Morgunblaðið - 08.09.1970, Page 24

Morgunblaðið - 08.09.1970, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRTÐJUOAGUR 8 SEPTEMBER 1970 reyndi að róa hana og svo náði hún sér sæmilega. Síðan ók ég henni heim. Seinna skrifaði hún mér þakkarbréf og sagðist hafa verið veik og út úr jafnvægi. — Þetta glas, sagði Raeburn. — Haldið þér, að þetta hafi bara verið rugl í henni, eða var hún það veik, að hún hefði getað ver ið með ofskynjanir: — Það veit ég ekki, sagði of- urstinn hóglega. — En þessi skurður á enninu á henni var vafalaust eftir glas. Mark rétti úr sér. — Eruð þér viss um það? — Alveg handviss. Það voru ofurlitlar gleragnir í skurðinum þegar ég bjó um hann. Þær voru auðvitað mjög litlar, en ég er bú inn að búa um það mörg sár, að ég tek eftir öðru eins. legt að sjá konu svona á sig komna — og hún hafði ástríðu til að segja kjaftasögur. Ég hafði áður heyrt hana koma með ásak anir, sem voru ekki annað en fjarstæða. Og svo er Desmond ekki þannig maður — ég gæti ekki hugsað mér hann berja konu með köldu blóði, og hvað heitt blóð snetrir, þá býst ég ekki við að hann eigi það til. En frú Desmond var svo illa á sig komin, að ég fór með hana hingað heim. Jæja, hún hafði meitt sig á höfðinu og ég bjó um það og hitaði henni og — Ég skil. En trúðuð þér þess ari sögu hennar þá? Að maður inn hennar hefði barið hana? — Já. Þvi miður trúði ég því. Þegar hún fór, var hún orðin miklu rólegri, en endurtók þá, að maðurinn sinn hefði barið sig, en bað mig að segja engum frá því. Ég held hún hafi sagt satt. Og auk þess held ég, að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn, sem slíkt og þvílíkt kom fyrir. — Og þér hafið vitanlega eng um sagt þetta? — Ég forðaðist að lofa henni neinu. Mér fannst málið ætti að í£!' Heill___ með carmen camnen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstig 26, sími 19800, Rvk, 1 búð/in og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630v^ ELDURINN GERIR EKKI BOD Á UNDAN SÉR SLÖKKVITÆKI Veljið þá stærð og gerð slökkvitækja, sem hæfa þeim tegund- um eldhættu sem ógna yður. Við bendum sérstaklega á þurr- duftstæki fyrir alla þrjá eldhættuflokkana. A flokkur: Viður, pappír og föt. B flokkur: Eldfimir vökvar. C. flokkur: Rafmagns- eldar. Gerum einnig tilboð í viðvörunarkerfi og staðbundin slökkvikerfi. VESTURGATA 3 REYKJAVlK STMI 22235 vera opið, henni sjálfri til verndar. En hún var það ringl- uð, að hún hefur sjálfsagt ekk- ert tekið eftir, hvort ég lofaði henni nokkru. En vitanlega sagði ég þetta engum meðan hún var enn lifandi. — Meðan hún var lifandi ? — Já. Werner fulltrúi kom til mín í gær, og ég sagði honum það. ítalska stúlkan hjá Desmond vísaði Raeburn inn í setustofuna. Hér var enn ein setustofan í Wimbledon, með útsýni yfir Al- menninginn. Þetta var skemmti- leg stofa, sem við fyrstu sýn virtist búin mjög dýrum hús- gögnum, eins og hjá Guest, en við nánari athugun sást, að hún var bara slynglega búin. Ekkert þarna inni var mjög dýrt. Rae- burn renndi augunum yfir myndirnar uppi á slaghörpunni, og staðnæmdist við brúðkaups- mynd af þeim Edith og Alec. Edith var brosandi — hún var mjög glæsileg og ánægð með sjálfa sig — en þarna var hún ung og óspillt, og mjög falleg. Alec Desmond var mjög settleg- ur og prúðbúinn, hann brosti tví ræðu brosi. Mark áttaði sig á því, að hann var snotur maður, svo að það var engin furða þó að Edith, sem kannski hafði þá þegar verið eitthvað óstöðug í rásinni, hafði gefið sig á vald manni, sem hún taldi geta ráðið við hvað sem fyrir kæmi. Mark pírði betur á myndina og komst að þeirri niðurstöðu, að Alec Desmond gæti verið hættulegur andstæðingur. — Gott kvöld! Desmond var kominn inn í stofuna hljóðlega, og enda þótt Mark hefði verið fljótur að rétta úr sér og líta af myndinni, var hann ekki viss um, hvort Alec hefði séð hann vera að skoða hana. Einhvern veg- inn fannst honum sem Desmond væri ekki um þetta gefið. — Gott kvöld. — Viljið þér fá glas af sérri? Röddin var kurteisleg en ekki neitt vingjarnleg. — Nei, þakka yður fyrir. Hann ákvað að ganga beint að efninu. Sjá, hvort hann gæti haft eitthvað upp úr Desmond. Hann hafði séð svo marga menn yfir- heyrða og þaulspurða, og oft sýndi það sig, að menn með harða skel, eins og Desmond, voru linir þegar inn úr þeirri skel var komið. — Ég þarf vonandi ekki að taka fram við yður, að það er nauðsynlegt að sýna ráðunaut- um sínum fullkomna hreinskilni. — Að sjálfsögðu. Það var eins og augnabrúnirnar á Des- mond lyftust ofurlítið. — Ég var rétt að tala við hann Clayton ofursta. — Einmitt. — Hann sagði mér frá þvi, að fyrir nokkrum mánuðum hefði hann fundið konuna yðar úti á Almenningnum, eitt kvöld. Hún var grátandi og alveg frá sér og með skurð á enninu. Hann