Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 6
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 R/S Hafþór við rannsóknír á Þi stilfirði. — Hvers vegna skal hann tekinn úr rannsólauun? (Ljósm. Jón Jóns9on). Góður loðnuafli í flotvörpu á r/s Arna Friðrikssyni í marz sjónum við ísland. Með umhverf isrannsóknum í sjó er átt við at- huganir á hitastigi, seltu og öðr- um efnaþáttum sjávar, smásæj- um þörungum og átu, og einnig hafstraumum og bylgjum. Þær eru í eðli sínu nátengdar veður- farslegum athugunum. Meira eða minna kerfisbundnar umhverfis- rannsóknir hafa verið gerðar á íslenzkum hafsvæðum á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar sið an 1949, að mestu á sumrin, og hafa þær leitt í Ijós margan mik ilsverðan fróðieik um ástand sjávar umhverfis landið, og sann að bæði fræðilegt og hagnýtt gildi sitt. Þessar rannsóknir þurfa nauð- synlega að fara fram á sem flest- um árstímum frá ári til árs, svo betur sé unnt að ráða fram úr veðurfarssveiflum i sjónum og túlka þær. Skipulag rannsóknaleiðangra á vegum Hafrannsóknastofnun- arinnar hefur oftast verið þann ig háttað, að skipin hafa fyrst og fremst fengizt til fiskifræði- legra athugana og fiskileitar, og síðari þátturinn í mjög auknum mæli i seinni tíð. Umhverfisrann sóknum hefur svo verið skotið inn í áætlunina, enda er mark- mið þeirra samofið fiskirann- sóknum. Umhverfisrannsóknim- ar hafa þannig notið gððs af skilningi yfirvalda á fiskifræði- legum athugunum og fiskileit, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Sérstökum leiðöngrum til umhverfisrannsókna hefur einnig farið fjölgandi á undan- förnum árum. Þó hefur stundum farið svo, að fyrirhugaðar umhverfisrann- sóknir hafa orðið að víkja fyrir skyndilegum ákvörðunum aðila utan Hafrannsóknastofnunar- innar. Stafar það af fjárhagsleg um ástæðum og ónógum skipa- kosti til rannsóknastarfa. Dæmi um það var fyrirhugaður leið- angur í marz i vetur (1970), sem féll niður vegna nauðsynjar á loðnuleit. Það getur einnig kom- ið fyrir i miðjum leiðangri, að ekki er unnt að ljúka við fyrir- hugað verkefni vegna skyndi- legra frétta af fiskigöngum. Að þessu athuguðu er það skoðun min, að kerfisbundnar umhverf- isrannsóknir í sjónum við Is- landsstrendur þurfi í auknum mæl'i að verða óháðar yfirstjórn þeirra aðila, sem leggja megin- áherzlu á fiskirannsóknir og fiskileit. Ekki má skilja þessi orð svo, að þessar rannsóknir eigi enga samleið né sem ádeilu á samstarfið, sem er og hefur ver ið bæði gott og nauðsynlegt. MÆLIDUFL Nokkur lausn þeirra mála, er varða umhverfisrannsóknir, fæst með notkun mælitækja, er leggja má við dufl á hafi úti, og geta þau safnað upplýsingum um hitastig, seltu og strauma allan ársins hring. Unnið er að slibum mælingum á Hafrannsóknastofn- uninni, og verða þær væntanlega auknar til muna á næstunni, m.a. í samvinnu við Veðurstofu Is- lands og fleiri aðila. En duflum eru takmörk sett að þvi leyti, að þau verða aldrei nema tiltölu- lega fá á hverju svæði og ná þvi aðeins til takmarkaðs um- hverfis, og þau ná heldur ekki til allra þátta umhuerfisrann- sókna eins og t.d. efnarann- sókna. RANNSÓKNASKIP Lausn á þessu vandamáli væri skip, sérstaklega útbúið til umhverfisrannsókna í viðtæk- ustu merkingu, án sérstakra við- horfa til fiskirannsókna og fiski leitar. Það kann að þykja langt gengið að nefna þetta atriði, þeg ar auk Árna Friðrikssonar, einn ig Bjarni Sæmundsson er að kom ast í gagnið. Bæði þessi skip eru skuttogarar og því fyrst og fremst ætluð til fiskifræðilegra rannsókna, þó þau séu einnig vel útbúin til nauðsynlegra umhverf isrannsókna. En togskip eins og þessi, með fullkomnustu veiði- og leitartæki, sem völ er á, munu þó væntanlega að mestu sinna þeim veigamiklu rannsókn um, sem þau eru svo vel útbú- in fyrir. Þannig má gera ráð fyr ir að með bættum skipakosti (NB ekki auknum, þvi fyrirhug- að er að taka Hafþór, sem rek- inn hefur verið af Hafrannsókna stofnuninni á undanförnum ár- um, úr rannsóknunum, þegar Bjami Sæmundsson kemur) og bættum útbúnaði, vaxi og þær kröfur, sem gerðar eru til við- komandi rannsókna — fiski- fræði, fiski- og fiskimiðaleit. En önnur verkefni bíða úr- lausnar í hafinu umhverfis Is- land, m.a. á sviði jarðvis- inda. Það skal tekið fram, að haf eðlis- og hafefnafræði (sjófræði) teljast hér til jarðvísindagreina þótt í sérstökum viðhorfum 1 lendinga séu þessar greina einnig nátengdar liffræði Sjá’ ar. Umrætt skip skyldi þvi einr ig anna jarð- og jarðeðlisfræði iegum athugunum á landgrunns svæðunum umhverfis Island, og e.t.v. einnig rækju- og humar- rannsóknum sem og öðrum athug unum á fánu og flóru