Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 3
MORGUNELAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 19. SDPT. 1970 3 Fallbyssuhlaup frá átjándu öld fannst í Hafnarfirði í FYRRADAG, þegar verið var að grafa fyrir holræsi á lóðinni Merkurgötu 2 í Hafn- arfirði, kom upp gamalt og kolryðgað fallbyssuhlaup. Á þessum stað var áður verzl- unarstaður Bjarna riddara og síðar lifrarbræðsla, en nú er lóðin notuð sem bílastæði. Byssuhlaupið er í vörelu Gísla Sigurðssonar, lögreglu- varðstjóra í Hafnarfirði, og verður það væntanlega sett á safn í Hafnarfirði, þegar hús- næði hefur fengizt. Við renndum suður í Hafn- arfjörð og heimsóittuim Gisila og fengum harm til að segja okkur það, sem vitað er um hlaupið. Hanm sagði: — Hlaupið er reyndar svo kolryðgað, að ómögulegt er að sjá, hvort nokkur áletrun eða merki er á því eða ekki. Bn líklegt má telja, að það sé frá upphafi 18. aldar. Þá var mik ið ófriðarbál í Evrópu og orrustur á höfum úti. Allar skútur og kaupför, sem hing- að komu, voru vopnuð eða höfðu hersikip í fylgd með sér. Skipin komu einmitt hingað til Hafnarfjarðar og er líklegt, að byssan sé af eiinu þeirra. Stykki hefur brotnað framan úr hlaupinu og hefur byssan annað hvort fengið þungt högg eða verið ofhlaðin púðri. Hún er úr potJtmálmi og á miðju hlaup- iuu er stautur, sem hún hefur sennilega leikið um, þannig að hægt hefur verið að miða henni að nokkru. — Þetta er framhlaðningur og eftir nokkra leit tótost mér að finna kveikjugatið, en að Gísli Sigurðsson, lögregluvar ðstjóri, með fallbyssuhlaupið, sem hann telur vera frá því um 1700. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). sjálfsögðu var það örlítið og erfitt að finna það í ryðinu. — Samkvæmt skipulaginu hefur þessi fundur orðið á Merkurgötu 2, en ýmis önnuT nöfn eru á þessari lóð. Þarna hét áður Akurgerðislóð, til- heyrði bænum Akurgerði, en síðair byggðu þarina bæ tveir lóðsar, hvor fram af öðrum, og því hét lóðin Lóðtsbæjar- lóð. Seinna var þarna lifrar- bræðsla með miklum grútar- pottum, niðuirgröfnum, og þá hét þetta Grútargjóta. — í upphafi nítjándu aldar tilheyrði þessi lóð Bjarna riddara Sívertsen, sem þá rak verzlun í húsi sánu, sem enn stendur þarina skammt frá. Árið 1814 flutti hann hingað til lainds nokkur tré frá Nor- egi og gerði þarna trjágarð til 9kraut9. Bn trén þoldu ekki saltið i jarðveginum og dráp- ust. Þarna var gerður vegg- ur utan um garðiinn og fannst byssuhlaupið rétt hjá þeim stað, sem veggurinn lá. Það var um 50—60 sentimietra und ir grassverðinum og því und- arlegt, að það skyldi ek’ki vera fundið fyrir löngu. — Ég vann árið 1928 sem verkamiaður að stækkun hússims, sem þá stóð á lóð- inni, og þá gróf ég í áttina til þess staðar, sem hlaupið fainnst á, en ég fann ekkert markvert þá. — Hér i Hafnarfirði hafa af og tiíl fundizt menjar um verzl unina hér fyrr á öldum, en þetta er fyrsta fallbyssan, sem fundizt hefur og sjálfsagt fær hún veglegt sæti á safninu hér í Hafnarfirði, þegar það - kemst upo. MIKIÐ URVAL AF NYJUM VORUM TAKIÐ SÉRSTAKLEGA EFTIR. KVENLOÐJAKKAR — MAXI OG MIDI KJÓLAR — MIDI KAPUR — STRIGAFRAKKAR — ÓDÝRIR JAKKAR ÚRVAL PEYSUR OG SKYRTUR. TIZKU- VERZL. UNGA FÓLKSINS Mkarnabær STAKSTEINAR