Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 8
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 11. OKTÓBER 1970
Jaðar.
| W W’ II , -
1 m s
G. Br. skrifar
Vallanes. — Prnstssetrið.
Herragarðurinn og prestssetrið
Á miðju sumri 1912 kom bisk-
upirm yfir Islandi, herra Þór-
hallur Bjamason, úr yfirreið
um Austurland. Segir hann frá
þvi í blaði sínu, Nýju Kirkju-
blaði, 1. ágúst, að viða þar
eystra, bæði á Héraði og í Fjörð
um séu miklar framfarir. Eitt
ber þó af að dómi biskups:
Framkvæmdirnar í Vallanesi.
Þar er presturinn, sr. Magnús
Bl. Jónsson, búinn að byggja
íbúðarhús, sem óliklega á „nokk
um maka að hugvitsamlegu og
meistaralegu fyrirkomulagi í
smáu og stóru.“ 1 annan stað tel-
ur biskup pendngshúsin engu
snilldarminni byggingu, öll úr
steinsteypu í einni hvirfingu,
þar í 1800 hesta hlaða. í þriðja
lagi nefnir biskup ræktunina, 12
dagsláttur nýplægðar í örreitis
móum, bíðandi, ásamt meiru, sán
in.gar á næsta vori.
Segir biskup, að sér hafi dott-
ið í hug að hér væri í byggingu
verulegur herragarður í fullri
llkingu við herragarða i þjóð-
menningarlöndum, „til gagns og
sóma og fyrirmyndar lýð og
landi.“
Það sem biskup á hér við er
nýbýlið Jaðar, sem sr. Magnús
byggði í landi Vallaness og hér
verður nokkuð sagt frá.
Þegar biskup ritaði grein
sína voru 6 ár iiðin frá þvi sr.
Magnús fyrst hreyfði því i bréfi
til biskups, að fá keypta spildu
úr óræktuðu landi Vallaness.
Fylgdu þeirri málaleitan með-
mæli prófasts og héraðsfundar
Suður-Múlaprófastsdæmis.
Taldi sr. Magnús, að Vallanes
væri yfrið nógu stórt sem prests
setur, þótt þetta gengi undan,
sem var ca. Va landsins utan
túns. Vallanes yrði óuppvinnan
leg jörð til heyskapar eftir sem
áður, enda töldu matsmenn að á
Vallanesi væri þá 450 hesta tún
og 2000 hesta engjaheyskapur.
Biskup mælti eindregið með
sölunni og studdi þau meðmæli
Guðmundur Þorbjörnsson.
ýmsum rökum m.a. þeim, að sr. I
Magnús væri i þessu efni alls
góðs maklegur, hefði hann „með |
stórkostlegum jarðabótum mjög
svo aukið verðmæti staðarins án
þess að leggja nokkra lánabyrði
á prestakallið."
Lauk þessum málum svo, að
sr. Magnúsi var selt hið um-
beðna land fyrir 500 krónur. Til
samanburðar má geta þess, að
um sama leyti kostaði mjólkur-
potturinn í Reykjavík um 20
aura.
Strax og landið var fengið,
tók sr. Magnús til óspilltra mál-
anna við ræktun og byggingar.
Skal ekki um það fjallað að
öðru leyti en því, sem viðkem-
ur byggingu íbúðarhússins. Þar
var ekkert til sparað. Það skyldi
bæði vera stórt og vandað —
sæma sönnum islenzkum herra-
garði. Ekki lék vafi á því, að
með þessum framkvæmdum var
sr. Magnús að búa í haginn fyr-
ir afkomendur sína. Pétri ætl-
I aði hann að verða eftirmaður
sinn sem Vallanesklerkur, Páll
| átti að vera bóndi á Jaðri. Þarna
j áttu þeir að búa bræðurnir, hlið
við hlið á HERRAGARÐINUM
og PRJESTSSETRINU.
En margt fer öðruvíai en ætl-
að er og kemur það ekki við
þessa sögu.
Ekki mun sr. Magnús hafa
fengið sérstaka teikn'mgu af
hinu fyrirhugaða herragarðs-
húsi og sjálfur réð hann mestu
um bygginguna og gerð hennar.
Hins vegar mun Rögnvaldur
húsameistari Ólafsson hafa ver-
ið með í ráðum enda dvaldi
hann um tima i Vallanesi um
þetta leyti. Sem yfirsmiður var
ráðinn Guðmundur múrsmíða-
meistari Þorbjörnsson, borg-
firzkur maður, sem flutzt hafði
austur á land til að byggja
Eiðaskóla. Hann þótti afbragðs
byggingamaður og gat sér gott
álit á Austurlandi fyrir dugn-
að, útsjón og vandvirkni. Ann-
ALLT Á SAMA STAÐ
sjVms..
Siórglœsilegur 6
manna amerískur
fólksbíll á sérlega
hagstœðu verði
6 eða 8 sylindra vél
Fyrsta sending kemur i nóvember
Leitið upplýsinga
HORNET-SST, 4ra dyra.
HORNET
MATADOR og t\. gerðir
Mótor hf.
Laugavegi 118, sími 22-2-40
Höfum tekið að okkur söluumboð á fólksbifreiðum
frá AMERÍCAN MOTOR Corp.