Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SBPT. 197» 15 Hrafn Tulináus, læknir. Lyon — Krabbameinið er annar mannskæðasti sjúkdóm- ur iðnvæddra þjóðfélaga; að- eins æðasjúkdómar valda fleiri dauðsföllum. Baráttan við krabbameinið hefur verið skipulögð á alþjóðlegum grund velli. I Lyon starfar alþjóðleg rannsóknastofnun á krabba- meini, þar sem útbreiðsla krabbameins um allan heim er rannsökuð með það fyrir aug- um að komast að upptökum þess. f rannsóknastofnuninni starfar íslenzkur læknir og meinafræðingur, Hrafn Tulini- us. Við heimsóttum hann og kynntumst því merka starfi, sem þarna er unnið. Rann- sóknastofnunin á krabbameini hefur aldrei verið kynnt í ís- lenzkum blöðum; þess vegna verður í upphafi fjallað um skipulag hennar og starfssvið, en síðan rætt við Hrafn um það, hvernig baráttunni við krabba meinið miðar. Árið 1963 komu franskir áhrifamenn á sviði visinda, mennta og atvinnurekstrar fram með þá tillögu, að stór- veldin fjögur legðu fram 0.5% af fjármagni því, sem þau verja til vígbúnaðar, til rannsókna á krabbameini. 1 ræðu, sem de Gaulle, forseti Frakklands, flutti skömmu síðar, gerði hann þessa tillögu að sinni. Hann fól heilbrigðismálaráðherra sínum að kalla saman fund sérfræð- inga frá ýmsum löndum til að ræða um framkvæmd hennar. Þessum viðræðum lauk árið 1965, þegar það var samþykkt á 18. þingi Alþjóð- legu heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) að koma á fót alþjóðlegri rannsóknastofnun á krabbameini. Skyldi stofnunin stuðla að alþjóðlegri samvinnu á sviði krabbameinsrannsókna og stunda sjálf rahnsóknastörf. SKIPULAG RANNSÓKNA- STOFNUNARINNAR Rannsóknastofnunin starfar innan vébanda Alþjóðlegu heil brigðismálastofnunarinnar, en tengslin þar á milli eru ekki mikil, þegar litið er til daglegs rekstrar rannsóknastofnunar- innar. Aðildarríki héilbrigðis- málastofnunarinnar, sem er ein af 11 sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, geta gerzt aðilar að rannsóknastofnuninni á krabba meini. Stofnríki hennar voru fimm: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Italía og Vestur- Þýzkaland. Síðan hafa Ástra- lía, Holland, Israel og Sovét- rikin gerzt aðilar hennar, og nú hefur Belgía sótt um aðild að stofnuninni. Raunar fylgja aðild að stofn uninni meiri skyldur en rétt- indi. Starfsvettvangur stofnun arinnar er á engan hátt tak- markaður við aðildarríkin, en hins vegar bera þau allan kostn að af starfi hennar. Fram til þessa hafa þau hvert um sig lagt stofnuninni til ljw)00 dali á ári. Nú mun hins vegar í ráði, að fjárframlögin verði misjafn lega há að nokkru eftir þjóð- artekjum aðildarríkjanna. Upp haflega tillagan um 0.5% af fjárveitingunum til hervarna hefur ekki verið framkvæmd, ef það hefði verið gert, væri rannsóknastofnunin á krabba- meini líklega auðugasta alþjóða stofnun heimsins. Dagleg stjórn stofnunarinnar er í höndum framkvæmdastjóra hennar, sem var ráðinn 1966 og heitir John Higginson, en hann var áður prófessor í krabbameinsfræðum við Kans- as-háskóla i Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn er ábyrg- ur gagnvart stjórnarnefnd stofnunarinnar og vísindalegri ráðgjafanefnd hennar. í stjórn arnefndinni sitja fulltrúar allra aðildarrikjanna og fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegu heil- brigðismálastofnunarinnar. 1 vísindalegu ráðgjafanefndinni sitja 12 hálærðir vísindamenn á sviði krabbameinsfræða. Þeir eru kosnir til þriggja ára I senn og þurfa ekki fremur en vísindalegt starfslið stofnunar- innar að koma frá einhverju aðildarlanda hennar. Þar sem Frakkar voru upp- hafsmenn þess, að rannsókna- stofnunin varð til, hlutu höfuð stöðvar hennar aðsetur í Frakklandi. Varð borgin Lyon fyrir valinu. Skrifstofur stofn- unarinnar eru þar í gömlu ein- býlishúsi, en hún hefur rann- sóknaaðstöðu í húsnæði ann- arra rannsóknastofnana í Lyon. Þessi húsakostur er aðeins til bráðabirgða, því að nú er að rísa af grunni í Lyon 14 hæða bygging, sem á að hýsa stofn- unina í framtiðinni, og bera Frakkar allan kostnað af þeirri framkvæmd. Stofnunin á þar að-auki og rekur