Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SBPT. 1970 15 okkur ekkert af vextinum á þessu ári, er ekki gott að segja hver hann yrði. En það eru all- ir hræddir við hann, bæði við og Bandaríkjamenn. Það er kominn tími til að hægja á hon um. Kim hefur fengið skipun frá Park Chung Hee, forseta um að halda vexti þjóðartekna niður í tíu prósentum á ári, a.m.k. þar til stjórnin hefur get að gert sér grein fyrir hvert stefnir. Leiðtogar Suður-Kóreu hafa sagt: — Gefið okkur fimm hagsældarár i viðbót, og við verðum einfærir um að halda kommúnistum í skefjum, þurf- um ekki hjálp Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa lagt mikið 'af mörkum, bæði peninga og mannslíf. Siðan síðari heims- styrjöldinni lauk, hafa þau veitt landinu átta milljarða doll ara efnahags- og hernaðarað- stoð. I dag veita þau um 300 milljón dollara aðstoð á ári. Bandaríkin misstu rúmlega 33.600 hermenn, þar sem þau öxluðu meginbyrðina í baráttu Sameinuðu þjóðanna við að hindra að Norður-Kórea legði Suður-Kóreu undir sig. Banda- rískir hermenn falla enn í dag, í skyndiáhlaupum kommúnista við vopnahléslínuna. Efnahagsvöxturinn hefur óhjákvæmilega haft vandamál í för með sér. Bændur kvarta yf- ir að þeir fái ekki sinn skerf af vaxandi velmegun. Verðbólg an er um 10 prósent á ári. Er- lendar skuldir vaxa. Á árinu 1969, hækkaði heildsöluverð um 8 prósent og verð á neyzluvör- um um 10—12 prósent. Hækk- andi vinnulaun eru smám saman að eyða þvi sem helzt var iðn- aðinum til framdráttar lengi vel; ódýru vinnuafli. Vinnulaun eru ennþá lág, jafnvel þótt að- eins sé miðað við önnur Asíu- ríki. Mánaðarlaun verkamanns eru aðeins um 40 dollarar á mánuði. 1 Japan eru þau um 180 dollarar. Mörg banda- rísk og japönsk fyrirtæki hafa notfært sér þetta, og reist verk smiðjur í Kóreu. Síðast þegar gerð var opinber könnun, höfðu bandarísk fyrirtæki fjár- fest jafnvirði 89,7 milljóna doll ara og meira var á leiðinni. Útflutningur hefur aukizt griðarlega og var rúmlega 700 milljónir dollara um síðustu áramót, átta sinnum það sem hann var 1963. Vefnaðarvörur, krossviður og hárkollur, eru helztu tekjuliðirnir, en Kim, að stoðarforsætisráðherra vill meiri fjölbreytni. Hann vill byggja efnahag landsins á skipasmiðum, rafeindaiðnaði og vélaframleiðslu, sem samræmd- ust betur vaxandi iðnmenntun í landinu. VAXANDIMENNTUN Menntun hefur mikið breytt fólkinu í Suður-Kóreu. Áður en Bandarikin og Rússland skiptu Kóreu í tvennt, kunnu aðeins 22 prósent þjóðarinnar að lesa. 1 dag eru rúmlega 90 prósent íbúa Suður-Kóreu læs. Það er ekki auðvelt fyrir út- lendinga að eiga viðskipti við Kóreumenn. Borganir undir borðið og hrein fjármálaspill- ing, gera viðskiptasamninga oft flókna og erfiða. Tekjuskattur er svo gríðarlega hár að Banda ríkjamönnum óar við. Hver sá sem hefur yfir 300 dollara í tekjur á mánuði, greið ir 55 prósent launa sinna í skatta, stigahækkun er ekki til og engar afsakanir eru tekn ar til greina. Skattsvik voru ai geng, en hafa nú minnkað nokkuð. Með hjálp banda- riskra sérfræðinga, hefur verið hert á eftirlitinu og þó nokkrir hafa verið fangelsaðir fyrir skattsvik. Árangurinn varð sá að skattatekjur ríkisins jukust um 50 prósent á árunum 1968 og 1969, hvoru um sig. Þær eru nú um 65 prósent af heildar- tekjum ríkisins, en voru aðeins um 40 prósent áður. Vextir eru nú um 22 prósent á ári, en voru áður 25 prósent. SAMGÖNGUERFIÐLEIKAR Skortur á samgöngutækjum og leiðum, er alvarlegt vanda- mál. Ofhlaðnar lestir flytja um 72 prósent alls varnings í Suð- ur-Kóreu. Aðaljárnbrautarstöð in í Seoul, sem á að nægja 300 lestum, verður að þjóna frá 900 upp í 1100 lestir daglega. Þar sem verzlunarmenn berjast um að koma framleiðslu sinni á stöðugt vaxandi markað, mynd ast flöskuhálsar á ýmsum stöð- um, og skapa stundum stór- felld vandræði. Einu sinni minnkaði kolaflutn ingur til Seoul niður úr öllu valdi, þegar sementsframleið- endur náðu hagstæðum samning um við lestir sem komu frá kolasvæðunum. íbúar höfuð- borgarinnar skulfu i vetrar- kuldanum í þó nokkra daga, áð ur en stjórnin sá sig tilneydda til að grípa i taumana. Kóreanskir embættismenn, vona að nýjar hraðbrautir muni létta mesta álaginu af lestun- um. Gerð hefur verið tíu ára áætlun um vegaframkvæmdir — aðeins 6,5 prósent af 22 þús- und mílna aðalvegakerfi lands- ins eru malbikuð — og núna í júní var lokið við 143 milljón dollara hraðbraut frá Seoul til hafnarborgarinnar Pusan, sem er 267 mílur