Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SBPT. 197»
Hönd á plóginn
Sitt af hverju úr samtali
við Kristin á Mosfelli
„Sterkur sá, er stýrir plógi."
— Ef þessi Ijóðlína stæði ekki í
Alþingisrimunum, þar ort um
„Stef&n úti í Fagraskógi," þá
mundi maður geta haldið að hún
hefði verið kveðin um Kristin á
Mosfelli — hinn mikla plæginga
kappa sem a.m.k. í 13 sumur
hafði það að meginstarfi að beita
arðinum í íslenzka mold, jafna
hana undir þaksléttu, seðjahana
áburði, mylda hana til sáningar.
Það er bæði gagn og gaman
að ræða við Kristin um þetta
veigamikla starf hans í þágu
grass og gróðurs. Og það var
sjálfsagt engin tilviljun, að það
skyldi einmitt vera í sjálfum gró
andanum, sem það upphófst
þetta samtal okkar og skraf um
herfið varð að skrúfa sundur í
3 hluta. Svo var plógurinn 4ða
klyfið. Þessar milliferðir voru
bæði erfiðar og tafsamar.
PLÆGING — HERFING
Hver voru svo af köstin ?
Vitanlega mjög mismunandi
eftir jarðvegi og ýmsum aðstæð-
um. Þá var allt mælt í fer-
föðmum, en í einni dagsláttu eru
900 ferfaðmar. Að meðaltali seg
ist Kristinn hafa plægt 6—7
hundruð ferfaðma á dag. En það
gat leikið á allt frá 4—5 hundr.
ferfaðma upp í 12—13 hundruð.
Þegar jörðin var auðunnust og
plógurinn dreginn af sterkum
vinnufúsum hestum, lék hann í
höndum hins æfða manns. Hins
Mosfell í Mosfellssveit. Hús Kr. G. fremst á myndinni.
gras og gróður og við minnumst
löngu liðinna tima, þegar hver
morgunn var kall til frjórra
starfa, hver dagstund hlaðin
önn og kappi, hvert kvöld fyllt
sælli þreytu undir væran svefn.
DALAMAÐUR —
HVANNEYRINGUR
Kristinn er Dalamaður að ætt
og uppruna. Foreldrar hans
voru Guðmundur Guðmundsson
búfræðingur og bóndi að Skerð-
ingsstöðum í Hvammssveit og
Sigurlaug Snorradóttir kona
hans. Hún var systir Hjartar í
Arnarholti. Hugur Kristins stóð
snemma til búnaðarstarfa. Tvi-
tugur lauk hann prófi frá
Hvanneyrarskóla. Að þvi loknu
lagði hann þegar „hönd á plóg-
inn“ alveg i bókstaflegri merk-
ingu, er hann réðst starfsmaður
Búnaðarsambands Borgarfjarð-
ar við plægingar hjá bændum í
hinu víðlenda héraði. Þrátt fyr
ir nokkurt verklegt nám í skól-
anum var Kristinn ekki full-
numa til þessa starfs. Síður en
svo. En sumarið 1912 hafði hann
stundað plægingar i 20 vikur hjá
Guðmundi á Skeljabrekku, síð-
ar bónda á Hvitárbakka. Að
þeirri forsjá og fræðslu bjó
Kristinn síðan alla tið.
VIÐ PLÆGINGAR I
BORGARFIRÐI
Kristinn hélt dagbók í þau
átta ár, sem hann vann fyrir
Borgfirðinga. Á þeim árum
plægði hann á 107 bæjum, sum-
um, oft, jafnvel ár eftir ár hjá
mestu framfara- og jarðræktar-
mönnunum. Stundum hefur það
sjálfsagt verið ergilegt, hversu
smáir blettir voru teknir fyrir
á hverju ári. Þá lifðu menn eftir
reglunni. Flýttu þér hægt. Get-
an var líka takmörkuð. Áburð-
urinn ekki til. Kýrnar fáar,
sauðataðinu brennt.
