Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1970, Blaðsíða 23
MORGU'NBLAÐJÐ, ÞRIÐJUDAG-UR 1. SHPTJEIMBER 1970 23 var hún á stundum, að einungis þeirri hugheilustu væri unnt að afbera. Gæti hún á þungbærustu dögum gefið frá sér lífsmark, þá var það bros. Hún brosti hvað sem á gekk. Hún huggaði aðra, ef hún mátti mæla. Hún sá ávallt til sólar, jafnvel gegnum svart- asta vegg sorgar og andstreymis og hló, ætti hún til þess mátt og hún átti jafnan þann mátt og sú gáfa hennar, var aðstandendum alla tíð hið sama undrunarefni. Svo sem önnur andans þrek- menni, skyldi Gyða eftir sig braut. Sú braut var alsáin lífs- ins bezta nytjagróðri, bjartsýni, mildi, kjarki og lifsgleði. Vissu- lega er það aðeins á færi mikil- menna, að ala með sér kjark og lífsgleði, gegnum áratuga vist í líkama, hrjáðum með afbrigðum. Þeir sjúklingar, sem ekki hafa þrek til að bera þrautir sínar möglunarlitið, eru ekki til þess fallnir að gleðja samferðamenn, þó er þeim sjaldan láð. En þeir menn, sem bera þrautir sinar með hýru yfirbragði, og geta jafn- framt stutt og hughreyst aðra, þrátt fyrir eigin þjáningar, er sjaldgæf manntegund. 1 þeirri eigi fjölmennu sveit, vakti Gyða verðuga athygli með sinum hress andi hlátri eða milda brosi. Þótt Gyða væri aldrei um- svifamikil á ytra borði þjóðlífs- ins, til þess skorti hana allt lík- amsþrek, — væri ævisaga henn- ar, skrifuð af meistarahendi, meiri gleðigjafi, og lærdómsrík- ari, en fiestar þær postillur, sem verið hafa andieg næring þjóð- ar vorrar, um aldir. Þeim hjónum, Gyðu og Júlíusi, var einnar dóttur auðið, Stein- unnar, sem nú er 14 ára að aldri. Vegna eðliskosta hennar og góðs fordæmis foreldra ber hún þess engin merki að vera sem ein- birni, alin upp í ofurást og um- hyggju. Þetta blessaða sólskins- barn á nú að vera huggun harmi þrungnum föður og því mun vissulega takast það. Gjörvallt Samband ísl. berkla sjúklinga, vottar þeim feðginum sína dýpstu samhryggð vegna fráfalls elskaðrar eiginkonu og móður og biður þeim guðs bless- unar. Þórður Benediktsson. í dag er gerð frá Lágafells- kirkju útför Gyðu Kjartansdótt ur húsfreyju á Reykjalundi. Leiðir okkar Gyðu lágu sam an er hún árið 1939 var lögð á Vífilsstaðahæli þungt haldin af lungnaberklum. Þá 19 ára að aldri, vakti hún strax athygli, fyrir viljastyrk og þrek. Fast- ákveðin i að yfirbuga þann erki fjanda er lagði svo margt ung- mennið að velli á þeim tímum. Henni heppnaðist að ná nokk- urri heilsu og komst í heimahús á ný, en svo fór, eins og um svo marga aðra á þessum tíma, að leið hennar lá um hæli á ný, og 1942 varð hún að gangast undir stóraðgerð á Akureyri, þaðan lá leiðin í Kristneshæli, en aftur komst hún heim og dvaldi þar um skeið. Þann 19. apríl 1945 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sinum Júlíusi Baldvinssyni er þá var vistmaður hér á Reykjalundi. Þau hófu búskap hér, bæði heilsuveil. Á ýmsu gekk um heilsufarið, en þótt kraftarnir væru stundum litlir, þá voru störf þeirra hjóna hér margvis- leg og mikilvæg frá upphafi. Fé- lagslyndi þeirra og áhugi fyrir velgengni stofnunarinnar, ásamt einstakri hjálpfýsi og lipurð við þá er erfitt áttu, voru stofnun í bernsku ómetanlegt öryggi og blessun. Þau tóku mjög virkan þátt í félagslífi vistmanna, urðu vina- mörg og áunnu sér virðingu og trúnað þeirra er þeim kynntust. Árið 1951 útskrifuðust þau hjón héðan, og stofnuðu heimili I Reykjavík, er Júlíus gerðist skrifstofustjóri hjá Agli Vil- hjálmssyni. í Reykjavik fæddist einkadóttirin Steinunn, er gæddi heimilið nýju lífi, nýjum tilgangi og nú varð það höfuðmarkmið húsfreyjunnar að lifa unz dóttir in næði fermingaraldri. Ásókn berklanna rénaði, en nýir sjúk- dómar tóku við. Erfiður astmi kvaldi hana síðustu árin, krabba mein og hjartasjúkdómur bætt- ust við. Vorið 1967 fluttist fjölskyld- an aftur að Reykjalundi, en Júli us var ráðinn skrifstofustjóri hér, og héðan fermdist dóttirin í vor. Við gömlu félagarnir urð- um endurfundunum fegnir, enda hafði náið samband haldizt milli Reykjalundar