Morgunblaðið - 13.09.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1970, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPT. 1870 SKIPSTJÓRA VANTAR á 52 tonma bót gerðam út frá Suðifmesj'um. H úsnaeði á staðnum fyrir bendí. Uppl í stmum 6519 og 6534, Vog- um. SNIÐHNlFUR Stór smiðhrafur t»l söki (East- mam). Uppl. í síma 16298 eða 25760. HÚSEIGENDUR ATHUGIÐ Ósikum eftir að ta'ka á ieigu 2ja herib. íbúð. Erum utan af lamdi, 4 í iheiimilii. Skfívís mánaðargreiðsla. Uppl. í síma 19084 eftir hádegi. ÞAULVÖN skri'fstofustiúlka óskair eftir starfi fyrir hádegii. Tiliboð sendist Mbl. fyrir 20. þ. m. merkt „K venna skó lap róf — 4229." TVÆR STÚLKUR óska eftir lítiMi íbúð sem næst Húsmæðra'kenna raskóla íslands. Upplýsimgar í síma 99-6117. TVEGGJA TIL ÞRIGGJA herbergja íbúð óska’St í Rvík. Fyrirframgre'iðsila, ef óskað er. Upplýsingar í síma 26373. SÆLGÆTIS- OG TÓBAKS- verzlun óskast til kaups eða teigu. Titb'Oð sendist Mbl. fyrir föstudag, merkt „4230". MIÐSTÖÐVARKETILL TIL SÖLU 2\—3 kúpífet, eimnig raf- ma'gn'Shitatúba 1500 kílóvött. Uppl. í sírna 37099 mi#i kl. 6—8. Atviruia óskast 24 ára maður óskar eftir vinmu háffam daginm. Vimsam- legast hringið í síma 33132. LANDROVER EÐA SAAB árgerð '68 óskast gegm stað- greiðslu. Uppl. í síma 51932 eftir kl. 2 í dag. 2JA—3JA HERB. IBÚÐ Ung barnlaus hjón óska eftfr 2ja—3ja herb. ibúð til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 33797. HEIMILISAÐSTOÐ Stúltka óskast tif heimilis'að- stoðar. Tilib. merkt: „Ná- gtenra Reykjavíkur 4278" sendist Mbl. fyrir föstudag. VANTAR YÐUR BARNFÓSTRU Tvitug Kenmara’Skólastúlka tekur að sér ba'rnagæzlu á kvöidin. Sími 50783. Geymið augfýsinguna. KEFLAVlK — YTRI-NJARÐVÍK ' Ung hjón óska eftir 1—2ja herb. íbúð til leigu. Uppl. I síma 1283. NÝIR SVEFNBEKKIR 2950 kr, gullfaliegir nýir svefn sófat 4800 fcr., hjónabekkir 3900 kr. Sófaverkstæðið, Grettisg. 69, sími 20676. „Annarleg nótt og dimm með sigð í höndum” Almanakið sagði, að ennþá væri sumar, m.a.s. eftir einar fimm vikur, þegar við ákváð- um að ganga enn einu sinni á vit f jörunnar kringum Ósinn, svona rétt áður en vetur skylli á. Þrátt fyrir sumarið fannst okkur þcgar komið haust. Það blés að norðan, beit í kinnar, og kartijflugrös voru unnvörpum tekin að falla fyrir næturfrosti, og við öllu mátti búast í Þykkva- bænum, eins og alkunna er nú. En slíkt létum við ekkert á okkur fá. Við vorum að fara til náttúruskoðunar á kæra staði, og þrátt fyrir svolítinn kulda gátum við með gleði rifjað upp vísu eftir Eggert Ólafsson: „Tjaldar syngja um tún og móa, tildrar stelkur, gaukur, lóa, endar hörkur hljóðið spóa, hreiðrin byggir þessi fans út um sveitir ísalands. Æðarfugiinn angra kjóar, eru þeir að hvína. Enn langar út um heim að blína.“ ★ Og við gengum rösklega þvert yfir árdalinn, þar til komið var að Hólmasundi, sem svo var nefnt, af því þar úti í miðjum árstrengnum var löngum áður fyrri grænn hólmi með puntustrám í koll- inum, einstaklega prútt sund, og undum við stundum sam- an við að festa hann á léreft, þegar pensill og litir voru okkur tiltæk. Það var nú á þeim árum. Nú er allt slíkt að mestu fyrir bí fyrir hraða heimsins, sem ekki lætur að sér hæða, og engu eirir, ekki heldur fri- stundum manns eða friði. ★ Meðfram Mjósundunum gengum við meðfram ánni. Þau hafa mjókkað ískyggi- lega upp á siðkastið, og kem ég að því siðar. En litla berg- vatnsáin okkar rennur þarna á móhellu, sem er ótrúlega seig, fullt af skeljum, alda- gömlum, glittir á í botninum, þar heitir Skeljabakki, Hái- bakki og Svarti bakki. Undir honum var alltaf fiskur fyrir mink, — , en síðan sá skratti lagðist út, hefur sjóbirtingur látið undan síga. ★ Við vorum fljót yfir eyr- arnar neðan við Ósbrekkur, vaxnar alls kyns eyrarjurt- um, og grænvöndum og maríu vöndum í bland, og á einstaka stað mátti sjá útbrunninn jak obsfífil með snúinn brúnleitan skúf eins og slitinn rakkúst. Við fórum yfir eiðið milli Kerhóls og Óshóls, gengum gamalkunnar kúagötur, niður í Ósinn, en eftir þeim höfðum við margoft rölt á eftir belj- unum, þegar við vorum yngri að árum. Þá var maður létt- ur á sér og söng við raust kvæðið hans Steingríms: „Ó, þú sveitasæla, sorgarlækning bezt, værðar víst indæla, veikum hressing mest, lát mig, lúðan striðum, loks, er ævin dvín, felast friðarblíðmn faðmi guðs og þín.