Kristinn vann að plægingum
10 stundir á dag. Hestar hans 5
stundir. Auk þess fór nokkur
tími, að vísu misjafnlega lang-
ur, i milliferðir. Þá var ekki far-
ið að reikna þær sem borgaðan
vinnutíma. Hestvagnar voru þá
ekki komnir til sögunnar. Varð
að binda plóg og herfi i 4 klyf
og reiða milli vinnustaða. Diska
langtum léttara fyrir hestana
og gerði vinnuna auðveldari og
ánægjulegri á allan hátt eins og
hjá öllum, sem kunna vel að búa
í hendur sér.
„MÁLMFÁKAR ÓLMIR“
Plægingartími Kristins Guð-
mundssonar var liðinn áður en
traktorar og aðrar aflmiklar
vinnuvélar tóku að bruna inn yf
ir landið með sinum afkasta-
miklu tönnum og beittu tætur-
um. Þá. voru „mótorplógar"
komnir til sögunnar í Noregi.
1 grein, sem Kristinn skrifaði ár
ið 1921 í Frey um plægingar,
segist hann vonast til þess, að
einhvern tima komist það í fram
kvæmd, að íslenzkum jarðvegi
verði rótað um með mótor-,
gufu- eða rafmagnsafli. En það
leið næstum áratugur þangað
til þær vonir rættust og sr. Sig-
urður Einarsson gat kveðið til
islenzka einyrkjans í Hamri og
Sigð:
Málmfákar ólmir yfir holtin
hvæsa,
hófar úr stáli, fax af bláum
reyk.
Og þar sem mátt þinn brast að
brjóta og ræsa
þar bregða þeir í villtri orku á
leik.
Og leggja mela, börð og brekkur
harðar
að bóndans fótum, sem er
drottinn jarðar.
HESTAFLIÐ OG VILJINN
Hestarnir voru dráttaraflið fyr
ir arði Kristins á Mosfelli og í
öllum viðskiptum sínum við þá
sýndi hann bæði göfugmennsku
hins sanna dýravinar og leikni
F’latirnar á Garðskaga.
vegar var herfunin langtum tíma
frekari, þurfti 'oft 2—3 daga til
að herfa það, sem plægt var á
einum degi, ef grasrótin var
seig, t.d. í mýri. En þótt afköst-
in færu mikið eftir jarðveginum
var þó ennþá meira undir hinu
komið að plógurinn væri i góðu
lagi — að láta hnífinn og undir
ristuskerann alltaf bíta vél. Það
var, eins og gefur að skilja,
kunnáttumannsins, þannig að
hestar hans unnu honum og
hann þeim. Sumir völdu sér
dráttarhesta eftir stærð, þeir
voru sterkari og átakameiri
vegna mikils skrokkþunga.
Kristinn telur það sína reynslu,
að stærstu hestarnir hafi, vegna
viljaleysis og stirðleika, oftast
verið lakari til dráttar heldur
en þeir minni. Ef stærð, vilji og
Kristinn á Mosfelli í Hafravatnsrétt.
lipurð fór saman hjá einum og
sama hesti var það ákjósanleg-
ast. Viljugir og liprir hestar
voru aðdáanlegir i samstarfi
um jarðræktina. En eftir því,
sem þeir voru viljugri og ósér-
hlífnari voru þegar vandmeð-
farnari og viðkvæmari. Þeir
þurftu mikla nákvæmni í allri
umgengni svo þeir ekki of-
reyndu sig. Það var hægt að
eyðileggja þá á einni dagstund
með því að beita þeim fyrir plóg
inn með lötum og seinfærum
drógum. Það er ill meðferð á
góðum grip.
Alls stundaði Kristinn plæg-
ingar í Borgarfirði í 8 sumur —
byrjaði á vorin þegar klaki fór
úr jörð og hélt áfram allt fram
til júlíloka stundum líka á haust
in ef tíð var góð. Á þessum ár-
um plægði hann tæpl. 160 dag-
sláttur og herfaði næstum 140
dagsláttur. Tók herfingin oft-
ast 2—3 sinnum lengri tíma en
plægingin. Auk þess plægði
hann mikið af kálgörðum og
skurðum — eitt til þrjú plóg-
för niður eftir því hvað jarð-
vegurinn var þéttur. Þetta var
árangursríkt starf og ánægjulegt
að líta yfir grænar grasgefnar
sléttur þar sem áður voru stór-
þýfðir móar og stirðslæg tún.
