Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 18
18 MORGTJNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 11. SEPT. 1970 Bjarni ívarsson frá Álfadal — Minning Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, hera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. St. G. St. Bjarni Ivarsson fyrrum bóndi að Álfadal á Inggjaldssandi and- aðist á Elli- og hjúkrunarheimil inu Grund 5. þessa mánaðar, og er útf ör hans gerð í dag frá Lang holtskirkju. Bjarni var fæddur að Kotnúpi í Dýrafirði 5. apríl 1888, og voru foreldrar hans Ivar Einarsson bóndi þar og kona hans, Elísabet Bjarnadóttir frá Lambadal í Dýrafirði. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum á Kotnúpi ásamt þremur systrum sínum, og er nú aðeins ein þeirra á lífi, en það er Jó- hanna, sem dvelst nú háöldruð á Elliheimilinu Grund. Hún var því ekki víðsfjarri bróður sín- um siðustu stundir hans, enda mikill hollvinur hans og Álfa- dalsf jölskyldunnar alla tíma. Bjami ívarsson átti því láni að fagna að njóta skólavistar í Núpsskóla hjá menningarfröm- uði Vestfirðinga, sr. Sigtryggi Guðlaugssyni, og var hann einn í fyrsta nemendahópnum á Núpi haustið 1907, er skólinn hóf göngu sína. Árið 1911 lagði hann svo leið sína að Hvanneyri og iauk þar búfræðinámi 1913. Það- an lá svo leið hans aftur til heimahaganna, og þar kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, t Maðuriinin minn, Áki Pétursson, lézt 10. siepteimber. Fyrir hönd aðstamdenda. Kristín Grimsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tenigda móðir oig amma, Rannveig Hannesdóttir, Barónsstíg 30, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala þainn 9. september. Fyrir mína hönd og ammarra vandamamma. Kristvin Þórðarson. Jónu Guðmundsdóttur frá Tröð í önundarfirði árið 1920. Um vor ið það sama ár flytja hjónin að Álfadal í Ingjaldssandi og hefja þar búskap á hálfri jörðinni, en þá var þar tvíbýli. Á Álfadal bjuggu þau Bjarni og Jóna í 18 ár, siðari árin á allri jörðinni, eftir að búskapur lagðist niður á hinu býlinu. Þar eignuðust þau hjón fimm mann- vænleg börn, sem öll eru á lífi, en þau eru Jón Ingiberg, rit- stjóri, kvæntur Guðbjörgu Lilju Mariusdóttur, Guðmundur, garð yrkjumaður, kvæntur Bryndísi Víglundsdóttur, Elisabet, ógift, Ivar kennari, kvæntur Helgu Sigurðardóttur og Gunnar leik- tjaldamálari, kvæntur Hrönn Aðalsteinsdóttur. Þau eru öll bú sett í Reykjavík nema Guðmund ur, sem dvelst í Bandaríkjunum. Auk þess ólu þau upp Huldu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa, en maður hennar er Víðir Krist- insson, kennari. Vorið 1938 bregða þau Bjarni og Jóna búi á Álfadal og flytja suður að EUiðakoti í Mosfells- sveit og búa þar í átta ár. Þá setjast þau að i Reykjavík, og var Bjarni starfsmaður Raf- magnsveitu Reykjavikur nær- fellt tvo áratugi, eða meðan starfskraftar entust. Hér hefur verið stiklað stórt á löngum æviferli Bjarna heit- ins Ivarssonar, og er því reynd- ar allt ósagt, sem nágranna hans um 18 ára skeið er efst í huga á hinztu kveðjustund. Hér að framan er á það minnzt, að Bjarni hafi átt því láni að fagna að vera nemandi á Núpi og síðan hafi hann