Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 2

Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 2
26 MORGUNBíLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓ'BER 1970 staðið í því að bera lömb um Vatnajökul eða vaða með þau yfir illfserustu fljót Evrópu? spyr skáldið. Þegar bóndinn er spurður hvort þetta hafi ekki verið erfitt, svarar hann. „Ann- ars héld ég að það sé nýtilkom- ið að tala um erfiði, að minnsta kosti hér um slóðir." X X Innansveitarkronika fjallar um kirkjuna á Mosfelli eins og fyrr greinir. Um það urðu mik- il átök á sínum tíma, hvort rífa ætti kirkjuna eða ekki og byggja aðra að Lágafelli. Mos- fellskirkja var rifin. Inn í sagnfræðilegan stíl fyrri hluta bókarinnar kemur þessi skemmtilega frásögn af því, þegar Ólafur bóndi Magnús- son á Hrísbrú kemur að Mos- felli og stendur á hlaðinu „með orf sitt reitt um öxl og veit ljásoddurinn beint upp . . . Nokkru utar á hlaðinu og nær sáluhliði stendur Bogi sonur hans sem gerst hafði skjald- sveinn föður síns í þessari för og hafði hrífu í hendi.“ Þeir eru að mótmæla sameiningu kirkna og niðurrifi Mosfelís- kirkju: „Ég er búinn að fara til klénsmiðs, mælti þá Ólafur á Hrísbrú, en þessir ræflar eru svo úrættaðir að þeir kunna ekki leingur að smiða sverð. Og hverjir ætla sosum að fara að herjast með sverðum núna Ólafur minn, spyr séra Jóhann. Ólafur svarar: Til er ég og ti) er Bogi. Ja það er nú það Ólafur minn, segir séra Jóhann. Mér dettur í hug hvort ég ætti ekki að vekja hana Guijnu þó í fyrra lagi sé og biðja hana að snerpa á könnunni. t>á segir Ólafur: Heldur þú og þið anskotar að Egill Skallagrimsson frændi minn hafi farið að drekka kaffi þeg- ar hann var í vígahug? Því er nú ver og míður að ég á ekki öl einsog Egill var vanur að drekka, segir séra Jóhann. En gott kaffi er gott ef það er gott.“ f samtali okkar Halldórs sagði hann mér að séra Jóhann hefði skýrt sig. — Hann var síðasti prestur á Mosfelli áð- ur kirkjan var rifin. Yfirvöid létu rífa kirkjuna samkvæmt lögum um sameiningu kirkna frá 1882; þau lög voru byggð á konungsskipun frá 1774. Það tók þvi meira en hundrað ár að fá þessu boði framfylgt; guð tók stinnt á móti í Mos- fellssveit. Séra Jóhann þjónaði þó aldrei Lágafellskirkju, en fluttist til Reykjavíkur og varð þar dómkirkjuprestur og gekk á svörtum frakka, gallósíum og með stórt nef. Hann hafði dimman og hiýjan málróm og talaði ósjálfrátt í einföldum spakmælum. Það var hann sem sagði meðal annars þessi minn- isverðu orð: Góð blöð eru góð ef þau eru góð. Svona spak- mæli eru þægileg og meiða eng- an, segir skáldið. f sögunni segir, að séra Jóhann hafi látið aftur augað fyrir guðsástar sakir, þegar hann laumaði klukkunni að Ólafi á Hrisbrú, eftir að kirkj- an hafði verið rifin. Ég hef heyrt, að kannski hafi það ekki verið að séra Jóhanni forspurðum sem klukkan hvarf, segir Halldór Laxness og bætir við að — þeir höfðu gott álit á honum hér í sveit- inni, enda var það líkt honum að gefa klukkuna höfuðóvinin- um til að dangla í, þegar hon- um leiddist. Skáldið bætir því við, að séra Jóhann hafi verið honum mjög hugleikinn. Mér þótti feikna gaman að sjá hann á götu í Reykjavík og heyra hann skiptast á orðum við fól'k, ég hlustaði eftir þvi. Hann kemur fyrir í Heimsljósi sem fangelsispresturinn og einnig kemur hann mikið við sögu í Brekkukotsannál. Hann er mjög ólíkur séra Jóni Prímus, svo ég gat ekki komið honum fyrir í Kristnihaldinu. x x Ólafur á Hrisbrú og Bjartur í Sumarhúsum eru ólikar mann gerðir, þó að þeir eigi nokkra sameiginlega snertipunkta sem bændur. Viss skyldleiki er með svona harðhausa-bændakörl- um, eins og skáldið komst að