Morgunblaðið - 20.09.1970, Page 17

Morgunblaðið - 20.09.1970, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, S'UN’NUDAGUR 20. SBPTEMBER 1970 17 U.jósm. Mbl.: Sv. I»orm. Prófkjör Nú stendur yfir lokaundir- búningur fyrir prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi. Próf- kosningar eru nýmæli í íslenzku stjórnmálalífi, sem rutt hafa sér til rúms á skömmum tíma, þó að enn sé viða andstaða gegn þeim. En hvað yeldur því, að einmitt nú er lögð svo mikil áherzla á prófkosningar við val frambjóð- enda fyrir almennar kosningar, hvort sem er til Alþingis eða sveitarstjórna ? Sumir kunna ef- laust að álíta, að hér sé einung- is á ferðinni auglýsingafyrir- brigði, sem sett sé á svið til þess eins að glýja kjósendur. Þó að þessari skoðun hafi verið hald- ið á loft, þá byggist hún ekki á réttu mati. Á það er að líta, að eðli hins flókna nútimaþj óðfélags hefur á ýmsum sviðum takmarkað áhrifa vald einstaklinganna, með þeim afleiðingum, að tengsl fólksins við stjórnmálastarfsemina hafa ekki verið svo náin sem skyldi. Prófkosningarnar eru raunveru lega aðeins einn þáttur í and- svari við þessari þróun. Þetta nýja fyrirkomulag eykur hið beina ákvörðunarvald almenn- ings, sem áður fór minnkandi. En fæstir véfengja mikilvægi þess að tryggja verði fólkinu eðlilegt áhrifavald. Samkvæmt grundvallarhugmyndum þess lýðræðisskipulags, sem við bú- um við, á raunverulegt vald að vera í höndum almennings, sem felur síðan lýðkjörnum fulltrúum að fara með þetta vald ákveð- inn tíma í senn. Þó að þjóðfé- lagið taki miklum breytingum, verður engu að síður að búa svo um hnútana, að raunveruleg völd fólksins minnki ekki. Þær prófkosningar, sem nú eru fram- kvæmdar eru einmitt einn þátt- ur í viðleitni af þessu tagi. Prófkosningarnar standa hins vegar og falla með þátttökunni. Allt bendir þó til þess enn sem komið er, að fólk skilji bæði til- gang og eðli prófkosninganna, enda sýnir reynslan frá próf- kjöri sjálfstæðismanna fyrir sið ustu borgarstjórnarkosningar, að þátttakan varð geysimikil, þó að um nýjung væri að ræða. En það var í fyrsta skipti, sem svo umfangsmikil prófkosning fór fram hér á landi. Viðbrögð andstæðinganna Ekki er því að leyna að finna má prófkosningum sitt hvað til foráttu, enda reyna andstæðing- ar þeirra óspart að færa sér það í nyt. Á það hefur verið bent, að prófkosningarnar séu óeðli- legar af þeirri ástæðu, að þar stendur valið fyrst og fremst um einstaklinga, en miklu síður um málefni eða stjórnmálastefnur. 1 fljótu bragði kann þetta að vera réttmæt aðfinnsla. En spyrja má á móti, hvað er óeðlilegt við það að kjósa um þá menn sérstak- lega, sem síðar koma til með að bera fram ákveðna stjórnmála- stefnu við kosningar? Þegar bet- ur er að gætt kemur í ljós, að engin skynsamleg rök eru fyrir þvi, að óeðlilegt geti talizt að kjósa um ákveðna menn í þessu tilviki. Það er þvert á móti mjög eðlilegt, að fólkið fái að hafa íhlutunarrétt um það hverjir beri fram þá stjórnmálastefnu, sem það aðhyllist. Til viðbótar er prófkosningum íundið það til foráttu, að þau átök, sem óhjákvæmilega hljóta að fylgja í kjölfar þeirra, hljóti Réttir eru byrjaðar. að riðla svo raðir flokksmanna, að stjórnmálaflokkurinn sem heild bíði þess ekki bætur. Sundurlyndi og óánægja grafi um sig með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Ekki er því að leyna, að á þessu er viss hætta, sem fólkið hefur þó í hendi sér að afstýra. Aukinni vegsemd og ábyrgð fylgja bæði vandi og skyldur. Menn verða að geta tekið sigri sem ósigri og mega ekki viðhafa vinnubrögð, sem ósæmileg geta talizt. Þetta er að vísu vandasamt, en ástæðulaust að gera svo lítið úr fólkinu, að það sé ekki þeim vanda vaxið. Reyndin hefur líka orðið sú, að þau stjórnmálasamtök, sem helzt hafa snúizt gegn prófkosn- ingum, beina spjótum sínum einkum að þessu atriði. 