Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 9
MOaGUNBLAfHÐ, SUNNUDAOUR H. OKTÓBER 1970 33 ar aðalsmiður við bygginguna var Slgurður Björnsson, snikk- ard frá Seyðisfirði. Auk þeirra voru fleiri smiðir og svo auð- vitað verkamenn, vinnumenn prests og synir hans, sem þá voru nokkuð á legg komnir. Voru alit að 32 menn í heimili i Vallanesi meðan á þessum stór- ræðum stóð og sváfu smiðirnir og synir prests þá úti á kirkju- lofti. Mikið efni þurfti að draga að ti-1 slíkra stórbygginga. f>á voru hvorki bílar né bíilvegir. En inni í Vallanesfjósi stóð bo3i einn gamaH, geysistór og sterkur. Var nú brugðið á það ráð, að fá Benedikt Kristjánsson, kenn- ara á Eiðum til að temja tudda til dráttar. Tókst það með ágæt- um. Dró hann arðfinn yfir ör- reitismóa Vatlaness og á honum var steypumölinni ekið neðan frá Ivagarfljóti. En vagnalestir gengu neðan af Reyðarfirði með aðkeypt byggingarefni. Strax og húsið var orðið íbúð arhæft, fluttist sr. Magnús í það með fólk sitt. Síðar einnig Guð- mundur múrari Þorbjörns- son. Hann gekk að eiga Aðal- björgu Stefánisdóttuir, fósturdótt- ur prestshjónanna. Bjuggu þau síðan í Vallanesi meðan sr. Mag- nús var þar prestur. Eftirmaður sr. Magnúsar, sr. Sigurður Þórð arson, fluttist í Jaðarshúsið, er hann tók við brauðinu, enda var þá bærinn í Vallanesi ekki íbúð- Vallaneshjáleiga, t.v. Vall aneskirkja. Á miðri mynd sést Jaðar vestur við Fljótið eru steyptar tröppur upp á stofuhæð, undir þeim er inn gangur í kjallara. Ennfremur er inngangur úr steyptum skúr á norðurhlið, síðari tíma viðbót. Einangrun á útveggi er þann- ig lýst, að „rimlar 3x% þuml. eru festir inn á útveggina með 1% þuml. millibili frá steypu, en á þá er fest strá ogsvo múrað innan á venjulegan hátt. Eld- húsið er allt innan gert eins og Sr. Magnús og synir hans. arfær — og vart uppistandandi. Varð þá að ráði að ríkið keypti Jaðar með húsum öllum og mann virkjum og fór nokkuð af and- virði hans upp í álag sr. Magnúsar á prestssetrið. Bjó sr. Sigurður síðan á Jaðri með- an hann lifði. En eftirmaður hans, sr. Marínó Kristinsson, lét strax á öðru embættisári sinu bvggja upp prestsseturshús í Vallanesi, þar sem prestur hef- ur siðan búið. En Jaðar var gerður að tvibýiisjörð og er svo enn í dag. Rétt þykir að gefa hér nokkra iýsingu á þessu stóra, gamla húsi. Er þá farið eftir skoðun- argerð frá árinu 1927, er það varð ríkiseign. Var sú skoðun framkvæmd af tveimur fagmönn- um undir umsjá prófasts, sr. Jóns Guðmundssonar i Nesi i Norðfirði. Eins og sézt á myndinni, er Jaðar steinhús, stofuhæð á þáum kjallara, portbyggt með tveimur rúmgóðum kvistum. Tveir steypt ir veggir ganga þvert gegnum húsið, alla leið upp i hanabjálka, sinn hvorum megin við kvistina. Stærð hússins er 13.70x9.60 m. Vegghæð í kjallara 2.70 m., á hæð 3 m. og porthæð 1 m. en rishæðin frá porti upp í mæni er 4.50 m. Á kjallara eru 14 gluggar úr járni, á stofuhæð 16 gluggar úr tré, á loftinu eru 12 gluggar og á banabjálkalofti eru 4 kringlóttir járngluggar og 6 þakgluggar. Samamlagt eru því á húsimi 52 gluggar, en e. t. v. eru þeir nú eitthvað farnir að týna tölunni. Útveggir í kjallara eru 14 tommur á þykkt, veggir of- an í kjallara 11 tommur og milli þverveggir tveir sem ná alla leið upp í hanabjálka eru 9 tommu þykkir. Á vesturstafni skylda þess opinbera, sem allir gera kröf'ur til, ættu Héraðsbú- ar að sameinast um að hrinda þessu máli áieiðis, svo að varð- veitast megi og óbrotgjamt standi þetta volduga minnis- merki um stórhug og bjartsýni aldamótaandans og trú hans á gildi og framtíð landbúnaðarins á Islandi. Það er komið