fyrir sunnan höf- uðborgina. Ráðgert er að byggja 10 hraðbrautir í viðbót , fyrir árið 1976. Þrátt fyrir kvartanir bænda um að þeir hafi farið á mis við efnahagsþróunina, sýna opin- berar tölur að tekjur þeirra hafa tvöfaldazt á síðustu fimm árum. Rikisstjórnin veitir 30 prósent af fjárlögum til land- búnaðarins, og leggur áherzlu á vélvæðingu hans og betri vatnsveitu til ræktarlands. Stöðugt fleiri bændur hafa efni á að fá tígulsteinsþök yfir hús sín, og rafmagn. Húsmæð- urnar kaupa snyrtivörur og fara í lagningu. Börnin eru bet ur klædd. Útvörp eru algeng, og bændafjölskyldur geta veitt sér að kaupa reiðhjól og sauma vélar. HERNAÐARSTAÐAN En þótt íbúar Seoul lifi að þvi er virðist tiltölulega áhyggjulausu lífi, er því ekki að leyna að Norður-Kórea er eins og dökkt ský á annars heið um himni. Flestir Kóreumenn eru sannfærðir um að stríð brjótist aftur út fyrr eða síð- ar. Þótt 620 þúsund manna her Suður-Kóreu sé töluvert fjöl- mennari en her Norður-Kóreu, sem telur um 384 þús. manns, ber þess að gæta að kommúnist ar eru mun betur vopnum bún- ir, og í vopnabúrum þeirra er að finna öll fullkomnustu vopn sem Rússar og Kínverjar fram- leiða, að undanskildum kjarn- orkuvopnum, að sjálfsögðu. í Suður-Kóreu er líka 60 þús und manna bandarískt herlið, en nú hefur verið tilkynnt að 20 þúsund þeirra verði kvaddir heim áður en langt um líður. Þótt stjórn Suður-Kóreu hafi opinberlega mótmælt þessari ákvörðun harðlega, viðurkenna háttsettir embættismenn að þeir hafi ekki svo mjög alvar- legar áhyggjur hennar vegna. 1 fyrsta lagi verður hún til þess að Suður-Kóreu verða lát in i té mun fullkomnari vopn, sem gera að verkum að her hennar gæti auðveldlega stað- izt árásir kommúnista. í öðru lagi líta þeir svo á að það geri ekki mikið til þótt fækkað sé í herliði Bandarikjanna, svo lengi sem svo margir Banda- ríkjamenn verði þar eftir, að nægi til að tryggja fulla þátt- töku Bandaríkjanna ef Suður- Kórea verður fyrir árás. Þessi umrædda árás er enginn f jarlægur möguleiki, því það er alveg öruggt að Norður-Kórea myndi hefja stríð um leið og hún teldi sig eiga góðar sigur- vonir. Margítrekaðar yfirlýs- ingar valdamanna Norður-Kór eu eru næg sönnun þess. Það eina sem tryggir frið í Kóreu eru hernaðarlegir yfirburðir syðri hluta landsins, og þess verður sjálfsagt vandlega gætt að þeir raskist ekki. Verksiniðjur liafa sprottið up p eins og gorkúlur víðs vegar um Suður-Kóreu. Þetta er ný- tízkuleg sementsverksmiðja. Lítii iðnfyrirtæki þrífast einnig vel, og eru mikilvægur Iiður í efnaliagskerfinu. Hér er verið að framieiða kerti, í lítilli ver ksmiðju. Risastórar hótel- skrifstofu- og bankabyggingar bera við himin, og umferðin er geysi- leg. Markaðirnir eru fullir af fólki, veitingahús og leikhús þéttsetin. Golfspilurum fjölg- aði um 50 prósent á árinu 1968. Upp úr rústum striðsins hefur Seoul risið til þess að verða ein af stærstu og bezt blómstrandi borgum í heimi, og þar er fyrir að þakka dugnaði kóreanska fólksins og milljörðum dollara sem Bandaríkin hafa veitt land inu í efnahags- og hernaðarað- stoð. Þeir milljón Bandaríkjamenn sem sáu Suður-Kóreu, meðan á hinu blóðuga striði við innrásar sveitir kommúnista stóð, myndu varla þekkja landið, nú tuttugu árum síðar. Stórfelld- astar hafa breytingarnar orðið í höfuðborginni Seoul. Árið 1952 var Seoul í rústum, og þar bjó aðeins tæplega milljón Kóreumanna, sem virtust ekkert eiga í vændum annað en fátækt hungur og vonleysi. Matur var fágætur, og vinna enn sjaldgæf ari. Fáar byggingar höfðu sloppið við stórskemmdir, eða algera eyðileggingu. í dag, er Seoul blómstrandi borg með 5 milljón íbúa, aðeins 30 mílur frá vopnahléslinunni sem aðskilur Suður- og Norður Kóreu. Námugröftur er stór atvinnug rein og í S-Kóreu eru m.a. imn in kol, járn, grafít og gull. BVRJUNIN Fyrstu árin eftir að vopnahlé batt enda á þriggja ára stríðið, var svo til enginn vöxtur í efna hagslífi Suður-Kóreu, efnahags aðstoð Bandaríkjanna var var- ið til að endurbyggja nauðsyn legustu þjónustukerfi og iðnað. En skyndilega, um árið 1965, hófst hann, og það svo að um munaði. Þjóðarframleiðslan fór upp í 5,1 milljarða dollara ár- ið 1967, jókst um 13 prósent ár- ið 1968, og um önnur 15,5 prós ent 1969. Kim Hak-Yul, aðstoð- arforsætisráðherra, sem er helzti skipuleggjandi efnahags- mála segir: — Ef við skiptum Suður- Kórea Ótrúlegar framfarir frá stríðslokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.