Morgunblaðið - 20.09.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1970, Blaðsíða 28
28 MORGtnsnBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1970 aði skrána, sem Mark hafði rétt honum. Svo dró hann blý- ant upp úr vasa sínum og tók að krota hjá sér. Tíu mínútum seinna rétti hann skrána aftur. — Ég hef undirstrikað þau nöfn, sem ég er viss um. Og ég er sæmilega viss um þau. Þetta er fólk, sem við Edith þekktum \ Cambridge. Edith vildi ekki fyrir nokkurn mun slíta sam- bandi við þetía fólk. Þér takið eftir, að hún hitti það ekki oft — fékk sér kannski eitt glas með því, tvisvar á ári eða svo. En svo hef ég komið þama með tvœr tilgátur, sem ég er ekki viss um, en gæti sam'. gefið bendingu. Það er aldrei að vita. — Nei, auðvitað. Raebum at- 20. er J. Enginn vafi á því. Gamlir kunningjar. Þekkti hana í Cam- bridge. Hávaxni maðurinn brosti sem snöggvast og var óstyrkur á taugum. — Haldið þér, að þér getið hjálpað mér með einhverja fleiri upphafsstafi I dagbókinni? Þeir sátu saman við borð í E1 Vino, og R.aebum varð að brýna raustina til þess að heyrast gegn um umferðarliávaðann frá Fleet Street. — Kynni að vera. Við þekkt- um margt sama fölkið. En vitan- lega þekkti Edith svo margt fleira fólk. Hún var afskaplega mikil samkvæmismanneskja. Ves Jings Edith. Vond endalok hjá henni. Fáið yður í glas. — Tómatsafa. Hér er skráin. Maðurinn, serr. Edith hafði kall- að J. pantaði veitingar og athug hugaði skrána Aðeins átta eða níu nöfn voru eftir, sem ekki hafði verið gerð grein fyrir, en sum þeirra voru líka algjörlega olæsileg — Á eitthvað af þessu fólki heima úti við sjó? spurði hann. — Nei, það held ég ekki. Það er allt saman í London eða á næstu grösum Nei, það býr eng- inn þessara úti við sjó. — Og yður getur ekki dottið neinn í hug, sem heitir E.U.: Eða veitmgahús, sem heitir L? Hann sýndi innfærsJuna þar sem E.U. kom fyrir. — Það lítur helzt út fyrir að hún hafi talið þetta eitthvað mikiJvægt. En ég þekki bara eng an F.U., það er ég alveg viss um. — Það gerir nú ekki til. Þér hafið orðið mér að miklu liði. — Ég er viss um, að Edith ISBUÐIRNAR Dairij Queen HJARÐARHAGA 47 W AÐALSTRÆTI 4 BANKASTRÆTI lO ÁLFHEIMUM 6 Dairy Queen ís Lofargóðu og stendur við það! Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Nú er mestl glansinn farinn af fréttunum, sem þú hefur nýlega fengið og i>ví er þér alveg óhætt að slaka á. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Ef ekki vUl bctur til, skaltu endilega byrja aftur á hálfköruðu verki og vanda þig eins vel og þú mátt. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það er sjálfsagt að vera ekki að velta sér neitt upp úr móður- sýkinni, en einhverja fyrirhyggju er hægt að hafa. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Hvernig, sem á því stendur, er ómöguiegt fyrir þig að komast í rétt sambönd núna. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það væri betra, ef þú fengir þér ný viðhorf. Heilsan er fyrir öllu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Réttara er að fara að hugsa fyrir jólunum, þau eru fyrirhafnar- minni þannig. Vogin, 23. september — 22. ©któber. Það skaðar engan að gera ráð fyrir miklu álagi á næstunni. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ferðalög eru óæskileg í dag allra hluta vegna. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Ef þú athugar þinn gang, er það hollara fyrir þig. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Fallvaltleiki lífsins er þér mikið áhyggjuefni núna, en öll þessi bölsýni þjónar engum tilgangi. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Nú er hver síðastur að ná í skottið á hamingjunni og stattu þig. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Þér verður vel ágengt f viðskiptum í dag. hefur verið að lána einhverjum peninga Hún var svo greiðvik- in. Þér hafið náttúrulega aldrei kynnzt henni? — Það vill nú svo til, að ég kynntist henni, rétt skömmu áð- ur en hún dó. Nú varð þögn. Salurinn var fullur og mikil reykjarsvæla og hávaði þar mni — Hún var farin í hundana, sagði J. Þér hefðuð átt að sjá nana fyrir nokkrum árum. Hún var falleg stúlka. Og svo fjör- ug. Ég var auðvitað skotinn í henni, en það voru svo margir aðrir. Það var náungi í Fleet Street, sem hét Jim Verhaeren, sem vildi eiga hana, en þau kom- ust upp á kant, og svo fórst hann í bílslysi. Hún var óhepp- .n, cg þér hafið sjálfsagt heyrt margt ljótt urn hana. En svei mér ef ég sakna hennar ekki. Hann horfði næstum ögrandi á Raeburn, kinkaði síðan kolli og gekk út. x. „Kæri hr. Raeburn", stóð I bréfinu, „ég hef fengið bréf frá Álec Desmond, þar sem mér er sagt, að hann hafi fengið yður til að gera nánar tilteknar rann sóknir í sambandi við dauða konu hans, og yður langi til að hitta mig. Ekki veit ég, hvað þér viljið fá að vita, og veit því ekki hvort ég get orðið yður að nokkru liði. En vitanlega vil ég verða það, ef ég get, og ég sting upp á, að þér komið hingað og talið við mig. Bezt væri að þér kæmuð síðdegis, segjum á þriðiudaginn kemur eða mið- vikudaginn, og gistuð hér um nóttina. Ég skal með ánægju hýsa yður og eins senda bíl eft- ir yður á stöðina. Vilduð þér láta mig vita?