Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPT. 1970 snöggt á kveikjaranum, rétt eins og hann væri vondur. — Og varð Desmond fyrir vonbrigðum með arfinn. Hvað gerðist eiginlega? — O, bara þetta venjulega. Allir héldu, að Carmichael gamli væri forríkur ætti hundrað þúsund, sem þær systurnar ættu að skipta milli sín. En það reynd ist vera eitthvað fimm þúsund. svo sem ekkert óvenjulegt. Hann hafði tapað peningum, eins og oft vill verða. — Það hafa nú samt orðið vonbrigði. — Vitanlega. Sjáðu nú til Mark. Ég sé alveg, hvað þú ert að fara. Desmond varð fyrir öll um þeim vonbrigðum, sem eigin- maður getur orðið fyrir. Ef við 14. var mjög falleg og greind. Og Alec er greindur, En annars var eitthvert skraf um það, að hún hefði orðið fyrir vonbrigð- um af einhverjum blaðamanni — með einhverju útlendu nafni, sem ég man ekki lengur. Edith átti arfsvon, enda þótt það væri á margra vitorði, að faðir henn- ar var ekki likt því eins ríkur og hann var sagður. Vitanlega lyftu margir brúnum, því að Edith hafði orð á sér fyrir að vera frekar léttlynd, en vitan- lega lyfta menn brúnum yfir flestum trúlofunum. En svo, skil urðu, að Edith hrakaði óðfluga. En þegar hún giftist vissi eng- inn, hvernig mundi fara fyrir henni. — Þetta hlýtur að hafa verið kvalræði fyrir Desmond. Guest stóð upp að fá sér aftur í glas- ið, áður en hann svaraði. — Já, það var hreinasta kval ræði, sagði hann dræmt. y- Des- mond er kaldur karl — hlédræg ur og fjarrænn. Og svona maður, að þurfa að vera að beiðast af- sökunar á því, að konan hans gerir uppistand og gubbar í kokteilsamkvæmum og rífur í eiginmenn annarra kvenna að hurðarbaki og móðgar sendi- herra. Þú skilur, að ég vor- kenni Edith og mig hryllir við, að hún þyrfti að enda svona. En ég er samt feginn, að hún skuli vera dauð. Það er ljótt að segja það, en svona er það nú samt. Ég er feginn. Þetta voru orðin hreinustu vandræði. Walter kveikti sér i vindlingi og tók göngum enn út frá því, að Aiec Desmond hafi kálað konunni sinni, þá hafði hann ástæðu til þess. Gott og vel. Desmond hafði ástæðu. Látum það gott heita. En er þér alvara að segja mér, á þessari stundu, þegar kynæð- ingur hefur sama sem verið ákærður, að þá haldir þú þér enn að þeirri hlægilegu hug- dettu, sem Werner dreymdi sér til, áður en hann rakst á sann- leikann? Walter drap í vindl- ingnum sínum og kveikti í öðr- um, með snöggri hreyfingu. — Ég hengi mig ekki i neina hugdettu, heldur er ég bara að hugsa. Hann sá, að Walter var reiður. Hvers vegna? Hann var reiður af því að hann hafði kom- izt úr jafnvægi. Walter og Ern- estine og allt þetta fólk í þess- um stóru húsum í Wimbledon, með bílana sína og kæliskápana, kokteilana og bækur og myndir og vetraríþróttir. — Þetta fólk átti góða daga. Vitanlega hafði enginn vinnukonu — aðeins ráðskonur og barnfóstrur og ítalskar innistúlkur. Auðvitað hvíldi tekjuskatturinn þungt á þeim, en hvenær höfðu Walter og Ernestine þurft að neita sér um nokkurn hlut? Og þau lögðu það í vana sinn, eins og hvert annað hátekjufólk að líta bara undan ef eitthvað leiðinlegt kom uppá. Hegðun Edith Desmond hafði verið leiðinleg, og Guest- hjónin höfðu verið neydd til að horfa á hana, og þess vegna létti Walter svona mjög, þegar Edith var úr sögunni. Og hann Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Alls konar tilfinningaflækjur eru í uppsiglingu. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Félagslífið gerir dálitið strik í reikninginn hjá þér. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú ræður því alveg sjálfur, hvort þú sóar tímanum i óþarfa þras. Það er margt heppilegra. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Andleg störf hafa yfirburði yfir cfnishyggjuna. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Taktu öllu með ró, og segðu það, sem þér býr i brjósti. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Vinir þinir skiptast í tvo hópa i dag, og þér kemur það á óvart. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að hitta góða vini í dag, ef þú getur. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Þú ert dálítið stuttur i spuna, og það er óþægilegt fyrir suma. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Farðu snemma í starfið, og hlustaðu á það, sem þér kemur vcl að vita. Slepptu öðru. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að koma þinum nánustu i skilning um það, að þú bcrð hlýjan hug til þeirra. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að taka einföldustu leiðina út úr erfiðleikum þínum. