Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPT. 1970 Sendisveinn Óskum að ráða pilt eða stúlku til sendiferða í vetur. Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 4—6. Hef opnað lögfræði- og endurskoðunarstofu að Vonarstræti 12, Reykjavík. Sími 25024. Viðtalstími kl. 3—5 virka daga, nema laugardaga. TÓMAS GUIMNARSSON, HDL., löggiltur endurskoðandi. Sælgœtis- og tóboksverzlun (sölutum) með kvöldsöluleyfi óskast til kaups nú þegar eða síðar. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Söluturn — 4221". Stúlka óskast Viljum ráða strax stúlku, vana afgreiðslustörfum og fl. (vaktavinna), einnig stúlku nokkra tíma um miðjan daginn. Upplýsingar á staðnum frá kl. 2—3 (ekki í síma). FJARKINN, Austurstræti 4. Bókhald og verzlunarbréf Tek að mér bókhald fyrir smærri fyrirtæki, þýði og skrifa dönsk og ensk verzlunarbréf. Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 42740 eftir kl. 16.00. Skólustjóru og 3 faennuru vantar að barna- og unglingaskólanum að Laugum í Dalasýslu. Iþrótta- og stærðfræðikennsla æskileg. Upplýsingar í síma 26468 kl. 16—19 í dag. Laus staða Fyrirtæki með umfangsmikil innkaup innanlands og erlendis frá óskar eftir að ráða mann til innkaupastarfa o. fl. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 20. þ.m. merkt: „Innkaup — 4080". Alþjóðlegt samstarf — til þess að koma í veg fyrir flugvélarán Fundi stjórnmálanefndar Evrópuráðsins lauk í gær STJÓRNMALANEFND Ev- rópuráðsins samþykkti á fundi sínum í Reykjavík í gærmorgun ályktun vegna hinna tíöu flugvélarána, sem átt hafa sér stað. Þar er skor- að á ríkisstjómir allra að- ildarríkja Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna að herða á ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir athafn- ir af þessu tagi, og þau ríki beitt refsiaðgerðum, sem styðja flugvélaræningjana. Fundir stjórnmálanefndar- innar hafa staðið í Alþingis- húsinu undanfarna tvo daga, en þeim lauk á hádegi í gær. Meginviðfangsefni fundarins var að gera uppkast að stjórn málayfirlýsingu, sem lögð verður fyrir næsta fund ráð- gjafaþings Evrópuráðsins. Vegna flugvélarána skæruliða Cestamóttaka Stúlku vantar í gestamóttöku á hótel hér í borginni, í 1—2 mánuði. Málakunnátta og vélritun nauðsynleg. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Hótel — 4222" fyrir mánudag. Kennarar Kennara vantar að Miðskólanum Hellissandi. Leigufrítt einbýlishús. Upplýsingar gefur skólastjórinn í sima 25787 eftir sunnudag í síma 93-6682. Skrifstofustúlku og afgreiðslustúlku vantar að opinberri stofnun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl., merktar: „Stofn- un — 448“. samtaka Palestínu-Araba síðustu daga þótti eðlilegt, að flugvéia- rán kæmu til umræðu og með- ferðar í nefndinni. 