1 þeim tilgangi er komið af stað Gróu- sögum og ýmis konar tilbúningi um misklið og óeiningu. Yfir- leitt eru þetta staðlausir stafir eða allt ýkt og rangfært. Það vekur hins vegar verulega at- hygli, að það eru einkanlega þeir stjórnmálaflokkar, er kenna sig við vinstristefnu, sem eru mótfallnir því að auka hið beina áhrifavald fólksins á þennan hátt. Þannig túlkar dag- blaðið Þjóðviljinn skoðanir þeirra, sem harðast ganga fram I baráttunni gegn prófkjöri og auknu áhrifavaldi almennings. í þessu skyni hefur Þjóðviljinn óspart gripið til Gróu- sagna, enda virðast þær vera eina haldreipið gegn prófkosn- ingunum. Þvi er hins vegar ekki að leyna, að framkvæmd próf- kosninga getur verið erfiðleik- um háð í hinum nýju kjördæm- um, þar sem gamla umdæma- skiptingin á enn ítök í hugum fólksins. En það rýrir þó í engu gildi prófkosninga sem slíkra. Aukið lýðræði En prófkosningar eru einung- is einn þáttur í þeirri viðleitni að auka hið beina ákvörðunar- vald fólksins. Þó að bent hafi verið á ákveðna hættu, sem þær geti haft í för með sér, eru kost- irnir yfirgnæfandi. Allir viður- kenna nú, að ofur eðlilegt sé, að nokkur átök eigi sér jafnan stað, þegar kosnir eru fulltrúar á Alþingi og í sveitarstjórnir. Auðvitað kunna slík átök að hafa einhverja ókosti í för með sér, en hitt er þó talið miklu mikilvægara, að borgararnir fái að velja fulltrúa sína í frjálsum kosningum eða hver skyldi mæla móti því nú. Eðli- legt er þó, að nýjungum sé ekki tekið allsendis umræðulaust, enda getur heilbrigð gagnrýni komið mörgu góðu til leiðar I slíkum tilvikum, en Gróusögurn- ar fá engu um þokað. En þrátt fyrir eindregna andstöðu vinstriaflanna, með kommúnistana í Alþýðubanda- laginu í broddi fylkingar, gegn auknu lýðræði, þá munu umræð- ur um þetta efni vafalaust halda áfram. Nokkrar umræður hafa þegar átt sér stað um fleiri þætti, er stuðlað gætu að auknu lýðræði, þó að enn sé svo margt órætt í þeim efnum, að óvarlegt hlýtur að teljast að taka ein- dregna afstöðu með eða móti. Nokkuð hefur verið rætt t.a.m. um skoðanakannanir og þjóðar- atkvæðagreiðslur, en um þessi atriði sýnist sitt hverjum eins og eðlilegt er. Þá hefur nokkuð verið minnzt á atvinnulýðræði, en litlar sem engar umræður hafa farið fram um það atriði. Þó hafa verið fluttar tillögur um aðild starfs- manna að stjórn einstakra borg- ar- og bæjarfyrirtækja. Hér er þó um að tefla atriði, sem þarf gaumgæfilegrar íhugunar við. Það kemur til að mynda til álita, hvort starfsmaður opin- bers fyrirtækis, sem er þá al- menningseign, eigi meiri íhlut- unarrétt um stjórn þess fyrir- tækis en hver annar borgari. Þó að virða beri sérstöðu þess, er vinnur við tiltekið fyrirtæki, þá er einnig nauðsynlegt að taka þetta atriði til frekari íhugun- ar, einkanlega, þegar í hlut eiga opinber fyrirtæki. Hverjir fara með valdið? I framhaldi af umræðum um aukið lýðræði væri eðlilegt að kannað yrði á einhvern hátt, hvar valdið liggur í þjóðfélag- inu, hvaða aðilar það eru, sem raunverulega fara með völdin. Einhver könnun á þessu atriði er raunverulega forsenda þess, að unnt verði að ræða til hlýt- ar um aukið lýðræði. Það er flestum ljóst, að Alþingi og rik- isstjórn hafa raunverulega tak- mörkuð völd, þó að þessir aðilar hafi i hendi sér að skipa málum á annan veg en nú er. Engu að síður liggur það i augum uppi, að mun fleiri aðilar fara með umtalsverð völd eins og nú er háttað. 1 einstaka sleggju- dómum, sem kveðnir hafa verið upp um íslenzka þjóðfélagið að undanförnu, má glöggt merkja, að ekki hefur verið tekið eðli- legt tillit til þessarar staðreynd ar úm dreifingu valdsins. Mjög raunhæft og augljóst dæmi er hið mikla vald, sem verkalýðsfélög og samtök at- vinnurekenda hafa við gerð kjarasamninga. Lýðkjörnir full- trúar á Alþingi og í rikisstjórn hafa tiltölulega litla möguleika á að hlutast til um niðurstöður þessara samninga, sem geta hins vegar gjörbreytt viðhorfum i efnahagsmálum þjóðarinnar. Nærtækt dæmi eru kjarasamn- ingarnir, sem gerðir voru sl. vor. Á þetta er ekki minnst hér með það í huga að átelja þetta fyr- irkomulag, heldur einungis til þess að benda á þá staðreynd, að valdinu í þjóðfélaginu er dreift á margar hendur. Ugg- laust má tína til miklu fleiri dæmi um þetta og kanna mætti tengsl einstakra valdaaðila inn- byrðis. En í umræðum, sem hér fara fram