bjó um skurðinn. Það voru glerbrot í honum. Raeburn þagnaði til þess að hinn gæti komizt að með einhverja athugasemd, en Des- mond bara beið, varkár en að því er virtist rólegur, eins og góður pókerspilari. Þér sögðuð frá atviki i sambandi við vín- glas, þar sem konan yðar hélt, að þér hefðuð barið sig. Þér sögðust ekki hafa barið hana. Hvernig stóð þá á glerbrotun- um í sárinu? Ef Mark hafði bú- izt við einhverjum svipbrigðum, varð hann fyrir vonbrigðum. — Ég sagði yður bara, að ég hefði ekki slegið konuna mína. Þér trúið mér ekki og ég veit svei mér ekki, hvernig ég get sannfært yður. — Þér getið sagt mér alveg nákvæmlega, hvað gerðist. — Vissulega. Við Edith vorum í kvöldverðarboði hjá fólki þetta kvöld. Það var fólk, sem við þekktum ekkert sérlega vel. Þarna var talsvert drukkið fyr- ir mat og ekki síður með matn- um. Svo sátum við öll í setu- stofunni eftir matinn og þá fór Edith að láta ófriðlega. Hún hafði verið talsvert æst og talað mikið og svo barst talið að ein- Komið inn og fáið glas með okkur. — Við vorum svo heppinn að einu málverki hefur verið stolið. hverju sem stóð í blöðunum um þær mundir. Það var um konu — heldur af skárra taginu — sem hafði verið sett í fangelsi fyrir búðarþjófnað, og sumum fannst þetta vera harður dóm- ur. Einn karlmannanna, sem lagði orð í belg um málið, sagði, að þetta væri ekki annað eða meira en hún ætti skilið, og eitt- hvað í þá átt. Þá réðst Edith snögglega að honum — og sagði, að hann hefði engar mannlegar tilfinningar, og karlmenn eins og hann væru ruddar og hræsn- arar. Svo fór hún að gráta og hljóp út. Ég baðst afsökunar á þessu og fór með hana heim. Henni leið hræðilega — hríð- skalf og grét og talaði vitleysu. Ég kom henni inn og gaf henni vænan skammt af svefntöflum og heita mjólk. Hún bað um konjak og ég gaf henni dálítið. Þá vildi hún fá meira. Þetta var hérna inni í stofunni. Glasabakkinn stóð þar sem hann stendur núna. Edith stóð upp og gekk að honum. Hún var óstöðug á fótunum. Hún tók flösku og hellti í glas. Ég gekk til hennar og reyndi að taka það af henni. Þér skiljið, að henni leið svo hræðilega eftir að hafa drukkið sig fulla. Með rífandi höfuðverk og velgju. En svo fékk hún líka löng þunglyndis- köst með sjálfsmorðshugleiðing- um. Ég reyndi að taka af henni glasið. Ég var rétt búinn að festa fingur á því — jæja — ég skal sýna yður. Desmond stóð upp. Hann gekk yfir að bakkanum og tók upp glas. — Nú stend ég eins og Edith stóð. Viljið þér koma og reyna að taka af mér glasið? Raeburn stóð upp, gekk til Desmonds og greip um glasið. Sem snöggvast horfðust þeir í augu. Desmond sagði: — Þá greip Allar tegundir i útvarpstækl, vasaljós 03 lelk- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins f heildsölu til veralana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvfk. — Síml 2 28 12. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú skalt gera ráð fyrir einhverjum ósammála, en að öðru leyti gengur dagurinn vel. Leggðu þig allan fram. Þú ættir að geta haldið upp á eitthvað í kvöld. Nauiið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að vinna eins mikið frá eigin brjósti og mögulegt er og flýttu fyrir þér. En forðastu róttækar breytingar seinni partinn. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Gerðu endurbætur á heimili þínu. Nýjar hugmyndir þrífast vel, ef allir eru skilningsríkir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Skap þitt hefur algeran forgang í dag. Reyndu að lofa eðlisávísun þinni að taka forystuna um sinn. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þrátt fyrir alla smekkvísi þína skaltu ekki gleyma að gera hreint fyrir þínum dyrum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að taka í notkun vel gerðar áætlanir þínir, og láttu þær vera dálítið langvinnar. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að vinna eftir straum gærdagsins eins lengi og þú getur. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Nú skaltu endilega gera allt eins cinfalt og þú getur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Svo lengi sem þú heldur þig við það verk, sem þú átt að vinna, færðu næga aðstoð. SteingeitSn, 22. desember — 19. janúar. Viðskiptamálin virðast þér núna vera dálítið illa skipulögð. Gerðu ráð fyrir að geta gengið frá þeim, þótt síðar verði. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Hugmyndir þínar virðast ekki vera sérlega hagkvæmar í dag, en þú gætir aukið á hæfni þína með ástundunarsemi. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Gerðu skrá yfir það, sem þú átt að sinna, og fleiri en eitt sjónar- mið koma til greina. Leggðu vel við hlustirnar, og taktu vel undir það, sem þú heyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.