NÝTT VERKEFNI
En þrjú siðustu plægingaár sín
í Borgarfirði bauðst Kristni jafn
framt annað og ólíkt verkefni.
Til að rekja þá sögu þurfum við
að bregða okkur inn áAlþingi
þar sem þingmenn ræddu hvern
Nokkrir starfsinenn við kartöfluræktnnina á Garðskaga: Sitjandi frá vinstri: Björn Vigfússon,
Gullberastöðiim, Guðmundur Jónsson, Skeljabrekku, Loftur Loftsson, Landlæk. Standandi: Ár-
mann Dalmannsson, Kristinn Guðmundsson, Pétur Þorsteinsson, Miðfossum, Magiuis .lakobs-
son, Varmalæk, Kristófer Guðbrandsson, Kleppjárnsreykjum.
ig bregðast skyldi við þeim
margvíslega vanda, er að þjóð-
inni steðjaði af völdum Heims-
styrjaldarinnar fyrri.
yl frumvarpi til laga, sem
fram var borið á Alþingi 1917
um almenna hjálp vegna dýr-
tíðarinnar var svo að orði kom-
izt í 2. gr. að ,,á meðan Norður-
álfuófriðurinn stendur er land-
stjórninni heimilt að verja fé úr
landsjóði til atvinnubóta, s.s. að
undirbúa byggingu stórhýsa,
hafna, vita, brúa og vega og til
að reka matjurtarækt í stærri
stíl.“
Meiri hluti Bjargráðanefndar,
sem fjallaði um þetta mikla
vandamál — dýrtíð stríðsloka-
áranna — skipuðu þessir menn:
Þorsteinn M. Jónsson, Pétur á
Gautlöndum, Sigurður ráðunaut-
ur og Pétur Ottesen. Töldu þeir
ráðlegt ,,að landstjórnin sjái svo
um, að matjurtarækt verði rek-
in I stórum stíl á næsta sumri í
þeim héruðum landsins, sem bezt
eru til þess fallin, svo að landið
verði birgt af kartöflum og öðr-
um þeim matjurtum, sem auð-
ræktanlegar eru hér á landi fyr-
ir haustið 1918. En til þess þarf
stjórnin að gera ráðstafanir þeg
ar í vetur, svo sem með því að
láta draga nægilegan áburð að
garðstæðunum og safna út-
sæði.“
Frumvarp með þessum ákvæð-
um var síðan samþykkt sem lög
frá Alþingi 14. sept. 1917. Land
stjórnin fól Búnaðarfélagi ís-
lands framkvæmd málsins og
Einar Helgason fór á stúfana
til að finna heppilegustu garð-
stæðin. Honum leizt bezt á Braut
arholt á Kjalarnesi og Garð-
skaga á Suðurnesjum fyrir slika
stórræktun. Þar mundi vera
pláss fyrir oa. 50 dagsláttu garð
á hvorum stað, sem gætu gefið
um 2000 tunnu uppskeru ef vel
heppnaðist.
TIL SUÐURNESJA
Um kartöfluræktina á Kjalar-
nesinu verður ekki rætt hér.
Hún kemur ekki við þessa sögu.
En til að veita forstöðu fram-
kvæmdum á Garðskaga, sem
voru á vegum ríkisins eða land-
sjóðs, eins og þá var kallað, var
ráðinn Guðmundur á Skelja-
brekku. Og hans hægri hönd
var Kristinn Guðmundsson. Til
farar með honum suður á Nes
réðust nokkrir ungir Hvanneyr
ingar, flestir úr Borgarfirði,
harðfrískir menn og kappsfullir.
Fyrst af öllu var að afla
áburðar, því þá var „loftáburð-
urinn" lítt eða ekki farinn að
flytjast til landsins. En næring-
Framhald á bls. 17