Morgunblaðið - 05.12.1970, Síða 16
16
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESIBMBBR 1970
SNwgtittMflföfr
Útgefandi hf. Áruakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Fitstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
FJARHAGSAÆTLUN
RE YK J A VÍ KURBORG AR
17'járhagsáætlun Reykjavík-
urborgar fyrir árið 1971
var lögð fram á fundi borg-
arstjórnar Reykjavíkur í
fyrradag. Samkvæmt hénni
er gert ráð fyrir, að heildar-
tekjur borgarinnar aukist á
næsta ári um 27%. Þessi
áætlun er byggð á útreikn-
ingum Efnahagsstofnunar-
innar, sem sýna, að nettótekj-
ur til skatts muni á þessu ári
hækka um 27% og er þá
byggt á batnandi atvinnu-
ástandi, aukinni atvinnu,
fólksfjölgun og því, að skatt-
vísitalan hækki til j afns við
meðaltekjur.
í ræðu, sem Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri, flutti
við fyrri umræðu um fjár-
hagsáætlunina, lagði hann
áherzlu á, að tekjuáætlun
fjárhagsáætlunar og raunar
frumvarpið allt væri byggt
á þeirri meginforsendu, að
sömu álagningarreglum yrði
beitt við útsvarsálagningu á
næsta ári og gert var í ár, þ.e.
að veittur vcrði 4% afsláttur
frá útsvarsstiganum.
Gert er ráð fyrir, að rekstr-
argjöld borgatrinnar muni
hækka um rúmlega 30% á
næsta ári frá því, sem nú er.
Ástæðan er fyrst og fremst
launahækkanir og hækkun á
ýmsum þjónustuliðum, en í
meðförum borgarráðs hefur
verið lögð rík áherzla á að
takmarka útgjaldaaukningu
svo sem kostur er. Á tímabil-
inu desember 1969 til sama
tíma í ár hefur meðalhækk-
un á laun borgarstarfsmanna
hins vegar numið 30% á
taxta verkalýðsfélaga og um
25% á laun fastra starfs-
manna. Þá má gera ráð fyr-
ir, að í kjölfar samninga rík-
isins við ríkisstarfsmenn, sem
nú eru á lokastigi, verði
kjarasamningar við borgar-
starfsmenn teknir til endur-
skoðunar og þýðir það óhjá-
kvæmilega útgjaldaaukningu
fyrir borgarsjóð. Þessar launa
hækkanir eru meginástæða
þeirrar útgjaldaaukningar,
sem fram kemur á fjárhags-
áætlun borgarinnar fyrir ár-
ið 1971.
Á næsta ári munu borgar-
sjóður og einstök borgarfyrir-
tæki verja samtals rúmlega
1000 milljónum króna til
ýmiss konar framkvæmda.
Stærstu framkvæmdaliðirnir
á næsta ári verða gatna- og
holræsagerð, en til nýrra
framkvæmda á þessu sviði
verður varið um 260 milljón-
um króna. Ef bráðabirgða-
vegir eru undanskildir hefur
83% af gatnakerfi borgarinn-
ar verið malbikað og stefnt
er að því að Ijúka malbikun
helmings þess, sem eftir er
á næsta ári. Til skólabygg-
inga er áætlað að verja um
100 milljónum króna á næsta
ári, Rafmagnsveita Reykja-
víkur mun ráðstafa um 142
milljónum til framkvæmda
og Hitaveitan 86 milljónum.
Með hverri nýrri stofnun,
sem Reykjavíkurborg byggir,
hvort sem um er að ræða
sjúkrahús, skóla eða bama-
heimili, er augljóst, að ný
rekstrarútgjöld bætast við.
Það leiðir því af sjálfu sér
að í kjölfar hinna miklu
framkvæmda undanfarinna
ára, hækka rekstrarútgjöldin.
Þessa staðreynd ber að hafa
í huga, þegar skoðað er hlut-
fallið milli framkvæmdafjár
og rekstrarútgjalda borgar-
innar. En nú sem fyrr sýnir
fjárhagsáætlunin, að Reykja-
víkurborg býr við trausta og
örugga fjármálastjórn, sem
hefur tryggt borgarbúum að
meira hefur fengizt fyrir út-
svarsgreiðslur þeirra en ella.
Sænskir stúdentar og Gretskó
Cænskir stúdentar hafa efnt
^ til mótmælaaðgerða
vegna heimsóknar Gretskós,
varnarmálaráðherra Sovét-
ríkjanna til Svíþjóðar. En
þegar málið er skoðað ofan
í kjölinn kemur í ljós, að hinn
brúnaþungi marskálkur, tákn
sovézks herveldis, er sannur
fulltrúi Sovétríkjanna eins
og þau eru í dag.