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Það er hagkvæmt að láta berast mcð straumnum í dag. tók það sem gefinn hlut, að morð inginn væri einhver ómerkileg- ur útlendingur og hryllti við þeirri tilhugsun einni saman, að það gæti verið Alec Desmond eða einhver af hans tagi. En hvað ef nú innan um allt þetta efnafólk, væri morðingi, sem æddi um eins og villidýr. Sá átti nú heldur betur hægt um vik! Enginn mundi trúa, að það gæti verið hann, og því ósvífnari sem hann var, því minna mundi það trúa á tilveru hans. — Þú ert eitthvað þungur á svipinn, Mark. — Er ég það? Afsakaðu. — Og vitanlega er þetta al- varlegt mál. Ég held, að þessi Kýpurbúi hljóti að vera brjál- aður. Walter saup enn á glasinu sínu. Hann hafði misst allan áhuga á þessu. — Frú Cull bauð mér í kvöld- mat með þér. Walter leit upp. — Ég vildi að ég hefði vitað, að þú ætlaðir að koma. Ég þarf að fara a fund — það er í góð- gerðafélagi hérna í nágrenninu — en þá hefði ég frestað því. Ég verð að fara strax og við erum búnir að borða. Frú Cull verður áreiðanlega fegin að mega fóðra þig. Hún var að hafa orð á því við Ernestine, að þú værir eitt- hvað magur og mjór á kinn. Og kvenfólk sækist alltaf eftir hungruðum karlmönnum, sem þær halda vera. Svo gengu þeir inn í borðstofuna og tóku vel fyrir sig af matnum. Seinna, þegar Walter var far- inn, sat Mark einn í setustof- unni. Hann horfði á einhverja skrautsýningu í sjónvarpinu, í tíu minútur en slökkti þá á því aftur, óþolinmóður, reyndi að líta í tímarit en hætti líka við það. Hann var órólegur. Honum var ómögulegt að beina hugan- um frá lögreglustöðinni, þar sem Werner var að ganga í skrokk á Theotocopoulis. Hann þekkti svo vel þetta umhverfi — her- bergi lýst af óvörðum ljósaper- um með auglýsingum á veggjun- um og eldhússtólum, plankaborð þakið tómum tebollum og Wern- er með axlir, sem ætluðu að sprengja bláa jakkann, sveittur á enninu, bítandi í samloku, eins og utan við sig, og spyrjandi í sífellu, dræmt, þungt og vægð- arlaust, eins og þegar skrið- dreki brýzt áfram i ófærð ... Hann leit aftur út um glugg- ann og sá Sally Evans koma inn um hliðið, utan af Almenningn- um. Andartaki seinna leit hún á húsið og sá hann standa við gluggann. Hann veifaði og hún nálgaðist. — Halló! sagði hún og horfði inn I stofuna. Ertu al- einn þarna ? — Já, ég er að bíða eftir sim- hringingu. — Nú, er það vegna . . . Hún þagnaði. — Fyrirgefðu ef ég er of forvitin. En það var hún ekki. Af öllu því fólki, sem hafði þekkt Edith Desmond, var Sally Evans sú eina, sem virtist hafa orðið fyrir áhrifum af þessu og þykja það miður, enda þótt henni hefði verið lítið um Edith gefið. Kannski var þetta bara vegna þess, hve ung hún var. — Það er alit í lagi, sagði hann. Það er um hana Edith Desmond. Það hefur ýmislegt verið að gerast. Bíddu andar- tak, ég skal koma út. Hann opn aði gluggadyrnar og gekk út. Þau gengu að bekknum undir móberjatrénu og settust. — Lög- reglan er að yfirheyra einhvern Kýpurbúa, sagði hann og siðan sagði hann Sally í sem stytztu máli, hvað gerzt hafði. — Þeir eru líkiega að ráða það við sig, hvort þeir eiga að ákæra hann strax eða sleppa honum lausum í bili og bíða frekari upplýsinga. Ofurlítinn hroll setti að Sally. — Heldurðu, að hann hugsi um þetta eins og venjuleg manneskja? Ég á við, ef hann hefur gert það? Mark hugsaði sig ofurlítið um. — Það er bágt að segja, sagði hann. Ég hef ekki séð hann. Flestir glæpamenn eru bara venjulegar manneskjur, nema hvað þeir eru kannski uppfyllri af sjálfsþótta og sjálfsmeðaumk un. En sumir eru það ekki. Þeir B lásturskennarar Tónlistarskólinn á Akureyri óskar að ráða kennara á blásturs- hljóðfæri (helzt trompetleikara. Laun samkvæmt launaskrá opinberra starfsmanna. Kennarinn þarf einnig að vera fær um að taka að sér stjórn Lúðrasveitar Akureyrar. Laun fyrir það starf samkvæmt samkomulagi. Umsóknir sendist fyrir 20. september. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Tónlistarskólans sími (96) 11653 eða 21460. Hausttízkan er komin. Heitir djúpir litir gefa tón vetrarins. Dimmblátt, vín- rautt, lilla, dökkrautt, mikið af brúnum litum og svo auðvitað svart, eins og alltaf. Vogue búðirnar eru með á nótunum og bjóða yður: Ullarkjólaefni með skávend í öllum ofantöldum litum. Tvíbreitt á kr. 449.00 pr. m. Frönsk terylene með shantung vefnaði í fínu kjólana. 120 cm. breið kr. 490.00 pr. m. Crymplene — jersey, með samlitum Lurex-þræði. Gullfallegir litir. Tvíbreitt. Verð kr. 773.00 pr. m. Mynstruð bómullarjersey, tvíbreið á kr. 411.00 pr. m. Nylonefni í barnakjóla. 115 cm. breið á kr. 239.00 pr. m. Einlit, þykk ullarefni í mörgum fallegum haustlitum. Efni í kápu, buxnadragt eða pils. Tvíbreið. Verð kr. 499.00 pr. m. Buxnaefni 55% terylene og 45% ullarkambgarn. Mikið litaúrval. Tvíbreið efni, sem kosta frá kr. 475.00 til 678.00 pr. m. Vel klæddar konur verzla í Vogue. Athugið, að búðir okkar í Miðbæ, Háaleitisbraut og við Strandgötu, Hafnarfirði, bjóða líka öll þessi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.