sjávar- botnsins, enda eru þau verkefni nátengd annarri könnun hans. Um verkefnaskort er því ekki að ræða fyrir þrjú íslenzk haf- rannsóknaskip. JARÐVÍSINDI Það er einkum vaxandi áhugi manna á veðurfari og samspili sjávar og lofts og möguleikar á nýtingu auð- æfa á og undir sjávarbotni auk fæðuöflunar sem kalla á forrannsóknir á þessum sviðum. Þykir mér rétt að leggja áherzlu á þessi sjónarmið og jafnframt að benda á, að ekki ætti að vera nauðsynlegt að hef ja nýsmíði skips, heldur koma ýmis skip okkar til greina í þessu sambandi, eins og t.d. Haf- þór. Þyrfti að athuga hag- kvæmni þess að gera Hafþór út til þessara starfa áður en það verður um seinan. Með þessum skrifum um sér- stakt skip til jarðvísindalegra rannsókna er ekki gengið í ber- högg við skýrslu svonefndrar Landgrunnsnefndar til Rann- sóknaráðs ríkisins um „Rann- sóknir á landgrunni Islands" (höf. að þessari grein er með- höf. að skýrslunni), en þar seg- ir svo á einum stað: „Athugaðir verði möguleikar á Því að gera jarðfræðilegar og jarðeðlisfræðiiegar rann- sóknir að föstum lið í starfsemi rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og at- huguð hagkvæmni þess að láta það skip annast að miklu leyti þær rannsóknir, sem hér er gert ráð fyrir, með tilUti til hinna fullkomnu siglinga- og mælitækja, sem þar verða um borð.“ Þar er um sérstakt, timabund ið og tiltölulega umfangsmikið verkefni að ræða (m.a. nákvaam- ar dýptarmælingar og jarðeðlis- fræðiiegar athuganir á land- grunninu). Bjarni Sæmundsson er bezta skipið til þessa ákveðna verkefnis, sem völ er á hér á landi, en þar sem þetta er tíma- bundið verkefni, þá er vandi SJÓ- og jarðrannsókna á hafi úti óleystur eftir sem áður. Umrætt rannsóknaskip skipt- ir hinar ýmsu rannsóknastofnan ir meira eða minna máli og Há- skóla Islands einnig (stúdentar og aðrir námsmenn gætu notið þar kennslu og reynslu), en eðlilegast virðist, að skip og út- búnaður sé rekið af Hafrann- sóknastofnuninni. Æskilegt væri að teknar yrðu upp rannsóknir á sviði jarð fræða á Hafrannsóknastofnun- inni fyrr eða síðar, enda má ekki gleyma þvi, að hlut- verk þeirrar stofnunar spannar 1970. ekki aðeins fisk og fiskiveiðar, heldur eftir aðstæðum aðrar haf rannsóknir, sem upp koma á hverjum tíma. HELGUN LANDGRUNNSINS Með aukinni tækni eru jarð- vísindin á . víðáttumiklu land- grunni umhverfis Island engu síður þýðingarmikil viðfangsefni en fiskirannsóknir. Er hér um að ræða viðhorf tii nýtingar auð linda á hafsbotninum og í sjón- um, bæði úr hinni lifandi og dauðu náttúru og þekk- ingu á veðurfari því, sem þjóð- in á við að búa, en viðhorfin beinast einnig að viðleitni til að tryggja okkur óskoraðan rétt til þeirra viðáttumiklu svæða, sem talað er um á alþjóðavettvangi sem „landgrunn". Til að forðast allan misskilning, þá skal lögð áherzla á þá skoðun mína að slíkar rannsóknir skal skipu- leggja undir merkjum þarfa þjóð lifsins og atvinnulífsins, og forð- ast ber að draga um of mörk á milli svonefndra undirstöðu og hagnýtra rannsókna — gæði hinna síðarnefndu fara eftir hinum fyrrnefndu — heldur skulu þær taka höndum saman um lausn ákveðinna viðfangsefna. Það er vist, að viðfangsefnin eru flest það margbrotin, að þau verða aðeins leyst með samstöðu margra aðila. Verkið skal þá vinna undir merkjum viðfangs- efnisins og þeirra stofnana, sem að þeim vinna, en ekki nauðsyn lega i nafni einstakra manna. Það er árangur af starfinu (og hlutfallslega mun betri laun en nú tíðkast og þá einnig auknar kröfur til árangurs), sem veita á hverjum einstökum ánægjuna og sjálfsvirðinguna. Gott dæmi um þau viðhorf,' sem reynt er að skýra hér, virðast mér vera tunglskot Bandarikjamanna, sem gerð eru í nafni þjóðar með öll- um tiltæki’legum ráðum. Banda- ríkjamenn huga og ekki aðeins að geimnum, heidur snúa þeir sér í auknum mæli að hafrann- sóknum í sama mælikvarða und- ir merkjum siagorða eins og „an oceanic quest" og „our nation and the sea“. Ég vil ijúka þessum hugleið- ingum með þvi að leggja áherzlu á órofa samband okkar, sem ís- land byggjum, við hafið, með slagorði í sama anda — „Islend- ingar og hafið." — Lokið í leiðangri á r/s Áma Friðrikssyni í júní 1970. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur. Vindill hinna vandlát /2/étde cet-ctfá&k- ^tem-ö/c/%cri^en cy/> -zroké- ^íj/cco/cote cc^ccket,. \ WULFF KGL. HOFIEVEPAND0P Rosá Danica vindillinn er vaf inn úr úrvals tóbaksblöðum. Rosa Danica fæst nú í 5 stk. pökkum. Rosa Danica er framleiddur í stærstu vindlaverksmiðju Danmerkur og er í sama gæðaflokki og hinn þekkti vindill Flora Danica. REYNIÐ ROSA DANICA í DAG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.