Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 27 Halldór Laxness. (Ljósm. Ol. K. M.). 1 Innansveitarkroniku er einnig miðað við sauðfé. Þegar feðgarnir á Hrísbrú taka menn tali á hlaðinu og spyrja frétta, beinist taiið alltaf að sauðfé, „því alt líf i landinu var eins- og þann dag í dag miðað við sauðfé. Til dæmis þegar talað var um veður þá var það eitt sjónarmið ráðandi hversu það mætti henta sauðfé. Gott veð- ur var það veður sem var gott fyrir sauðfé. Gott ár var það þegar óx gras handa sauðfé. Fallegt landsiag á Islandi þyk- ir þar sem góð er beit handa sauðfé. Afkoma og sjónarmið manna í lífinu voru ákvörðuð af þessari skepnu. Hrisbrúíng- ar höfðu fréttir af sauðfé hvaðanæva af landinu og sögðu sögur af afkomu sauð- fjár í Mosfellssveit. Þeir mundu nákvæmlega hvernig viðrað hafði fyrir sauðfé ár framaf ári þrjátíu ár aftur í tímann. Þessir menn fóru aldrei i utanyfir sig, en ullar- treyur þeirra og peysur héldu vatni og vindi einsog reifið á íslenskri sauðkind." Nú er sveitasagnfræðin kom- in í blöðin, segir Halldór Lax- ness enn í samtali okkar. Bændur romsa upp einhverjum lifandis ósköpum um harðærið í sveitunum með tilheyrandi lýsingum á því hvernig veðrið var í fyrra og hitteðfyrra. Steini á Valdastöðum var eftir- minnilegur innansveitarsagn- fræðingur Kjósarinnar. Ég las alltaf fréttirnar hans í Morg- umblaðinu tvisvar, stundum í þriðja sinn upphátt fyrir fólk- ið. Þrátt fyrir mörg mótdræg tíðindi var hann e)ini fréttarit- arinn sem sló ævinlega hugg- unarríka nótu. Þegar hann var búinn að lýsa þessum feikna- legu óþurrkum allt sumarið, bætti hann alltaf við, að það va?ri von manna, að nú færi að breytast til batnaðar, a.m.k. upp úr höfuðdeginum. F.itt var það fyrirbrigði í sveitum landsins áður fyrr og minnzt er á í Innansveitar- kroniku, sem hvergi annars staðar á sér hliðstæðu. Það var sá siður að leggjast i kör. Kona Ólafs á Hrísbrú, öbjörg, lagð- ist í kör: „Dag nokkurn um það bil sem börn hennar voru vel komin á legg lagðist hún í kör og reis ekki upp siðan; en kör hefur verið ein mikilsverð- ust þjóðfélagsstofnun á Islandi frá því land bygðist. Það var sagt að konan væri búin að liggja átján ár í körinni . . .“ 1 samtalinu segir skáldið að einkennilegt sé hve margir ís- lendingar lögðust í kör. Þetta orð er ekki til í erlendum mál- um og illþýðanlegt, samt er ekki hægt að komast hjá því í bók eins og Innansveitar- kroniku. Skáldið segir: Þeir sem lögðust í kör voru oft gigtveikir eða kalkaðir í hrygg og mjöðmum og áttu erfitt með að bera sig um húsin, sem voru köld og saggasöm; sumir voru hjartveikir eða höfðu fengið áföll og leið bezt milli rekkju- voðanna og höfðu sig ekki upp framar. Kannski var þetta að einhverju leyti lífsflótti eða mótmæli. Þessi kör var nokk- urs konar þjóðfélagsstofnun sem var tekin gild. Hann seg- ir að merkilega frásögn sé að finna um kör i æviminningum Sigurðar Briems, póstmeistara, um karl í Húnavatnssýslu, sem tekur sig allt í einu upp heim- an að frá sér og ríður með nokkra hesta vestur á land til dóttur sinnar — til að leggjast í kör. Þegar karlinn kemur vestur, háttar hann og liggur nokkur ár, en þá kemur upp ósamkomulag á heimilinu milli hans og dótturinnar og fer í hart, svo að karl unir ekki lengur fyrir vestan, rís upp úr körinni, fær sér hesta og ríð- ur í vonzku aftur heim í Húna- vatnssýslu — og er hættur við að liggja í kör. x x Og er nú komið að lokum í frásögninni af Innansveitar- kroniku Halldórs Laxness. Til að ná saman endum er ráðleg- ast að halda áfram þar sem frá var horfið i upphafi. Skáldið hafði minnzt á, að skáldsagan væri ritstýrð sagnfræði. 1 fram- haldi hugleiðinga hans um það gfni má bæta við þessum orð- um hans: Ég hef mikið hugs- að um rætur skáldsögunnar og oft í alvöru. Hvernig á að segja frá, svo að það hafi tilætluð áhrif á þann, sem maður er að segja söguna? Hvernig á að fá hann til að taka eftir og hlusta og hugsa sjálfan? Skáldsagan hefur þvi aðeins tekizt, að hún eignist lesendur. En þeir þurfa ekki að vera mjög margir. Islenzkur sagnaskáldskapur forn hefur hjálpað mér í leit að viðhlitandi formi. Og í Inn- ansveitarkroniku hef ég sér- staklega lagt mig eftir þvi, hvernig þessir ósviknu sveita- sagnfræðingar skrifuðu og skrifa enn,. þ.e.a.s. menn uppi i sveit sem sjá veröldina fyrir sér eins og útvíkkun á sveit sinni og framhald af henni. Tökum mann eins og Jón India fara, sveitasagnfræðing á 17. öld. Hann kemur úr afskekktri sveit vestanlands og lendir i því að sigla til Indlands, en sér þó alltaf heiminn frá bæjar- dyrunum í sveitinni sinni. Hug- leiðingar hans og lýsingar eru ekta íslenzk sveitasagnfræði, þó hann sé að lýsa Indlandi. Sama má segja um Eirik á Brúnum; hvort heldur hann lýsir hóruhúsunum eða kónga- fólkinu I Kaupmannahöfn eU- egar sælurikinu í Utah er hann ævinlega kyr á hlaðinu heima .