Morgunblaðið - 05.09.1970, Side 20

Morgunblaðið - 05.09.1970, Side 20
20 MORGOTTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMRER 1970 gleyma öllu saman. Hún var móð og brjóstið gekk upp og niður — hún var reið. — Jæja, ég gleymi því nú samt ekki. Við Michael lentum i hræðilegu rifr ildi, og ef þú vilt vita það, þá ætla ég að skilja við hann! Sally leit snöggvast á hann, æst, en brast svo í ákafan grát. — Fáðu þér aftur í bollann. — Ég er búinn að drekka tvo. — Fáðu þér einn til. Mark hellti í bollann. Hálftími var lið inn síðan Sally hafði fleygt sér á legubekkinn, grátandi, og Mark hafði farið frá henni og fram i eldhús, til þess að hita te. Nú hafði Sally jafnað sig með því að nota stóran vasa- klút og drekka tvo bolla af te, og var sezt upp! — Hvernig líður þér? Ég er með skjálfta og ekka. Afsakaðu þennan óhemjuskap í mér. — Það er allt í lagi. — Þú hefur sjálfsagt séð marg ar stúlkur gráta. — Hvers vegna I ósköpun- 9. um heldurðu það? — Ég býst bara við, að þú hafir séð ýmislegt sitt af hverju. Hún hikaði. — Segðu mér, Mark, þú hefur sjálfsagt séð fjölda af dauðum mönnum? Mark varð hugsað til Kóreu. — Já, ég hef séð mörg lík. — Það hef ég aldrei, sagði Sally. Ég hef aldrei áður séð neitt, sem líkist þessari mynd, sem þú sýndir mér. — Nei, það datt mér einmitt í hug. Þess vegna sýndi ég þér hana. — Mér fannst það skammar- legt af þér. En þú hafðir sér- stakan tilgang með því, var það ekki? — Til þess að hræða mig til að segja þér það sem ég vissi um Edith Desmond? — Nei, bara til að sýna þér, við hvað við eigum að fást. 1 augum flestra er morð ekki annað en frétt í blaði. „Kona fundin kyrkt á Almenningnum". „Höfuðið mikið skaddað". „Sár- in virðast vera eftir hníf- stungu" •— eitthvað á þessa leið. Og það er svo sem ékki neitt. Fólk, sem mundi falla i yfirlið, ef það sapi einhvern merja á sér fingur við hurð í jámbrautar- vagni, les um morð, rétt eins og það væri veizla i konungshöll- inni. Dauði hennar Edith Des- mond kom ilia við þig, en þú varst samt ekki reiðubúinn til að segja sannleika, sem gæti hjálpað til að finna morðingj- ann. Þögn. . — Þú ert talsvert aðgangs- harður, sagði Sally máttleysis- lega. — Viltu, að ég sýni þér mynd- ina aftur? — Nei. Ég er enginn bjáni. Ég skil, að þú átt við að glíma mann, sem er algjörlega samvizkulaus. Ég skal hjálpa þér ef ég get. — Þá ertu væn. Fáðu þér í bollann aftur. Hann hellti aftur í bollann hjá henni, og i sinn eiginn bolla. — Segðu mér, sagði hann. — Talaði Michael nokk- urntíma við þig um hana Edith? Sally hrærði í bollanum. — Hann gerði það oft áður. Allt fram að veizlunni hjá Guest hjónunum. Það var þá í gamni, enda þótt ég væri ekki neitt hrif in af því. Sally lækkaði röddina á siðustu orðunum. — Þú skil- ur, að Edith var alltaf á fart- inni i boðum og þess háttar, og einu sinni, þegar ég var í heim- sókn hjá mömmu, gerði hún harða hríð að Michael í einu boði. Þú veizt, hvernig það er í þessum boðum. Michael var bú- inn að fá sér nokkra og þarna var garður. Það gerðist nú ekki neitt, en Michael sagði, að Edith hefði látið alveg eins og villidýr. Hann gamnaði sér nú að þessu við mig, en . . . Röddin í Sally dó út. Hún hafði setzt á annan fót- inn á sér á legubekknum og skór inn fór af henni. — En . . . hvað? sagði Mark. — Nú, ég veit hvað hann Michael er stór og stillilegur og syfjulegur, en hann leynir á sér. Hann hefur gaman af að leika sér að eldinum. Ég held hann hafi orðið eitthvað hrifinn af Edith. Þú sást hana nú ekki nema einu sinni, en hún var bráðfalleg, eins og þú veizt. Þeg ar hún var á mínum aldri, var hún alveg dásamieg. Og ég býst við að karlmaður verði fyrir áhrifum af konu, sem brennur af ástríðu. Hafi Mark langað til að brosa, þá hætti hann að minnsta kosti við það, er hann sá eymdarsvipinn á Sally. — Svona nokkuð kemur nú alltaf fyrir í boðum, þar sem alls konar fólk er samað komið, sagði hann. Sally hleypti ofurlítið brúnum um leið og hún saup aftur á bollanum. — Mér var nú alveg sama um þetta — en ekki það, sem síðar gerðist. — Og hvað gerðist? — Edith dró hr. Rick í boðið til Guest, til þess að gera Michael skuldbundinn sér. Hún vissi, að hann gæti haft hag af því að hitta hr. Rick. Hún lét sem hún vissi ekki, að Michael væri neitt hjá Assec, en það var bara kænskubragð, því að hún vissi það mætavel. Svo bauð hr. Rick Michael til hádegisverðar. Michael er það sem kallað er „háskólalærður aðstoðarmaður" hjá Assec. Það er ætlazt til, að þeir geti tekið að sér