Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 10
34 MORGUNBIAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 SLÁTURFÉLAG Suður- lands, sem er stærsti ís- lenzki útflytjandinn á sút- uðum gærum á Bandaríkja markað, seldi þangað á sl. ári 45 þúsund gærur. Þetta fregnuðum við m.a., er við leituðum frétta af útflutn- ingi fyrirtækisins hjá fram kvæmdastjóranum, Jóni H. Bergs. Einnig fengum við þær fréttir, að nýlega hefði tek- ið til starfa ný prjónaverk- smiðja á Selfossi, sem prjónar úr tvinnuðum lopa frá ullarverksmiðju SS, Framtíðinni, og mun fram- leiða til útflutnings. Þá hefur Sláturfélag Suður- lands hafið framleiðslu á gæruvestum, gærutöskum og fleiri gerðum skinna- varnings, sem flutt er út, aðallega til Bandaríkjanna. — Eins og nafn fyrfrtækis- ins bendir til, er meginverk- efni okkar slátrun búpenings og dreifing sláturafurða og annarra matvæla, sagði Jón, þegar við leituðum frétta hjá honum af útflutningi Slátur- félags Suðurlands. — Okkar starfsemi þjónar því mest inn lendum markaði, en inn í þetta fléttast svo alls konar iðnrekstur, og sumt af iðn- varningnum er vel fallið til útflutnings. — En sláturvörurnar sjálf- ar? — Þær eru að mestu seldar innanlands. Sum árin hefur þó verið nokkur útflutningur frá okkur á dilkakjöti og inn mat. í fyrra var metár hvað það snertir. En í ár verður lítið flutt út, þvi slátrun er svo miklu minni en í fyrra. Þá var miklu slátrað vegna erfiðrar heyöflunar, en nú eru bændur að reyna að ná aftur upp fjárstofni sínum. Það er því fyrirsjáanlegt, að sáralítið af kjötframleiðsl- unni og innmatnum verður til útflutnings í ár. ' SS lætur sauma úr sútuðum og klipptum gaarum falleg vesti, húfur, töskur, múffur o. fl. handa ferðamönnum og til útfiutnings. ullargærur til Bandarlkjanna Ný prjónastofa á Selfossi Rætt við Jón Bergs, forstjóra Sláturfélags Suðurlands — En aðrar afurðir? — Já, frá skinnaiðnaðinum og ullarverksmiðjunni. Við höfum í 35 ár rekið ullarverk smiðjuna Framtíðina, sem hef ur á undanförnum árum, auk lopans, mest framleitt band fyrir teppaiðnaðinn. — Hvernig er með lopann? — Við höfum farið út í það að framleiða tvinnaðan lopa, sem fólk prjónar úr. Og í sam bandi við það hefur Sláturfé lagið nú tekið höndum saman við einstaklinga á Selfossi um að koma upp nýrri prjóna- verksmiðju. Hún nefnist Prjónastofa Selfoss h.f. Nokk uð af vélakosti er komið og tók prjónastofan til starfa fyrir tveimur vikum. En fram leiðslan miðast við það að flytja prjónales á erlendan markað. Er ætlunin að Ullar- verksmiðjan Framtíðin leggi prjónastofunni til tvinnaðan lopa, sem prjónað verður úr í vélum, peysur, sjöl og alls konar annar ullarfatnaður. En þetta er alveg á byrjun- arstigi og því ekki vert að hafa um það alltof mörg orð. — Þá skulum við snúa okkur að gærunum. Hvað sút ið þið mikið og hvað er fram- leiðsluverðmætið ? — Við sútuðum í fyrra um 100 þúsund gærur, framleiðslu verðmæti Sútunarverksmiðj- unnar var um 65 milljónir króna s.l. 12 mánuði, svarar Jón. En mest af útfluttu gær- unum fór á Bandaríkjamark- að, eða 45 þúsund sútað- ar gærur s.l. ár, að útflutn- ingsverðmæti 35 milljónir króna. — Eruð þið þá ekki stærstu útflytjendur sútaðra gæra héðan á þennan markað? — Jú. Og við gerum okkur vonir um að geta aukið söl- una þangað. Við höfum þegar mikið af viðskiptasambönd um, og gátum varla annað eftirspurn í sumum flokkum s.l. ár. En nú er að hefjast nýtt framleiðsluár og þá fá- um við nýtt hráefni. 1 fyrra sútuðum við, sem fyrr er sagt, um 100 þúsund gærur. 45 þús und þeirra fóru á Banda ríkjamarkað, en hitt fór til innanlandssölu og ýmissa Evrópulanda og dreifðist mjög víða. — Er Bandaríkjamarkaður- inn ekki dýrmætastur? Til hvers eru gærurnar notaðar þar? — Þar fæst bezta verðið og við höfum lagt mesta áherzlu á að beina viðskiptunum til Bandaríkjanna. Þar eru gær- urnar notaðar á margvísleg- an hátt, til híbýlaprýði, til fatagerðar og alls konar annars iðnaðar. — Þið saumið eitthvað sjálf ir úr gærunum og flytjið út, er það ekki? — Já, við höfum saumað úr gæruskinnunum, aðallega klipptu og strauuðu skinnun um. Úr þeim höfum við gert vesti, jakka, töskur o.fl. til sölu hér í fríhöfninni á Kefla víkurflugvelli og til ferða- manna. En einnig fer þetta til Bandaríkjanna. Þetta er ekki mikið magn ennþá, en við von um að það geti orðið meira. Það er svo stutt síðan við byrjuðum á þessu, en mark- aður virðist lofa góðu. Að fengnum þessum upp- lýsingum um útflutninginn, létum við talið niður falla og kvöddum Jón Bergs. .Tón Bergs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.