vor, sjötugasta vor 20. aldarinnar — fardagar — ábúendaskipti á Jaðri — út- tekt. Það verkar dálítið einkenni lega á mann að ganga um þetta stóra, reisulega og rúmgóða hús, sem reist var af svo ótrúlegum stórhug, ekki samt af flysjungs- skap eða fyrirhyggjuleysi, held ur á sterkum grúnni fjárhags- legrar festu og þeirrar trúar á moldina, sem var studd af reynslu kynslóðanna í landinu, öid eftir öld: Og hvernig átti þá að gera ráð fyrir þvi, að nú var í að- sigi ný öld, allt aðrir tímar held ur en öll ár fortíðarinnar i Is- landssögu, tímar sem byltu öllu um, sem áður hafði verið reist og byggðu upp anmars staðar og á ailt annan hátt en áður. Þar með var herragarðshúsið á Jaðri búið að missa sitt upphaf- lega hlutverk, að hýsa stóra fjöl skyldu og margt vinnuhjúa. Þau fundust ekki framar. Búskapn- um á Jaðri varð að finna annað form eins og annars staðar á landinu — form einyrkjabúskap arins — fámennisins. Háloftaðar, 3 samliggjandi stofur suðurhliðarinnar, rúmgott eldhús. herbergjafjöldi í bak- hlið og á lofti. Þetta var um- hverfi sem átti að hæfa stórbú- skapnum I hans glæsilegustu, stórbrotnustu mynd. 1 vesturenda hússins á stofu- hæð, norðan inngangs er væn Stofa — kontór sr. Magnúsar. Þetta er herbergi með þrem gluggum, dásamlegu útsýni norð ur yfir grasbreiður Vallaness og út yfir lygnt Fljótið, sem hér heitir „milli Staða“, þvi að hand an þess er Ás i Fellum, fyrrum prestssetur, enn kirkjustaður, nú í eyði. — Þegar við höfum horft okkur södd út í veröld vors og gróanda, hvarfla aug- un um loft og veggi þeSsa her bergis sem nú er autt, þvi að fólkið er á förum. — Hér er engin mubla eftir skilin. Hér er betrekkið það sama og límt var á veggina þegar húsið var byggt fyrir sextíu árum — málningin á loftinu endist enn. Það hefur ekki verið kastað höndunum til þessarar innréttingar — hvorki með efni né vinnu. En á einum veggnum getur að líta sterka járnhurð. Hún er á skáp, sem múraður er í einn milli vegginn, en innrétting hans er úr tré — fín smíði. — Neðst í botninum er lokað hólf, bakið er slétt en uppeftir báðum hliðun um eru innréttingar, öðrumegin 7 hillur, hinu megin 8 skúffur, sumar hólfaðar sundur, sjálfsagt fyrir slegna mynt af ýmsum stærðum, aðrar ætlaðar . fyrir skjöl og skuldabréf. En nú er hér ekkert verðmæti, ekkert verðbréf, enginn pening- ur ekki einn eyrir. — Þeir eru allir í bönkunum, sem sífellt stækka sína fínu sali og kepp- ast hver við annan um að byggja sem stærst og glæsilegust húsa- kynni yfir lánsfjárskortinn — svo að efnahagsstarfsemin geti gengið sinn eðlilega gang. útveggimir. Loft eru pappalögð á striga.“ Helztu galla hússins töldu út- tektarmenn þá, að það væri kalt og rakasamt bæði uppi og niðri. Stafaði sá kuldi að þeirra dómi aðallega frá þverveggjunum, sem „ganga út í útveggina og taka bæði á móti kuida og raka.“ Húsið virtu úttektarmenn á kr. 14750.00. Gerðu þeir tillögur um mikla og kostnaðarsama viðgerð, Peningaskápurinn. sem þeir lýsa í smáatriðum og meta hana á kr. 13750.00 Siðan þessi lýsing var gerð eru nú liðin rúml. 40 ár. Á þess- um langa tíma hefur Jaðarshús- ið mjög látið ásjá og þarfnast nú nauðsynlega gagngerðra end urbóta. Til þess þarf nokkurt fé, sem verður að koma frá þvi op- inbera eins og annað viðhald á ríkiseignum, enda ætti það þá að endurgreiðast í ríflegra eftir- gjaldi. — En þótt þetta sé Velduð þér yður bíl ef tir hemlukerf inu, kœmi tœpust nemu einn til greinu VOLVO Tvöfalt hemlakerfi-Tvöfalt öryggi Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Símnefni: Volver • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.