Morgunblaðið - 10.09.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1970, Blaðsíða 24
MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPT. 1970 ^4 ekki nafnið mitt svo Werner heyri. — Ég læt Werner aldrei heyra neitt, ef hjá því verður komizt. Löng þögn og það var stein- hljóð í teppalögðu stofunni hjá Guest. Mínútur liðu. — Mark? — Já. Hlustaðu nú á, Pete, hvað um þennan Theótocopoolis ? — Ég get ekkert sagt þér um hann, Mark. — Hefur hann fengið dóma fyrir að ráðast á kvenfólk? — Já, sjáðu til . . . ég skal hringja til þín seinna. — Inna* klukkutíma? — Allt í lagi. Raeburn gaf honum númerið og gekk inn i setustofuna. Þar stóð stór kanna með appelsínusafa og 13. — Ég heiti Raeburn. — Eruð þér sá Raeburn, sem var áður í lögreglunni? — Stendur heima. — Peter Loder hefur talað um yður. Ýg skal reyna að ná í hann. En ég býst við, að hann sé inni hjá Werner. — 1 guðs bænum, nefnið þér NAUÐSYNLEG BOK TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF glas. Meðan hann var að hvolfa þessu í sig, sá hann bíl Walters beygja inn á stuttu, malbornu brautina. Fáum mínútum síðar kom Walter inn. — Halló Mark! Þetta er sjálf- sagt appelsínusafi? — Já. — Fáðu eitthvað almennilegt að drekka — eitthvað sem bragð er að. — Nei, þakka þér fyrir. Ekki í vinnunni. Gamall siður úr lög- reglunni. — Vondur siður það. Walter fór að blanda sér í glas. — Hvað er að frétta? — Lögreglan er að leita lúsa á einhverjum Kýpurbúa. Hann hefur þegar verið þekktur sem sekur um þessar tvær fyrri árás ir, og hefur fengið dóm fyrir að ónáða kvenfólk. Lögreglan er þegar búin að kalla Desmond fyrir, til þess að vita, hvort hann þekkir nokkra muni frá Edith í fórum hans. Walter lét stykki af appelsínuberki detta ofan i glasið, fyllti það siðan og saup á. — Ef Alec kannast við eitt- hvað hjá honum, ætti það að verða næg sönnun, er það ekki? Hann talaði alvarlega og horfði niður í glasið. Stúlka óskast Stórt iðnaðarfyrirtæki í hjarta borgarinnar, óskar að ráða stúlku til vélritunar- og almennra skifstofustafa. Vezlunarskólapróf eða hliðstæð menntun áskrlin. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m. merkt; „4073". Vélrifunarstúlka Tryggingarfélag óskar að ráða nú þegar stúlku vana vélritun og almennum skrifstofustörfum. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir mánudagskvöld merkt; „Vélritunar- stúlka — 4072". DANSKAR TERY LENE-KÁPUR OC ÚLPUR m TIZKUSKEMMAN lio AMERISKAR LODKÁPUR OC VINYL-JAKKAR & vas. st fe TÍZKUSKEMMAN <fj — Já, og þarf kannski ekki einu sinni til. — Kannski. Sennilega hefur lögreglan eitthvað, sem getur sett manninn í samband við morðið á Edith Desmond. En ekki veit ég, hvað það gæti ver- ið. Walter saup á aftur. — Nei, vitanlega ekki. Sem lögfræðingur geri ég mér það ljóst. En — fjandinn hafi það allt saman — svona er það sennilega. Ég hef nú ekki feng- izt neitt við glæpamál, en eru ekki flest morð nákvæmlega það, sem þau líta út fyrir að vera? Þegar konulík finnst undir eld- húsgólfinu, er það alltaf eigin- maðurinn. Þegar einhver kynæð ingur kyrkir konu, þá er það kynæðingur. — Þetta er sjálfsagt rétt hjá þér. Og Peter Loder, sem er að vinna við þetta, heldur einmitt að svo sé. — Ég get bara ekki skilið, hvernig lögreglunni hefur nokk urntíma getað dottið nokkuð annað í hug. Fáðu þér viskí, Mark. Þú ert ekki neitt að vinna núna. Walter brosti. En svo, þeg ar hann leit á Mark, hætti hann að brosa. —■ Þú heldur þó vænt- anlega ekki í fullri alvöru, að Alec Desmond hafi kálað Edith ? — Sannast að segja veit ég ekkert, hvað ég held. En athug- aðu þetta, Walter. Ef nú Peter Loder hringir eftir tíu mínútur og segir, að Desmond hafi kann azt við veski og armband, sem Edith hafi átt, hvað þá? — Nú, þá ákærir lögreglan Theotocopoulis fyrir morð. — Vitanlega. Og þá gæti ekk ert bjargað honum. Walter hugs aði sig um andartak. — Nú, jæja. Kviðdómurinn mundi nú ekkert vita um dóm- ana hans. En ef stúlkan og Alec héldu fast við framburð sinn, mundi það nægja. Og ef eitt- hvað fleira kæmi fram — svo sem klór á andlitinu á honum — þá væri úti um hann. Finnst þér það ekki? — Vist svo. Og Desmond væri leystur af öllum grun. —- Vitanlega. Og hvað allan almenning snertir, þá mundi eng inn vita, að nokkur grunur hefði nokkurntíma verið fyrir hendi. — Einmitt. En hugsaðu þér nú bara, Walter — rétt hugsaðu þér það til þess að drepa tím- ann — að Alec hafi myrt kon- una sína. — Já, hugsum okkur það bara. — Þá hefur hann mikla freist ingu til að kannast við einhvern hlut úr fórum mannsins. Og ef hann hefur myrt konuna sína, er ólíklegt, að hann standist þá freistingu. Nú varð þögn og Walter hleypti brúnum. — Þú hugsar alltaf það versta, sagði hann dræmt. — Ég á talsverð samskipti við glæpamenn. — Enginn lögfræðingur mundi dirfast að verja manninn, með því