1 yfirlýsingu, sem stjórnmálanefndin gaf út í gær, lýsir nefndin yfir gremju sinni vegna hryðjuverka sem skæruliðasamtök Palestínu-Ar- aba frömdu 6. september s.l. til viðbótar þeim fjölmörgu ránum og skemmdarverkum, sem þegar hafa verið framin á farþegaflug vélum í lofti og á jörðu. Þá segir í ályktuninni, að þess • ar gerræðisfullu athafnir í stjórnmálaátökum séu brot á mannréttindum, trufli frjálsar flugferðir og séu ennfremur glæpur gegn mannkyninu og stofni lífi saklausra borgara í hættu. Eins og áður segir skorar stjórnmálanefndin einnig á rík- isstjórnir aðildarríkja Evrópu- ráðsins og Sameinuðu þjóðanna að herða á ráðstöfunum til þess að hindra og refsa fyrir glæp- samleg verk af þessu tagi og koma við refsiaðgerðum gegn þeim ríkjum, sem taka þátt í þessum aðgerðum. . Þá segir í ályktuninni, að flug vélarán verði því aðeins stöðv- uð, að til komi víðtækar alþjóð- legar aðgerðir. Af þeim sökum telur nefndin, að alþjóðasamtök og þá sérstaklega Sameinuðu þjóðirnar og Öryggisráðið eigi nú þegar að gera ráðstafanir til að stöðva þessar árásaraðgerð- ir. Fundir í stjórnmálanefndinni eru venjulega haldnir fyrir fund ráðgjafaþingsins til þess að gera drög að stjórnmálaályktun; nefndin mun koma aftur saman að viku liðinni til áframhaldandi umræðna um stjórnmálaályktun ina, en ráðgjafaþingið hefst 20. þessa mánaðar. Að þessu sinni var rætt um fyrirhugaða stækk un Efnahagsbandalagsins og stjórnmálalega einingu Evrópu. Þá var rætt um samstarf aust- urs og vesturs með tilliti til griðasáttmála V-Þýzkalands og Sovétríkjanna. Einnig var fjall- að um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart stjórnmálalegri einingu Evrópu. Fund stjórnmálanefndarinnar sat Oliver Reverdin, forseti ráð- Aðstoð við unglinga í framhaldsskólum Málaskólinn Mímir aðstoðar unglinga í framhaldsskólum. Fá nemendur kennslu í ENSKU, DÖNSKU, STÆRÐFRÆÐI, EÐLIS- FRÆÐI, STAFSETNINGU og „íslenzkri mál- fræði“. Velja nemendur sjálfir námsgreinar sínar. Eru hjálparflokkar þessir einkum heppilegir fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk gagnfræðaskólanna. Sérstakar deildir eru fyrir þá sem taka landspróf. Við viljum eindregið hvetja nemendur til að hefja nám sitt strax í haust. Reynsla okkar er sú, að nemendur sækja yfirleitt um aðstoð allt of seint — síðari hluta vetrar, þegar skammt er til prófs. Fjöldi þeirra hefur engin skilyrði til að læra á svo skömmum tíma námsefni sem þeir eiga að skila á prófi. Hringið milli kl. 1 og 7 e.h. ef þér óskð eftir nánari upplýsingum. Sími 10004 og 11109 Málaskólinn Mímir Brautarholti 4. gjafaþings Evrópu. Fulltrúi Is- lands í nefndinni er Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðing ur. Dregið í Happdrætti Háskólans FIMMTUDAGINN 10. sepfcember var d reg’fó í 9. floikki Happ- drættis Háskólia íslainds. Dreign- ir voru 4,600 vinimgar að fjáx- hæð sextán milljóimr króna. Hæsti v imnánjgiu rinin, fjórir 500,000 króna vininiinigiar, kornu á númer 30828. Voru allir fjór- ir miðiamiir sieliddr í Aðaluim- boðin-u, Tjarraargwtiu 4. 100,000 krónur koamu á fjóra heil mdða núimier 38265, sietm allir voru sieldir í uimiboðd Frímainns Fríimainn,sisioniar í Hafniarhúsdniu. 10 þús. kr. 165 537 1808 2528 2780 2917 3557 4777 6875 7734 8822 9319 14971 15041 15214 16147 16912 17081 18213 18739 19331 19708 19743 20312 21365 22525 22615 22659 24265 25312 25314 26068 26943 27759 27556 27749 28992 30827 3082» 31016 32292 3268P 34144 34784 36648 37913 39342 41585 41689 41756 43019 43147 44062 44254 44323 44973 46688 48982 49646 49651 50863 51047 51968 52338 52596 52782 - 59752. 53611 54431 55694 58608

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.