Morgunblaðið - 10.09.1970, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.09.1970, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPT. 1970 19 — Minkar Framhald af bls. 15 búrunum og spýtir nákvæmlega réttu fóðurgildi gegnum trekt á þakinu á hverju búri. Með þessu móti kemst hver starfsmað ur yfir að sjá um 1000 dýr á dag. — Það er aðallega fisk- og sláturúrgangur, korn, vitamín og proteinábætir, sem gefnir eru. Og nýja fæðu verður að mat- reiða daglega, því að minkurinn verður að fá nýmeti. (1967 dráp ust 15.000 dýr á einum degi, af eitruðu — of gömlu — fóðri í Noregi). Höglund byggði stór frystihús og „eldhús“ á öllum sinum búum. Hann kaupir (fryst an) fiskúrgang frá Canada, dýran fisk fluttan með kæli- vögnum frá Vladivostok, og þessu hrærir hann saman við það matarkyns sem hann getur feng ið nær sér. í jan. — febr. er minkurinn bólusettur gegn garnaveiru og hvelpisýki. í marz er hleypt til og hvolparnir fæðast í maí. Þá er mesti annatími ársins — að meðaltali eiga afkvæmin að vera 3,5 sinnum fleiri en mæðurnar, en þetta bregst oft og eru ýms- ar ástæður til. 1 september verða hvolparnir kynþroska og nú fer hárvöxturinn að þéttast. 1 okt- ber er valið úr viðkomunni og minkabóndinn velur úr þann fimmtunginn, sem hann telur hæf astan til undaneldis næsta ár. Kringum 60% af öllum mink er með breytilit (mutation) og þess vegna er þetta úrval vandasamt, því að ef ekki er valið rétt, get- úr það bakað eigandanum stór- kostlegt fjárhagstjón . . . Fyrstu skinnauppboðin eru rétt fyrir jólin, en í nóv. — til miðs des. fer yrðlingadrápið fram. Á norðurlöndum eru nú rekin kringum 17.000 minkabú, en stór framleiðendur eins og Höglund eru fáir. Flestir eru þetta bænd- ur, og hafa minkarækt i hjáverk um. Danski álaveiðimaðurinn Peter Sælsen frá Jyllinge hóf minkarækt fyrir 24 árum sem tómstundavinnu. Hann hefur hlotið 1. verðlaun á hverri ein- ustu danskri skinnasýningu síð- an 1961, og þess vegna hefur hann getað selt fast að helmingi allra sinna hvolpa sem undan- eldisdýr. Þau seljast fyrir 100 n. krónur, ef þau eru af kyni, sem hlotið hefur verðlaun. En bjórinn mundi hins vegar ekki seljast fyrir nema fimmt- ung þess verðs. Sælsen selur undaneldisdýr fyrir meir en 35.000 n.kr. á ári. En til dæmis um hve margs verður að gæta í þessum bú- skap, má nefna að eitt árið urðu hvolparnir óvenju fáir hjá Sæl- sen. Hann fékk sérfróða menn til að leita uppi ástæðuna. Þá kom í ljós, að hún var sú, að þjóð- vegurinn meðfram minkabúinu hafði verið lýstur meir en áður, og þetta hafði áhrif á tímgunar- tímann. En svo var lampaskin- inu snúið burt frá búrunum og þá gekk allt vel! Loðdýraræktunarfélögin á Norðurlöndum eiga mestan heið- urinn af þeim nýtízku aðferðum sem notaðar eru í dag. Þau sjá um víðtækar rannsóknir á fóðr- un, meðferð og kynbótum. Á til- raunabúi skammt frá Uppsölum í Svíþjóð hefur tekizt að auka stærð minkanna, svo að hún komst upp i rúm 2 kg. Og nú eru þeir farnir að nota orðið „Saga-mink“ sem samheiti á úr- vals minkabjórum. — Hvað seg- ir söguþjóðin um það? Eitt mesta framlag til minka- bjórasölunnar gerði Daninn Björn Hansen, er hann tók upp nýja gæðaflokkun á skinnum, sem fylgt hefur verið í skinna- miðstöðinni í Khöfn síðan 1960. Þar er ákveðnum gæðaflokki skipað saman í „búnt“, og getur þá hæstbjóðandi í bjórakippuna fengið svo eða svo mörg skinn i einu, og verið viss um að þau séu nákvæmlega jöfn að gæðum. Það er þessu fyrirkomulagi að þakka, að skinnauppboðin í Osló, Stokkhólmi og Kaupmanna höfn (en þar selja Finnar lika sín skinn) eru nú orðin umfangs mestu uppboð heitns, á þess- ari vöru, og um leið þau, sem ganga greiðast. Þar tekur ekki nema 20 sekúndur að meðaltali að selja hverja kippu (80—300 skinn, sem eru að heita má al- veg óþekkjanleg hvert frá öðru). Einn stórkaupandi frá New York segir: „Ef ég vil ná í 180 sams konar, sérlega dökk karldýraskinn í USA, verð ég kannski að fara í þrjú minka- bú til að ná í þau. Hinsvegar get ég fengið 2000 sams konar skinn í Skandinavíu „í einum hvelli." Fyrirtæki hans kaupir 90% af öllum sínum minkabjór- um í Skandinavíu. Skinnauppboðin eru haldin i desember, janúar, marz, maí og september. Osló byrjar, þá kem- ur Khöfn og Stokkhólmur. Hvert uppboð stendur viku til tíu daga og uppboðshaldarinn talar ensku, en boðin eru gerð í gjald eyri þess lands, sem uppboðið