að gefa neitt í skyn, sem gæti orðið Desmond til foráttu. Það hefur ekkert komið fram, honum til hnjóðs — nema eitt- hvert kjaftæði um, að hann hafi rifizt við hana. Og kviðdóm endur hræðast kynæðinga. Des- mond verður pislarvottur í þeirra augum, — maður, sem hef ur orðið að þola annað eins og þetta. Hann verður eins konar heilög kýr. — Kannski honum hafi sjálf- um dottið það í hug, sagði Mark. Síminn hringdi. — Guð minn góður, sagði Walt er, ég veit varla, hvað ég vildi frétta. Hann tók símann og kink aði svo kolli til Marks. — Þetta er hann Loder og vill tala við þig. Mark tók glasið sitt með sér að símanum — hann var enn þyrstur og fötin hans gegndrepa af svita. — Pete? Mark hér. — Ég hef lítinn tíma, Mark. Önnum kafinn upp fyrir haus. Loder virtist snöggur og áhyggjufullur. Síðan þetta morð var framið, höfum við alltaf ver ið að elta uppi menn, sem eru nýsloppnir úr fangelsi fyrir að hafa ráðizt á kvenfólk. Og þann ig náðum við í Theotocopoulis. Og hér er vottorðið um að þú ert ekki lengur haldinn stelsýki. Þegar við fréttum, að hann væri nýfluttur til Wimbledon, varð hann númer eitt hjá okkur. Við tókum hann því fastan og stúlkan þekkti hann aftur. Hún gekk beint að honum í hópnum og bauðst til að leggja eið út á það. Maðurinn hefur fengið þrjá dóma. Hann reyndi að koma með fjarverusönnun fyrir þessa nótt — sagðist hafa verið að spila. En þegar menn- irnir, sem spurðir voru, heyrðu, að um morðákæru væri að ræða, afneituðu þeir honum samstund- is. Mín tilgáta er, að hann sé geðveikur og það verður hon- um sjálfsagt fært til málsbóta. Loder hafði romsað þessu upp, snöggt og höktandi, svo að orð- in rugluðust saman. — Kannaðist Desmond við nokkurn hlut úr fórum hans? Mark sá út undan sér, að Walter Guest gaf honum nánar gætur. — Nei. Mark horfði á Walter á móti og hristi höfuðið. — Er það áreiðanlegt? — Já. Desmond er kominn heim til sín aftur. — Hvað heldur Werner nú? — Werner segir mér nú ekki, hvað hann héldi. -— Hættu nú þessu, Pete, sagði Raeburn. Þú veizt mætavel, hvað Werner heldur. Góði vertu nú ekki að fara kring um þetta eins og köttur kring um graut- arpott. — Ég held að hann hafi eng- an grunaðan núna nema Theotocopoulis. Hann hefur ver ið að hamast á honum síðan klukkan tíu. Hann heldur, að hann muni gefa sig. — Og Desmond er þá slopp- inn? — Æ, í guðsbænum, Mark! Það veit ég ekki. Svei mér þá. Ég veit það ekki. Ég er að reyna að hjálpa þér og þá máttu ekki nauða svona í mér. Loder var alveg kominn að niðurlotum. Þannig urðu allir, sem unnu hjá Werner. — Fyrirgefðu, Pete. Ég ætl- aði ekki að ganga of hart að þér. Er Werner enn að hamast á Theotocopoulis ? — Já. — Hringdu til min aftur, ef eitthvað gerist. Hann gaf Pete númerið og lagði símann á. Rae burn sneri sér að Walter Guest. — Þú heyrðir þetta? Des- mond kannaðist ekki við neinn hlut. — Samkvæmt þínu áliti, sýn- ir það, að hann er heiðarlegur. -— Já, annaðhvort það, eða þá mjög klókur. — Of klókur. — Það eru glæpamenn oft. Raeburn saup enn á appelsínu- safanum. — Hversu vel þekkt- irðu Alec Desmond, Walter? — Ekki sérlega vel. Við höf- um verið nágrannar í fimm ár og hann hefur verið skjólstæð- ingur minn álíka lengi. Edith hefur verið það alveg síðan hún þurfti fyrst á lögfræðingi að haida. En ég þekki menn, sem voru með Alec í Oxford og hef heyrt sitt af hverju um hann. — Hvers vegna giftist hann Edith ? — Hvers vegna giftist fólk? Þú verður að muna, að Edith Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það þýðir ekki fyrir þig að beita undanbrögðum í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Það er erfitt að komast að réttri niðurstöðu í dag. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að bera kennsl á eigin t.akmarkanir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Fólk, sem er langt fjarri, er þér hjálplegt um stund. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að láta hlutdrægni fara fyrir ofan garð og neðan. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Ef þú ert að stefna að réttu marki, hjálpar það mikið að reikna dæmið rétt. Vogfin, 23. september — 22. október. Misskilningur verður fljótt til. Hafðu allt eins einfalt og þú getur. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Nú skaltu ekki gera neinar efnislegar breytingar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Misskilningur getur komið upp af svo mörgum ástæðum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Sameignir geta orðið breytingum undirorpnar, sem þú áttir ekki von á. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. I dag er fátt auglýst í fyrstu. Fáðu gleggri upplýsingar. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Þú færð betri aðstoð, ef aðrir skilja tilganginn í verki þínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.