Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 1
11. október 1970 lll#f0itiiI>I aðsitís Matthías Johannessen: MOSDELA Halldórs Laxness Jóhann Þorkelsson dómkirk j uprestur Stefán í Reykjahlíð HALLDÓR Laxness segir um Innansveítarkroniku sána, að þar hafi hverf einasta pút og plagg grundvöll í veruleikanum, og raunar mætti taka enn dýpra í ár- inni, því að margt ris þar á bréflegum og bókfærðum staðreyndum. Þannig er kronikunafngiftin í rökréttu sambandi við efnið. Hitt og annað er liðkað til í frásögninni, segir skáldið í samtali, í því skyni að gera hana formfegurri, ártöl, nöfn eða staðir standa ekki alltaf heima. Ég var að leita til baka, svona nokkurn veginn í upphaf skáld- sögunnar, þar sem hún byrjar í kronikum. Skáldsag- an er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að taila um veruleika, en það er sá veru- leiki þar sem höfundurinn skipar hlutunum sjálfur í röð, „rétta“ röð, a.m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að trúa sagn- fræði, sem maður hefur ritstýrt sjáifur eða búið til. En skáldsaga er samt að því leyti raunveruleg, að höf- undurinn segir aðeins frá atburðum, mönnum, hug- myndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hefur fólkið, a.m.k. í búturn, setur síðan bútana saman. HöfundUrinn getur ekki farið út fyrir sína eigin reynslu, en hann ritstýrir henni. Hann býr sér til grind, sem er alveg einis rökrétt og grind í húsi, síðan fylilir hann upp í grindina með reynslu sjálfs sín. Annað hefur hann ekki að bera fram en sína eigin reynslu. Maður er andsvar við þeim áhrif- um, sem hann verður fyrir í sínu eigin lífi. Þó er ekki þar með sagt, að ávaillt takist að skrifa skáld- sÖgu, sem byggð er á þesisari reynisilu. Ýmsar ástæður liggja til þess að það mistekst. Maður hefur ekki haft nægan skilning á því sem er að gerast í kringum mann, eða vantar tilfinningu fyrir því. Jafnvel úr stórum viðburðum verður stundum ekkert hjá rithöf- undum, þegar þeir eiga að fara að búa til úr þeim sögur. Það getur stafað af ýmsu, siappri greind, sijórri tilfinningu eða af því tjáningarmiðillinn er ekki í lagi. Dögum oftar ber fyrir augu texta, þar sem höf- undunum er fyrirmunað að segja frá; eða þeir eru bara grautarhausar. Aðalpersónan í Innansveitar- kroniku Halldórs Laxness er Mosfellskirkja. Allt mannlíf bókarinnar, eða öllu heldur sveitarinnar, stendur i ein- hverju sambandi við hana. 1 henni býr haus Egils Skalla- grimssonar. Auðvitað er frá- sögnin af honum fengin ár Egils sögu, en — hausinn er tákn um þann grundvöll, sem þjóðin á sér í fomsögunni, eins og skáldið segir í samtali okkar. Egils saga greinir frá því, að kirkjan hafi staðið á Hrisbrú. Ólafur bóndi, ein helzta per- sónan í Innansveitarkroniku, telur að prestamir á Mosfelli hafi stolið hausnum og kallar þá af þessu gefna tilefni ávallt „þessa anskota". En ekki er að ófyrirsynju, að Ólafur bóndi á Hrísbrú skírskoti oft til hauss Egils, svo mikilvægt tákn sem hann er i lífi og við- horfum bændafólksins í Mos- fellsdal fyrir og um síðustu aldamót. Séra Jóhann Þorkels- son, prestur á Mosfelli á þess- um árum sem kronikan grein- ir frá, fær það hlutverk að láta arnir eru eitthvað að segja það. Viskum ekki gefa um það. Viskum vera að tátla hrosshár- ið okkar." Halldór Laxness seg ir að þessi saga sé í