mikilvæg erindi síðar meir, svo að þeir eru mikið á ferðalögum. Michael var í Brasilíu í sex mánuði og þar varð eldsvoði, sem var næst um búinn að eyðileggja verkið, sem þeir höfðu með höndum. Ein hvernveginn tókst Michael að bjarga því — hann sagði mér annars ekki neitt nánar frá því — en hann meiddist á fæti og var i gipsi mánuðum saman. Assec gerði mikið stáss af hon- um, sem ekki var nema maklegt, og hann hafði verið í sérstökum erindagerðum fyrir Herbrand lávarð, stjórnarformann Assec. Mark kinkaði kolli, hann hafði eins og allir aðrir, heyrt getið um Herbrand lávarð. — En eftir þennan hádegis- verð með hr. Rick, bauð hr. Rick honum vinnu við kanadiska Assec og fékk Herbrand lávarð til að gefa hann lausan. Þetta er stórt verk og Michael var af- skaplega hrifinn. Og ég líka. En 'hann gekk með þá heimskulegu hugmynd að hann ætti þessa at- vinnu Edith að þakka. Svo þurfti ég að fara aftur í heim- sókn til mömmu, og fyrirætlun- in hjá Edith tókst betur en hún hafði nokkurn tima vonað. — Ég skil, sagði Mark. — Þú eimsækir hana mömmu þína tals vert oft? — Þú skilur, að hún var veik og vill þá gjarnan hafa ein- hverja okkar hjá sér. — Og var svo annað boð? — Michael bauð Edith út í kvöldverð. Og þá . . . þá skeði það. — Sagði Michael þér frá því? — Já, já, og hann var afskap lega aumur. Eða það sagðist hann vera. Og blaðraði eitthvað um, að hann stæði í þakklætis- skuld við Edith. Og kom með alls konar afsakanir. Sally leit á Mark, rjóð af reiði. — Hvernig hann hefði leiðzt í freistni og ég hvergi nærri, og svona gæti alltaf komið fyrir og eitt einasta hliðarhopp gæti ekki verið svo sérlega alvarlegt. -— En þér finnst það alvar- legt ? Sally þaut upp. — Vitanlega finnst mér það alvarlegt! Til hvers eru hjú- skaparheit? Til þess að rjúfa þau, hvenær sem manni dettur í hug? Michael kann að halda það en ég er bara ekki á sama máli. Þú ætlast sjálfsagt til, að ég fari að fyrirgefa honum? Skriistofustúlka Heildverzlun i Miðborginni óskar að ráða stúlku til að annast símavörzlu og vélritun á nótum. Vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Þarf að vera reglusöm og traust. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu Félags íslenzkra stórkaupmanna, Tjarnar- götu 14 fyrir 12. september n.k. Skrifstofa F.i.S. OHTSU GÆÐi Verð m/ söluskatti: 825—20—12 PR 900—20—12 — 900—20—14 — 1000—20—12 — 1000—20—14 — 1100—20—14 — KR. 9.050.- — 10.510,- — 11.560,- — 12.750,- — 14.020.- — 15.150,- OHTSU VERD Einkaumboð: (íriJpn O.GLJaAonF -5 IKI fi/VUMATINN WWm” askubTi liVocit YOUK )DARSrr. GRÍSA KÓTK LKTTI GRILL\ÐA KJI 'TKJJNGA ROAST BEEF GI iJÐARSTI J KT IAMB HAM BORGARA DJIJPSTEIK'I'AN FISK R .v u/hir!ti>i<Mira ut 14 xími 38550 r Hrúturinn, 21. tnarz — 19. apríl. Starf þitt verður æ vandasamara. Ráðamenn vilja gjarnan ljá þér eyra, svo að þú skalt endilega skýra málefni þín. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Tilfinningapressan neyðir þig til að leggja spilin á borðið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Það virðist allt of margt ganga á í dag, tii að hægt sé að ein- beita sér að neinu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það skaðar ekki að sýna fólki smá tillitssemi á stundum. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Fjárreiður eru það eina, sem getur skyggt á gleði þína i dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. j>ú kemur betur auga á smáatriðin en fólkið í kringum þig. Gefðu því tækifæri til að kanna málin. Vogin, 23. september — 22. október. Nú er góður tími til að fást við áhrifafólk. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þér virðast vinir þínir hópast saman gegn þér framan af, og þú fáir ekki þínu framgengt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Það eru svo margir, sem vilja Ijá þér lið, að þú gerist of kröfu- harður. SteingeitSn, 22. desember — 19. janúar. Nú miðar þér fyrst eitthvað í áttina að langþráðu marki. Fólk er þér velviljað. Gakktu ekki of langt, heldur láttu allt hafa sinn gang. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Byrjaðu snemma á verkinu og hamastu þar til er náð er settu marki. Hættu þá, og reyndu að skemmta þér smástund. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Fólkið í kringum þig er ekki allt sammála um, hvernig vinna skuli verkin, og því fer ver. Þú verður að láta eitthvað af mörkum, og þolinmæði þína kunna allir að meta. ^ þohnmæði þma kunna allir að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.