Morgunblaðið - 20.09.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1970 23 „MÉR hafði verið sagt að á Islandi væri mikið af falleg’- uin stúlkum, enda var ég fljót að sannfærast um það þegar ég kom. f»egar ég geng um göturnar, er ég stöðugt að sjá stúlkur, sem mig lang ar til að stanza og tala við — en ég geri ekki ráð fyrir að það sé heppileg leið til að komast í samband við þær“. Þetta kann að þykja und- arlega mælt af konu, en Christa Fiedler, sem þetta sagði, hefur sérstaka ástæðu til að vilja tala við fallegar íslenzkar stúlkur. Hún rekur nefnilega umboðsskrifstofu fyrir ljósmyndafyrirsætur í París og þvi er eitt aðalstarf hennar að „uppgötva" nýjar fyrirsætur. Hér var hún í stuttri heimsókn og var er- indi hennar tvíþætt. Annars vegar að heimsækja vinkonu sína, Guðrúnu Bjarnadóttur, sem hér hefur verið til að fæða barn, og hins vegar að komast í samband við islenzk- ar stúlkur, sem hafa áhuga á að spreyta sig á fyrirsætu- Hér er Christa Fiedler (t h.) að ræða við ungfrú Reykjavík 1969 og fulltrúa ungu kj nslóðar- innar 1970. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) Hún horf ir á ef tir kvenf ólkinu Rætt við Christa Fiedler um starf ljósmyndafyrirsætunnar starfinu úti í hinum stóra heimi. Christa Fiedler, sem er þýzk, vann sjálf sem fyrir- sæta áður en hún gerðist um boðsmanneskja, og þá kynnt- ist hún Mariu. Guðrúnu og Thelmu — og af þeim kynn- um hefur hún trú á íslenzk- um stúlkum og er viss um að þær hafi bein í nefinu og taki starf sitt alvarlega. — Það er allt of algengt, sagði hún er hún ræddi við Mbl., að stúlkur komi til Par isar og haldi að fyrirsætuvinn an sé lítið annað en ferðalög og skemmtanir. En það er mikill misskilningur, þvi þetta er mjög erfið vinna og krefst þess að stúlkurnar séu sterk- ar, bæði andlega og líkamlega. Og það er ekki nóg að þær hafi rétta útlitið og réttu mál in. Skapgerðin hefur einnig mikið að segja. Ef stúlka er of feimin getur það háð henni og ef hún er að eðlisfari löt og værukær þýðir ekki að gera sér vonir um að hún nái árangri í starfinu. Þótt starf- ið sé erfitt, þá er það skemmti leg-t og maður finnur fljótt hvað maður þarf að ætla sér langan tíma til hvíldar, hve mikið maður þarf að borða til að halda línunum í lagi og heilsunni um leið o.s.frv. Það færist í vöxt að tízkublöð og auglýsendur fari til fjarlægra landa með stúlkurnar og taki þar af þeim myndir — og það er auðvitað ómetanlegt tæki- færi til að skoða sig um. Aðspurð um „réttu málin" sagði Christa þau eiginlega ekki vera til: — Þó þykir ekki gott ef stúlkumar eru lægri en 170 om og til 170 em hæðar svar- ar yfirleitt 50-52 kg þyngd. Ann ars segir þyngdin aldrei hálfa söguna, því í rauninni er það beinabygging, sem hef ur mest að segja. Christa hefur rætt við nokkr ar íslenzkar stúlkur, sem hafa áhuga á að reyna sig sem fyr- irsætur, og henni lízt mjög vel á sumar, þótt þær þurfi aðeins að grenna sig. — Það er hin háa, ljós- hærða, heilbrigða „typa“ sem beðið er um i tízkublöðin, sjónvarp og auglýsingakvik- myndir, og hérna hef ég séð mikið af slikum stúlkum. — Þegar ég hef talað við stúlk- urnar reyni ég að segja þeim við hverju þær mega búast, án þess að reyna að gylla starfið. Þær þurfa líka að athuga málin í ró og næði og gera það upp við sig hvort þær vilja sleppa vinnu hér til að fara út. Christa sagði okkur að ef stúlka vildi koma, sem hún væri viss um að gæti komizt áfram í starfinu, greiddi hún fyrir hana farið út, en ef hún þyrði ekki að tryggja henni of mikla möguleika, en stúlk- an vildi samt koma yrði hún sjálf að greiða farið. Þegar út er komið þurfa stúlkurnar að láta taka af sér myndir, sem umboðsskrifstofan send- ir síðan til viðskiptavina sinna — og svo er ekki annað að gera en bíða og sjá