þjóðsög- unum. — Ég hélt að ég kynni hana utanbókar eins og hún er í þjóðsögunum, segir hann. Mig minnti að þar stæði: tæa ull. Ég fann hana aftur í þjóð- sögum Brynjúlfs frá Minna- Núpi: Tillag til alþýðlégra fomfræða, og sá þá að sagan er betur sögð hjá Brynjúlfi en í þjóðsögunum. Þar stendur: tátla hrosshárið okkar. Það er miklu skemmtilegra orðalag. Þetta er alþjóðleg saga. Hún er til að mynda til i Frakk- landi. Voltaire notar kjama sögunnar sem lokaorð í Birt- ingi: II faut cultiver notre jardin, sem merkir einfaldlega: maður á að rækta garðinn sinn, þ.e. vera ekki að blanda sér í það sem ekki kemur manni við. Danir segja: Skomager, bliv ved din læst. I fróðleiks skyni fer þjóð- sagan hér á eftir, eins og Brynjúlíur frá Minna-Núpi segir hana: rífa Mosfellskirkju og reisa aðra að Lágafelli gegn vilja sveitarinnar, sem snerist að minnsta kosti heilan hring i málinu. „Séra Jóhann sagði að guð mundi ekki vera fjær söfn uði sínum á Lágafelli þar sem legupláss var ótakmarkað en á Mosfelli sem hafði bara lítinn hól. Bændur í Mosfellshreppi hefðu sjálfir orðið að bera við- hald kirkna sinna á Mosfelli og í Gufunesi og borga auk þess 2 krónur á ári fyrir kirkju- grunn á Mosfelli sem náði ekki nokkurri átt, og 4 krón- ur á ári handa kirkjugarðs- haldaranum; alls 6 krónur á ári á Mosfelli hjá 6 krónum um aldur og ævi á Lágafelli. Má segja að þegar maður er kominn að Lágafelli sé orðið ódýrt að vera í himnaríki, sagði séra Jóhann að endíngu." Málið er leyst á venjulegan islenzkan hátt, því er snúið i hálfkæring: Eiga þeir líka að borga 6 krónur sem fara til helvítis? Á þeim punkti vegur tilver- an salt og hyggilegt að fara að eins og feðgarnir, sem sagt er frá í kroniku Laxness. „Kolbeinn (sóknamefndarfor- maður) i Kollafirði segir þá eftirfarandi sögu: Einusinni voru tveir feðgar að tæa hross- hár. Þá segir pilturinn uppúr eins manns hljóði: er það satt pápi minn að lausnarinn hafi stigið niður til helvítis? Ég veit það ekki, segir karlinn. Prest- „Karl var að tæja hrosshár og sonur hans með honum. Þá sagði sonurinn: „Pápi minn, er það satt, að Jesús Kristur hafi stigið niður til helvítis?" „Ég veit ekki, drengur minn,“ seg- ir karl, „svo segja prestarnir. Við skulum ekki gefa um það. Við skulum vera að tátla hross- hárið okkar.“ x x Kronika Halldórs Laxness gerist á þeim árum, þegar fram þróunarkenningin var ekki fædd og takmarkið var að standa í stað, i hæsta lagi líkjast öfum sinum. Hugsjónir höfðu þá ekki enn verið fundnar upp, slíkt orð var ekki til. Og náttúrufegurð var ekki heldur til. „Það voru þær aldir, þegar menn trúðu því, að Búlandstindur væri ljótur og andstyggilegur staður og Mý- vatn hefði orðið til af þvi, að f jandinn mé á móti sólinni...“ Það var ekki heldur búið að finna upp hugtakið erfiði. Það kom síðar. Á þessum árum hefði enginn skilið þetta orð í Mosfellssveit. Halldór Laxness segir í samtali okkar að sér hefði orðið þetta Ijóst nú I sumar, þegar því var lýst í Lesbók, i samtali við Ragnar Stefánsson, bónda í Skaftafelli i Öræfum, hvernig bændur i Skaftafellssýslum þurftu að berjast við sanda, jökla og stórfljót þó þeir ekki væru nema að reka lömb. Hvernig gat nokkur maður Ragnar Jónsson í Helgafelli, útgefandi Laxness, ásamt skáldinu. c # # /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.