Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 4
28 MORGUKBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 Svend-Aage Malmberg, haffræöingur: r Islendingar og hafið * LOÐNU- OG SJÖRANNSÓKNIR Drög að grein þeirri, er hér birtist, voru rituð á rannsókna- skipinu Árna Friðrikssyni i leið- angri í marz 1970. Meginmark- mið leiðangursins var loðnuleit. I áætlun Hafrannsóknastofnun- arinnar fyrir árið 1970 var ráð fyrir gert, að skipið væri við sjórannsóknir á tímabilinu febrúar — marz í um þrjár vik- ur. Fyrir Suðausturlandi áttí að kanna legu straummótanna og fyrir Norðausturlandi m.a. ástand sjávar með tilliti til haf- íss. Einnig átti að framkvæma beinar straummælingar á báð- um þessum slóöum. Áætlunin breyttist, vegna þess að rík áherzla var lögð á, að Árni Friðriksson væri áfram við loðnuleit eins og verið hafði i febrúar. Það skal tekið fram, að höfundi þessarar greinar er fyllilega ljós nauðsyn þessarar ráðstöfunar, bæði frá hagrænu og frá fræðilegu sjónarmiði, þvi hvar skyldu loðnurannsóknir annars staðar fara fram en á miðunum, er göngurnar standa sem hæst. Jafn augljóst er gildi þess, að þeir, sem fylgjast með ástandi sjávar hér við land — er þá einkum átt við hitastig og seltu sjávar — séu við rann- sóknastörf á sjó á hinum ýmsu árstímum. Það er mikilvægt, að rannsóknirnar fari fram á svip- uðum árstíma ár frá ári, svo að réttur samanburður'fáist. Þá er ástand sjávar síðari hluta vetr- ar mjög sérkennandi, m.a. með tilliti til veðurfars og hafíss, enda var það haft í huga, er leiðangurinn var skipulagður. Sjórannsóknum á þessu sviði má líkja við veðurathuganir að því leyti, að þær verða að vera kerfisbundnar. Það er því mjög varhugavert að láta þær nið ur falla fyrirvaralaust. Þess skal getið, að með góðum samstarfs- vilja voru hin fyrirhuguðu sjó- fræðilegu atriði könnuð i fyrr- nefndum leiðangri, einkum á loðnumiðunum suðaustanlands og einnig á takmörkuðu svæði norðaustanlands. Beinar straum- mælingar féllu þó alveg niður. Hér á eftir verður nú lýst nokkrum niðurstöðum sjórann- sóknanna i marz fyrir Norðaust- urlandi og þeim ályktunum um hafís, sem draga má af þeim. Einnig verður fjallað um ástand sjávar fyrir Suður- og Suðaust- urlandi óg möguleg áhrif ástandsins á loðnugöngur vest- ur með landinu. AUSTUR-lSLANDSSTRAUM- UR — PÓLSTRAUMUR EÐA SVALSTRAUMUR — OG SfLDARGÖNGUR Höfundur þessarar greinar hefur fjallað um ástand sjávar í Austur-íslandsstraumi milli Langaness og Jan Mayen. At- huganir gerðar í júní ár hvert hafa leitt í ljóc, að póisjávar gætti þar mun meir í efstu 100 til 200 metrunum eftir 1964 allt fram að 1969 en var á tímabil- inu 1948 til 1962. Áhrifin, bein eða óbein á síldargöngur í Norð- urhafi eru alkunn. (Sjá grein eftir Jakob Jakobsson, fiskifr. í Hafísinn, Alm. bókafél. 1969). Niðurstöður þessar eru og í samræmi við útbreiðslu hafíss á hafinu norðan Islands, enda var skýring gefin á orsakasamband- inu. — Ef selta sjávar milli Is- lands og Jan Mayen er lægri en 34,70/00 eins og var reyndin í júní 1964—1969, getur nýismyndun átt sér stað í sjónum og jafn- framt eru skilyrði hagstæð fyr- ir ís, sem reka kann inn á svæð- ið. Austur-íslandsstraumur er þá pólstraumur. Ef seltan er aft- ur á móti hærri en 34,7 0/00, eins og var í júní 1948—1962, eru skil yrði til nýísmyndunar ekki fyr- ir hendi. Við nefnum þá Aust- ur-ísiandsstrauminn svalstraum. HAFÍS Niðurstöður þessar leiddu hug ann að því, hvort ástand sjávar norður þar síðla vetrar kynni að vera lykill að hafískomu við Isiand næsta vor. Til könnunar á þessu voru fyrst gerðar athug anir á nefndum slóðum í febrú- ar 1969, og svo aftur í marz 1970 í leiðangri þeim, sem nefndur var hér á undan. Síðarnefndu athuganirnar leiddu í ijós, að póisjávar gætti lítt á svæðinu og skilyrði til nýísmyndunar voru þá ekki fyrir hendi. Var þessu öfugt farið í febrúar 1969, en þá gætti pólsjávar í tiltöl'U- lega rikum mæli. Útbreiðsla hafíss í hafinu norð an íslands að vori 1969 og 1970 er í fullu samræmi við athug- anirnar í sjónum. Vorið 1969 var meginísinn nálægt landinu, en vorið 1970 hélt hann sér langt undan á þeim árstíma, sem út- breiðsla hans er annars að öliu jöfnu mest. Varast ber að túlka þessar niðurstöður svo, að ástand sjáv ar í Austur-Islandsstraumi verði okkur þá einnig hagstætt lengra fram í tímann. Þar um má ein- hliða gagnasöfnun sér lítils í margslungnu samspili lofts og sjávar. Seltumælingar norður þar í júní og aftur í september s.l. sýna og að pólsjávar gætir aftur í auknum mæli. En þekk- ing á ástandi sjávar fyrir Norð- ur- og Austurlandi siðla vetrar samhiiða veðurfarslegum atrið- um er veigamikið atriði hvað snertir skilning á útbreiðsiu haf íss við Island að vori og sumri. Jafnframt þarf að leita upphafs þessa ástands og gætu rann- sóknir á hafinu fyrir norðan Jan Mayen lagt þar drjúgt af mörkum, þó fullvíst megi telja, að ástand Iofts og sjávar allt norður í Ishaf sé með i leiknum, svo ekki sé meira sagt. Astand sjávar og HRYGNINGARGANGA LOÐNUNNAR Verður nú gerð einföld til- raun til að varpa nokkru Ijósi á göngur loðnu síðla vetrar við suðurströnd Islands með athug- un á hita- og seltudreifingunni í sjónum. Þessir þættir hafa áhrif á útbreiðslu lífvera í sjó, þótt Víð sjórannsóknir á „Arna Frið rikssyni." (Ljósm. Guðm. Sv. Jónsson). r Fyrsta haust- og jólabók Helgafells skáldsagan „lnnansveitarkronika“ eftir Halldór Laxness Listileg kóróna íslenzkra minninga- bóka, rituð af snillingi skáldsögunnar. Nú allir á einu máli — framúrskarandi snilldarverk. Þjóðleg menningarsaga, flugskemmti- leg skáldsaga — hugarþel fólksins sjálfs. Einstæð bók í list nóbelsskáldsins. „Innansveitarkronika“ er komin í bóka- búðir um allt land. og mun án efa uppseld fyrir jól. Fastir kaupendur í Reykjavík og ná- grenni eru vinsamlega beðnir að vitja bókarinnar og annarra verka skáldsins, sem þá vantar í safnið, í Unuhús. Helgofellsbók Unuhús (Sími 16837).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.