í sveitinni sinni. Gísli Konráðsson er einnig dæmi- gerður sveitasagnfræðingur. Hann er oft hálf leiðinlegur og daufur, fullur af þurrum fróð- leik, en á milli lýsir hann allt í einu stórsögulegum eða drama tískum atburðum með einföld- um, en skörpum dráttum, mjög áþreifanlega svo að lesandann rekur í rogastans. En það er eins og hann taki ekki eftir því sjálfur. Þegar hann kemur að stórviðburðum, setur hann allt í einu tóndeyfi á strengi sína í staðinn fyrir að maður hefði búizt við að nú hækkaði hann röddina og færi að æpa. Nei, ekki aldeilis! Svo getur hann komið með ákaflega spaugilegar athugasemdir og bitrar, til dæmis þegar hann lýsir aðför norðlenzkra bænda að Grimi amtmanni á Möðru- völlum. Þetta voru hálfsvangir bændur og áreiðanlega kaffi- þyrstir, sumir komnir langt að. Grimur amtmaður átti forláta hund. Gísli skýtur þvi inn í frásögn sína, að amtmaður hafi mjög þurft að vanda hundinum kaffi. Og svo náttúrlega Brynjúlf- ur frá Minna-Núpi. Sagan af Þuríði formanni og Kambráns- mönnum er eindregin íslenzk sveitasagnfræði. En allir þess- ir sveitakarlar hafa bakstoð í fornsögunum, þó höfundar fornsagnanna séu önnur teg- und af mönnum, miðaldalær- dómsmenn, akademískir menn. Ég gæti talið upp heilan fans af nútímamönnum sem skrifa sveitasagnfræði, sumt ágætlega til dæmis minningabækur Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli i Mýrdal og mjnningar Ingunnar á Kornsá, elskulegt rit. Annálaritarar skrifuðu ekki svona. Þeir skrifuðu upptaln- ingar á stórviðburðum: fæddist lamb með tvö höfuð, eldur í Heklu, menn í loftinu, óper- sónulegar haldlausar upptaln- ingar og koma þessu máli ekki við. Menn eins og Jón Espólín hafa ekki vakið neina sérstaka athygil mina. Hann er dálitið metnaðargjarn rithöfundur og tilgerðarlegur í orðfæri og stíl, reynir að skrifa fornsagnastíl og verður óekta. x x Sagan af Mosfellskirkju, hvernig hún var rifin og siðar endurreist, hefur alltaf þótt spennandi og hnýsileg í Mos- fellssveit. Lengi vel var ekki útlit fyrir að kirkja mundi aft- ur rísa á Mosfelli. En þegar Stefán Þorláksson deyr, kemur í ljós að hann hefur gefið fé til að ný kirkja risi á Mosfelli. Þá var sagan fullkomnuð, seg- ir skáldið. Þeir voru byrjaðir að marka fyrir kirkjunni og grafa grunninn, þegar ég fór til Róms 1963 að sitja ráð- stefnu sem Sameinuðu þjóðirn- ar efndu til í undirbúningi her ferðar gegn hungri í heiminum. Að ráðstefnunni lokinni gerði ég grindina að þessari sögu. Ég átti auðvelt með að setja upp þessa grind, því atburðaröðin er fullkomin i sjálfri sér og litlu við að bæta. M. ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN Verðið eitt gefur ekkert til kynna, nema því aðeins, að þér vitið, hvað þér fáið i aðra hönd. Hvað viðkemur Volkswagen 1200, þá fáið þér heilmikið. Til dæmis, þægindí. Djúp-bótstruð sæti klædd leðurlíki. Klæðningu í hvalbak. Gúmmí- mottur á gólfum. Þvottekta leðurlki í toppi. Rúðusprautu. Vindrúður. Hitaleiðslur aftur I o.s.frv. Margvíslegar öryggisendurbætur eru á nýja 1200 bílnum. Tvöfalt bremsukerfi. Öryggis- stýrisás, sem gefur eftir, við ákveðið högg og verndar ökumann, ennfremur öryggis- stýrishjól. úryggis-hurðar handföng og rúðu- upp-halarar. öryggis-belti. Og að lokum, V.W. 1200, er búinn sterkri loft- kældri vél með sjálfvirku inn- sogi, — 15” hjólum með sjálf- stæðri fjöðrun, sterkri yfirbygg- ingu og sléttri botnplötu. Þetta er ekki svo lítið fyrir jafn ódýran bíl, — og þér ættuð því ekki að láta hið lága verð villa um fyrir yður. Komið, skoðið og kynnist VOLKSWAGEN 1200. 1971 HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240. 1971 ÞESSI BÍLL lcostar aðeins 196.500,— en þaH er engin ástceiSa til aH fjárfesta peningana í honum <• r €

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.