“ Bréfið var undirritað „Harry Rick" og heimilisfangið tilgreint. Mark lagði það hjá hinum bréf- jnum og hé.'t áfram að búa til morgunmatinn sinn, sauð hafra- graut og steikti flesk og egg. Fengi hann almennilegan morg- unverð. gat hann þolað til mið- nættis með samloku og tebolla. Og þess þurfti hann oft. Yfir matnum hélt hann áfram að lesa skjöl Edith Ðesmond, sem fylltu heila tösku og hann hafði tekið með sér frá Wimbledon. Hann hafði nú komið sæmi- egu skipulag á þau og gat gert sér nokkurn veginn glögga mynd af síðustu mánuðunum, sem Edith Desmond var á lífi — yfirdráttinn i bankanum, sem nún var að streitast við að minnka, veðhlaupahestana, skuld •rnar. Það lá i augum uppi, að hún hafði fengið talsverðar upp æðir til láns; en þó i smáskömmt um, hjá Gillian de Freeth og fleira fólki. Inn á milli kvitt- ana frá saumakonu og auglýs- ingar frá veðmangara, fann hann örk, sem á var ritað: „H.R. Ritk IOU £-100 (eitt hundrað sterlingspund), Edith Desmond, S—7—54. Neðar á blaðið var skrifað „Gleðileg jól 1954. H.R.“ Raeburn lyfti brúnum. Harry Ritk hafði lánað Edith hundrað pund I júlí 1954 og síðan sent henr> kvittunina í jólagjöf. Fal- iega gert. Mark lagði ógiltu kvittunina til hliðar og hélt áfram. Hann opnaði bréf, sem nafði verið troðið óopnuðu í skúffuna — og hljóðaði þannig: „Elsku Edith Þakka þér fyrir bréfið. Það er allt i lagi með jirið.;udagskvö?dið. Þetta er nokkuð, sem getur alla hent, ef peir eru þreyttir, og ég sá að Charles var að neyða ofan í þig áfengi, bjánir.n sá arna. Hugs- aðu ekkert um hana Helen Bar stow, hún er svoddan siðapost- uli — en ég skal koma öllu í ,ag. Þú þarft engu að kvíða þó að þú hittir hana aftur. Bless. JU1.“ Raeburn stakk bréfinu aftur í umslagið. Þarna hafði enn orðið hneyksli í einhverju samkvæm- inu. Edith draugfull og komizt í hár saman við Helen Barstow — hver sem hún nú kynni að vera. Hann leit á stimpilinn 18. júni. Svo sá hann, að Edith hafði klórað á það: „Vit. 10.28. L.11.35." Og skriftin var skreytt xlls konar frunsum og kroti. Hún hafði sýnilega klórað þetta meðan hún var að tala i síma. ,.Taxi, Taxi, Taxi,“ las hann. Og „Under". Undir hverju? Undir einhverju, sem hann gat ekki skilið Undirskógur, kannski? Hann saup aftur á tebollanum. Eitthvað brauzt um í huga hans, sem hann gat ekki komið heim og saman. Hann lagði frá sér um slag'ð og tók annað bréf, frá systur hennar í Suður-Afríku. Það var hundleiðinlegt og sner- ist allt um einhvern krakka. Þá áttaði hann sig á þessu. Hinn 20. júní, tveim dögum eft- ir að Edith bafði fengið bréfið frá Jill, hafði hún átt stefnumót við E.U Það var þessi merkis- dagur í dagbókinni, sem hún nún hafði tvmndirstrikað. Hafði hún farið með lest frá Viktoríu- stöðJnni til þess að hitta E.U.? Og var þetta „Under“ hluti af nafri ? Væri svo, þá var þetta L. ekki nafn á veitingahúsi, neldc.r á stað — þorpi eða borg. Hann greip umslagið aftur, en það sem kom á eftir Under var ekki annað en krass. Lestartím- nn var miklu betri bending. Lest, sem væri rúman klukku- tíma frá Viktoríustöðinni, mundi komast 45—55 mílur, að biðum meðtöldum. Hvaða staður, sem byrjaði á L gæti verið í þeirri fjarlægð frá London? Mark fór niður í skrif.stofuna sína og dró ±andakort út úr bókaskápnum. Svo tók hann hringfara, stillti nann uppá 50 mílur og dró svo hring með Viktoríustöðina að miðdepli. Hann fann ýmsa staði upp á L„ en var ekki ánægður með nein þedrra. En var þetta stefnumót sama sem áðurnefnd ,,ferð út að sjó?“ Hvort tveggja nafði verið eitthvað áríðandi fyr ir Edith, enda tvíundirstrikað. Af tveimur líklegustu stöð- unum var Littiehampton við sjó, en Lydd eina eða tvær mílur inni í landi. Sá sem þangað færi mundi ekki kalla það að fara „út að sjó.“ En það gat hins veg- ar átt við Littlehampton. Mark tók símaskrá og fletti TERMINAL QUICK Hárnæringavökvinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.