er haldið í. 1 hinum fagra uppboðs sal í Osló sitja að jafnaði 300 kaupendur frá 20 löndum frammi fyrir uppboðshaldaranum. Hver kaupandi hefur stórletrað tölu- númer á borðinu fyrir framan sig. Þegar kippan er „slegin“ kemur númer hæstbjóðanda fram í ljósletri uppi á sviðinu. Allt verður að ganga í snar- kasti. Og alltaf er einhver flugfé- lagsfulltrúi nærstaddur til þess að sjá um eldfljóta þjónustu og sendingu á vöru, sem er háð skjótum tízkuduttlungum. Undir eins og uppboðinu lýkur eru bjórarnir komnir á fleygiferð til — New York, Frankfurt, Lond- on, Tokyo. — Til minkakápu í nútímastíl þarf 3000 sauma og 140 tima vinnu. En svo er nútima hug- viti fyrir að þakka, að færri bjóra þarf í kápuna nú en áður var og þess vegna hefur tekizt að lækka hana i verði. í ár ætti að vera hægt að fá síða kápu úr „standard mink“ fyrir eitt- hvað yfir 9000 n.kr., en tilsvar- andi kápa, gerð í gamla stíln- um, mundi kosta hálfu meira . . . Þannig segist James Hudson frá. Greinin gæti verið til fróð- leiks, bæði þeim, sem hafa áhuga á að eignast „minkafeld", en þá ekki síður hinum, sem vilja koma sér upp minkabúi. En eins og greinin að framan ber með sér, er það óráðlegt að efna til þess konar fyrirtækja af vanefnum og án kunnáttu. Frásögn Hud- sons ber með sér, að „minkabú- skapurinn" er flókin og vanda- söm atvinnugrein. Hins vegar má af henni ráða, að Island hafi ekki lakari aðstæður til þessa búskapar en hin löndin, sem nefnd eru i greininni. — Og þjóðin brenndi sig svo illilega á vankunnáttu, hirðuleysi og eftir litsleysi með lagabókstafnum hér forðum, að varla er ástæða til að ætla að hún brenni sig á sama soðinu nú. 77/ leigu TILBOÐ óskast í Volkswagen 1200 model 1970, sem er mikið skemmd- ur eftir ákeyrslu. Bifreiðin verður til sýnis að Funahöfða 7 í dag kl. 13—19. Tilboð óskast lögð inn á afgr. blaðsins merkt: „Volkswagen 1200 — 4265" fyrir 12. þ.m. TILBOÐ óskast í Mercedes Benz 200 D árg, 1962, sem er mikið skemmd eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis hjá Vöku í dag kl. 13—19. Tilboð óskast lögð inn á afgr. blaðsins merkt: „Mercedes Benz 200 D — 4266" fyrir þann 12. þ.m. Heildverzlun vantar vanan mann til útkeyrslu og lagerstarfa. Tilboð sendist Mbl fyrir laugardag merkt: „4075". Sölufólk Duglegt og lipurt sölufólk óskast strax. Upplýsingar í síma 52446. Bókhald Vön stúlka óskast til starfa við vélabókhald, sem allra fyrst. JÓN LOFTSSON H/F. Hringbraut 121, sími 10600 Málverkasýning Sigfúsar Halldórssonar í Casa Nova er opin kl. 2—10 til 13. sept. Ekki framlengd. Stórt húsnæði hentugt fyrir félagasamtök til leigu ! gamla Miðbænum. Sérstök húsvarðaríbúð fylgir með. Upplýsingar gefur Sverrir Hermannsson í sima -20625. Ú tgerðarmenn Höfum á boðstólum nýjan verksmiðju-skuttogara 830 smál. brt. með öllum nýjasta útbúnaði, ennfremur nýlega tré- og stál- báta frá ca. 90—180 smál. HEILDVERZLUNiN ÓÐINN Traðarkotssundi 3, sími: 17344—18151. Kennarastöður Kennara vantar við Gagnfræðaskólann á Seyðisfirði m.a. í stærðfræði og eðlisfræði. Ennfremur handavinnukennara stúikna við Barna- og gagn- fræðaskólann ásamt bóklegri kennslu að hálfu, Upplýsigar gefur skólastjóri næstu daga á City Hótel síma 1-86-50. Keflavík — Suðurnes Tónlistarskólinn í Keflavík tekur til starfa 1. október. Umsóknir um skólavist þurfa að hafa borist fyrir 25. sept. til Vigdísar Jakobsdóttur, sími 1529. SKÓLASTJÓRI. Skrifstofustúlka óskust Opinber stofnun óskar eftir að ráða skrifstofustúlku. Góð vélritunarkunnátta og nokkur tungumálakunnátta áskilin. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. blaðsins fyrir 15. þ.m. merktar: „Skrifstofustaf — 4076". BLÖNDUÓS - BLÖNDUÓS AÐALFUNDUR Jörundur F.U.S. í Austur-IIúnavatnssýslu heldur aðalfund sinn föstudaginn 11. sept- ember kl. 21.00 í félagsheimilinu, Blönduósi. Félagar eru hvattir til þess að mæta. Stjórnin. ISAL Óskum eftir að ráða AÐSTOÐARMANN á rannsóknarstofu til að annast efnagreiningar með nútima sjálfvirkum tækjum. Umsækjandi þarf að vera traustur, nákvæmur, öruggur og fljótur að tileinka sér mismunandi vinnuaðferðir. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Reykjavík og bókaverzlun Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar fyrir 14. september 1970. iSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVlK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.