Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 16
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBBR 1970
Hjálmar R. Bárðarson,
siglingamálastjóri.
Auknar varnir gegn
mengun sjávar
Torrey Canyon á Sjösteinarifi.
Samtal við Hjálmar R. Bárðarson, siglingamála-
stjóra og forseta Alþjóðasiglingamálastofnunar
Sameinuðu þjóöanna
Mengunarvandamál ýmiss kon
ar eru nú mjög ofarlega á baugi
nm víða veröld. Alþjóðasigl-
ingamálastofnun Sameinuðu
þjóðanna IMCO er sú stofnun
samtakanna er annast skal
mengunarvandamál sjávar ög
finna úrbaetur. Stærsta vanda-
málið á því sviði er olíumeng-
unin. Á 6. þingi IMCO voru
gerðar ýmsar mikilvægar sam-
þykktir og ályktanir um
auknar varnir gegn meng-
un sjávar. Forseti IMCO,
Hjálmar R. Bárðarson, sigl-
ingamáiastjóri tjáði Mbl. að
gerðar hefðu verið ýmsar
breytingar á alþjóðasamþykkt-
um um þessi mál á þinginu og
féllst á að skýra frá þeim i
viðtali við blaðið.
Fyrst spurðum við Hjálmar R.
Bárðarson, hverjar helztu breyt
ingarnar væru á þeim sam-
þykktum, sem gilt hafa. Hann
svaraði.
• BREYTING Á
ALF.IÓÐASAMÞYKKT
— Samþykkt var að taka
upp svokallað „Lðad on Top“
(LOT) kerfi, sem felur í sér
að olíuskip setja oliumengaðan
skolunarsjó úr olíuflutninga-
geymum ofan á farm sinn, og
flytja með sér til oliuhreins-
unarstöðvanna, í stað þess að
dæla þessum oliumengaða sjó
í hafið. Á þennan hátt er talið,
að olíumengun hafsins minnki
allt um 1.500.000 lestir af olíu
á ári. Þó er þess að gæta að
þetta kerfi er þegar að nokkru
tekið upp, af frjálsum vilja, en
þó mun þetta ákvæði minnka
olíumengunina um nálægt hálfa
milljón lesta af olíu á ári.
-— Mega olíuflutningaskip, þá
enga olíu losa í hafið?
— Olíuflutningaskip mega
samkvæmt þessum nýju ákvæð
um aðeins dæla sem nemur 60
lítrum af olíu á hverja siglda
sjómílu og samanlagt ekki meira
í hverri ferð en sem nemur éin
um fimmtánþúsundasta hluta af
því olíumagni, sem skipið get-
ur flutt í hverri ferð. Þetta
magn gæti farið upp i 100.000.
lestir af olíu á ári fyrir öll
olíuskip heimsins. Flutninga-
skip önnur en olíuskip hafa
samkvæmt nýju ákvæðunum
ekki leyfi til að tæma í hafið
olíumengaðan sjó með meira
olíumagni en 100 hlutar olíu í
milljón. Verður þetta að vera
sem fjærst landi, og auk þess
ekki meira en 60 lítrar á hverja
siglda sjómílu. Þetta ákvæði
ætti að vera örugg vörn gegn
mengun hafsvæða frá þessum
skipum.
• 100 SJÓMÍLNA
BANNSVÆÐI VIÐ
fSLAND
— Hvað um bannsvæði?
— Bannsvæði, sem áður voru
i gildi, eru hins vegar felld úr
gildi, nema að því er varðar
olíuflutningaskip, sem ekki
mega tæma olíumengaðan sjó
nær landi en 50 sjómílur. Hér
við land eru takmörk þessi 100
sjómílur. Ákvæði þessi taka
gildi 12 mánuðum eftir að tveir
þriðju hlutar þeirra ríkja, sem
staðfest hafa alþjóðasamþykkt-
ina frá 1954 og 1962, hafa einn-
ig staðfest þessar breytingar.
Þá samþykkti þing IMCO enn
fremur sérstaka ályktun, þar
sem segir að með hliðsjón af
skýrslu nefndar Sameinuðu
þjóðanna um friðsamlega nýt-
ingu hafsbotnsins, þar sem vitn
að er til starfs Alþjóðasiglinga
málastofnunarinnar, IMCO, að
þessum málum og lagt er til að
þær alþjóðasamþykktir, sem
IMCO hef ur með höndum, verði
endunskoðaðar og áuknar þann
ig, að einnig verði tekin til með
ferðar mál, er varða öryggi á
smíði, búnaði og rekstri bor-
turna, framleiðsluverkpalla
neðansjávarfarartækja og ann-
ars búnaðar er notaður er til
rannsókna, nýtingar og flutn-
ings efna frá hafsbotni. Tekið
sé tillit til öryggis starfsfólks,
sem fæst við vinnu þessa,
hættu vegna skipa, sem leið
eiga um hafsvæði, þar sem neð
ansjávarstarfsemi fer fram,
mengunar frá olíu og öðru eitr-
uðu eða hættulegu efni á haf-
svæðum, bæði vegna flutnings
og vegna úrvinnslu efna frá
sjávarbotni. Þá fór 6. þing
IMCO einnig þess á leit við að-
ildarriki sín, að þau géri sér
ljósa nauðsyn skjótra aðgerða
til að koma á fullkomnu eftir-
liti til að koma í veg fyrir
mengun sjávar frá skipum, fljót
andi búnaði og öðrum tækjum
og að senda stofnuninni nauð-
synlegar upplýsingar til að auð
velda vinnu að þessum málum.
Næsta þing IMCO verður hald
ið 1973.