Alexander Solzhenitsyn er
hins vegar fulltrúi þess Rúss-
lands, sem menn gjarnan
vildu sjá verða til. En þess
er tæplega að vænta, að
sænskir stúdentar fái tæki-
færi til að kynnast honum
eða hans Rússlandi í náinni
framtíð.
Mannræningjar á Kúbu
Díkisstjórn Kanada neitaði
*•*■ að verða við kröfum
mannræningjanna. Það varð
ti’l þess, að ráðherrann La-
porte lét lífið, en nú hefur
staðfesta stjómarinnar borið
þann árangur, að brezki
verzlunarfulltrúinn, Jámes
Cross, hefur verið látinn laus.
Mannræningjamir fengu hins
vegar að fara til Kúbu, sem
nú virðist vera orðin öruggt
hæli fyrir glæpamenn af
ýmsum gerðum.
í brennidepli:
Framtíð
V estur-
Berlínar
EFTIR
MAGNÚS SIGURÐSSON.
Likt og þegar garn er rakið utan af
hnykli, hefur hvert deiluefnið af öðru
verið leyst að undanförnu í Evrópu.
Griðasáttmáli Vestur-Þýzkalands og
Sovétríkjanna og síðan samningurinn
við Pólland hafa fært heim sanninn um,
að unnt er að útrýma viðkvæmasta og
djúpstæðasta ágreiningi milli ríkja, ef
vilji er fyrir hendi. Óneitanlega hafa
Austur-Evrópurikin fyrst og fremst
haft til þessa haginn af sáttaviðleitni
vestur-þýzku stjórnarinnar. En til þess
að deilumálin verði leyst til fullnustu,
verður að rekja hnykilinn til enda og
þá kemur í ijós, að kjarni hans — við-
kvæmasta deilumálið — er eftir og
það verður að leysa, eigi hnykillinn
yfirleitt að verða rakinn. Vandamálið,
sem óleyst er, er framtíð Vestur-Berlínar.
Hvað eftir annað hefur heimsfriður-
inn verið í veði vegna V-Berlínar. Það
má minna á loftbrúna, sem koma varð
upp, er Stalin lét stöðva alla aðflutn-
inga til borgarhlutans 1948. Árið 1961
náði Berlínardeilan hámarki að nýju,
er múrinn var reistur. Eftir það var
Austur-Berlín algjörlega innlimuð í
Austur-Þýzkaland sem höfuðborg. Vest-
ur-Berlín varð eftir líkt og eyja frjálsr-
ar vestrænnar menningar lengst inni í
Austur-Þýzkalandi.
Samkomulagsgrundvöllurinn fyrir
sáttaviðleitni núverandi stjórnar V-
Þýzkalands gagnvart kommúnistaríkj-
unum hefur verið sá, að þar væri ver-
ið að viðurkenna afleiðingar siðari
heimsstyrjaldarinnar. Þýzkaland beið
ósigur. Þýzka þjóðin getur ekki skellt
allri skuldinni vegna styrjaldarinnar á
nasista. Hún getur ekki hlaupizt brott
frá fortíð sinni. Þjóðverjar eiga sjálf-
ir sök á skiptingu lands sins og á því,
að mikil landssvæði glötuðust í hendur
Póllandi og Sovétríkjunum. Þessa rök-
semdarfærslu hafa kommúnistaríkin
verið reiðubúin til þess að taka undir,
en afstaða þeirra hættir að vera rök-
rétt, þegar að V-Berlín kemur.
V-Berlín er nefnilega ein af afieið-
ingum heimsstyrjaldarinnar. Þvi hefur
stjórn Willy Brandts verið svo reiðu-
búin til samkomulags við Sovétríkin og
Pólland, að þegar hnykillinn væri rak-
inn til enda á sömu forsendum, þá
stæði vestur-þýzka stjórnin miklu bet-
ur að vigi réttarlega og siðferðislega
varðandi viðurkenningu kommúnista-
ríkjanna á raunverulegri stöðu V-Berlín
ar.
Engum skynsömum manni dylst þau
menningarlegu, viðskiptalegu og stjórn-
arfarslegu tengsl, sem eru á milli V-
Berlínar og V-Þýzkalands og það er
kominn tími til þess, að kommúnista-
ríkin viðurkenni þau bæði i borði og
í orði. Þessi tengsl eru svo náin, að
engin stjórn í V-Þýzkalandi getur leyft
sér að slíta þau eða láta sem þau
væru ekki til. Stjórn Brandts gerir sér
og fulla grein fyrir þessu og því er
það, að viðunandi samkomulag um V-
Berlín hefur verið gert að forsendu fyr-
ir staðfestingu Moskvusáttmálans og
samningsins við Pólverja.
Til þessa hefur lítið miðað í samkomu
lagsátt varðandi V-Berlín. Kommúnista-
ríkin hafa neitað að viðurkenna raun-
verulega stöðu borgarhlutans gagnvart
V-Þýzkalandi, neitað því að viðurkenna
V-Berlín sem eina af afleiðingum heims-
styrjaldarinnar.