sérstakar rannsóknastöðvar i Nairobi, Singapore, Iran og á Jamaica. Innan stofnunarinnar fer starfsskiptingin eftir því að hvaða þáttum krabbameins- rannsókna vísindamennirnir vinna. Þessi skipting kemur bet ur fram, þegar fjallað er um starfssvið stofnunarinnar. STARFSSVIÐ RANNSÓKNA- STOFNUNARINNAR 1 upphafi ber að geta þess, að rannsóknastofnunin veitir tvenns konar styrki. Ungum læknum eru veittir styrkir til að sérhæfa sig eða fullkomna nám sitt á einhverju svið'i krabbameinsfræðinnar. Þessir styrkir eru til langs tima. Þá eru og veittir styrkir til skamms tíma. Þetta eru ferða- styrkir til þeirra, sem þegar eru sérfróðir í krabbameins- fræðum, og þeir eru veittir í þeim tilgangi, að styrkþeginn geti fylgzt með þróuninni á vís- indasviði sinu. Sérstök nefnd úthlutar styrkjunum og fer fjöldi þeirra eftir því fjár- magni, sem fyrir hendi er. Frá árinu 1966 til ársloka 1969 hafði stofnunin veitt 97 náms- styrki og 140 ferðastyrki. Á þessu ári er um 300.000 dölum varið til styrkveitinga. Innan stofnunarinnar eru sfarfandi þrjár deildir, sem sinna grundvallarrannsóknum aðallega. I þessum deildum er leitað svaranna við því hvað veldur krabbameini. I veiru- deildinni er m.a. kannað, hvort það séu tengsl á milli veiru og eitlasarkmeins í afríkönskum börnum, en sama veira eða svip uð hefur fundizt hjá þeim, sem þjást af nefkokskrabbameini, sem er algengt meðal Kínverja. f þeirri deild stofnunarinnar, sem rannsakar umhverfi manns ins er nú t.d. verið að kanna tengslin milli asbests ög lungna krabbameins. Faraldsfræðileg- ar rannsóknir hafa leitt í ljós, að meðal þeirra, sem vinna við asbest í Finnlandi, á Bretlandi og Kýpur er tíðni lungna- krabbameins meiri en annars staðar. Efnafræðideildin leitar m.a. svara við því, hvort DDT stuðli að myndun krabbameins, auk þess sem hún kannar hvað það er í fæðu Afríkumanna, siam v'eldiuir lifnarikralbfoiaimieiini. Faraldsfræðideild stofnunar innar vinnur að gagnasöfnun um krabbamein í heiminum og úrvinnslu þeirra gagna (lýs- andi faraldsfræði). Þessar upp lýsingar fær deildin úr dánar- meinaskýrslum einstakra landa og krabbameinsskrám, þar sem þær eru gerðar. Krabbameins- skráning er misjafnlega langt á veg komin, og leggur faralds- fræðideildin áherzlu á að skipuleggja hana á þeim stöð- um, þar sem hún er ófullnægj- andi. Faraldsfræðilegar rann- sóknir hafa m.a. leitt í ljós, að magakrabbamein er mun al- gengara í Japan en í Evrópu, gengara í Japan en í Evr- ópu þar sem brjóstkrabba- miein er hinis veigar tíðara. Afríkumenn þjást meira af lifriankralfobamiedná en Evrópu- búar. Á Bretagne-skaga í Frakklandi er vélindiskrabba- mein mun algengara en annars staðar í Evrópu, og það finnst einnig á tiltölulega einangruð- um svæðum í Afríku, Asíu og Ameríku. Faraldsfræðideildin gefur út heiidaryfirlit um skýrslugerð sína. Auk þessarar gagnasöfnunar tekur deildin fyrir ákveðin verkefni til þess að sanna eða afsanna þær niðurstöður (ana- lýtisk faraldsfræði), sem feng- izt hafa við úrvinnslu gagn- anna. Þar er nú til dæmis ver-. ið að leita svara við því, hvers vegna vélindiskrabbamein er svo algengt á Bretagne-skaga. Stafar það e.t.v. af mikilli neyzlu íbúanna þar á calvados áfenginu, sem þeir brugga? En hvað veldur tíðni sama krabba meins í Iran, þar sem ekki er drukkið neitt áfengi? Þessum og öðrum spurningum verð- ur ekki svarað nema með ítar- legum og langvinnum rannsókn um. HVAÐA ÁFANGA HEFUR VERIÐ NÁÐ Hrafn Tulinius lauk læknis- prófi frá Háskóla Islands, og eftir að hafa verið héraðslækn ir á fsafirði, Neskaupstað og i Færeyjum, fékk hann styrk frá Humboldt-stofnuninni í Þýzka- landi. Hann dvaldist í Frei- burg og nam meinafræði og stundaði krabbameinsrann- sóknir. Þaðan fór hann til Bandaríkjanna, þar sem hann dvaldist I fimm og hálft ár. Hann var dósent í meinafræði við háskólann í Albany og starfaði einnig við M.D. Ander son Hospital for Cancer í Houston. Síðan varð hann lektor í meinafræði við lækna- deild Háskóla fslands frá 1967 til 1969, þegar hann var ráð- inn til rannsóknastofnunarinn- ar á krabbameini í Lyon. Hrafn er kvæntur