og þeirra hjóna, þrátt fyrir brottflutninginn. Tíminn sem þau dvöldu hér eftir að Júlíus réðst hingað sem skrifstofustjóri var þeim og okk ur verðmætur og ánægjulegur. Heimili þeirra var gestrisið rausnarheimili og mátti engin sjá að þvi stýrði fársjúk kona. Gyða andaðist í skemmtiferð hinn 24. þ. mánaðar og hélt reisn sinni unz yfir lauk. Þeir hverfa nú óðum af sjón- arsviðinu er reyndust styrkar stoðir þessarar stofnunar er erf- iðleikar fyrstu áranna reyndu hvað mest á. Ein þessara styrku stoða, var sú, sem í dag er til moldar borin. Við vinir þínir og stofnunin sem þú unnir, þökkum samveruárin, sem reyndust þó of fá. Eiginmanni og dóttur flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Þeirra missir er mikill og harm- urinn sár. Reykjalundi 31.8. Oddur Ólafsson. STÚLKA ekik'i yngri en 18 ána, ósikasí sem „eu pair" á gott heiimiillli í Eng- landi. Fátt í be'nmöi — góðir frí- tímair — gott kaiup. Upplýsiingair gefnar í símum 32346 og 15329. Fatabreytingar Breyti karlma'nnafatnað'i, geri gömu'l samkvæmtsföt nýmóðins. Te'k eiininiig að mér bneyt'ingair á kvenikiápuim. Upplýs'imgair í síma 1—6 daglega. Svavar Ólafsson, klæðskerameistari, Meða'lholti 9. TIL SÖLU Issikápur 7,5 culb. (Pilco) á 15 þ. kr., frystilkiista 300 I (Gnaim) á 15 þ. kr., sjónwarp 24 tomimu sikenmur (Limnet og Lamsen) á 15 þ kr„ hjónanúm án dýmu á 3 þ. kr„ svefmbekikur á 3500 kr„ ptötuspifa'ni sem þamfnast við- gerðar á 2000 kr. Uppl'ýsingair eftir kt. 8 í síima 25154. Notaðir bílar til sölu ^land- rovfrM, Volkswagen 1600 TL Fastback, sjálfskiptur, með rafeindastjórn á innspýtingu, árgerð 1970. Volkswagen 1600 A Variant, árg. 1970. Cortina DeLuxe, árgerð 1970. Ekin 1500 km. Singer Vogue, 1968, bíll í sérflokki. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börnin komi í skólana fimmtudaginn 3. septemþer sem hér segir: 1. bekkur (börn f. 1963) komi í skólana 3. sept. kl. 10 f.h. 2. bekkur (börn f. 1962) komi í skólana 3. sept. kl. 11 f.h. 3. bekkur (börn f. 1961) komi í skólana 3. sept. kl. 11.30 f.h. 4. bekkur (börn f. 1960) komi í skólana 3. sept. kl. 1 e.h, 5. bekkur (börn f. 1959) komi ! skólana 3. sept. kl. 1.30 e.h. 6. bekkur (börn f. 1958) komi í skólana 3. sept. kl. 2 e.h. Kennarafundur sama dag kl. 9 f.h. Fræðslustjórinn í Reykjavik. Myntsofnaror ■ peningnmenn Óska eftir tilboði í eftirtalda islenzka mynt: Artöl 25 aurar 10 aurar 1922 19 stk 81 stk. 1923 24 stk. 47 stk. 1925 15 stk. 15 stk. 1929 0 stk. 36 stk. 1933 5 stk. 48 stk. 1936 0 stk. 155 stk. 1937 33 stk. 0 stk. 1939 0 stk. 10 stk. 1940 118 stk. 84 stk. 1942 136 stk. (sink) 42 stk. (sink) Tilboð í allt eða hvern árgang sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 5. september merkt: „Mynt 4971". 3gja herb. íbúð á jarðhæð til leigu. Sérinngangur og sérhiti. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: Melar — 4151 "s íbúð Vil kaupa nýlega 4ra herb. íbúð í Reykjavík, milliliðalaust (ekki í Breiðholti). Tilboð er greini aldur, herbergjaskipan, verð og útborgun sendist undirrituðum fyrir föstudag, eða hringið í síma 99-1423, Selfossi. Snorri Árnason, lögfræðingur, Selfossi. ■^eJbo€i+- FLÓKAGÓLFTEPPI 100% nylon. Teppin sem fara vel, endast lengi, létt að hreinsa og eru ódýr. Teppin sem sameina hlýleika gólfteppis og styrkleika gólfdúks. Fást í 10 fallegum litum. Nauðungaruppboð sem auglýst var ! 36., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta í Bólstaðarhlíð 36, þingl. eign Kristínar Gissurardóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsþanka Islands á eigninni sjálfri, föstudag 4. sept. n.k. kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauöungaruppboð annað og slðasta á Þvervegi 2 E, nú Einarsnes 40—42, þingl. eign Bjarna Tómassonar o. fl„ fer fram á eigninni sjálfri, föstu- dag 4. sept. n.k. kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Sörlaskjóli 12., þingl. eign Ólafs Baldurssonar, fer fram á eigninni sjálfri, föstudag 4. sept. n.k. kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.