um stjórnmál, gleymist æði oft að taka tillit til þessarar staðreyndar. Af stjórnmálaum- ræðum mætti þannig oft halda, að einungis væri um að ræða alvalda ríkisstjórn og valda- lausa stjórnarandstöðu. Þó að ekki sé rétt að draga úr ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar á hverjum tíma, þá er einnig nauð- synlegt að veita athygli öðrum valdaaðilum i þjóðfélaginu, sem einnig bera ábyrgð, þó að i minni mæli sé. Þeir sem taka sér fyrir hendur að gagnrýna þjóð- félagsskipunina geta ekki held- ur litið framhjá þessari stað- reynd um dreifingu valdsins, að öðrum kosti verður gagnrýni þeirra marklítil. Kröfugerð Eitt einkenni nútimaþjóðfé- lags eru ýmis konar hagsmuna- samtök, sem myndast í hinum fjölmörgu þáttum þjóðfélags- ins. Það er megineinkenni þess- ara hagsmunasamtaka, að þau líta jafnan á viðfangsefnin frá einu sjónarhorni og ein- hliða kröfugerð setur mark sitt á starfsemi þeirra. Dæmi um þetta eru fjöldasamtök atvinnu- rekenda og launþega auk fjöl- margra annarra. Þó að öll slik samtök og félög þjóni ákveðnum tilgangi, þá má ekki hverfa í skuggann það sjónarmið að taka tillit til þarfa heildarinnar. Fæstum dylst mikilvægi þess, að umræður um þjóðfélagsmál ein- angrist ekki við ákveðin tak- mörkuð viðfangsefni. Stjórnmálaflokkarnir eru ein- mitt eina mótvægið gegn þess- um hagsmunasamtökum. Þessi hagsmuna- eða kröfusamtök vinna þó oft á tíðum mikið gagn, en það dregur ekki úr mikilvægi þess, að jafnan séu fyrir hendi sterk öfl, sem líta á viðfangsefnin i heild sinni. Með stjórnmálalegum ákvörðunum einum er unnt að vega og meta mikilvægi hverrar kröfu og taka afstöðu til þess, hvar úrbóta er helzt þörf. AUar ákvarðanir af þessu tagi byggjast á pólitísku mati. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að efla stjórnmálá- flokkana. Einstaka stjómmála- samtök hafa hins vegar talið það vænlegra við atkvæðaveiðar að koma fram fyrir hönd einstakra hagsmunahópa í þjóðfélaginu. Stjórnmálasamtök af þessu tagi taka sjaldnast nægjanlegt tfflit til sjónarmiða heildarinnar. Af þessum sökum er það varhuga- vert, ef stjórnmálaflokkar eiga einungis að endurspegla hags- munasamtök I þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn í landinu, sem ekki hefur byggt stefnu sína með hagsmuni sérstakrar atvinnustéttar í huga; innan Sjálfstæðisflokksins hafa allar atvinnustéttir átt samleið með sjálfstæðisstefnuna, sem mark- mið. Það er eðlilegt, að menn skipi sér í stjórnmálaflokka eft- ir mismunandi stjórnmálaskoðun um, en skipting manna eftir at- vinnustéttum ráði þar minna um. Greiðari að- gangur að háskóla Athygli hefur vakið nýleg ályktun Stúdentaráðs, þar sem lagt er til, að aðgangur að há- skóla verði auðveldaður til muna. Sú meginstefna, sem stúdentar hafa markað í þessu sambandi er mjög athyglisverð. Fyrsta skrefið í þá átt að gefa- fleirum kost á háskólanámi en nemendum menntaskólanna var stigið, þegar Verzlunarskóli ís- lands fékk rétt til þess að braut skrá stúdenta. En á þeim tima vildi svo til, að háskólastúdent- ar sjálfir voru yfirleitt mjög eindregnir andstæðingar þessa fyrirkomulags, og börðust með oddi og egg gegn þeirri ráðstöf- un. Nú bregður hins vegar öðru- vísi við, þó að menntamálanefnd Stúdentaráðs hafi farið alvöru- lausum orðum um Verzlunarskól ann i greinargerð með ályktun Stúdentaráðs; en í engu breytir það þó gildi þeirrar megin- stefnu, sem Stúdentaráð hefur markað i þessum efnum. Það ætti hins vegar að vera orðið öllum ljóst, að hæpið er að stöðva góða nemendur, sem hug hafa á háskólanámi, þó að þeir hafi ekki endilega lokið stúdentsprófi. Hitt er augljóst, að gera verður sérstakar kröfur til þeirra skóla, sem samkvæmt þessum nýju hugmyndum gætu veitt nemendum sínum rétt til háskólanáms. Hér er ekki um það að ræða að minnka náms- kröfur, heldur er einungis verið að sveigja skólakerfið að nútim- anum. Af þessum sökum er ályktun Stúdentaráðs athyglis- verð og fyllilega er eðlilegt, að hún verði íhuguð gaumgæfilega. Reykjavíkurbréf Laugardagur 19. sept.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.