stundað nám á Hvanneyri. Þessi skólaganga hefur vissu- lega orðið honum sjálfum gott veganesti, en samferðamenn hans nutu einnig ríkulega þeirra á- vaxta. Bjami var að eðlisfari mikill félagshyggj umaðut, eins og bezt sést á því, að hann var heiðursfélagi U.M.F. Vorblóm á Ingjaldssandi, Ungmennasam- bands Vestfjarða og Átthagafé- t Þökkujm innileiga auðsýruda saimiúð við andlát og jarðarför eiginimaininis míns oig föðiur okikar, Lárusar Andersen, bakarameistara, Eyrarbakka. Ingibjörg Pálsdóttir og böm. t Otför eíginmanns míns .föður, tengdaföður og afa JÓNS MAGNÚSARJÓNSSONAR vélvirkjameistara, Fálkagötu 20 B, fer fram frá Neskirkju laugardaginn 12. september kl. 10,30. Petrína Nikulásdóttir, Helga Magnúsdóttir, Anna Steingrímsdóttir, Guðmundur Magnússon, Gróa Guðjónsdóttir, Hafsteinn Magnússon, Halldór Vigfússon, Þórunn Magnúsdóttir, Frank J. Alexander, Sigríður J. Alexander, Kristrún B. Hálfdánsdóttir, Jón M. Magnússon, Ómar Magnússon, lags Ingjaldssands í Reykjavík, auk þess að gegna fjölmörgum trúnaðarstörfum í byggðarlagi sínu vestra, í hreppsnefnd, í sókn arnefnd og stjórn bændafélags- ins, svo að fátt eitt sé nefnt. 1 öllu þessu félagsmálastarfi sínu naut hann vel gáfna sinna og þeirrar menntunar, sem hann hafði aflað sér. Það var góður skóli fyrir æskuna á Ingjalds- sandi að starfa með honum í ung mennafélaginu, að hlusta á snjall ar ræður hans um margvísleg menningar- og framfaramál, sem þá voru efst á baugi, að heyra hann lesa kvæði og sögur betur en flestir aðrir þar um slóðir, og þótt víðar væri leitað, að finna ylinn af þeim eldi, sem bjó undir dulu og hógværu hvers- dags yfirbragði og njóta hans fjölmörgu mannkosta, sem sam- ferðamönnum hans verða ógleym anlegir. Einyrkjabóndinn á Álfadal dansaði ekki á rósum á búskap arárum sínum þar fremur en svo margir stéttarbræður hans, er hófu búskap um svipað leyti og hann með tvær hendur tómar, en erfiðleika eftirstríðsára fyrri heimsstyrjaldarinnar á aðra hönd og heimskreppuna á hinu leitinu. Eflaust hefur hann oft haft þungar áhyggjur, en eng- inn minnist þess að hafa heyrt Bjama ívarsson mæla æðruorð um dagana. Og vafalaust hefur hann átt marga andvökunótt, meðan róðurinn var þyngstur, en þær lét hann ekki buga sig, heldur mun hann hafa leitað fé- lagsskapar góðra bóka og þá ekki sízt vinar síns, Stephans G. Stephanssonar, sem líka átti margar andvökunætur um dag- ana. Það var skáld Bjama Ivars sonar og í ljóð þess gat hann vitnað við öll tækifæri. Ef til vill hefðu ágætir hæfi- leikar Bjarna Ivarssonar notazt honum á annan hátt og kannski enn betur, ef hann hefði á ung- um aldri haft fangið fullt af öll- um þeim tækifærum, sem á síð- ari árum hafa boðið ungu fólki liðveizlu sína. Slíkt mat er erf- itt og raunar óraunhæft. Hér nægir að tala um þær staðreynd ir, að Bjarni Ivarsson var sáð- maður, sem gekk út að sá, og þótt honum hafi máski þótt upp skeran rýr á köflum, þá nutu samferðamenn hans þeirrar upp skeru í rikum mæli, af því að honum brást aldrei sú dyggð, „að vera í lífinu sjálfum sér trúr“. Áreiðanlega bregður hann Stephani G. Stephanssyni fyrir sig, þegar hann nú kveður að síðustu, og þá