• OLÍUMENGUNIN VIÐ
AXARFJÖRÐ
— Höfum við íslendingar orð
ið fyrir miklum búsifjum af
olíumengun?
— Eins og menn rekur minni
til fórst brezki togarinn King-
ston Peridot, H 591 í janúar-
lok 1968 einhvers staðar í nám-
unda við Mánáreyjar. Skömmu
síðar varð vart olíumengunar i
Axarfirði, á Tjörnesi og Mel-
rakkasléttu vestanverðri. Tog-
arinn var olíukynntur gufutog-
ari, en olían, sem notuð er i
slíkum skipum er yfirleitt
þykk svört brennsluolía. Dísil-
olía er miklu þynnri en
brennsluolia, en þó nokkuð mis
munandi og getur einnig valdið
óþrifum og fugladauða.
— Hve mikill fugladauði
varð i Axarfirðinum ?
— Ég fór norður um þetta
leyti ásamt dr. Finni Guðmunds
syni til að kanna það. Við töld-
um dauða fugla og gerðum
áætlun um fjölda þeirra. Niður
stöður af athugun okkar var
sú að 15 til 20 þúsund fuglar
hefðu farizt af völdum olíunn-
ar. Var stuttnefja áberandi í
fjölda hinna dauðu fugla og
ályktaði dr. Finnur út frá því
að olían hefði fyrst verið all-
fjarri ströndinni, en þar heldur
stuttnefjan sig frekar.
— Hvers vegna sækir fugl-
inn í olíuna?
— Svo sem kunnugt er deyf-
ir olían öldurót, og fuglinn
sækir í lygnari svæðin eða
einmitt þar sem olian er. Þegar
olian sezt L fjaðrirnar, klessast
þær saman og einangrunin
hverfur og fuglinn flýr til
lands. Hann skríður helzt upp
í sendna fjöru, en þar er hann
dauðadæmdur og getur enga
björg sér veitt. Fuglinn getur
einnig komið dauðvona upp á
ströndina áður en olíublettirn-
ir sjálfir hafa náð landi. Ég er
sannfærður um, að sá sem geng
ið hefur á sandströnd, þétt-
setna dauðum fugli, muni ávallt
gera allt sem í hans valdi
stendur til þess að koma í veg
fyrir olíumengun sjávar.
TORREY CANYON
VAKTI FÓLK TIL
UMHUGSUNAR
— Hvað er unnt að gera í
slíkum tilfellum sem þessum til
þess að fjarlægja olíuna og
bjarga fuglinum?
— Því miður eru enn eng-
in svör við þessari spumingu,
sem teljast mega ánægjuleg. 1
rauninni vaknaði heimurinn af
svefni um alvarleik slíkra til-
fella, er rísaolíuskipið Torrey
Canyon strandaði á Sjösteina-
rifi við suðvesturströnd Bret-
lands að morgni laugardagsins
18. marz 1967 með 117 þúsund
lestir af þungri óhreinsaðri
olíu, svokallaðri „crude
oil“ eða hráolíu. Þar
voru ýmsar leiðir reyndar
til þess að eyða olíunni með
uppleysandi efnum, en allt
reyndist tilgangslaust. Þau
reyndust því aðeins virk, ef
unnt var að úða þeim yfir olíu
brákina og þeyta síðan saman
olíuna, upplausnarefnin og sjó
inn. Þetta var reynt með skips-
skrúfum, en árangurinn var
sáralitill. Tvær tegundir af
olíublöndu mynduðust úr þess-
um olíufarmi. Sýnishorn, sem
tekin voru úti á sjó höfðu veðr
ast þannig að léttari olíuefnin
höfðu gufað upp, en eftir varð
svört fljótandi olíubrák sem
um 30 af hundraði af sjó
höfðu blandazt í. SýnÆshornin,
sem tekin voru á ströndinni,
reyndust vera brúnsvartur lím
kenndur grautur, sem kallaður
var „súkkulaðimassi". Þar
höfðu líka léttari efnin gufað
upp, en þessi massi var bland-
aður um 70 af hundraði sjó.
— Var ekki unnt að kveikja
í olíunni?
— Jú, það var reynt, bæði á
ströndinni og fljótandi á sjón-
um. Þetta var gert með eld-
vörpum. Á sjónum var árang-
urinn sá, að þegar eldurinn var
kominn í olíuna, hitaði hún
upp sjóinn, sem myndaði gufu,
sem aftur kæfði eldinn. Varð
því að kveikja í aftur og aftur.
Brúnir olíupollar á ströndinni
brunnu aðeins meðan eldvörp
um var að þeim beint. Jafn-
vel þótt dreift væri magnesium
dufti á olíuna og kveikt i með
miklum eldi, þá varð „súkku-
laðimassinn" svo til óbrunninn
eftir. Reynt var að nota upp-
leysanleg efni á ströndinni án
þess að þvo með hreinu vatni
á eftir og reyndist það illa. Ár-
angurinn varð sá að olían, sem
upphaflega var á yfirborðinu
komst niður i hálfs annars
metra dýpi í möi og
sandi. Bezt reyndist að nota
jarðýtur til þess að ýta til olíu
soranum, úða með uppleysandi
BALLETT-SKOR
BALLETT-BÚNINGAR
LEIKFIMI-BÚNINGAR
JAZZ-BALLETT-BÚNINGAR
NETBUXUR, DANSBELTI
BUXNABELTI,
BALLETT-BOX
^Qalletttúðin
VERZLUNIN
QMXtim
Ch BBÆÐRABC
BRÆÐRABORGARSTIG 22