Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 20
20 MORGXJNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPT. 1970 Húsmæðrakennaraskófi islands Háuhlíð 9, óskar að taka á leigu stofu í ná- grenni skólans. Hringið í síma 16145 kl. 10—12 virka daga. Rafvélavirkjar Viljum ráða vanan rafvélavirkja strax. Eiginhandarumsókn sendist blaðinu fyrir 20 þ.m. merkt: „4077". Skrifstofustarf Kona óskar eftir skrifstofustarfi strax. 7 ára reynsla í bók- haldi, bréfaskriftum, launaútreikningi og öllum almennum skrif- stofustörfum. Tungumálakunnátta og bílpróf. Upplýsingar í síma 33510. Endurskoðunarsfarf Opinber stofnun óskar eftir að ráða til endurskoðunarstarfa mann vanan bókhaldi, helzt viðskiptafræðing eða löggiltan endurskoðanda. Umsókn merkt: „Endurskoðun — 4268". sendist afgreiðslu blaðsins. FYLGDU MÉR REGNDROPAR FALLA ( við hvert £et ) Ný hljómplata Fálkinn hí. hljómplötudeild — Minning Bjarni Framhald af bls. ÍS an heilsan leyfði. Hér syðra vegnaði þeim hjónum vel. Börn- in höfðu menntazt vel og studdu svo foreldra sína í ell- inni. Börn þeirra eru þessi tal- in í aldursröð: Jón Ingiberg, full trúi hjá Kaupmannasamtökum Islands og ritstjóri Verzlunartíð inda, giftur Lilju Maríusdóttur. Guðmundur, skógræktarmaður, giftur Bryndísi Víglundsdóttur. Nú búsett í Bandaríkjunum. Elísabet, ógift, nú i Bandaríkj- unum. Ivar, handavinnukennari, starfsmaður hjá Eggert Krist- jánsson & co., giftur Helgu Sig- urðardóttur. Gunnar, leiktjalda- málari, giftur Hrönn Aðalsteins dóttur. Hulda fósturdóttir þeirra hjóna, félagsráðgjafi, gift Vxði Kristinssyni kennara. Sjálfsagt verður það talin of- rausn hjá mér að hæla þessum frændsystkinum mínum, en það hygg ég að þau séu öll hinir nýtustu menn og ágætir borgar- ar síns bæjarfélags. Barnabörn Bjarna og Jónu eru nú 17. Afa þótti afarvænt um þau öll, og það hygg ég, að frá þeim hafi stafað síðustu geislarnir, er hann skynjaði í þessum heimi. Bjarni var ágætlega greindur maður, námfús, bókhneigður og ljóðelskur. Hann hlaut hið bezta uppeldi hjá greindum og góðum foreldrum, en um skólagöngu var ekki að ræða fyrr en Núps- skóla og Hvanneyrarskóla, sem fyrr er greint. En ég þykist þess viss, að hefði Bjarni verið ung- ur nú, þá hefði hann stundað langskólanám og fengist við bók menntir, listir eða vísindi, því að hann var maður gjörhugull, sem vildi brjóta hvert mál til mergj- ar, en andvígur hvers kyns yfir- borðsmennsku og hundavaðs- hætti. Hann las mikið alla tíð góðar bókmenntir, einkum voru aldamótaskáldin honum kær og vitnaði hann oft í ljóð þeirra, bæði í ræðu og riti. Hann var vel máli farinn og prýðilega rit- fær, svo sem margar ritgerðir hans um menn og málefni bera gleggstan vott um. Seinni árin ritaði hann í blöð margar minningargreinar um samferðamenn sína, lífs og liðna. Bjarni var vinsæll maður og vel metinn, prúður í framkomu, við- mótshlýr og skemmtilegur í við- ræðum. Hann átti kímnigáfu góða og var oft hnyttinn í til- svörum og orðheppinn. Aldrei sá ég hann skipta skapi, en vissi þó að hann var all skapríkur. Hann var dulur í skapi og flík- aði ekki sínum tilfinningum. Aldrei heyrði ég hann hallmæla öðrum, en oft bar hann klæði á vopn er menn deildu í návist hans. Hann var maður mjög orð- hagur og skáldmæltur, en lét lít- ið á því bera alla tíð. Bjarni var félagshyggjumaður að eðlisfari og tók mikinn þátt í ungmennafélagshreyfingunni og góðtemplarafélagsstúku, sem fyrr er sagt. Hann var lengi í stjórn ungmennafélaganna í sveit sinni, og mörg ár ritari í stjórn Héraðssambands Ung- mennafélaga Vestfjarða, og er nú heiðursfélagi þess, einnig var hann heiðursfélagi UMF Vor- blóms á Ingjaldssandi og átt- hagafélags Inggjaldssands. Þá var hann og mörg ár í sóknar- nefndum, hreppsnefnd og í stjórnum búnaðarfélaga í sveit sinni. Hér syðra gaf hann sig lítt að féiagsmálum, enda þá aldraður orðinn. Þó starfaði hann í Bræðrafélagi Langholts- safnaðar og aðstoðaði kirkju- vörð við