar og ostabitarnir settir með og þessu dreift yfir selleri-kjöt sneiðarnar. Steinselja sett yfir. SOÐNAR PtÍRRUR MEö KÁLFATUNGU Eggjapersille-smjör borið með. 8 stórar púrrur 8 sneiðar soðin kálfatunga Sósa: 100 gr brætt smjörlíki 1 dl. soð af tungunni % dl púrrusoð 1 harðsoðið hakkað egg 1 tsk. hakkað persille Það er mjög áríðandi að sjóða púrrurnar ekki of lengi, þær missa sitt bezta bragð, ef þær eru soðnar of lengi. Leggið hálf- ar hreinsaðar púrrur í sjóðandi vatn með salti í, þannig að fljóti yfir þær. Sjóðið þær í mesta lagi í 10 mín., en síðan má láta þær standa dálítið i heitu vatn- inu án þess að sjóða en alls ekki of lengi. Vatnið látið drjúpa af, lagt síðan á heitt fat ásamt tungusneiðunum, steinselju stráð á. Smjör, púrrusoðið og tungu- soðið soðið nokkrar mínútur í sósuna, smátt söxuðum eggjun- um og saxaðri steinselju bætt út í. PÚRRU EGGJAKAKA Eggjahræra: sem gott er að búa til ef við eigum afgangs eggjahvítur. 4 egg 4—6 eggjahvítur 1 dl rjómi 1 tsk salt % tsk. pipar, 2—3 púrrur smjör 2—3 tómatar Eggin og eggjahviturnar hrærðar aðeins saman. Þunnir púrruhringir soðnir í smjöri i 10 mín., bætið tómatsneiðum saman við, haldið heitu. Hellið eggja- hrærunni á pönnuna í brætt smjör, púrrujafningnum bætt út i og bakið eggjakökuna í nokkr ar mín. BÚÐINGUR ÚR SVEPPUM OG SPAGHETTI borið fram með bræddu smjöri eða tómatsósu. % 1 mjólk 50 gr. spaghetti 1 tsk salt % tsk. pipar 4 egg 1 fínt saxaður laukur 150 gr. sveppir í sneiðum % grænn piparávöxtur i ræmum dálítið smjör Brjótið spaghetti niður og sjóð ið i 15 min í mjólkinni, kælið og bætið í salti og pipar, eggj- unum, lauk, sveppum og pipar- ávextinum, sem aðeins hefur ver ið steikt í smjöri (takið dál. frá til skrauts). Hellið blöndunni í velsmurt form og látið búðing- inn standa í vatnsbaði í potti með loki yfir við vægan hita í ca Vz klst, þar til hann er orð- inn stífur. Hvolft úr forminu á fat og skreytt. BRÚNAÐ HVÍTKAL hér með pylsum, má einnig nota flesk og kjötfars. % hvitkálshöfuð 2 laukar 2—3 matsk smjör 2 matsk olía 2 matsk. kínversk sojasósa 2 dl. soð (vatn og teningur) salt eftir smekk Skerið kálið og laukinn frem- ur fint og setjið í pott með smjöri og olíu. Brúnið við mik- inn hita og hrærið vel í á með- an. Bætið í sojasósu og soði eft- ir smekk. Kálið er tilbúið eftir 15 mín. Borðað með pylsum og tómatsósu eða fleski og kjöt-f farsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.