gæti sú kveðja ef til vill verið á þessa leið: Ég kveð þig sumar. — Haust ég heilsa þér af hnjúkum þeim sem landamerki er. t Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður og ömmu KRISTlNAR GUÐNADÓTTUR Ásvallagötu 37. Svanhildur Sigurjónsdóttir, Jóhann Friðfinnsson, Hjördis Sigurjónsdóttir, Markús Þórhallsson, Guðni Sigurjónsson, Steinunn Steinarsdóttir, og barnabörn. Að baki liggur sveitin sumarlöng, með sólarmorgna og þýðan lóusöng. Við herra lands þess hef ég löngu sætzt og honum treysti — við höfum fyrri mætzt. Við sveitungar Bjarna ívars- sonar þökkum honum hugþekka og lærdómsríka samfylgd og vott um konu hans og bömum og öll um aðstandendum einlæga sam- úð. Jón H. Guðmundsson. Hannes Hafstein skáld segir í einu kvæði sínu: „Að deyða sjálfan sig er synd gegn lífsins herra, en að lifa sjálfan sig, er sjöfalt verra.“ Þetta, að lifa sjálfan sig, átti ég erfitt með að skilja í æsku minni. En á full- orðinsárum hefi ég svo oft séð samferðamennina hlíta þessum dómi, að mér hrýs hugur við. Þeir hafa gengið um ráðvilltir, meira og minna siðustu ár æv- innar, en þó með nokkra líkamskrafta. Þeir eru komnir „út úr heiminum" segir almanna rómur. Oftast e r þetta aldrað fólk, en kemur fyrir hjá þeim yngri. Ekki þarf að orðlengja, að slíkt ástand gengur vinum og vandamönnum hjarta nær. Okk ur gömlu mönnunum flýgur þá stundum í' hug, hvort hinir miklu og margumtöluðu visinda- menn nútímans muni ekki bráð- lega finna einhver undralyf, sem tef ja, eða eyða, þessum leiða hrörnunarsjúkdómi mannkyns- ins. Sumum finnst það mun nauðsynlegra en tunglferðir og geimskot. Þetta kom mér í hug, er ég á sunnudaginn 6. þ.m., frétti lát æskuvinar míns og skólabróður, Bjarna Ivarssonar, fyrrum bónda að Álfadal á Ingjalds- sandi. Hann stóðst lengi fang- brögð ellinnar, en síðustu árin féll hann í það ástand, sem að ofan getur, og var langdvölum i sjúkrahúsum, og nú síðast um mánaðartíma á Elli- og hjúkr unarheimilinu Grund, þar sem hann andaðiist 5. þ.m. Dauðinin var honum velkomin lausn, en samt ríkir söknuður í huga þeg- ar vinar er minnzt. Við Bjarni vorum vinir og samherjar frá æskudögum í Dýrafirði. Saman vorum við í Núpsskóla fyrstu ár hans 1907—1908, og saman á Hvanneyrarskóla 1911—1913. Báðir störfuðum við í Ungmenna félagi Mýrahrepps og góðtempl- arastúkunni Gyðu nr. 120, að Núpi, þar til ég fluttist burt úr átthögunum haustið 1915. Nán- ar tengdumst við Bjarni nokkru síðar, er hann giftist föðursyst- ur minni og nágrannar höfum við verið hér syðra röska þrjá áratugi. Það er því margs að minnast er ég nú að leiðarlok- um leitast við að segja ævisögu þessa vinar míns í fáum drátt- um. Bjarni var fæddur að Kotnúpi í Dýrafirði 5. apríl 1888. For- eldrar hans voru hjónin Ivar Einarsson og Elísabet Bjarna- dóttir búendur að Kotnúpi. Elísa bet var komin af traustum vest- firzkum ættum. Faðir hennar var Bjarni Bjarnason bóndi í Lamba dal í Dýrafirði, Jónssonar bónda í Lambadal. Kona Bjarna Jónssonar var Elísabet dóttir Markúsar prests á Söndum, en kona Markúsar var Elísabet Þórðardóttir stúdents í Vigur Ólafssonar lögsagnara á Eyri Jónssonar. Elísabet kona Bjarna Jónssonar