En augu kommúnistaleiðtoganna eru
farin að opnast fyrir þversögninni í slík
um einstrengingshætti. Moskvusáttmál-
inn, samningurinn við Pólverja og miklu
fleira er í húfi, finnist ekki lausn á
Berlínarmálinu. Þegar eru farin að
sjéist merki um breytta afstöðu þeirra.
Brezhnev, leiðtogi sovézka kommún-
istaflokksins lagði á það áherzlu í ræðu,
sem hann flutti s.l. sunnudag, að sam-
komulagsgrundvöllur varðandi V-Berlín
hlyti að vera fyrir hendi.
En hver er sá grundvöllur, sem báð-
ir aðilar geta sætt sig við. Það getur
enginn utanaðkomandi sagt með neinni
vissu, en lágmarkskröfur vestur-þýzku
stjórnarinnar hljóta þó að verða, að
V-Berlín verði endanlega viðurkennd á
einn eða annan hátt sem hluti af V-
Þýzkalandi, samgönguleiðir þar á milli
verði tryggðar svo og geta borgarhlut-
ans til þess að dafna áfram (Lebens-
fahigkeit). Um þessi atriði yrði vænt-
anlega að gera sérstakan samning.
Slíkt myndi þýða vissa tilslökun i
orði af hálfu kommúnistaríkjanna. 1
reynd hafa þau ekki getað gengið fram
hjá tilveru V-Berlinar. Þau myndu að-
eins viðurkenna löngu orðna staðreynd.
Á þingi ungverska kommúnistaflokks-
ins í Budapest í siðustu viku var það
greinilega ætlun sovézku leiðtoganna
að skýra fyrir leiðtogum kommúnista-
flokka hinna Varsjárbandalagsríkjanna
viðhorf sín og vilja til bættrar sam-
búðar við V-Þýzkaland. Það vakti ekki
svo mikla athygli, að Nicolae Ceau-
sescu, leiðtogi rúmenska kommúnista-
flokksins kom ekki á ungverska flokks-
þingið. Það var í fullkomnu samræmi
við takmarkaða samstöðu hans með
hinum Varsjárbandalagsrikjunum yfir-
leitt. Það sem athygli vakti var, að
Walter Uibricht, leiðtogi austur-þýzkra
kommúnista virti þingið að vettugi.
Skýringin er sú, að austur-þýzkir
kommúnistar hafa litið sáttarstefnu
Brandts og stjórnar hans tortryggnum
augum, enda kynnu tilslakanir kommún
istaríkjanna varðandi V-Berlín að bitna
helzt á A-Þýzkalandi. Verði réttur V-
Þjóðverja til samgönguleiða til V-Ber-
línar viðurkenndur, myndi það binda
hendur austur-þýzkra yfirvalda til þess
að trufla samgöngur til borgarhlutans,
sem svo oft hefur verið tíðkað, nú síð-
ast vegna flokksþings kristilegra demó-
krata um síðustu helgi i V-Berlín. Og
austur-þýzka stjórnin yrði að sætta sig
við V-Berlín sem þyrni i holdi sínu um
ófyrirsjáanlega framtíð, en hún hefur
aldrei gefið upp þá von, að V-Berlín
lenti að lokum innan áhrifavalds síns.
En Ulbricht hefur ekki úrslitaáhrif á
meðal kommúnistaleiðtoganna, enda
þótt áhrif hans hafi oft verið nánast
furðu mikil. Hann varð að láta undan.
I skyndi voru leiðtogar Varsjárbanda-
lagsríkjanna kallaðir saman til fundar
i Austur-Berlín. Meira að segja Ceau-
sescu kom einnig. Þessi fundur var
greinilega haldinn að frumkvæði sov-
ézku leiðtoganna og hann var stuttur.
Þegar á fimmtudag héldu kommúnista-
leiðtogarnir á brott. Þetta þýðir, að ein
hvers konar samkomulag var knúið
fram á milli kommúnistaríkjanna inn-
byrðis. Spurningin er bara, hvernig það
var? Um það hefur ekkert verið sagt.
En allur aðdragandi þessa fundar,
með hvaða hætti hann bar að, hversu
skyndilega var til hans boðað og hverj-
ir mættu þar, bendir eindregið til þess,
að þarna voru teknar mikilvægar ákvarð
anir. Slíkur fundur hefur naumast ver-
ið haldinn í Austur-Evrópu síðustu ár
og hann gefur tilefni til mikillar eftir-
væntingar. Það skiptir engu, hve lítið
fór fyrir fundinum. Það var líkast því,
að verið væri að fela hann. En þær
ákvarðanir, sem þar voru teknar, kunna
senn að skipa öndvegi heimsfréttanna,
og vist er, að þær snertu ekki sízt
Vestur-Berlín.