Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 31 ar var eitthvað nýstárlegt að sjá, og ég vona að menn reið ist mér ekki, þótt ég segi nokkrar saklausar sögur af þeim, bregði upp smámynd- um og hafi eftir einhver orða skipti, sem sýna, að fólk er liíandi. Ef til vill misminnir mig á einstaka stað, en ég fer ekki rangt með viljandi. Ég veit, að vinir mínir fyrir gefa mér það, og svo gæti sumt af því verið Andrési að kenna. Hann er ekki óskeikull í framreiðslunni heldur. En ég hef farið um sveitir allra landsfjórðunga og. al'lra héraða, nema um Þingeyjarsýslu og Skaftár- þing — er því ósnortinn bæði af lofti Þingeyinga og skrafi Skaftfellinga. Ýmis- legt smálegt bar við i þess- um ferðum. Þetta var allt saman ein óslitin könnunar- ferð með nýjum ævintýrum á hverjum degi, af þvi að ég hafði svo gaman af að upp- götva fólk og kynnast lífi þess. Þessi upprifjun er nú maginefni bókarinnar, og ég minnist á býsna marga, nokk ur hundruð, kannski þúsund. Ég er í þakkarskuld við allt þetta fólk, sem tók mér opn um örmum. Þetta eru eigin- lega kveðjur mínar til þess. — En fleiri frásagnarefni hljóta nú að vera úr aevi- ferðinni, Ágúst? Hvað um alla pólitíkina, skemmtilega Húnvetninga og rósturnar í Vatnsdal? Kemur ekkert um það allt saman? — Jú, það getur verið síð- ar. Það er smávegis eftir í skjóðunni, svona sitt af hverju, stórt og smátt. Við Andrés tínum ef til vill meira upp úr henni siðar, ef vel liggur á okkur, og Örlygur vili búa til aðra bók. Við sjá um hvað setur, segir Ágúst. — Ég leysti frá skjóðunni, en hell’ti ekki alveg úr henni. „Bókin er ekki um mig, heldur annað fólk“ Ágúst á Hofi segir frá fólki og fénaði í öllum landsfjórðungum Ágúst Jónsson, áður bóndi á Hofi í Vatnsdal, er mörg- um kunnur og kann frá mörgu að segja eftir langa og viðburðarika ævi og óvenjulega fjölbreytt manna- kynni nálega um allt land. Hann er maður, sem fólk man eftir, og hlakkar til að hitta aftur, hafi það einu Sinni kynnzt honum. Hann er einn af þeim mönnum, sem þjóðsögur myndast um. Hann er stálminnugur, einkum á það, sem. við ber í skiptum við annað fólk, og óvenju- lega næmur að skynja þá eig inlet.ka í fari manna, sem öðrum sést yfir. Hann er skemmtinn maður og kíminn og kann óteljandi sögur af at vikum og orðaskiptum, eins og aliir þeir, sem honum hafa kynnzt, vita gerla. Hann hefur búið á sögu- frægu höfuðbóii i enn sögu- ast er, og af nógu er að taka. — Þegar Ágúst á Hofi er spurður að því, hvort þetta sé ævisaga, segir hann: — Ég veit það varla. Ég held ekki, þetta er meira um aðra en sjálfan mig. Ég hef ekki afrekað neitt merkilegt, og ég er gleyminn á eigdn orð' og gerðir. Ég er alltaf að hugsa um annað fólk. Það hefur verið mesta lífsgleði min að uppgötva annað fólk og kynnast þvi, og ég geng enn til nýrra kynna við fóilk með barnslegri forvitni. Myndasafn lífsins er mér óþrjótandi skoðunarefni. Nei, bókin er eiginlega ekki um mig, heldur annað fólk. Ég hef heimsótt það á ný svona í huganum og rifjað upp kynnin, minnzt þess, hvað það sagði og gerði, og hvern ig það leit á lífið. Segi smá- um í sextíu haust. Söguhetj- urnar þar eru óteljandi, og hver með sína sögu og svip- mót, ekki sízt Borgfirðingar,. og sitthvað hefur nú borið við — stundum glímt á fleiri en einn veg, eða þá að menn sórust í fóstbræðralag og hétu hver öðrum fulltingi tid mágsemda, en varð oftast að litlu. En mesti bálkur bókarinn- ar er af ferðum mínum í þrjá áratugi um .sveitir landsins að skoða sauðfé, en þótt það væri víða fallegt, man ég betur eftir fólfcinu. All's stað frægari dal langa hrið og haft fingur á óvenjulega þróttmikilli slagæð íslenzks sveitalifs, þar sem viðskipti manna voru með. rismeiri hætti en annars staðar. Hann hefur tekið þátt í pólitískum svíptibyljum héraðs síns, ver ið hálfa öld gangnaforingi á víðáttumesta afrétti landsins, þar sem bændur tveggja landsfjórðunga leiddu saman hesta sina í beinurn o.g óbein um skilningi. Hann ferðaðist um landið þvert og endi- langt í þrjá áratugi á veg- um' sauðf járveikivarnanna, og gestsauga hans var gleggra en flestra annarra. Hann hef ur kynnzt ótrúlega miklum fjölda fólks í sveit og bæ, af öllum stéttum, háum sem lág um Mann eins og Ágúst á Hofi brestur ekki söguefni í samtali, og bókarefni á hann tvenn eða þrenn. Samt er það ekki fyrr en nú, siem hann hefur látið leiðast til að opna skjóðu sína og segja of urlítið af æviferðinni. Og bókin, sem út kemur nú í haust hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi, hetitir einmitt: Ágúst á Hofi leysir frá skjóð unni. Og undirheitið er: Með fólki og fénaði. Andrés Krist jánsson, ritstjóri, tínir upp úr skjóðunni hjá Ágústi og reiðir fram það, sem gimileg sögur af því og mér, sumar smákímnar, en ailt i mesta bróðerni. — Hvernig er þessu marg- lita efni skipað niður í bók- ina, Ágúst? — Ég veit það eiginlega ekki með vissu, hvað And- rés hefur tekið úr skjóðunni, og hvað lagt til hliðar. Við vorum að spjalla fyrst um gamla tíma, ættfólk mitt og undarlegar fléttur örlaganna í lífi þess, rauðan þráð ætt- anna, sem ekki liætur að sér hæða, og ég sagði nokkrar smásögur af þessu fólki. Svo létum við fljóta með ofurl'ít- ið ágrip af búskaparsögu minni og ævi, en það er stutt. Okkur dvaldist ofurl'it- ið lengur við stórveldistim- ann i Vatnsdal? — Hvað segirðu, stórveld- istímann? — Já, við orðuðum það svona til þess að kalla það eitthvað, þetta stórbrotna höfðingjatímabil í Vatnsdal á síðari hluta aldarinnar, sem leið, þegar Blöndalirnir réðu þar ríkjum, og Vatns- dalur var höfuðstaður hér- aðsins. Og svo er sitthvað um höldana í Vatnsdal, kóngana, sem .réðu þar hver fyrir sínu ríki. Þar er margs að minn- ast. Svo víkjum við sögunni fram á heiðar, þar sem ýmis- legt hefur borið við í göng- Hvað segir kokkurinn um Jurta? smjörlíki hf. „Ég er alltaf ánægður með árang- urinn, þegar ég nota Jurta-smjör- líki. Jurta er bragðgott og laðar fram Ijúffengan keim af öllum mat. Þess vegna mæli ég eindregið með Jurta smjörlíki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.