Atvinnuöryggi A fundi borgarstjómar Reykja víkur sl. fimmtudag urðu tölu- verðar umræður um togarakaup Bæjiarútgerðariinnar og stuðning Iteyk ja ví k urborgar við einka- aðila, sem samið hafa um smíði á tveimur togurum, sem gerðir verða út frá Reykjavík. í ljós kom eins og vænta mátti, að skoðanir borgarfulltrúa eru nokkuð skiptar um eignaraðild að atvinnutækjum. Fulltrúi komm- únista flutti tillögu, sem fól m.a. í sér, að Reykjavíkurborg félli frá fyrri ákvörðun um að styðja fleiri einkaaðiia, sem áhuga hefðu á útgerð togskipa frá Reykjavík, með sömu lánsað- stoð og þegar hefur verið veitt einu útgerðarfyrirtæki. Röksemd kommúnista er sú, að atvinnuör- yggi verði ekki tryggt betur með öðrum hætti en þeim, að út- gerðin verði í höndum opin- berra aðila. Það vakti nokkra athygli, að fulltrúi frjálslyndra vinstrimanna var í flestu sam- mála málflutningi kommúnista. Borgarstjóri benti hins vegar á, að með stuðningi Reykjavík- urborgar við útgerð einkaaðUa væri unnt að fá fleiri togskip til borgarinnar með sama fjárfram- lagi frá Reykjavíkurhorg. Þann- ig hafa nú verið ákveðin kaup á fjórum togurum til borgar- innar, sem einungis hefðu orðið þrir, ef aðeins hefði verið veitt fé til kaupa á togurum fyrir Bæjarútgerðina. Vitanlega verð- ur að leggja áherzlu á, að út- gerðin verði rekin með hagnaði, þannig að ekki þurfi að íþyngja skattgreiðendum vegna styrkja við atvinnurekstur, sem rekinn er með tapi. Það er viðurkennd staðreynd, að atvinnurekstur í höndum einstaklinga er miklu vænlegri tU árangurs en atvinnu rekstur í höndum opinberra að- ila. TU þess að tryggja öfluga útgerð frá höfuðborginni er öruggasta ráðið að stuðla að auk inni útgerð á vegum einstakl- inga. A þann hátt verður at- vinnuöryggi og efnaleg afkoma bezt tryggð. Allir viðurkenna þó eins og nú horfir, að eðlilegt er að viðhalda rekstri Bæjarút- gerðarinnar jafnhliða útgerð einstaklinga. Það kom fram á umræddum fundi borgarstjómar, að jafnvel borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins viðurkenndu þessi sjónarmið. Kommúnistar og hinir svoköll- uðu frjálslyndu vinstrimenn voru í þessu máli einu boðberar afturhalds í atvinnumálum; aft- urhalds, sem ekki getur tryggt efnalega afkomu horgaranna þegar til iengdar lætur. Með veröbólgu Höfuðmálgagn íslenzkra komm únista þykist um þessar mundir hafa miklar áhyggjur vegna verðlagshækkana og verðbólgu- hættu. Ekkert íslenzkt dagblað hefur þó skrifað á jafn óábyrgan hátt um lausn þessa vandamáis eins og Þjóðviljinn. Þegar við- ræður um kjarasamningana stóðu yfir sl. vor snerist Þjóð- viljinn öndverður gegn tilboði rikisstjómarinnar um gengis- hækkun, sem tryggt hefði stöð- ugt verðlag og raunhæfar kjara- bætur. Þannig var Þjóðviljinn í raun hlynntur verðbólgu si. vor. Ekkert væri þó eðlilegra en blað ið hefði skipt um skoðun í þessu efni, en svo er þó ekki. Nú ný- verið hefur Þjóðviljinn hafið árás.ir á einn af þinigmönnum Alþýðubandalagsins, sem nú tek ur þátt í samningaviðræðunum við ríkisstjómina um ráðstaf- anir gegn víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags. Þjóðviljinn er greinilega enn við sama hey- garðshornið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.