orði. En Bjartur er útpenslaðri en Ólafur, þ.e.a.s. meira málað- ur út í hörgul. Ólafur á Hrís- brú er bara teiknaður með fá- um strikum; ekki útfyllt mynd; ekki fylgt eftir frá æsku eins og Bjarti. Bjartur var fullur af rímum og skáldskap og hafði margt, sem ekki verður vart við hjá Ólafi. Þegar deilurn- ar stóðu sem hæst, lét Ólafur mikið að sér kveða hér í sveit- inni og vildi fara í stríð út af kirkjunni. Þá sagði hann: Til er ég og til er Bogi. Þetta er nú orðtak hér í Mosfellssveit, jafnvel stundum notað hér í húsinu. Þessi orð mætti festa upp yfir dyrum Mosfells- kirkju. Mosdælir hafa séð, að þau voru fyndin. Bogi sonur Ólafs var manna ólíklegastur til hermennsku þeirra manna sem mosdælir þekktu. I Innansveitarkroniku segir skáldið á einum stað um ís- lendinga: „Þvi hefur verið haldið fram að Islendíngar beygi sig lítt íyrir skynsamleg- um rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tittlíngaskít sem ekki kem- ur málinu við; én verði skelf- íngu losnir og setji hljóða hve- nær sem komið er að kjarna máls . . . Þó er enn ein rök- semd sem Islendíngar eru fús- ir að hlíta, þegar allt um þrýtur en það er fyndni; má vera aula- fyndni. Við hlægilega lygasögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinn ar verður jákvæður." í samtal- inu segir skáldið: Þessi ís- lenzka fyndni er mjög sér- kennileg og Iætur stundum átök milli manna linast upp. x x Allt er þetta aðdragandi hinnar eiginlegu sögu um Mos- fellskirkju. Síðari hlutinn fjallar um það, hvernig ungur munaðarlaus drengur, Stefán Þorláksson úr Reykjavík, son- ur Ösku-Láka sem kallaður var, lenti í Mosfellsdal og varð til þess að kirkja var endur- reist á Mosfelli í okkar tíð. Þó vissi enginn til þess „að Stefán Þorláksson hefði nokkru sinni farið með gott orð í lifanda lífi; prestur nokkur hefur sagt við undirritaðan, að Stefán þessi muni hafa verið álíka trú laus og Konstantín mikli, sem þó sannanlega bjargaði kristin- dóminum. Að minstakoSti mundi enn sem komið er telj- ast ofílagt að reikna hann með trúarhetjum í Mosfellssveit. Samt varð hann styrkari stoð sönnum kristindómi í sveit þess ari, mælt í krónum og aururh, en flestir helgir menn vorir urðu, hvort heldur með þögl- um bænahöldum eða háværum sálmasaung eða laungum prédikunum.“ Hann var kall- aður Stefi og muna hann enn margir. Nú hefur hann, ásamt nokkrum öðrum sveitungum Halldórs Laxness, hafnað sem sögupersóna í Innansveitar- kroniku hans með einkunnar- orðunum „Kaupa, kaupa, sama hvað kostar.“ En því mdður eru þetta einkunnarorð Odds í Glæsi upphaflega, segir skáld- ið, en ég hef krítað þau hjá Stefa af skáldsögutekniskum ástæðum. x x Innansveitarkronika er helgi saga eða jarteinasaga að því leyti sem jarteinir eru þau undur sem guð notar til að sanna almætti sitt í einhverju ákveðnu máli. Ólíklegasta fólk- ið verður verkfæri til að sanna almætti guðs; Stefán, fátækur drengur með nafnmiðann sinn saumaðan inn í úlpuna sína, Guðrún Jónsdóttir, kölluíi Gunna stóra, mógrafakerling, og Ólafur á Hrísbrú, þessi rustakarl sem var sannarlega enginn dýrlingur, eins og skáldið segir. — Ekkert af þessu fólki virtist hafa nokkra trúarlega glætu. Það bara sann aði almætti guðs í Mosfells- sveit. Kaflinn um Stefa, þegar hann kemur fyrst lítill dreng- ur að Hrísbrú, er skáldskap- ur sem festist í minni. Orða- skipti hans og Ólafs bónda, sem annars ekki vék hlýlega að gestum, óttaleysi drengsins við raunveruleikann, stórfljót og fjallgarða, en barnalegur ótti hans við imyndanir sinar svo sem ræningja og hrynjandi fjöll, allt verður þetta ógleym- anlegt. Hann vildi gera ál að hákarli með þvi að ala hann nógu vel