hvernig þeim lízt á myndirnar. Um- boðsskrifstofan greiðir götu þeirra, útvegar þeim húsnæði og hjálpar þeim að greiða eitt hvað af kostnaðinum í fyrstu, en síðan greiða stúlkumár það til baka, þegar þær fara að vinna. Umboðsskrifstofan fær síðan 10% af tekjum þeirra — og tekjurnar geta orðið miklar ef hægt er að fá næga vinnu. Byrjunarlaun eru yfirleitt um 120 frankar á klukkustund, meðalgóð fyrir- sæta fær um 150 franka og þegar hún er komin á „topp- inn“ fær hún um 200 franka. Franskur franki er nú um 16 ísl. kr. Launin reiknast frá því fyrirsætan kemur á vinnu- stað þar til hún fer þaðan. — Góð stúl'ka getur haft gífurlega háar tekjur, sagði Christa. En þetta er starf, sem ekki er hægt að vera í nema nokkur ár og ef öllu er eytt jafnóðum stendur maður uppi slyppur og snauður þeg ar „eftirspurnin" minnkar. Margar stúlkur eru þó spar- samar og koma vel undir sig fótunum, þannig að þær geta lifað góðu lifi, þegar þær hætta fyrirsætustarfinu. — Þótt við höfum hér á und an aðeins talað um stúlkur í þessu sambandi þá gegnir sama um karla sem gerast fyrirsætur, enda hef ég nú umboð fyrir 6 karlmenn — á móti 74 stúlkum, sagði Christa að lokum. Jónasar Kristjánssonar læknis minnzt — 100 ár liðin frá fæðingu hans átti hann frumfcvæði að stofnun Sbátaifélaigsskapar á SauSárkrókL Jónas var kvæmtur Hansínu Benediktsdóttur, ein hún lézt árið 1948. Varð þekn fimxn bama Atvinna Okkur vantar 2 duglegar stúlkur nú þegar til starfa í verksmiðjunni. Upplýsingar í síma 66300. Alafoss hf. í DAG, 20. sept., eru 100 ár liðin frá fæðingn Jónasar Kristjáns- sonar læknis. Jónas var frum- kvöðull að stofnun Náttúrulækn- Jónas Kristjánsson ingafélags íslands og var fyrsti starfandi læknirinn við heilsu- hæli félagsins í Hveragerði. Mun Náttúrulækningafélag ís- lands minnast hans í dag með dagskrá í heilsuhælinu og gefa út sérstakt hefti tímaritsins Heilsuverndar sem v-erður helg- að minningu hans. Jónas lézt 3. apríl 1960. Jónas fæddist á Snæringsistöð- uim í Svínadal 20. sept. 1870 oig voru foreldirair hams þaiu Kriistján Kriistjánsson bóndi og Stein- unn GuSmiundsdóttir. Jónas vairð stúdenit frá M. R. áriið 1896, en að þvlí loknu ihóf hann nám í lælknis- fræði og kyranti sér sérstaklega matairæði og náttúrulæfcnim.gar. Árið 1901 gerðist ham,n héraiðs- læknir í Fljótsdalshéraði og þjóna'ði síðan ýmisum læknishér- uðuim úti á landi u:nz hann fiiutt- ist til Reykjavíkur árið 1938. í Reykjavík starfaði hann sem laökrair tiil ársins 1955, em þá gerðist hann læknir við heilisu- hæli Náttúrulæikniiragaféiags fs- lanids frá stofnun þess 1955 til 1958 er hainn lét aif störfum. Jó.nas lézt í Hveiragerði tæplega raíræður. í lifandi llífi beitti Jónas sér fyrir ýmsum öðrum málum en heiisurækt. Vairan m. a,. mikið að bindindismáilium og var uim hiríð í fraimkvæmdainefnid Stórstúiku íslands, og stofnaði tóbaiksbind- indisfélag á Saiuðárfkróki. Einmig aiuðið. I Skoðið NÝJU ATLAS kæliskápana Skoðið vel og sjáið muninn í . . . ýv efnisvali ýv frágangi tækni litum og formi FROST ATLAS býður frystiskópa (og -kistur), sam- KULDI byggða kæli- og frystiskápa og kæliskápa, SVALI með eðí« ón frystihólfs og valfrjálsri skipt- ingu mi.ili kulda (ca. + 4°C) og svala (ca. + 10°C). MARGIR ATLAS býður fjölbreytt úrval, th.a. kæli- MÖGU- skápa og frystiskápa af sömu stærð, sem LEIKAR geta staðið hlið við hlið eða hvor ofan á öðrum. . Allar gerðir háfa innbyggingar- möguleika og fást með hægri eða vinstri rpun. FULL- Alsjálfvirk þíðing —• ekki einu sinni hnapp- KOMIN ur — og þiðingarvatnið gufar upp! Ytra TÆKNI byrði úr formbeygðu stáli, sem dregur eky til sín ryk, gerir samsetningarlista . óþarfa og þrif auðveld. ♦ SÍMI 2 44 20 4 SllUIU.VIV ÍO 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.