“ ★ Æðarkollurnar og blikarnir hrukku undan með miklum látum, þegar þær komu auga á okkur hjá einum hinna fjöl mörgu rústa kartöflugarð- anna hans Magnúsar í Ósi, en hann var uppi fyrir aldamót og langt á undan sinni sam- tíð í ræktun garðávaxta. Ós- inn hefur alltaf verið okkar paradís, —en á þessum degi, á hallandi sumri, varð okkur strax ljóst, að eitthvað var :x>^- Mjósundin eru sjáanlega á undanhaldi fyrir mannaverkum. ir, ekki elztu menn, ekki ég, sem þó hef grandskoðað þessa fjöru i 40 ár. Hvað hafði gerzt? Svarið var einfalt og auð- skilið. Skip lá skammt undan landi. Við nefnum það sjó- ræningjaskipið. Það kemur hingað margar ferðir á dag og dælir upp sandinum, spillir Grjóthrunið mikla innan við standbergið. Greinilegt um sanddælingima. merki breytt, eitthvað óhugnanlegt var að gerast: Fjaran var á undanhaldi. Þar sem áður hafði verið sandur og leirur, fullar af lífi, fjörulón innan við skerin, voru nú hnöttótt- ir hnullungar, berir berg- gangar, fjaran var öll bratt- ari, hún hélt ekki lengur hinni fornu náttúru. Sandur- inn, sem litla áin hafði um þúsundir ára borið úr fjöllum til sjávar var á undanhaldi. Á einum stað, innan við standbergið, þar sem hamra- borgin gengur lengst i sjó fram, hafði orðið gríðarlegt grjóthrun, sem enginn man eft friði, — en það sem alvarleg- ast er að það er á góðum vegi með að eyðileggja fjöruna okkar. Það grefur djúparhol ur utan við, sem soga í sig sandinn úr fjörunni, grefur undan björgunum, innan skamms mun hinn sérkenni- legi sandhryggur, Mjósundin og Óshóllinn, fullur af stein- gervingum, minnka, verða opnari fyrir ágangi sjávar og vinda, allt fyrir það, að þeir telja sig dæla sandi utan landhelgi, landhelgi, sem þegar var sett með Grágás, en í þá daga gátu löggjafar okkar ekki séð fyrir ægi- Skyldi aidrei verða aftur svona friðsælt I fjörunni minni? kraft slíkra tækja. Og þetta er ekkert fleipur. ★ Þorp eitt á ströndum Skot- lands hvarf beinlínis í sjó vegna slíkrar sanddælingar undan ströndinni, það er skjalfest, en engan grunaði, að svo myndi fara, fyrr en um seinan. Dropinn holar bergið blátt, þannig vinnur líka sanddæluskipið óþurftar verk sitt nótt sem nýtan dag. Þetta heyrir undir náttúru- vernd, hér er verið að eyði- leggja fjöru, sem var sneisa- full af lífi, jafnvel sprettfisk urinn norðan við ósinn hefur flúið. Við drúptum höfði nið- ur við Ós þennan dag. Nú fannst okkur haustið aftur iskyggilega nálægt. Það var líka eins og jafnvel fuglarn- ir fyndu þetta eins og öll náttúran skynjaði, að hér var að henni vegið ómildum höndum. Okkur varð hugsað til kvæðis Snorra Hjartarson- ar: Haustið er komið Haustið er komið handan yfir sæinn, livarmaljós blárrar nætur dökkna af kviða og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskins- rjóðan daginn, nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans myrka valdi i haginn. Hann heyrir stráin fölna og falla, sér ftiglana hverfa burt á vængj- um þöndum, blómfræ af vindum borin suður höf, og brár hans lykjast aftur, austan fer annarleg nótt og dimm með sigð í höndum, með reidda sigð við rifin skýjatröf." ★ Við litum angurvær til sjó- ræningjaskipsins, sem lá fyr- ir utan, dældi og dældi af græðgi, eirði engu, hvorki fjöru né friði, gengum síðan heim um Eiríkshól, — og það voru hljóðir og hæglátir menn, sem héldu upp úr Ósn- um þennan síðsumardag. Fr.S. Uti á víðavangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.