Morgunblaðið - 10.09.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPT. 1970 17 Pophátíðin mikla á Isle of Wright: Umsjéfl SliFÉ HALLDáBSSON „það er óhollt að þvo sér” - sagði einn “atvinnuhippinn44 SÍÐARI GREIN En þó að mörgum finnist vafa laust nóg um skemmdarverk, eiturlyfjaneyzlu og annan ósóma á pophátíðinni á Isle of Wight, þá má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd, að svona hátíð getur haft sínar skemmtilegu hliðar. Kjaftasögurnar þutu með eld- ingarhraða um hátiðarsvæðið. Fimm George Harrison sáust, fjórir Ringóar (hann var raun- ar í Nice í Frakklandi) og tveir John Lennon. Allir þóttust sjá Bítlana vegna þess, að Ports- mouth-blaðið hafði slegið þeirri fregn upp á forsiðu, að Bítlarn- ir ætluðu allir með tölu að vera á hátíðinni. Reyndar kom eng- inn þeirra, en þeir voru hins vegar fjölmargir, sem þóttust hafa séð þá á svæðinu. Eins og að líkum lét, týndu ýmsir farangri sinum, annað hvort í hendur þjófum eða á ein hvern annan hátt. Á hlið hins geysistóra hjálpar- og aðstoðar- sveitatjalds voru hengdir upp ótalmargir smámiðar með ýmsum átakanlegum orðsendingum. Eins og til dæmis þessari: „Hver sá, sem hefur fundið kvenfatnað, er vinsamlega beðinn um að koma honum á lögreglustöðina. Ég verð að fá fötin mín.“ Eða þessi: „Tvær ungar stúlk ur óskast til að deila tjaldi með Keith og Mick. Áhugasamir um sækiendur vinsamlega gangi inn fyrir.“ Og klæðaburðurinn var í hæsta máta furðulegur. Piltur í bleikri, gegnsærri skyrtu, gulum buxum með skálmum niður að hnjám, þykkri loðkápu og með hárið bundið aftur fyrir hnakka með slaufu, benti á lítinn mann með risastóran Mexíkana-hatt, sem faldi gjörsamlega efri hiuta líkamans, og hrópaði upp yfir sig: „Ilvað menn geta verið fúrðulegir til fara.“ Sumir hippanna höfðu engan sérstakan áhuga á hreinlæti. Einn þeirra sagði við blaða- mann: „Þið blaðamenn eruð al- gerir lúðar. Þið látið fóikið halda. að við séum einskis nýt- ir drulludelar." Síðan sagði hann blaðamanninum, að hann hefði ekki unnið í þrjú ár og hann teldi, að það væri óhollt að þvo sér. Tónlistin var að sjálfsögðu mik’ivægasta atriði hátíðarinn- ar. Alls áttu meira en 30 hljóm- sveitir og listamenn að flytja tóniist sina bá þrjá daga, sem aða’hátíðin stóð yfir. Tvær eða þriár hljómsveitir gátu þó ekki leik’ð af einhverjum ástæðum, en fó'kið tók satt að segja varla eftir því. Á föstudeginum hófst flutningurion fljótlega eftir klukkan eitt og voru þekktustu hljómsveitirnar þann daginn Taste, Chicago og Family og ekki voru undirtektirnar, sem þær fengu, af verra taginu. Chi- cago flutti helztu lögin af hin- um vinsælu hæggengu hljóm- plötum sínum við mikinn fögn- uð áheýrenda. Taste, írskt blúes tríó, lék í hálfan annan tíma og var eiginlega um eitt langt gítar sóló að ræða allan timann. Fami ly s'-'ndi og sannaði enn einu Sinni, að hljómsveitin á lítinn veg ófarinn upp í hóp beztu hljómsveita Bretlands. Tónlistar- flutningurinn fór heldur fram úr áætlun, lauk um klukkan hálf fimm um nóttina. Á laugardeginum átti tónlist- arflutningurinn að standa i tólf tíma, frá tólf til tólf. En miklir umferðarhnútar töfðu mjög fyrir aðflutningi listamanna og hljóð færa og því fór áætlunin öll úr skorðum. John Sebastian, fyrrum fyrirliði Lovin’ Spoon- ful, lék á gítarinn sinn og söng í hálfan annan tima í upphafi. Hann var stöðugt klappaður upp á ný, þegar hann hafði lok- ið við að syngja, og á endanum varð hann svo hrærður af þess- um móttökum, að hann táraðist og gafst upp og gat ekki leikið lengur. Fyrir mér var leikur hans hápunktur hátíðarinnar. Ten Years After sýndi svo ekki varð um villzt, að hljómsveitin er einhver sú allra bezta í heim- inum. Joni Mitchell heillaði alla með ljúfum söng. Tiny Tim reyndist skemmtilegur áheymar, en reyndar lélegur tónlistarmað ur og undirleikararnir hans al- veg hörmulegir. Hann fékk alla til að syngja með í laginu „There’ll always be an Eng- land“ og komst þá áhorfenda- skarinn í gott stuð. Emerson, Lake og Palmer brugðust ekki vonum manna, Emerson var hinn ókrýndi konungur raf- magnsorgelsins. Ég heyrði lítið í Doors, því þeir komust ekki að fyrr en klukkan 1.30 um nótt- ina, Who komu næstir á eftir klukkan 3.30 og klukkan 6.30 komu Sly & the Family Stone, en þessa nótt sváfu tugþúsund- ir svefni hinna örþreyttu. Á sunnudaginn fór öll áætl- un úr skorðum sem fyrr, en þá var langur listi af topplistamönn um, sem voru hver öðrum betri. Donovan með nýja hljómsveit, Open Road, hinir frábæru Moody Blues, Free, Jethro Tull, Jimi Hendrix, o.-fl. Allt heims- þekkt nöfn, enda var flutning- ur þeirra stórkostlegur. Dono- van og Ian Anderson, fyrirliði Jethro Tull, reyndust báðir mikl ir grínistar og Moody Blues kiknuðu ekki undir nafninu „minnsta sinfóníuhljómsveit heims". Free sýndi glöggt hvers vegna hljómsveitin hefur þotið svo hratt upp á stjörnuhimin- inn. Hendrix spilaði í rúma tvo tima við frábærar undirtekt- ir, en um það leyti sem leik hans var að ljúka, yfirgaf ég hátíðina. Þá voru síðustu forvöð að koma sér í burtu áður en öll skriðan færi af stað og því missti ég af listafólkinu Joan Baez, Leonard Cohen og Richie Havens. Feginn hefði ég viljað hlusta á þau, en engin tök voru á því. Joan Baez stóð sig ann- ars með prýði og hélt áheyr- endum algjörlega hugföngnum í klukkutíma, enda geysimikil söngkona. Hátíðinni lauk með því að Richei Havens og allir viðstaddir sungu Hare Krishna. Og þó ekki allir. Nokkur hundr- uð dólgar voru önnum kafnir við að brjóta niður girðingar og sölubúðir. Friðarsöngur unga fólksins kom þeim ekkert við. Alltaf finnast einhverjir, sem ekki þola frið. Free — ein vinsælasta hljómsveitin í Bretlandi þessar vikurnar. Lögregiuþjónar og verðir standa yfir rústunum af þriggja metra hárri bárujárnsgirðingu, sem snaróðir liippar rifu niður tii að komast inn á svæðið. Útsýnið af hæðinni. Á myndinni sjást líklega um 100 þúsund manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.