á hornsílum, sem sagt: vildi einlægt gera mikið úr litlu, eins og skáldið segir. Mosfellskirkja hin nýja fædd- ist af framsýni í fébrögðum Stefáns Þorlákssonar. Klukk- an í hana er komin þangað aft- ur fyrir tilstuðlan Ólafs bónda á Hrísbrú og kaleikurinn úr rusli eftir kelllngu, sem var á hreppnum, og dó á níræðis- aldri 1936. „Einginn hafði vit- að til að þetta munaðarlausa gamalmenni geymdi dýrgripa framí dauðann; þaðan af síður hvernig þessi kaleikur var kominn í hennar vörslur." Hver var þessi kona? Hún hét Guðrún Jónsdóttir eins og i sögunni, og „var í raun og veru kapítalisti, því hún var aldrei vistráðin en tal- in lausakona." I samtali okkar segir skáldið: Það er rétt, Guð- rún Jónsdóttir var kapítalisti. Hún var ekki verkamaður. Hún lifði til að skemmta sér; hún tók ekki kaup; skemmti sér við að taka upp mó. Hún var frjáls. Hún veitti öðrum mönnum af auð- legð sinni ævilangt. Þegar hún var orðin gömul og farlama fór hún auðvitað á hreppinn. Hún var fædd 1854 ög dó 1935, 81 árs að aldri, ef ég man rétt. Skáldið heldur nafni hennar í sögunni eins og nafni á öðrum persónum, sem koma við kroniku Mosfellssveitar — en auðvitað með þeim fyrirvara sem stendur aftan á titilsíðu: „Skirskotaníf til nafngreindra manna, rita, skjala, staða, tima og atburða þjóna ekki sagn- fræðilegu hlutverki í texta þessum “ Halldór Laxness seg- ir í samtalinu: Krakki hér í sveitinni hlustaði ég eftir öllu sem sagt var og á ótæmandi endurminningarsjóð um fjölda fólks sem ég samneytti á bernskuárúm minum. Það var ólíkt öðru fólki sem ég kynnt- ist síðar. Ég kom hingað á fjórða ári úr Reykjavík og þetta fólk var minn félags- skapur þangað til ég fór að vera á vetrum í Reykjavik 12 ára við ýmis konar nám. Guðrún Jónsdóttir var oft hjá okkur í Laxnesi, stundum misserum saman. Ég man enn eftir ýmsum örðatiltækjum hennar, og kem þeim að í sog- unni. Hún sagði til að mynda þetta: „Ég kann bezt við mig í einhverju benvítis síli.“ Ég hef spurt orðabókamenn og þeir kannast ekki við þetta orðatil- tæki. Það hefur ekki komizt á prent, svo að ég viti, og ég hef engan heyrt nota það annan. En mér dettur ekki í hug að Guðrún Jónsdóttir hafi fundið það upp. Ég held að síli sé vinnubjástur. x x 1 upphafi ellefta kapítula sögunnar segir svo: „29unda júní sama vor og Mosfells- kirkja var rifin mátti lesa eft- irfarandi grein undir fyrir- sögninni „Saga af dýru brauði" í vikublaðinu Öldinni, og má gánga þar að henni ef einhver nennir að fara á bóka- söfn og lesa gamlar blaðagrein- ar.“ Saga þessi f jallar um villu Gunnu stóru á Mosfellsheiði, þegar hún vitjaði pottbrauðs. Ungur piltur, Halldór Guðjóns son, tekur hana tali og spyr um villuna, rétt eins og blaða- maður eigi samtal við sér- kennilega konu — en þó verð- um við, að hafa á þann fyrir- vara, að hvorki frásögnin í Öldinni né lýsing Gunnu stóru í samtalinu eiga rætur í raun- veruleikanum. Villur Guðrúnar í Innansveitarkroniku eru upp spuni. En svipaða sögu heyrði skáldið sunnan af Suður- nesjum. Þar villtist stúlka upp undir viku á Reykjanesskaga. Hún hafði verið að vitja pott- brauðs í hveraholu. Gunnar Eyjól'fsson leikari sagði skáild- inu þessa sögu. Stúlkan sem villtist var að hann minn- ir amma hans eða ömmusystir. Þetta dæmi sýnir vel að skáld leita víða fanga. Allt verður að söguefni, þótt ekki sé það sagnfræði í venjulegum skiln- ingi. — Ég var að hlusta á útvarp- ið um dagihn, segir skáldið. Þar kom fram maður, sem var spurður frétta úr byggðarlagi sínu. Hann byrjaði frásögnina svona: „Vorið hefur verið gott fyrir sauðfé.“ Þessi maður kom mér í gott skap.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.