í Lambadal og Jón Sigurðsson forseti voru þre- menningar. Ivar var af hinni kunnu Skarðsætt á Skarðs- strönd. En móðir hans var Hall- dóra Bjarnadóttir Sigurðssonar á Gerðhömrum, Guðbrandssonar á Gerðhömrum, Sigurðssonar prests í Holti, Jónssonar próf- asts í Vatnsfirði, Arasonar sýslu manns í Ögri, Magnúsar prúða. Þrjár voru systur Bjarna, sem upp komust: Jóhanna verkakona á ísafirði, enn á lifi háöldruð, Elínborg fyrri kona Gísla bónda Gilssonar á Arnanesi við Dýrafjörð, dó eftir fárra vikna hjónaband haustið 1911. Yngst var Guðrún, er veiktist og dó á þrítugsaldri. Árið 1920 giftist Bjarni Jónu Guðmundsdóttur, Hallgrímssonar bónda að Tungu í Valþjófsdal og seinni konu hans Guðrúnar Friðriksdóttur. Eru ættir þeirra kunnar vestur þar og frændgarð ur mikill. Guðmundur afi minn átti 20 börn. Er nú Jóna ein á lífi þeirra systkina, áttræð að aldri. Þau Bjarni hófu strax bú- skap að Álfadal á Ingjaldssandi, keyptu hálfa jörðina og bjuggu þar til 1938, síðustu árin á allri jörðinni. Þau byggðu vandað hús á jörðinni 1930, með styrk úr Byggingar- og landnámssjóði. Var það eitt af þessum óhagan- legu burstahúsum, sem þá voru í tízku, með eldhús í kjallara, stof ur á hæðinni og svefnherbergi í risinu. Víst er að engin barna- kona mundi teikna eða byggja þessháttar íbúðarhús. Með þeim hjónum fluttust foreldrar Bjarna að Álfadal og systir Iv- ars, karlægt gamalmenni. Ivar lá einnig rúmfastur, hafði mjaðma- brotnað nokkru áður en flutt var að Álfadal og steig aldrei í fætur meir. En þessi gömlu systk ini lifðu þar til um 1930. Þrem árum fyrr dó Elísabet kona ívars, sem hafði verið mikil hjálparhella á heimilinu. Guð- rún heitin, systir Bjarna, dó og hjá þeim í Álfadal, eftir lang- vinn veikindi. Þeim hjónum fæddust fimm börn fyrsta ára- tuginn, sem þau bjuggu á Álfa- dal. Er því ekki að furða þótt oft hafi verið þröngt í búi, og erfitt starf húsfreyjunnar. En það er allra dómur, að hún hafi staðið í sinni erfiðu stöðu með hinni mestu prýði við hlið síns góða manns. En öll þeirra bú- skaparár voru með þeim erfið- ustu, sem gengið hafa yfir ís- lenzkan landbúnað, sem enduðu með hinum frægu kreppuárum. Þau hjónin fluttu frá Álfadal ár ið 1938 og að Elliðakoti í Mos- fellssveit, þar sem þau bjuggu tæpan áratug. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur, að Langholts- vegi 131 og Bjarni gerðist starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vann þar með- Framhald á hls. 20 Ölluim þeim er igdöddiu mig mieð heimisókniuim, gjöfum og síkieytium á 70 ára afmæli míniu þanin 26. ágúst, sendi ég míiniair hjartanis þaikikir og kveð'jur. Björg Einarsdóttir, Stapa, Homafirði. Inmilagiar kveðjur og þaikkir til allna siem glöddu mig mieð heimisólkin, gjlöfum, blómum oig skeytum á 90 ára aifimæii mírau 4. sept. sl. Jónína G. Þórðardóttir, Laugavegi 17. Inmiliegt þaikklæti til allra er glödxiu mig 6. sept. á siextuigs afimiæli miínu. Guðsteinn Þorbjömsson, Efstasundi 97. Þakikia hjartanleiga öll vima- hót oig Ihlýju sem yljiulðlu mér á 70 ára atfimæili imiíniu. Guð bleœi yklkur öll. Gunnlaugur Gunnlaugsson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.