messugerðir, þvi að Bjarni var trúrækinn maður, sem unni kirkju og kristindómi alla tíð. Hann ferðaðist um Vestfirði á yngri árum sínum og flutti fyr- irlestra á vegum ungmennafélag anna, sem vöktu mikla athygli. Þegar Bjarni hélt upp á sjötugs- afmæli sitt komu margir gestir, m.a. einn þáverandi ráðherra Þessa lands. Og mér þykir skemmtilegt, að segja nú frá því, að ráðherrann hélt ræðu í hóf- inu og sagði erindi sitt vera að þakka þá vakningu, sem hann hafði orðið fyrir á unglingsárun um þegar hann hlustaði á mál Bjarna og fylgdist með honum milli bæja. Þá hefði vaknað hjá sér löngun til frekara náms og ræðuflutnings. Hér hefur verið látið að því liggja, að Bjarni hafi verið hneigðari til bóka en búfræði. En það er ekki svo að skilja að honum þætti ekki vænt um gróð ur jarðar. Hann unni ræktun lýðs og lands og var góður bú- höldur, ágætur verkmaður við dagleg störf og eftirsóttur til starfa meðan hann var i föður- garði. Einnig þótti hann góður sláttumaður, og sigurvegari var hann í kappslætti. Gott þótti sr. Sigtryggi á Núpi að fá hann i vinnu, og enginn á þar víst fleiri handtök en Bjami, auk þeirra skólastjórahjóna. Og þess munu margir minnast. — Ég minnist Bjarna ávallt, sefn hins bezta ungmennafélaga, sem ég hefi kynnzt, hann var sann- ur vormaður, trúr hugsjónum þess félagsskapar æfilangt og vann þeim eftir mætti. Ég efast um að nokkur félaganna hafi til einkað sér betur en Bjarni, þess ar ljóðlinur í söng okkar. „Farðu um móðurmálið höndum, mjúkum bæði í ræðu og söng.“ Einkum voru fögur ljóð Bjarna hugstæð og hann flutti þau snilldarvel. — En nú er komið kvöld og þessi kveðjuorð óma í eyrum mér: Far heill, vinur. Gamlir samherjar þakka sam- fylgdina og votta ástvinum þín- um samúð. Við vitum að þú verð ur einn þeirra, sem tekur fyrst- ur í hönd okkar á ströndinni handan hafsins mikla, þegar okkur ber að. Og þá tekur þú í hönd okkar með ástúðlegu brosi og hlýju handtaki. Vertu sæll. Ingimar H. Jóliaimesson. Aðstoðarstúlka Aðstoðarstúlka óskast til starfa á tannlækn- ingastofu í Vogunum frá 1. nóvember. Umsóknir sendist Mbl. merkt: „4078“. Til kaups óskast! 30—50 manna bíll með hægri hurð. Upplýsingar í síma 52157 kl. 8—10 í kvöld og næstu kvöld. Til sölu Ford 3ja tonna vörubíll árg. '66. Allskonar skipti. Fró Verzlunorskóla íslonds Verzlunarskóli íslands verður settur þriðju- daginn 15. sept. kl. 14 í hátíðarsal skólans. Skólastjóri. N auðungaruppboð sem auglýst var í 26., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Bergþórugötu 27, talinni eign Sigurðar Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Harðar Einarssonar hrl., Landsbanka Is- lands, Iðnaðarbanka íslands h.f. og Útvegsbanka Islands, á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 15. sept. n.k. kl. 10.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 41., 43. og 44. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Skeifunni 8, talinni eign Steinars Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Axels Kristjánssonar hrl., og Skúla J. Pálma- sonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 15. september n.k. kl. 14.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Selásdal við Suðurlandsbraut, þingl. eign Gunnars B. Jenssonar, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 15. september n.k. kl. 14.00. Borgarfögetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu bæjarfógetanna í Hafnarfirði og Keflavík, Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Friðjóns Guðröðarsonar hdl., Hafsteins Baldvinssonar hrl., Iðnaðarbanka íslands h.f. og Útvegsbanka Islands verður haldið opinbert uppboð á ýmiss konar lausafé á skrifstofu minni að Álfhólsvegi 7 í dag, föstudaginn 11. september 1970 kl. 15. Selt verður m.a. sjónvarpstæki, fs- skápar, þvottavélar, allskonar húsgögn, tvö málverk og f.eira. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn f Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.