Helgu Bryn- jólfsdóttur og eiga þau fimm börn. Hrafn starfar í faraldsfræði- deild rannsóknastofnunarinn ar. Hann hefur unnið að gerð heildaryfirlits um krabbamein í heiminum (Cancer Incidence in 5 Continents Vol. II), sem alþjóðasamtök krabbameinsfé- laga gáfu út nú í sumar. í vor og sumar hefur hann ferðazt víða um heim á vegum rann- sóknastofnunarinnar. Var hann m.a. í Asíu og Afríku að- allega til að efna til alþjóð- legrar rannsóknar á ákveðnum þáttum viðkomandi blöðruháls- kirtilskrabbameins. Þar sem allir þræðir krabba meinsrannsókna í heiminum tengjast í rannsóknastofnun- inni í Lyon, spurði ég Hrafn fyrst að því á hvaða stigi þær væru núna. —- Stærsta skrefið, sem stig- ið hefur verið í krabbameins- rannsóknum, er, að unnt hefur verið að ákvarða, að krabba- mein eru margir sjúkdómar. Þeir eiga ekki sömu upptök og við þeim verður að bregðast á mismunandi hátt. Hér á ég ekki aðeins við þann mun, sem er á lungnakrabbameini og magakrabbameini, heldur hefur verið staðreynt, að til dæmis eitlasarkmein eða skjaldkirtils- krabbamein erú fleiri en einn sjúkdómur. Þessi niðurstaða mikilla og víðtækra rannsókna hefur gjör breytt viðhorfum læknisfræð- innar til krabbameins. Hún hef ur leitt til þess að teknar hafa verið upp nýjar rannsóknaað- ferðir í leitinni að orsökum krabbameins. — Hvað hafa rannsóknir leitt í ljós um orsakir krabbameins? — Tilraunir á dýrum hafa sýnt, að unnt er að framkalla krabbamein í þeim með mjög margvíslegum efnafræðilegum og eðlisfræðilegum aðferðum og einnig með veirum. Þá hafa erfðafræðilegar tilraunir á mús um, sem miðast að því að ná fram kynhreinum stofni, leitt í ljós að krabbamein geta erfzt. Hitt er svo annað mál, hvort unnt er að álykta frá þessum tilraunum á dýrum yfir til krabbameins í mönnum. Á því sviði ríkir svo mikil óvissa, að dýrareynslan hefur ekki dugað til að komast að upptökum krabbameins í mönnum, enda þótt hún gefi ákveðna vísbend ingu um það, hvar þau er að finna. Rannsóknir okkar hér mið- ast einkum við efnafræðilegar rannsóknir og athuganir á veir um. Af niðurstöðum faralds- fræðinnar ályktum við, að það sé eitthvað í umhverfi manns- ins, sem veldur krabbameini. Með orðinu umhverfi á ég hér við fæðu, utanaðkomandi áhrif og lífsskilyrði almennt. Eða hvernig getum við til dæmis skýrt hina miklu tíðni vélindis krabbameins á Bretagne- skaga ? Þar hlýtur að vera eitt- hvað sérstakt, sem veldur því. Ef við finnum hvað það er, get- um við a.m.k. lækkað tíðnina niður í það, sem teljast verður eðlilegt. Hins vegar getur rann sóknastarfið á Bretagne tæp- lega leitt í ljós orsök vélindis- krabbameins tilfella, sem fram koma á þeim svæðum, þar sem tíðnin en hvað lægst. — Er unnt að lækna krabba- mein? Almennt má segja, að fram farir í krabbameinslækningum hafi haldizt í hendur við fram- farir í læknisfræði yfirleitt. Tvær helztu lækningaaðferð- irnar eru brottnám æxlisins, handlækningar og geislun. Á síðari árum hefur notkun lyfja, sem hindra vöxt eða útrýma æxlinu, aukizt mjög. Þessi lyf eru vandmeðfarin. Á Islandi er áhugi á þessu, og má minna á „Við hljót- um að komast fyrir upptök krabba- meins- sjúkdóm- anna...” — segir Hrafn Tulinius, læknir það, að íslenzk blöð gátu þess á s.l. sumri, að krabbameinsfé- lögin hefðu boðið fram styrk fyrir íslenzkan lækni, sem vildi kynna sér meðferð þessara lyfja. Það nýjasta í meðferð krabbameins eru ónæmisfræði- legar aðferðir. Það er gamall draumur, að unnt sé að bólu- setja við krabbameini. Þetta hefur ekki tekizt, en hins veg- ar er ónæmisfræðin byrjuð að láta að sér kveða, ekki einung- is til hjálpar við greiningu vissra illkynja sjúkdóma, held ur hefur einnig tekizt að fram- leiða mótefni gegn hvítum blóð kornum, og hefur þetta verið reynt gegn vissum tegundum hvítblæðis. Þegar þessum nýrri aðferðum er beitt, ber aftur að þeim brunni, að þekking á eðli og gangi hinna ýmsu krabba- meinssjúkdóma er alveg nauð- synleg. Ýmsa krabbameinssjúkdóma, Framhald á bls. 19 Blóðsýnistaka við athugun á lifrarkrabbameini á Fílabeins- ströndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.