Morgunblaðið - 20.09.1970, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.09.1970, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1970 19 Atvinna Ungur maður, 18—25 ára er áhuga hefur á að vinna að alhliða verzlunarstöifum getur fengið atvinnu nú þegar. Hann þarf að vera þægilegur og kurteis í framkomu, þar sem hann á m. a. að hafa á hendi sölustörf, toll- og bankaviðskipti, svo og afgreiðsiustörf, þar með talið útakstur á vörum o.s. frv,. Hann þarf að hafa góða vélritunar- og reikningskunnáttu. Verzlunar- eða Samvinnuskólamenntun æskileg, þó ekki nauð- synleg ef önnur kunnátta og kostir eru fyrir hendi. Þetta starf er tilvalið tækifæri fyrir ungan mann, er vill læra alhliða verzlunarstörf f reynd. Góð laun fyrir rétta manninn. Umsókn ásamt meðmælum óskast send Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld 24. 9. merkt: „Áhugasamur — 451". Nýkomið á þökin Japanskt þakjárn B G 28 með 15% meiri brotstyrkleika en áður hefur þekkzt hér. „Verðlækkun“. Ennfremur enskt þakjárn B G 24 málað annars vegar. Verzlanasambandið h.f. Skipholti 37 — Sími 38560. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í löggiltum iðngreinum (haustpróf) fara fram í október og nóvember 1970. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga minna en 2 mánuði eftir af námstíma sínum þegar próf fer fram, enda hafi þeir lokið burtfararprófi frá inðskóla. Umsóknum ber að skila til formanns hlutaðeigandi próf- nefndar fyrir 10. október n.k., ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi. Skrá um formenn prófnefnda liggur frammi í skrifstofu iðn- fræðsluráðs svo og hjá iðnfulltrúum og í bæjarfógeta- og sýsluskrifstofum. Athygli er vakin á þvi, að sveinspróf mega aðeins fara fram á auglýstum tíma. Reykjavík, 18. sept. 1970. Iðnfræðsluráð. Þrír innritunardagar eftir Kvöldnámskeiðin fyrir fullorðna hefjast fimmtudaginn 24. september. Þeir sem innritazt hafa eru vinsamlegast beðnir að sækja skólaskírteini sín á morgun, mánu- dag. — Opið kl. 1—7 e.h. FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT NÁM. Enska, Danska, Þýzka, Franska, Sænska, ítalska, Spanska, Norska, Rússneska og íslenzka fyrir útlendinga. Sími 10 004 og 11109 Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4. <g)má mnrgfaldnr markað yöar iOl Söngkennsla HEF KENNSLU AFTUR 1. OKTÓBER. Innritun hefst nú þegar, milli kl. 14 og 18. Nánar í síma 14732. GUÐMUNDA ELÍASDÖTTIR. / fjarveru minni frá 21. september — 12. október gegnir Magnús Sigurðs- son læknir (Ingólfs Apóteki) sjúkrasamlagsstörfum mínum. KRISTJANA S. HELGADÓTTIR LÆKNIR. Hvað segir húsmóðirin um Jurta? smjörliki hf. „Ég trúi því varla ennþá, en Jurta smjörlíkið hefur valdiS byltingu í eldhúsinu hjá mér. Börnin vilja ekki annað á brauðið, og bóndinn heimtar alltaf Jurta á harðfiskinn. Að auki er Jurta bæði drjúgt og ódýrt og dregur þannig stórlega úr útgjöldum heimilisins. Þess vegna mæli ég óhikað með Jurta smjörlíki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.